Morgunblaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.05.1968, Blaðsíða 32
RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGREIOSLA • SKRIFSTOFA SÍIVll 10*10Q AUGLVSIHGAR SÍIVII SS*4*8a MIÐVIKUDAGUK 1. MAÍ 1968 Afli Hornafiarðar báta yffir 6500 I. Höfn, Hornafirði, 30. apríl. SÍÐARI hluta aprílmánaðar var afli Hornafjarðarbáta sérlega góður, allt þar til veður spilltist og norðaustanáttin kom, þá hvarf fiskur má heita alveg og hefur jafnvel komizt ofan í 1,5 1. í veiðiferð. Alls aflaðist á þess- um tíma 1889,5 lestir í 68 veiði- ferðum. Þann 21. var aflinn hvað mestur, þá lönduðu þrír bátar, Jón Eiríksson 79 lestum, Gissur hvíti 78 og Hvanney 72 lestum. Heildaraflinn frá áramótum er nú 6589,2 lestir, en var á sama tíma í fyrra 5171,8 lestir eða 1417,4 lestum minni. Mestan afla hafa Jón Eiríksson 1053 lestr, Hvanney 987 og Gissur hvíti 962 lestr. — Gunnar. hreindýrum Egilsstöðum, 30. apríl. SÝSLUNEFND Norður- Múlasýslu ályktar að gera þurfi róttækar ráðstafanir gegn offjölgun hreindýra með hliðsjón af því haglendi sem dýrin ganga á. Telur sýslunefndin að fækka þurfi dýrunum niður í 1500 til 1000 til að fyrirbyggja að þau fari eins og sl. vetur. — H.A. Holf en ekki City í MBL. í gær var sagt frá reykj- arsvælu í hóteli hér í borg. í fréttinni stóð að um City Hotel hefði verið að ræða. Hér er um mishermi að ræða, því að reyk- urinn var í Hótel Holt. Hlutað- eigendur eru beðnir velvirðing ar á þessum mistökum. Þyrla í sjúkra- flufningum í GÆRMORGUN var þyrla Land helgisgæzlunnar fengin vestur að Tröð í Fróðárhrepp til að sækja húsmóðurina þar og flytja hana í sjúkrahús í Reykja- vík. Samkvæmt upplýsingum fréttaritara Mbl. í Ólafsvík var konan það veik, að læknir taldi hana ekki þola flutninga land- veg til flugvallar og var þyrlan því fengin til sjúkraflutningsins. Dómur fallinn í „smyglmálinu mikla" Skipverjar á Ásmundi hlutu 3 og 4 mánaða fangelsi og 950 þúsund króna sekt hver Báturinn gerður upptœkur til ríkissjóðs DÓMUR í „smyglmálinu mikla“ var kveðinn upp í sakadómi í gær, en ákæruvaldið höfðaði mál ið vegna ólöglegs innflutnings 11 þús. lítrum af áfengi frá Belg íu 19. október sl. með m/b Ás- mundi GK 30. Fjórir skipverja hlutu 3 mánaða fangelsi, en skip stjóri fjögurra, og var hver á- kærður dæmdur í 950 þús. kr. sekt. Áfengið var gert upptækt til ríkissjóðs og sömuleiðis bát- urinn, enda þótt eigandi hans ætti ekki sök á brotinu. Gunn- laugur Briem, sakadómari, kvað upp dóminn í málinu. Málið var höfðað gegn skips- höín bátsins þeim Harry Steins- syni, skipstjóra, Holtavegi 54, Kópavogi, Halldóri Sigurjóni Sveinssyni, stýrimanni, Háaleit- isbraut 30, Reykjavík, Guðjóni Svavari Sigurjónssyni, Álfhóls- vegi 6, Kópavogi, Sigurði Lyng „Ég verð aldrei borgunar- maður fyrir þessu“ — segir eigandi smyglbáfsins ÞAÐ vakti athygli í dómsnið- urstöðum sakadóms í smygl- málinu í gær, að báturinn, I sem smyglvarninginn flutti, m/b Ásmundur, var gerður upptækur til ríkissjóðs, enda þótt eigandi hans ætti ekki sök á brotinu. í dómsorði seg ir, að þetta sé gert samkv. 33. gr. áfengislaga, er mæli svo fyrir, að skip, sem flytji hingað til lands áfengi, sem telja megi verulegan hluta af farmi þess, skuli gert upp- tækt með dómi. Skylt hafi ver ið talið að fara eftir þessu ákvæði. Morgunblaðið sneri sér í gær til eiganda Ásmundar, Kristjáns R. Sigurðssonar, bíl stjóra í Grindavík, og spurði um viðhorf hans til þessarar dómsniðurstöðu. Kristján sagði m.a-: — Ég veit varla hvað skal segja, en mér finnst hart að ég skuli fá þyngri dóm en mennirnír, sem hafa verið fundnir sekir. Auk þess sem ég tapa þarna því sem ég hafði eignazt í bátnum, verð ég að greiða