Morgunblaðið - 27.04.1968, Side 24

Morgunblaðið - 27.04.1968, Side 24
24 MOHGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1968 DANSKI BALLETTINN ER EINN HINN BEZTI í HEIMI Katrín Guðjónsdóttir ballettkennari, skrifar um balletthótíðina í Kaupmannahöfn s.l. sumar DANSKA músík- og balletthá- tíðin, sú 18. í röðinni, var hald- in í Kaupmannahöfn í sumar. Ég sótti 5. alþjóða ballettnám- skeiðið, sem var sex vikur (lengra en venjulega vegna 800 ára afmælis Kaupmannahafnar), og gat því horft á danska ball- ettinn sýna listir sínar nokkxum sinnum, áður en ég fór heim. Dánski ballettinn var stofna'ð- ur árið 1748, sama ár og kon- unglega leikhúsið var opnað. Sá, sem mest gerði fyrir hinn danska ballett, var Bournonville. Hann samdi fleiri tugi balletta og bjó einnig til „Bournonville- kerfið", sem er reyndar háklass- iskt,1 og hafði skólann sinn þannig, að fólkið æfði sérstakar æfingar á mánudögum, aðrar á þriðjudögum o. s. frv., auk þess að æfa alltaf fyrst hinar venju- legu stangaræfingar. Svo upp- hófst það sama í byrjun hverr- ar viku. Um Bournonville og ballett- tækni hefur verið skrifuð mjög fróðleg bók, sem Erik Bruhn og hin nýlátna Lillian Moore skrif- Kirsten Simone og Erik Bruhn í „Fröken Júlía“, eftir Birgit Cullberg. Anna I.ærkesen og Henning Kronstam í „La Sylphide“. uðu. Aðaikennari danska balletts- ins er Vera Volkova. Hún er fædd í Leningrad. Var nemandi Mariu Romanovu, móður Ulan- ovu. Frá Rússlandi fór hún árið 1920. Á sl. sumri heimsótti hún ættland sitt, og allstaðar, þar sem hún fór um, var hún spurð um Erik Bruhn, þar eð Rússana langaði til að vita meira um danska skólann, sem skapað hafði svo fullkominn listamann. En þennan dansara höfðu þeir séð, er hann heimsótti Rússland með American Ballet Theatre. Á námskeiði þessu voru sér- stakar Bournonville-kennslu- stundir, og voru einnig kenndir nokkrir dansar úr frægum ball- ettum eftir hann. Þessa kennslu önnuðust aðilar frá hinum danska ballett. Kennari frá hin- um fræga Martha Graham-skóla sá um tíma í nútíma ballett. Þrír ballettkennarar, Birger Bartholin, Nina Vyroubova og Valentina Pareyaslavec, kenndu klassiskan ballett. Til Kaupmannahafnar kom fjöldi dansara og kennara hváð- anæva úr heiminum til þess að taka þátt í námskeiði þessu. Fólk úr Tívoliballettflokknum æfði þarna oft, og ein stúlka frá danska ballettir.um æfði á síðari hluta námskeiðsins, og fannst mér það satt að segja mikiil dugnaður að æfa þarna líka, því að mér var kunnugt um, að æfingarnar fyrir hátíð- ina voru bæði langar og strang- ar. Hinn heimsfrægi sólódansari Erik Bruhn æfði þarna einnig, en hann er nú ballettmeistari sænsku óperunnar. Einn sunnudagseftirmfðdag hélt ballettgagnrýnandinn Svend Krag Jensen fyrirlestur um Bournonville, þann merka mann, og sagði m.a.: „Bournonville átti franskan föður og sænska móður. Hann lærði í París hjá Vestris, sem var mjög strangur kennari, eins og allir kennarar eiga að vera. Bournor.ville samdi a.m.k. 50 bailetta. Öhlensleger, Andersen og Thorvaldsen voru mjög góð- ir vinir hans. Öhlensleger og Andersen nefndu hann ávallt „ballett poet“. Um sjálfan sig talaði hann alltaf um sem „sjení“, var haldinn mikilli „ball ettmaníu", og vildi jafnvel dansa þegar Thoryaldsen var jarðað- ur! Bournónville hafði áhuga á að semja balletta byggða á Eddukvæðum og þá helzt Þrymskviðu". Ballettmeistari danska ball- ettsins er