Morgunblaðið - 05.05.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.05.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, S.UNNUDAGUR 5. MAÍ 1968 5 Meistarasamband bygg- ingarmanna 10 ára í dag tíðkast. Pundurinn telur að lækkun byggingarkostnaðar ná- ist aðeins me'ð því að fyrirtækj- um byggingameistara verði gert kleift að eflast, þannig að þau ’geti skipulagt og framkvæmt byggingaframkvæmdir í stærri stíl en hingað til. McCorthy vinsælastur í hóskólum 1 DAG eru liðin 10 ár frá stofn- un Meistarasambands bygging- armanna í Reýkjavík. Eru félag- ar nú um 750 að tölu og eru þá meðtaldir félagar Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði, en aðild þess var samþykkt á aðal- fundi sambandsins 27. apríl sl. Þessara tímamóta minntist Tómas Vigfússon, húsasmíða- meistari, á árshátíð sambandsins, sem haldin var 22. marz sl. — Tómas var fyrsti formaður sam- bandsins, en aðrir í stjórn þá Arrni Brynjólfsson, rafverktaki ritari og Þorkell Ingibergsson múrarameistari, gjaldkeri, Aðalfundur Meistarasambands ins var eins og fyrr segir hald- inn 27. apríl og var í félags- heimili meistarafélaganna í Skipholti 70. Formaður sam- bandsins Grímur Bjarnason, múrarameistari, setti fundinn, en fundarstjóri var kjörinn Giss- ur Sigurðsson, húsasmíðameist- ari og fundarritari Gissur Sím- onarson, húsasmíðameistari. Formaður flutti skýrslu stjórn ar og kom m.a. fram, að hið ó- hagstæða verðlag á útflutnings- afurðum íslendinga olli truflun og óvissu í byggingariðnaði ekki síður en í öðrrum atvinnugrein- um. Þó ræddi formaður ýmis að- kallandi hagsmunamál, sem efst eru á baugi hjá sambandinu. Þá lagði gjaldkeri sambandsins, Guðmundur St. Gíslason, fram reikninga sambandsins og fjár- hagsáætlun. Á fundinum voru rædd ýmis hagsmunamál bygg- ingamanna og nokkrar ályktanir gerðar og fara þær hér á eftir. Grímur Bjarnason pípulagri- ingameistari var endurkjörinn formaður Meistarasambandsins, en aðrir í stjórn þess eru: Giss- ur Sigurðsson húsasmíðameist- Guðmundur St. Gíslason, múr- arameistri, Kjartan Gíslason, málarameistari, Finnur B. Kristjánsson rafvirkjameistari og Stefán Jónsson veggfóðrara- meistari. Endurskoðendur reikn- inga félagsins voru endurkjörn- ir, þeir Jón E. Ágústsson, mál- arameistari og Tryggvi Gíslason, pípul.meistari. Alyktanir Meistarasambands byggingamanna 1968 Innlend tilboð. Aðalfundur Meistarasambands byggingamanna 1968 lýsir yfir ánægju sinni yfir þeirra ákvörð- un Borgarstjórnar Reykjavíkur- borgar, að við útboð á vegum borgarinnar skuli tekið tilbo'ð- um innlendra aðila, þótt tilboð- in séu 5—19% hærri en erlend tilboð. í þessari ákvörðun felst mikilvæg viðurkenning á þjóð- hagslegu gildi þess að láta fram kvæma alla iðnaðarvinnu í land- inu af innlendum aðilum. Aðal- fundurinn beinir því jafnframt til ríkisstjórnarinnar, að settar verði lhiðstæðar reglur áð því er varðar útboð af hálfu ríkis- ins. Lán til byggingameistara. Aðalfundur Meistarasambands byggingamanna 1968 fagnar þeim breytingum, sem gerðar voru á lögum um húsnæðismála stofnun ríkisins nú fynir skömmu, er heimila húsnæðis- málastjórn að veita lán til bygg- ingameistara og byggingarfyrir- tækja, er byggja íbúðir til sölu, sem fullnægja lánareglum hús- næðismálastjómar. Jafnframt vekur fundurinn athygli á því, að tryggja þarf húsnæðismála- stjóm verulega aukið fjármagn til þess áð hún geti gegnt hlut- verki sínu á fullnægjandi hátt í framtíðiinni, einkum þar sem sýnt er, að verulegur hluti af ráðstöfunarfé hennar á næstu árum muni renna til húsbygg- inga Framkvæmdanefndar bygg ingaráætlunar I Breiðholti. Verðlagsmál. Aðalfundur Meistarasambands byggingamanna 1968 harmar, að ekki hafa verið rýmkuð verð- lagsákvæði á útseldri vinnu í byggingariðnaðinum, í fjölda- mörg ár. iðnaðinum til mifcils tjóns. Hin