skuldir hon- um áhvílandi og reiknast mér svo til við lauslega athugun, að ég fái heimingi þyngri dóm en þeir seku. Þetta er ákaflega hart aðgöngu og ég sé ekki fram á annað en að ég verði að lá' a gera mig upp. Framhald á bls. 31 berg Magnússyni, vélstjóra, Stóragerði 3, Reykjavík og Kristj áni Norman Óskarssyni, Fálka- götu 28, Reykjavík. Voru ákærðu taldir sannir að sök um að hafa flutt ólöglega með bátnum hingað til lands um 11 þúsund lítra af Genever, sem ætlaðir voru til sölu og nokkurt magn af öðru áfengi, haft með- | ferðis til Belgíu kr. 440 þúsund í íslenzkum peningum, sem þeir notuðu til greiðslu áfengisins, breytt nafni m/b Ásmundar í ferðinni og notað fyrra nafn hans, Þorleifur Rögnvaldsson, og loks er sannað, að einn ákærðu hafði selt 48 lítra af Genever eft ir komuna hingað til lands. Áfengi þetta kveða þeir Jó- | hannes Patrus Seeuwen, þáver- t andi ræðismann íslands í Rott- erdam og umboðsmann Jökla j h.f., þar í borg, hafa útvegað sér til kaups. Ákærði Harry hlaut 4 mánaða fangelsi, en hinir ákærðu fang- elsi í 3 mánuði. Þá var hver á- kærðu dæmdur í 950 þúsund króna sekt og áfengið gert upp- tækt til ríkissjóðs, en það var samtals að verðmæti um kr. „Hvað er nú á seyði?“ sögðu vegfarendur í Reykja- vík hver við annan, er skrúð- ganga 25 yngismeyja fór um | miðborgina laust eftir hádegi í gær, með áletruð skilti,' barnavagna, marglitar blöðr- ur og blóm í hári, syngjandi | falleg lög. En hér var ekki . ótímabær kröfuganga á ferð heldur nemendur úr efri \ bekk Fóstruskólans, sem lok- | ið höfðu skólasetu og bjuggu i sig á vorglaðan hátt undir upplestrarleyfi og próf. Skóla f stjóri Fóstruskólans, frú Val-1 borg Sigurðardóttir, sagði f Morgunblaðinu, að hugmynd! fóstrunemanna væri sú, að' skapa hefð svipaða peysufata I degi og dimission og vonuð- i ust þær til að þessi fyrsta, ganga yrði til áriegs eftir- dæmis. ' (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.).| 5.200.000,00 miðað við útsöluverð áfengisverzlunar ríkisins 12. okt óber sl. Þá var málið höfðað gegn manni, búsettum hér í borg, fyr- ir að taka nokkurn hluta áfeng isfarmsins til geymslu, án þess að vera viðriðinn brotið að öðru leyti. Var hann dæmdur í 10 þúsund króna sekt. Loks var af ákæruvaldsins hálfu gerð krafa um það, að m/b Ásmundur yrði gerður upp tækur til ríkissjóðs, skv. 33. gr. áíengislaga, en þar segir, að flytji skip hingað til lands áfengi, svo að telja megi það verulegan hluta af farmi þess, skuli það gert upptækt með dómi. Svo var farið um m/b Ásmund, farmur hans var svo til eingöngu áfengi. Var talið skylt samkvæmt lagaákvæði þessu, að gera hann upptækan til ríkissjóðs, enda þótt eigandi hans ætti ekki sök á brotinu. Hátíðahöld félaganna ■ HÁTÍÐAHÖLD verkalýðssam- takanna í Reykjavík 1. maí hefjast með því að safnazt verð- ur saman við Iðnó kl. 1,30 e.h. Um kl. 2 hefst kröfuganga, gengið verður vestur Vonar- stræti, Suðurgötu, Aðalstræti, Hafnarstræti, upp Hverfisgötu að Frakkastíg, upp Frakkastíg og niður Laugaveg og Bankastræti á Lækjartorg, þar hefst útifund- ur. Ræður flytja Hilmar Guð- laugsson, formaður Múrararfé- verkalýðs- Rvík ■ dag iags Reykjavíkur og Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður Verkamannafélagsins Dagsbrún. Jón Sigurbjörnsson syngur. Óskar Hallgrímsson, formaður Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna stjórnar útifundinum. LúðrasveitinSvanur og Lúðra- sveit verkalýðsins leika í göng- unni og á útifundinum. Merki dagsins verða seid á götunum. Ávarp dagsins hefur verið sent blöðum og útvarpi. (Frá fulltrúaráði verkaiýðs- félaganna í Reykjavík).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.