Morgunblaðið - 01.05.1968, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR, 1. MAÍ 1968
Framleiðsla og fjármunamyndun
hefur stððugt vaxið í ísl. iönaði
— Nliklir vaxtarmöguleikar
— Úr rœðu iðnaðarmálaráðherra, Jóhanns
Hafsfeins, á ársþingi iðnrekenda
IÐNAÐARMÁLARAÐ-
HERRA, Jóhann Hafstein,
hélt ræðu við setningu árs-
þings iðnrekenda í síðast-
liðinni viku, en í henni var
að finna ýmsar athyglisverð-
ar upplýsingar.
Iðnaðarbankinn í
örug-gum vexti
í upphafi ræðu sinnar vék
iðna'ðarmálaráðherra að því að
síðasta ársþing hefði verið hald-
ið einni viku eftir brunann í
Iðnaðarbankahúsinu 1967. Nú
væri búið að endurbyggja og
laga bankann, og sem betur fer
hefði bankastarfsemin engan
hnekki hlotið af þesisum bruna.
Þvert á móti hefði komið
fram á síðasta aðalfundi bank-
ans, sem nýlega var haldinn, að
bankastarfsemin hefði mjög
eflzt á sl. ári þrátt fyrir erfið-
leika í efnahagsmálum þjóðar-
innar. Sparifjáraukning bankans
hefði verið um 20% og heildar-
innlánaaukning um 18%, og
væri það verulega miklu meira
heldur en meðaltalsaukning
sparifjár í bönkum og sparisjóð-
um hefði numið á sl. ári, en
hún væri um það bil 8,8% og
innlánsaukning með veltifé í
heild aðeins 6,4%. Á árinu 1966
hefði innlánsaukning Iðnaðar-
bankans numið um 30% þegar
meðaltals innlánsaukning í heild
í bankakerfinu og sparisjóðum
var aðeins um 13,3%. Ráðherr-
ann notaði tækifærið til þess
að óska iðnaðinum til hamingju
með þennan vöxt í bankastarf-
semi þessarar atvinnugreinar.
Endurbóta er þörf
í»á vék ráðherrann að því, að
sífellt væri þörf mikillar áir-
vekni um endurbætur á löggjöf
á skipulagskerfi iðnþróunar í
landinu. Hefði verið til athug-
unar í iðnáðarmálaráðuneytinu
að stefna að skipulagsbreyting-
um. Því miður hefði þetta ekki
unnizt eins fljótt eins og æski-
legt hefði verið, enda væri ekki
miklum mannafla á að skipa.
Minnti ráðherran á ferð sína til
Noregs á sl. hausti og fulltrúa
hans í Iðnaðarmálaráðuneytinu,
til þess að kanna viðhorf Norð-
manna í þessum efnum. HefJi
sú ferð verið hugsuð til athug-
unar á nýjum tillögum til að
styrkja skipulagsbyggingu iðn-
aðarins í landinu, en ráðherr-
ann taldi mikilvægt, að slíkar til
lögur væru gerðar í samráði vi/S
samtök iðnaðarins, bæði Félag
ísl. iðnrekenda og Landssam-
band iðnáðarmanna.
