Morgunblaðið - 05.05.1968, Síða 4
4
MORGUNBLAEHÍ), SUNNUt)AGUR 5. MAÍ 1998
*
-j===>BIUU£fEJUi
TA&MSl*
Rauðarárstíg 31
Sími 22-0-22
í MAGNÚSAR skipholti21 símar21190 eftir fokun simi 40381
■ ^ s'M' 1-44-44
mmw
Hverfisgrötu 108.
Sími eftir lokua 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald
Sími 14970
Eftir lokun 14970 effa 81748
Sigur3ur Jónsson.
BÍLALEIGAIM
- VAKUR -
Sundlaugavegi 12. Simi 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
BÍLALEIGAN
AKBRAUT
NÝIR VW 1300
SENDUM
SlMI 82347
Sbolphreinsun
Losa una stífluð niðurfalls
rin-. Niðursetningu á brunn-
um. — Smáviðgerðir. Vanir
menn. Sótthreinsum að
verkj loknu. — Sími 23146.
Barnnfntnaðnr
*
a
tækilærisverði
Nylonúlpur á 1—3 ára.
Verð frá 275.—
Ungbarnagallar 365.—
Stretchbuxur á 1-5 ára 165.—
Skriðbuxur 135.—
Ódýrir telpnakjólar.
Drengjaföt, verð frá kr. 165.—
Peysur % úrvali.
Náttföt verð frá 125,—
Telpnasundbolir.
Sumarhattar, frá kr. 65.—
Póstsendum.
Laugavegi 53.
Simi 23622.
★ Unglingar og
eyðslufé
Björg ívarsdóttir skrifar.
„Ágæti Velvakandi, um leið
og ég þakka margar góðar
lestrarstundir með þér vil ég
og þakka hve fljótt og vel þu
hefur komið til skila þeim bréf
kornum sem ég hef sent frá
mér, en því tek ég mér nú
penna í hönd, að ég var rétt
1 þessu að lesa ágæta grein í
Morgunblaðinu eftir frú Sigur-
laugu Bjarnadóttur, hef ég þar
engu við að bæta svo prýðileg
voru þessi orð frúarinnar, og
kem ég þakklæti mínu hér með
á framfæri. En hvers vegna er
ég þá að skrifa? Jú, eftir lest-
ur umræddrar greinar vaknaði
hjá mér gömul gremja, sem ég
var búin að svæfa, sennilega
vegna andvaraleysis. Þetta er
atvik sem gerðist um miðjan
vetur, en þá bitnaði gremja
mín á 13 ára gömlum syni mín-
um. Ég ætla mér ekki að koma
með neinn reiðilestur núna held
ur benda á staðreyndir ef það
mætti verða til þess að opna
augu foreldra fyrir því að vera
vel á verði. Já, fyrst og fremst
verða heimilin að vera máttar-
stólpi þjóðfélagsins, það er
gömul og ný saga, ég vildi
margt fleira segja um þau mál,
en vegna plássleysis læt ég
þetta nægja.
Því sný ég mér nú að efni
máls þessa sem línum þessum
voru ætlaðar. Ég sé það núna
að ég verð að telja mér og
börnum mínum það til tekna að
hafa ekki skipt við fyrirtæki
Guðlaugs Bergmanns nema að
einu dæmi undanskildu. Ég hef
aldrei þurft að borga fyrir
neina sektarkennd hvað^ börn-
um mínum við kemur. í þetta
eina umrædda skipti vantaði
drenginn minn bindi ásamt vasa
klút í jakkavasa. Eftir að hafa
kynnt mér verð á hlutum þess-
um lét ég hann fá peninga, en
það stóð þannig á heima að
ég gat ekki farið með honum
enda taldi ég það óþarfa þar
sem 13 ára drengur átti í hlut
og búið var að ákveða verð
og gerð hlutanna. Nú 40 kr.
átti hann að fá til baka þegar
viðskiptum væri lokið eins var
búið að ákveða hvar verzlað
skyldi, sem sé í tízkuverzlun-
inni Karnabæ. Það er ekki að
orðlengja þetta meira, en hann
fór og keypti ljómandi fallegt
ráutt bindi og vasaklút við, en
þar fylgdi böggull skammrifi, í
staðinn fyrir 40 kr. sem hann
átti að fá til baka kom hann
aðeins með 10 kr. hversvegna?