Flemming Flindt. Hann hefur samið allmarga ball- etta, og sá ég fjóra eftir hann. Ég hafði lesið miki'ð um einn af ballettum hans: Einkatímann, byggðan á hinu fræga leikriti Ionescos, við tónlist eftir Dele- Peter Martins í „Apollon Musa- getes“, eftir Balanchine. due. Að mínu áliti náði Flindt hinu rétta andrúmslofti í byrj- un verksins — en því miður ekki meir. Þessi ballett var eng- an veginn nógu vel saminn né heldur „Galla Variationer" og „De tre Musketerer". „Den For- underlige Mandarin“, sem hann samdi við tónlist eftir Bela Bar- tok, tókst hins vegar með ágæt um, og var auðséð, að hann hafði lagt meiri vinnu við þennan ballett en nokkurn hinna. Hið sígilda „Pas de Deux“ úr Don Quixote eftir Petipa við hina skemmtiilegu tónlist eftir Minkus vakti snikla hrifningu enda mjög skemmtilegt verk og vel dansað af Kirsten Simone og Femtming Ryberg. Lövenskjold Napoli, ballett eftir hefur samið tónlistina við hinn fræga Borunovilie-ballett „La Sylphide“, og er hvorttveggja hrein snilld. Ég var svo lánsöm, að ball- ettinn „Fröken Júlia“ eftir Birgit Cullberg — tónilist eftir Rang- ström — var sýndur, meðan ég var í Kaupmannahöfn. Þarna dansaði Erik Brúhn þjóninn, frk. Júlíu dansaði Kirsten Simone og var dans þeirra frábær og vakti hrifningu. Árið 1960 kom Birgit Culberg ihingað/ til lands og svið- setti þennan ballett hjá Þjóð- ieikthúsinu. Þá döns'uðu aðalhlut- verkin finnska ballettdansmær- in Margarethe von Bahr og Frank Scbaufuss, dansari við danska ballettinn. í þessum bali- ett dönsuðu einnig Niels Kehlet og Eske Holm frá danska ballett inum! auk nokkurra íslenzkra dansara. Mér fannst sérstaklega gaman að 'horfa á þennan bali- ett, og sá þarna að sjálfsögðu verk, sem ég þekkti mjög vel. Ballett þessi er byggður á leik- riti Strindbergs, og finnst mér Birgit Cull'berg hafa tekizt sér- stakiega vel með þennan ball- ett. í haust sagði þjóðleikhús- stjóri í útvarpinu, að Birgit Cull- berg kæmi hingað til landsins á næstunni með sinn ballettflokk. Gefst okkur þá vonandi tæki- færi til þess að sjá fleiri balletta eftir þennan koreografer. Einn ballett sá ég eftir Bal- anchine, „Apollon Musagetes", tónlist eftir Stravinsky. Balanch- ine er snillingur í sinni list, og álít ég, að hann beri höfuð og herðar yfir aðra koreografera í dag. Verk þetta var frumsýnt 12. júní 1928 í Sarah Bernhardt leikhúsinu í París. Leiktjöld gerði André Baucíhant og Chanel teiknaði búninga. Stravinsky og BalanChine unnu þarna saman í fyrsta sinn. í þessu verki sneri Stravinsky aftur til klassisma, og í kóreografiudnni notar Balan- chine — samhliða háklassiskum sporum — „arabesque" með 'bog- in hné og „arabesque" þar sem hnén snúa inn, sem var fyrst vís- irinn að hinum svokallaða „neo- klassiska" stíl. Áhorfendur voru lítt hrifnir og gagnrýnendur vissu varla, hvað þeir ættu að segja um verkið. Helztu ballett- flokkar í V-Evrópu hafa tekið ballett þennan til sýningar, og í flestum tilfellum undir stjórn Balanchine. Á hátíð þessari var ballettinn mjög vel sviðsettur af Henning Kronstam. Ballettinn er byggður á grisku goðsögunni, sem setgir frá guð- inum Apollo og menntagyðj- unum. Ballettinn 'byrjar á stutt- um inngangi, er sýnir fæðingu ApoOlons á eyjunni Delos. Af menntagyðjunum niu koma að- eins þrjár fratm, sem hafa mest með dans að gera. í lok verksins fer Apollon með menniagyðjurn- ar upp fjaliið Parnas í áttina til