Þá vék ráðherrann að því, sem
hann nefndi „staðleysur og stað-
reyndir" í sambandi "við íslenzk-
an iðnað. Margir hefðu á undan-
förnum árum talað mikið um
það, að íslenzkur iðnaður væri
að komast á vonarvöl, og þá
kannski fyrst og fremst vegna
skilningsleysis stjórnvalda á
hagsmunamálum i'ðnaðarins. Á
síðasta ársþingi iðnrekenda
hefði mátt heyra í ræðu for-
manns, að lítill vöxtur hefði
verið í framleiðslu íslenzks iðn-
aðar á liðnum árum, en nú
kæmi það hins vegar í ljós, eft-
ir því sem hann sjálfur segði,
að firamleiðsluaukningin væri
um 31% á síðastli'ðnum 6—7 ár-
um. Auðvitað er þetta mjög mik-
ilvægt þegar athugað er, að iðn-
aðarframleiðslan t.d. í Vestur-
Jóhann Hafstein
Þýzkalandi og Bandaríkjunum,
sem væru háþróuðustu iðnaðar-
lönd heims, hefði aukizt minna
en gert var ráð fyrir, og ekk-
ert í Vestur-Þýzkalandi á sl. ári,
og gert er ráð fyrir, að hún hafi
aðeins aukizt um 3% í Banda-
ríkjunum. Á íslandi reyndist
framlei'ðsluaukningin 4% árið
1966. Engu að síður hafa rnarg-
ir grátið mörgum krókódílatár-
um yfir íslenzkum iðnaði á und-
anförnum árurn, og fluttar hafa
verið æ ofan í æ tillögur á Al-
þingi um það að kanna samdirátt
í íslenzkum iðnaði. Staðreynd-
irnar eru í dag þær, að íslenzk-
ur iðnaður hefir ekki dregizt
saman, heldur vaxið ár frá ári,
en hitt er svo rétt, að ári'ð 1967
er mjög erfitt fyrir íslenzkar
iðngreinar, eins og reyndar aðr-
ar atviinnugreinar.
Lánsfé iðnaðarins
Margir kvarta um of litil lán
úr bankakerfinu til iðnaðarins.
Þetta er að vissu leyti rétt, en
verður þó að miðast við heild-
ina. Talið er að útlánaaukning
úr bönkunum hafi numið á sið-
astli'ðnu ári 885.000.000.00 kr., og
er þá hlutur iðnaðarins af þess-
ari útlánaaukningu meiri, miðað
við aðrar atvinnugreinar, en
nokkrru sinni áður. Til iðnaðar-
ins mun hafa verið lánað um
208.000.000.— kr. af þessari út-
lánaaukningu á móti 163.000.000
til sjávarútvegsins og fisk-
vinnslu, 133.000.000 til verzlun-
ar og 85.000.000 tii landbúnaðar.
Margir hafa einnig talað um
hina svokölluðu „frystingu"
fjár í Seðlabankanum, en sam-
kvæmt nýjustu skýrslum liggur
fyrir, að „útstreymi'ð" úr Seðla-
bankanum hefur á sl. ári num-
ið til atvinnuveganna, iðnaðar
og annarra greina, meira en
þúsund milljónum króna.
Stangast þessar staðreyndir,
sagði ráðherrann, töluvert mik-
ið á við það, sem haft hefir
verið á orði um útlán og fjár-
mögnun til iðnaðarins sem ann-
arra atvinnugreina.
Sívaxandi fjármunamyndun
Eftir allt það tal, sem vi'ð höf-
um heyrt á undanförnum árum
um fjárskort og lánsfjárörðug-
leika í sambandi við iðnaðinn,
langar mig til þess að minna á,
sagði ráðherrann, að ef við tök-
um tvö sex ára tímabil til sam-
anburðar, þ.e.a.s. tímabilið frá
1955 til 1961 og tímabilið fró
1961 til 1967, og færum það til
sambærilegs verðlags, þá kemur
í ljós, að á sfðara tímabilinu
hefur fjármunamyndun verið í
iðnaði næstum því tvöfalt meiri
en fyrra tímabilið. Aukningin
síðara tí-mabilið er 173% meiri
en á fyrra tímabilinu. Frá 1955
til 1961, miðað við v-erðlag árs-
ins 1967, er fjármunamyndunin
1.230.000.000.— kr. en á síðara
tímabilinu, frá 1961 til 1967, mið
að við verðlag ársins 1967, er
fjármunamyndunin 2.129.000.000.