Jú, hann keypti tvö ómerki-
leg blikkmerki sem hvort um sig
kostaði 15 kr. pr. stk. eða alls
30 kr. og á þessum merkjum
voru ensk stikkyrði en íslenzka
þýðingin var „Ég er tilbúinn"
og „Ég er LSD neytandi“ og
þeir sem fylgjast eitthvað með
unglingavandamálum í dag vita
hvað það þýðir. Ekki veit ég
hvort unglingar eru farnir að
neyta þessara eiturlyfja hér á
landi, en hitt veit ég að þessh
3 stafir merkja mikið böl í heim
inum í dag, þarna var í það
minnsta fyrh auglýsingarbrell-
an höfð í frammi við óþrosk-
aðan ungling. Það er þetta sem
mér finnst svo löðurmannlegur
verzlunarmáti. Það er ráðist á
garðinn þar sem hann er lægst-
ur, því hvergi er betri grund-
völlur hjá svona pröngurum en
einmitt óþroskaðh unglingarn-
h. Auðvitað var þarna vel
skipmiögð auglýsingarherferð í
verzluninni sjálfri því starfs-
fólkið var allt skreytt með
, þessum merkjum, og svona
skraut gleður augu ungling-
anna.
Hver ber svo ábyrgðina á
þessu, er leyfður gjaldeyrir fyr
h svona drasli? Ég reyndi
tvisvar að. ná tali af forstjóra
fyrirtækisins, en hann var í
hvorugt skiptið við, svo ég lét
þetta mál niður falla í það
sinn. Ég ræddi lengi við dreng
inn um gildi peninga og eins
að reyna að greina kjarnann
frá hisminu, því endurtek ég
að það er fyrst og fremst hlut-
verk heimilanna að vera á
verði. Þetta er kannske ekkert
stórmál, en þar liggur hundur-
inn grafinn við verðum að kom-
ast fyrir meinsemdina strax í
upphafi, vera aldrei sofandi á
verðinum. Ég hef áður í vel-
vakanda minnst á skólabún-
inga, undir nafninu húsmóðir,
hafa fleiri rætt það mál og ekki
sízt unglingarnh sjálfir og er
ég enn hlynnt því máli, en auð
vitað innan vissra takmarka.
Kannske að Guðlaugur Berg-
mann vildi taka það mál til at-
hugunar, það væri ómaksins
vert að reyna að græða á ein-
hverju öðru en hrjáðum barns
og unglinga sálum. Að lokum
þetta, eigum við ekki að taka
höndum saman og hlúa að vel-
ferð barna okkar, því þó þau
séu falleg, greind og þroskuð
líkamlega, þá eru þau enn á
mótunarstiginu, ráðvillt og ó-
hörðnuð, þessvegna þurfa þau
traustan bakgrunn og þar er
verksvið heimilanna, ég held
að þá séu þau líka betur und-
h það búin að mæta lífinu með
öllum sínum freistingum. Meðal
annarra orða hver þarf ekki á
trausti og stuðningi að halda.
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna. Björg Ivarsdóttir,
Fjölnisveg 9.
★ Hvar er peysan?
Mig langar til að koma öðru
á framfæri við þig, Velvakandi
góður, ef það er pláss fyrir
það. Svoleiðis er að drengur,
sem ég á, 17 ára, tapaði grárri
peysu, handprjónaðri með
kaðlamunstri, sennilega í Vals-
heimilinu eða á knattspyrnu-
velli Fram. Nú erum við bæði
búin að auglýsa eftir peysunni
og spyrjast fyrir um hana án
árangurs. En ef svo vildi til,
að einhver, sem læsi þessar lín-
ur hefði orðið var við umrædda
flík þætti mér vænt um ef
hann vildi vera svo góður að
hringja í síma 16881, þá verð-
ur honum launað fyrir. Vel-
vakandi minn, ef þú hefur ekki
pláss fyrir þetta kvabb, þá nær
það ekki lengra. Sama
'jt' Skítur og matur
Hrönn Jónsdóttir skrifar:
Gaman hafði ég að heyra í
Rafni Díla bónda um dagnin er
hann réðist svo harkalega á
sóðaskap í sambandi við mat-
væli, hér á landi. Einhvernveg-
in var frásögnin hálf þoku-
kennd og fékk ég aldrei skil-
ið hvort maturinn, sem honum
fannst svona óframbærilegur,
var keyptur hrár eða soðinn
eða unninn og á ég þar við
pylsur, kjötfars eða bjúgu þeg-
ar ég tala um unninn mat.
