Morgunblaðið - 01.05.1968, Qupperneq 3
MOKGUNBLAÐIÐ MIÐVIK’UÖAGUI;' 1. MAÍ 1968
3
By rjunarf ramkvæmdi r Hafnar-
fjarðarvegar boðnar út
— Heildarkostnaður við hraðbrautina áœtlaðjr 120 milljónir
KÓPAVOGSBÆR bauS í gær út
byrjunarframkvæmdir við gerð
hraðbrautarinnar, sem koma á
í stað núv. Hafnarfjarðarvegar.
Verður þessi hluti verksins unn
inn í tveimur hlutum, annars
vegar undirbygging eystri ak-
brautar vegarins, tengivegar af
Nýbýlavegi og hluti tegnivegar
á Kársnesbraut, en hins vegar
undirbygging vestari akbrautar-
innar, hluta af Kársnesbraut og
lokastig tengivegar á hana.
Bygging brúar í eystri akbraut
yfir Nýbýlaveg, Kársnesbraut
verður boðin út innan skamms.
Heildarkostnaður er áætlaður
120 milljónir.
Af þessu tilefni bauð bæjar-
FYLG/SKJAL NR. /
AIreriAVEGUft'
HAFNARFJA KÐARYEGUR
'/
KOPAVOGSL AHD/
N\\V I.*FANG!
| nrjrANai
BKÝK
stjórn Kópavogs til fundar með
fréttamönnum og þeim, er unn-
ið hafa að undirbúningi verks-
ins, og skýrði frá aðdraganda
þess, svo og hverjar hugmyndir
eru um staðsetningu hraðbraut-
arinnar. Verður hraðbrautin fuil
byggð með þremur akreinum á
hvorri braut, sem verða aðskild-
ar með miðeyju. Ekki verða þó
gerðar nema tvær akreinar
hvorum megin fyrst í stað.
Á þessu ári og því næsta er
áætlað, að lokið verði fyrsta
stigi gerðar hraðbrautarinnar.
Er það gerð brautarinnar með
tveim akreinum frá bæjarmörk-
um Reykjavíkur í brekkuna
skammt sunnan Kársnesbrautar,
Nýbýlavegar, auk tenginga við
fyrrgreinda vegi og bráðabirgða
tengingu úr eystri akbrautinni
í Dalbrekku og vestari brautinni
í gamla Hafnarfjarðarveginn.
Ennfremur verða byggðar brýr
fyrir hraðbrautina yfir Kárs-
nesbraut, Nýbýlaveg.
Eins og fyrr segir hefur und-
irbygging brautarinnar verið
boðin út og skal skila tilboðum
fyrir 22. maí n.k. Er hér aðallega
j um jarðvinnsiu að ræða. Verkið
| verður ekki boðið út á erlendum
i vettvangi, enda sagði bæjarstjóri,
að bæjarstjórn treysti islenzkum
aðilum fyrir verkinu og vildi
stuðla að eflingu ísl. verktaka.
Er áætlað að vinna að eystri
hlutanum á þessu ári, en að
j þeim vestari á árinu 1969. Þá
I verður ennfremur lokið yfir-
byggingu brautarinnar og gerðar
i brýr í vestari hlutann, en eystri
| brúin verður byggð á þessu ári.
! Áætlaður kostnaður við þess-
1 ar framkvæmdir eru áætlaðar 60
j —70 milljónir, en ' gerð allrar
j hraðbrautarinnar er ætluð á að
i muni kosta um 120 milljónir.
Verkfræðiskrifstofa Stefáns
j Ólafssonar annaðist könnun
j verksins, þ.e. gerð teikninga og
| undirbúning að framkvæmdum.
Ennfremur hafa verkfræðingarn-
ir Guðmundur Magnússon og
Theódór Ólafsson unnið við
könnuna ásamt Stefáni.
Af hálfu bæjarstjórnar Kópa-
vogs hefur fjögurra manna
nefnd fylgst með framgangi máls
ins, bæjarfulltrúarnir Ásgeir Jó
hannesson, Björn Einarsson, Sig
urður Helgason og Sigurður
Grétar Guðmundsson, formaður
nefndarinnar. Auk þeirra hefur
bæjarverkfræðingur Kópavogs,
Ólafur Jensson fylgzt með verk-
Telkningin sýnir hvernig framkvæmdum við fyrsta hluta
verksins verður hagað við gerð hraðbrautarinnar um Kópa-
vog.