Ólympsfjalls. Peter Martins dansaði Apollon og virtist mér hann vera skapað- ur fyrir hlutverkið, og spái því að hann eigi mitkla framtið fyrir höndum sem ballettdansari. Menntagyðjurnar þrjár voru mjög vel dansaðar af Anne Lærkesen (Terpsic'hore), Inga Oiafsson (Poljdiymnia) og Eva Kloberg, sem dansaði Kailiope. Anna Lærkesen hefur mtjög sér- stæða yndisþokka í sinutm dansi. Danski ballettinn mun sýna í London siðast í apríl — og gam- an væri, ef við ættum þess kost að sjá hann einnig hér. Katrín Guðjónsdóttir. Nýtt hótel í Úlafsvík Vivi Gelker og Flemming Flindtí „Den forunderlige Mandarin" Ólafsvík, 26. marz 1968. f VETUR i byrjun vertíðar tók Albert Jóhannesson búsettur í Ólafsvík, að sér rekstur mötu- neytis Hraðfrystihúss Ólafsvik- ur. En áður hafði fyrirtækið sjálft annast þennan rekstur og þá aðeins yfir vetrarvertiðina. Um 50 manns hefur verið í fæði í mötuneytinu i vetur og hefur Albert reynt að hafa ofan af fyrir aðkomufóltki, sem hjá hon- um borðar þegar lítið hefur ver- ið um atvinnu, með því að koma upp ýmsum leiktækjum eins og töfium, spiium, bobbi og ýmsum fleiri leiktækjum. Er óhætt að segja að fólk hefur unað sér vel við þetta og er ekki að efa, að viðleitni Alberts að slíku tómstundargamni leiðir fólk frá öðrum miður óheppilegum tóm- stundum og er kannski ekki furða þar sem líf vertíðafólks fjarri síns heima er heidur fá- breytilegt. Eins og fyr segir hefur að- eins verið rekið þarna mötu- neyti yfir vetrarmánuðina, en nú áformar Albert að breyta til yfir sumarmánuðina og reka þarna hótel fyrir ferðafólk, sem hér kynni að eiga leið um. Hús- næði það sem þessi starfssemi hefur yfir að ráða, er á efstu hæð, eða 3ju hæð í byggingu Hraðfrystihúss Ólafsvikur, sem nýleg bygging, 600 ferm. að stærð. Ekki er enn að fullu bú- ið að ganga frá innréttingum á hæð þessari, en reynt verður að fullgera það áður en ferða- straumur byrjar hingað til Ól- afsvíkur að sumri. í húsnæði þessu verður komið fyrir 15 2ja manna herbergjum og ennfrem- ur verður hægt að taka á móti meiri fjölda til gistingar, ef með þarf. Öll herbergi verða útbúin með nýjustu gerðum húsgagna og komið verður fyrir tveimur setustofum fyrir gesti hótelsins ásamt böðum og öðrum hrein- lætistækjum samkvæmt ströng- ustu heiibrigðisregium þar um. Veitingarsaiur mun taka um 100 manns við borð. f anddyri hó- teisins verður sett upp vind- linga-, sælgætis og ölsala. Enn- fremur verða þar allar upplýs- ingar varðandi hótelið gefnar. Margvíslegri þjónustu við ferðafóik hyggst Albert koma upp í sambandi við hóteiið og má nefna . hestaferðir í nágrenni Ólafeaúkur og jafn- vel upp á Snæfeilsjökul. Berjaferðir verða skipuiagð- ar síðla sumars og ennfrem- ur að vinna að því við vissa aðiia að koma sjóstangaveiði á hér að sumrinu, því héðan er stutt á fjölbreytileg fiskimið. Ekki er að efa og raunar vit- að, að með tilkomu hótels eins og sagt hefur verið frá hér að framan, leysist mikið vandamál í sambandi við að taka á móti ferðafólki, sem hér ætti leið um. Því er þess að vænta að þeir aðilar, sem um málið eiga að fjalla, sýni því fullan skilning og veivild til mikilla hagsbóta fyrir ferðafóik og staðinn um leið. H.K. Skolphreinsun úti og inni Sótthreinsum að verki loknu. Vakt allan sólar- hringinn. Niðursetning á brunnum og smáviðgerðir. Cóð tæki og þjónusta. Rörverk sími 81617.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.