Á þeim 6 árum sem ég hef
fengist við matreiðslu hef ég
sjaldan eða aldrei orðið vör
við mat í búðum sem hægt er
að kalla sóðalegan og hef ég
þó víða verzlað og búið í mörg-
um bæjarhlutum. Það eru þá
helzt kartöflur, rófur og fleiri
garð ávextir sem eru stundum
dálítið moldugir og sviðin eru
oft dálítið sótug og svört.
Þetta er náttúrulega óskapleg-
ur sóðaskgpur í augum sumra
manna og ætti að skylda slát-
urfélagið til að leggja sviðin í
klór eða eitur sóda og láta þá
í Grænmetisverzluninni bursta
kartöflurnar upp úr ræstidufti.
að þreyttar og þjakaðar nútíma
húsmæður skuli þurfa að verka
þetta sjálfar.
Ég skil heldur ekkert í heil-
brigðiseftirlitinu að banna
ekki annan eins sóðaskap og
berjaferðirnar á sumrin. Aldrei
er að vita hvar blessaðar roll-
urnar gera sín stykki út i guðs
grænni náttúrunni og geta
menn hæglega orðið fárveikir
af tilhugsuninni einni um að
hafa farið í berjamó og úðað
í sig hráum berjum óvitandi
um sóðaskapinn í sauðkindinni.
Samt er mér ómögulegt að
muna eftir neinum sem látizt
hafi af þeim sökum að hafa
farið í berjamó eða éta hráa
rófu eða gulrót.
Hreinlæti í meðferð matar er
betra hér en í mörgum stærri
og þróaðri löndum og eftirlit
með þeim málum mjög gott. Til
dæmis er hvert einasta egg
hreinsað áður en það kemur á
markaðinn og er það engin smá
ræðis vinna. En máltækið segir
að illt sé að gera svö öllum
líki og sumir eru aldrei ánægð-
ir með eitt eða neitt. Það líður
ekki sá dagur að einhver
nöldri ekki yfir enihverju í
dálkum Velvakanda . Er ekki
mikið betra að safna nöldrinu
saman og gefa það út í bók-
ar formi til dæmis fyrir jól-
in? Efast ég ekki um að það
yrði auðseld vara jafnvel vin-
sælli en æviminningar og sög-
ur Guðrúnar frá Lundi og
Ingibjargar Sigurðardóttur. Að
síðustu óska ég lesendum gleði-
legs sumars og góðrar — berja-
sprettu.
- PARÍS
Framh. af bls. 1
ann samkvæmt tilmælum frá
rektor hans, en vinstri sinnaðir
stúdentar höfðu efnt þar til
fundar í því skyni, að ræða lok
un háskólans í Nanterre, en
ástæðan fyrir lokuninni var
mikil áróðursherferð vinstri
sinnaðra stúdenta, sem hætt
höfðu að sækja fyrirlestra og
höfðu í frammi hótanir gagnvart
háskólakennurunum og öðrum
stúdentum.
Markmið stúdentafundarins í
Sorbonne var að hvetja stúd-
enta til þess að koma í veg fyr-
ir fund, sem aganefnd háskól-
ans í Nanterre hyggst halda á
mánudaginn kemur. Aganefnd-
in hefur ákveðið að kalla fyrir
sig foringja vinstri sinnaðra
stúdenta, Daniel Cohn-Bendt og
fleiri, til þess að þeir geri grein
fyrir atferli sínu í Nanterre að
undanförnu.