Myndin sýnir líkan af hraðbrautinni. Bygging brúa yfir þver-
vegina. Nýbýlavegur — Kársnesbraut er nýmæli í vegagerð
hérlendis.
Grumman-flugbátarnir
bráölega í notkun
— takist samningar við Varnarliðið, segir
Pétur Sigurðsson, forstjóri
SVO sem getið var í Mbl. á
sunnudag hefur dómsmálaráð-
herra heimilað Landhelgisgæzl-
unni að semja um leigu á tveim-
ur flugbátum af svonefndri
Grumman Albatros-gerð. Mbl.
hefur leitað frekari upplýsinga
um þetta mál hjá Pétri Sigurðs-
1. maí kaffi
f DAG, 1. maí, verður kaffisala
í Iðnó að venju. Er ætíð vel til
þess vandað, úrvalsbrauð og
kökur á boðstólum. Húsið er op-
ið frá kl. 2,30 e. h.
Vclhjóli stolið
BLÁU vélhjóli, R-1101, sem er
Honda 50, árgerð 1966, var stol-
ið frá Rauðarárstíg 42 aðfaranótt
sl. þriðjudags.
Þeir, sem kynnu að geta gefið
upplýsingar í málinu, eru beðn-
ir að snúa sér til rannsóknarlög-
reglunnar.
syni, forstjóra, og tjáði hann
blaðinu, að málið ætti sér all-
langan aðdragana eða hátt á ann-
að ár, en virtist nú ekki eiga svo
langt í land.
Hugmyndina kvað Pétur ein-
faldlega vera þá, að endurnýja
gæzluflugvélin Sif meðan sölú-
verðmæti hennar væri fyrir
hendi og þá helzt án þess að
leggja út í verulega fjárfestingu.
Peningana hyggst Landhelgis-
gæzlan spara til þyrlukaupa, en
á framtíð þeirra kvað Pétur ekki
vera neinn vafa. Gæzlan hefði
hins vegar ekki fjárhagslegt og
tæknilegt bolmagn í slík kaup,
en hann kvað unnið jafnt og þétt
að því að svo verði. Gat hann
þess, að nýlega hefði einn flug-
manna lokið þyrluflugprófi. Páll
Halldórsson, flugmaður hjá
Landgræðslunni.
Pétur Sigurðsson kvað Sif nú
vera orðna 25 ára gamla og nú
styttist óðum í mikla fiokkunar-
viðgerð, sem kosta mun mikið
fé. Við þann kostnað vill Land-
helgisgæzlan helzt losna og
selja vélina áður en til viðgerð-
arinnar kemur. Sif er nú eina
Skymaster-flugvélin, sem í not-
kun er hérlendis, en áður fyrg
áttu bæði flugfélögin slíkar flug
vélar.
Við athugun á hentugum vél-
um í staðinn fyrir Sif kom í ljós,
að unnt yrði að fá annað hvort
keytpa eða leigða tvo sérstak-
lega byggða björgunarflugbáta,
með hagkvæmum kjörum. Bátar
þessir hafa reynzt mjög vel,
hafa verið notaðir mjög víða og
hafa mikið flugþol. T. d. nota
Norðmenn þá mikið til kennsiu
og björgunarstarfa.
Pétur sagði hins vegar, að
hugurinn stæði alltaf til þyrl-
anna. Hann gat þess, að nýlega
hefði dómsmálaráðherra, Jó-
hanni Hafstein gefizt kostur á að
reyna Sikorsky-þotu, eT hann
var staddur erlendis í sambandi
við skírn varðskipsins Ægis.
Hefði hann flogið með þyrlu
danska flughersins frá björgun-
arstöð hersins við Álaborg og
sagði Pétur, að sér væri óhætt að
fullyrða að áhugi ráðherrans á
þyrlumálum Landhelgisgæzl-
unnar, hefði sízt minnkað við
kynnin af þyrlunni. Pétur gat
þess að Landhelgisgæzlan hefði
rætt við bæði framleiðendur og
notendur þyrla víða um lönd og
væri málið ofarlega í baugi inn-
an Gæzlunnar nú.