Á síðas-tl. ári er eitthvert erf-
iðasta ár okkar íslendinga í
efnahagsmálum, en samt sem
áður liggur það fyrir að fjár-
munamyndunin eð-a fjárfesitingin
í iðnaðarframkvæmdu-m á þessu
ári nemur nærri 500.000.000.—
kr. og er þá ekki talin með sú
f jármunamyndun, sem á sér stað
í sambandi við álbræðsluna, sem
verður um 300.000.000.— Ef við
bærum þessar töllur saman vfð
fyrri ár, með sambærilegu verð-
lagi, þá liggur fyrir að árið
1955 er fjármunamyndunin að-
éins 120.000.000.—, 1956 er hún
172.000.000,— og 1957 247.000.
000.— kr. og 1858 271 millj. k-r.
Þagar þetta er a-thugað, þá
verða menn að gera sér ljóst,
að hér er um að r-æða stöbk-
breyting-u til framgangs fy-rir ís-
lenzkan iðnað, sem hann mun að
búa. Þrá-tt fyrir allt þras um
samdrátt í íslenzkum iðnaði,
hefur þessi atvinnugrein veri'ð
að sívaxa frá ári til árs og vél-
væðas-t og byggja grundvöll að
nýrri framtíð fyirir ko-mandi
kynslóðir á íslandi, sagði ráð-
herrann.
Islenzk stálskipasmíði
Síðan vék ráðherrann að
nokkrum atriðum í sa-mbandi
við íslenzkan iðnað, sem gerð
hafa verfð að umtalsefni að und
anförnu. Hann sagði, að menn
væru nú ásakaðir fyrir það að
hafa ekki byggt fiskiskip í land-
inu. Þetta hefði ekki verið hægt.
íslenzkar stálskipasmíðar hefðu
hafizt hér á síðustu 3 ti-1 ár-
um fyrir mjög mikla og ákveðna
tilstuðlan stjómarvalda. T.d.
hefðu verið samiþykkt á síðasta
þingi lög um að heimila ríkis-
stjórninni að áby-rgjast lán til
skipasmíðastöðva, all-t að 50.000.
000.— kr. og ekki miðað við
60% af verðmæti, eins og áður,
heldur allt að 80% af verðmæti.
Við vær-u-m í þeirri aðstöðu nú,
að geta allt að því fullnæg-t okk
ar eigin endurnýju-narþörf á
uppbyggingu fiskiskipastólsins,
og væri þetta einn igleðilegasti
votturinn um vaxtarmátt ís-
lenzks i'ðnaðar. Ríkisstjórnin
hefði lagt sig fram að hjálpa
þessari atvinnugrein til vaxtar
og viðgangs.
Reglur um útboð og tilboð
Þá vék ráðherrann að nýjum
reglum, sem verið væri að setja
fyrir tils-tuðlan Iðnaðarmála-
stofnunar íslands um tilboð og
útboð, sem í meginatriðum
hefðu þann tilgang, a’ð skapa
fastar regl-ur u-m þessi atriði, svo
ekki þyrfti um þau að verða
deilur og vafaatriði.
Ríkisstjórnin hefði gert kunn-
ugt, að hún fyrir sitt leyti
mundi stuðla að því, að íslenzk
tilboð gengu fyrir erlendum til-
boðum öðru fremur, af þjó'ðhags-
legum ástæðum. A'ð vísu hefði
ríkisstjórnin ekki set-t ákveðið
mark í þessu samibandi, enda
yrði að meta það hverju sinni,
en í mörgum málum hefði það
ráðið úrslitum, að tilboðin voru
íslenzk, en ekki er-lend. Ráð-
herrann sagðist leggja áherzlu
á, að mönnum væri þetta ljóst.