ströngu verðlags- ákvæði hafa algerlega komið í veg fyrir uppbygingu fyrirtækja í byggingariðnaði, sem hefðu getu og aðstöðu til þess að taka að sér meiri háttar verkfram- kvæmdir og gætu beitt meiri skipulagningu og hagræðingu við verkframkvæmdir en hér Stjórn Meistarasambands byggingamanna. Frá vinstri: Finn- ur B. Kristjánsson, Guðm. St. Gíslason, Gissur Sigurðsson, Grímur Bjarnason formaður, Stefán Jónsson og Kjartan Gisiason. Nauðimffaruppboð sem auglýst var í 64., 65. og 67. tbl. Lögbirtingablaðs 1967 um Skúlatún 4, þing.1. eign Blikksmiðjunnar Sörla h.f., fer fram eftir krötfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, á eigninni sjáltfri, fimmtudaginn 9. maí n.k. kl. 10:30. Borgafógetaembættið í Reykjavík. Ibúð til leiau Stór 4ra herbergja íbúð í Kópavogi til leigu. Upplýsingar í síma 10553 milli kl. 12—3. T rúlofunarhringar Jon Dalmannssdn □ ULLBMtÐUQ OKÓLAVÖROUSTÍG 21 SÍMI 13445 Gull- og silfur-skartgripir. Silfur á íslenzka búninginn. ARABIA-hreinlætistæki Stórkostleg Hljóðlaust W.C. Hið einasta í heimi Verð á W.C. Handlaugar Fætur f. do. aðeins kr. 3.375.00 — 930,00 — 735,00 Clœsileg vara. Verð hvergi lœgra Einkaumboð fyrir ísland: HANNES ÞORSTEINSSON heildverzlun, Hallveigarstíg 10. — Sími 2-44-55. Fundurinn leggur því áherzlu á, að núverandi verðlagsákvæði verði rýmkuð vemlega. Framkvæmdir F. b. í Breiðholti. Aðalfundur Meistarasambands byggingamanna 1968, varar við þeirri stefnu er felst í því að jafnstór hluti af því fjánmagni sem ætlað er til íbú'ðabygginga sé afhentur einu fyrirtæki án eðlilegrar samkeppni, eins og Framkvæmdanefnd byggingar- áætlunar rikisins í Breiðholti hefir gert og mótmælir því að byrjað verði á nýjum áfanga við framkvæmdirnar án eðlilegra samkeppnisútboða. Washington, 3. maí — AP EF bandarískir stúdentar mættu ráða, yrði Eugene McCarthy næsti forseti Bandaríkjanna. Sam kvæmt prófkosningum, sem efnt hefur verið til í fjölda háskóla, styðja 286 þús. stúdentar Mc Carthy, 210 þús. Robert F. Kenne dy og 197 þús. Richard Nixon. Rúmlega helmingur stúdent- anna vill, að dregið verði úr hern aðaraðgerðum í Vietnam, og voru 85% þeirra stúdenta, sem studdu McCarthy, út þessum hópi. Skoð anakönnunin var gerð á vegum fréttatímaritsins Time og Sperry Rand Corp. Naiiðiingaruppboð sem auiglýst var í 66., 68. og 71. tbl. Lögbirtingablaðs 1967 á hluta í Álftamýri 52, hér í borg, þipgii. eign Jóns M. Jóhannissonar, fer fram etftir kröfu Þorvaldar Lúðvíkssonar hrl., og Gjaldheimtunnar í Reykjavík, á eigninni sjálfri, fimmtuidaginn 9. maí 1968, kl. 2 síðdegis. _______________Borgafógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 64., 65. og 67. tbl. Lögbirtingablaðs 1967 um Réttarholtsveg 73, talin eign Guðmundar Lár- ussonar, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka íslands, Gunnars Jónssonar, hrl., og Skúla J. Pálmasonair hdl., á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 9. maí 1968, kl. 15:00. Borgafógetaembættið í Reykjavík. Vinnuskóli Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkur tekur til starfa um mánaðamótin maí—júní n.k. og starfar til ágúst- loka. í skólann verða teknir unglingar fæddir 1953 og 1954 þ. e. nemendur, sem eru í 7. og 8. bekk skyldunámsins í skólum Reykjavíkur skólaárið 1967 — 1968. Gert er ráð fyrir a.m.k. 4 stunda vinnudegi og fimm daga vinnuviku. Umsóknareyðublöð fást í Ráðningarstofu Reykja- víkurborgar, Hafnarbúðum v/Tryggvagötu og skal skila umsóknum þangað eigi síðar en 20. maí n.k. Unisóknir er síðar kunna að berast verða ekki teknar til greina. Ráðningarstofa Reykjavíkurborgar. ARWA SOKKABUXUR FALLEGAR STERKAR ÓDÝRAR teen-hose ARWA ARWA ER MERKIÐ : E' T \GGIR BEZTU GÆÐI FYPI^ ~ EZTA VERÐ ANDVARI IIF., Smiðjustíg 4, Sími 20433.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.