Albatrosarnir gætu hins vegar
komið fljótlega í gagnið, takist
samningar milli varnarliðsins og
Landhelgisgæzlunnar. Grumm-
an flugbátar hafa oft verið í not-
kun hérlendis og eru þeir m.a.
þekktir frá Keflavíkurflugvelli,
þar sem þeir voru staðsettir til
skamms tíma. Þá voru þeir einn-
ig notaðir í innanlandsflugi hér
fyrr á árum.
Pétur Sigurðsson, forstjóri
kvað það ekki minnsta kostnað-
inn, að með þessu fengi Land-
helgisgæzlan í fyrsta sinn tvo
flugfarkosti, en iðulega hefur
þurft að gripa til að leigja flug-
vél.
STAKSTEINAR
„Strákar, sem hafðir
eru til að æfa sig.....“
Stundum grípa þeir, sem í vök
eiga að verjast til þess óyndis
úrræðis að slá fyrir neðan belti.
Þannig segir KB í röklausu og
innantómu orðagjálfri um lands
prófið í Alþbl. í gær — að gagn
rýnendur þess séu áróðursmenn,
sem hafa „stundum átt börn sem
ekki hafa staðizt prófið ein-
hverra hluta vegna.“
Þessa setningu skrifar ekki
maður, sem trúir á málstað sinn.
Ef umræðurnar um skólamál
eiga að staðna í svo ófrjóu sjó-
búðatali, sem raun ber vitni í
málgagni sjálfs menntamálaráð
herra, þarf víst ekki að búast
við miklum úrbótum.
En auðvitað verður hver og
einn að skrifa eins og hann hef-
ur vit og drengskap til — einn
ig kb. ;
Rússar á bak við
réttarhöldin
Fyrrverandi yfirmaður tékk-
nesku leyniþjónustunnar hefur
greint frá því, að Stalín sjálfur
hafi fyrirskipað hreinsanir með-
al tékkneskra kommúnista árið
1952. Einnig hefur hann skýrt
frá því, að Mikoyan, fyrrv. for-
seti Sovétríkjanna, sá, sem
manna lengst stóð af sér valda-
baráttuna í Kreml, hafi sinn er-
indarekstri fyrir Stalín vegna
þessara hreinsana og stappað stál
inu í fylgisveina hans í Prag. S
Sjálfsmorðalda sú, sem gripið
hefur um sig meðal fyrrverandi
leiðtoga tékkneska kommúnista-
flokksins, sýnir með hvílíku hug
arfari þeir líta drýgðar dáðir
sínar í þjónustu Stalins og vænt
anlega einnig alheimskommúnis-
mans.
Sú spurning vaknar, hversu
langt hinir frjálslyndari vald-
hafar í Tékkóslóvakíii muni
ganga í því að afhjúpa afrek fyr
irrennara sinna í baráttu þeirra
við að tryggja sig í sessi. Og
einnig, hve langt þeir geta geng
ið, áður en tékknesika þjóðin
krefst þess, að frumrót þessarar
ógæfu hennar, hinu kommúniska
þjóðfélagi, verður varpað fyrir
róða.
Frumleg viðhorf
í Timanum í gær birtist ræða
er Skúli Guðmundsson, alþing-
ismaður, flutti á verkalýðsráð-
stefnu. Lýsir hann þar viðhorf-
um sinum til verkfalla og bar-
áttu fyrir hærri launum. í ræð-
unni koma m.a. fram eftirfar-
andi viðhorf:
„Viðleitni manna yfirleitt bein
ist að því að afla sem mestra
tekna. Og atvinnutekjur manna
þurfa að ná vissri hæð, til þess
að þeir geti komizt sæmilega af.
Og það er gott að menn hafi
miklar tekjur, ef þeir verja
þeim til gagns fyrir sig og
þjóðfélagið. En takmörk eru
fyrir því, hvaða gagn menn
liafa af mikium tekjum til per-
sónulega nota.“
Grumman Albatros-flugbátur.