Nýir möguleikar
Þessu næst vék ráðherrann
a’ð ýmsum nýjum viðfangsefn-
um, sem við blöstu tiii nýsköp-
unar í íslenzk-um iðnaði. Þar
væri um að ræða athugun á
möguleikum til sjóefnavinnslu,
biksteinsvinnslu eða per-lusteins-
vinnslu, það væri unnið að at-
hug-un á sútun og Ullariðnaði,
það er unnið að athugun á því
að koma hér upp álvinnsl-u í
sambandi við framlei'ðslu hrá-
áls í landinu, þegar hún er kom
in í gang. Þá væri einnig unnið
að því að koma hér á olí-ubreins-
un, eða að byg-gja olíuhreinsun-
arstöð. Ennfremur hefðu hér ver
ið á ferðinni ekki alls fyrir löngu
m-enn í -sambandi við hugsanlega
mögúleika á því að koma upp
fosforvinnslu á íslandi, en það
eru stórframkvæm-dir, sagði -ráð-
herrann, sem hér gæti verið um
a'ð ræða, en málið er á svo miklu
frumstigi en-n, að það er ek-ki
hægt á þessu stigi málsins frek-
ar um það að segja
Þá sagð-i hann að ýmislegt
flei-ra væri þess eðlis, -að að því
þyrfti að vinna, og sérstaklega í
sambandi við hinn álmenna iðn-
að, og minni iðnað í landinu. Þa’ð
væri mjög æskilegt, að sa-mtök
iðnaðarmanna, einstaklingarnir
innan þeiirra, ynnu sjállfir að
framvindu þessara mála, en rík-
isstjórnin eða stjórnvöld vild-u
að sjálfsögðu veita sinn atbeina,
efti-r því sem hægt væri á hverj-
um tíma.
Framvindan byggist á
einstaklingunum
í lok ræðu sinnar sagði ráð-
herrann efti-rfarandi: „Mönnum
verður í vaxandi mæli ljóst gildi
íslenzks iðna’ðar í þjóðarbú-
skapnum.
Með hverju á hin ört vaxandi
íslenzka þjóð að tryggja kom-
andi kynslóðum a-tvinnuöryggi í
framtíðinni? 350—400 þúsund
manns munu vera hér um alda-
mót! 1 milljón manna mun búa
á íslandi upp úr miðri næstu
öld!
Að sjálfsögðu verður að efla
allt, sem fyrir er og hagnýtt hef-
ur reynzt. Það verðu-r að lei-ta
nýrra leiða og þar eru mögu-
leikarnir mestir í fjölþættri fðn-
aðarframleiðslu alm-ennt. Stór-
iðjan getur orðið veigamikill
þáttur í framtíðaröryggi, ef
menn stinga ekki höfðinu í
sandinn og gerast svo smávaxn-
ir til orðs og æðis, að -treysta
sjálfum sér ekki til að semja við
erlendia aðiia með reisn, annað
hvort a-f því að menn eru haldn-
ir einskærri minnimáttarkennd
e’ða þá hreint og beint öfugugga-
hætti.
En ég segi enn sem oftar að
framvindan veltur á einstakling
unum, framtaki þeirra, áræði og
manngi-ldi. En menn -geta með
réttu krafist af því opinbera, að
•„skuturinn verði ek-ki látin-n eftir
liggja, ef knálega er róið í fyr-
irrúminu."
ÚTBOÐ
HRAÐBRAUT UM KÓPAVOG
Tilboð óskast í byggingu fyrsta hluta Hafnarfjarð-
arvegar um Kópavog. Útboðsgögn eru afhent á
skrifstofu bæjarverkfræðings í Kópavogi gegn 5 þús.
kr. siklatryggingu.
Byggingarnefnd Hafnarfjarðarvegar í Kópavogi.
Framkvæmda- eða fulltriíastarf
Fertugur maður með langa starfsreynslu við
framkvæmda- og fulltrúastörf óskar eftir atvinnu.
Góð enskukunnátta og þjálfun í enskum og ís-
lenzkum bréfaskiptum fyrir hendi. Tilboð merkt:
„8084“ sendist afgreiðslu Morgunblaðsins.