Morgunblaðið - 05.05.1968, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1968
Skrifstofustúlka
óskast á lögfræðiskrifstofu. Þarf að rita góða
íslenzku og geta vélritað eftir segulbandi.
Tilboð ásamt upplýsingum vun fyrri störf sendist
afgr. Mbl. fyrir 9. þ.m. merkt: „Vön vélritun —
8940“.
F ramt íðaratviima
Ungur maður með verzlunarskólamenntun og
starfsreynslu óskar eftir framtíðaratvinnu.
Upplýsingar I síma 38353.
Hárgreiðslusveinar — meistarar
athugið
Óska eftir að ráða duglegan svein eða meistara til
þess að sjá um stofu í 4 mánuði, frá og með 1. júní.
Gott kaup.
Upplýsingar veittar í síma 40940 mánudag og
þriðjudag milli kl. 1 og 5.
Byggingarvörur
á gamla verðinu
Japanskar gæðaveggflísar. Verð 206.40 per fermeter.
Japanskt veggmosaik, verð frá 197/— m2.
Sænskar vinylgólfflísar. Verð 161/— m2.
Korkgólfflísar 12x12 cm.
Gólflisti 11/— og 15/— 1. m. 144/— m1.
PLASTVEGGFÓÐUR með frauðplasti á baki, þvott-
ekta, þolir harða viðkomu. Sparar fínpússningu og
málningu. Þetta veggfóður er sjálfkjörið til að gera
upp eldri húsakynni, sem eru vaneinangruð.
HEUGAFELT dýrahárs gólfteppaflísar, hollenzkar,
50x50 cm. Kosta aðeins 637/ m2.
CORKOUSTIC, hvítar hljóðeinangrunarplötur
30x30 cm. Verð 166/— m2.
Múrhúðunarnet. Verð kr. 552/— rúllan.
Gaddavírslykkjur 1 Vi’ 165/— pakkinn.
Undirlagskorkur í plötum 2.5 mm. og 4 mm.
PLAST SORPTUNNUR með loki. HÖGGÞÉTTAR.
Hentugar fyrir skrifstofur, sumarbústaði, gistihús,
sjúkrahús og verksmiðjur.
Profil-harðtex 4x9 fet.
Armstrong-lím fyrir mosaik og veggflísar.
Armstrong-lím fyrir hljóðeinangrunarplötur.
Armstrong-lím fyrir gólfflísar .
Þ. Þorgrímsson & Co.
Suðurlandsbraut 6 — Sími 38640 (3 línur).
FAUTEUIL LUDVIG XUI
KJÖRGARÐI S í M1, 18580-16975
Takmark-
aðar
birgðir.
Pantanir
óskast
staðfestar.
Höfum fengið þessa
vinsælu stóla aftur.
Já? Nei?
Hvenær?
Þúsundir kvenna um heim allan nota nú C. D.
INDICATOR, svissneskt reikningstæki, sem reiknar
nákvæmlega út þá fáu daga í hverjum mánuði,
sem frjóvgun hefur átt sér stað. Læknavísindi
, 80 landa ráðleggja C.D. INDICATOR fyrir heilbrigt
og farsælt hjónaband, jafnt ef barneigna er óskað
sem við takmarkanir þeirra.
Vinsamlega sendið eftirfarandi afklippu — ásamt
svarfrímerki (kr. 10,00) — og vér sendum yður að
kostnaðarlausu upplýsingar vorar. — Ódýrt.
— Auðvelt í notkun. íslenzkur leiðarvísir.
C. D. INDICATOR, Pósthólf 314, Bvík.
Sendið mér upplýsingar yður um INDICATOR.
Nafn: .....................................
Heimili: ...................................
ANDRÉS AUGLÝSIR:
HERRADEILD:
Erlend karlmannaföt, verð frá kr: 1.490.—
Unglingaföt í úrvali — tvíhneppt.
Karlmannaföt úr enskum úrvals efnum.
Stakir jakkar
Stakar buxur — terylene — kr: 675.—
Rykfrakkar — m. a. hvítir frakkar
í unglingastærðum.
DÖMUDEILD:
Telpnaslá á kr: 1.500.— með hettu.
Dömuslá á kr: 1.990.— með hettu.
Heilsársdragtir og kápur.
Ljósar terylenekápur — nýkomnar.
Peysusett á kr: 650.— 8 litir.
Greiðslusloppar á kr: 195.—
Alls konar undirfatnaður.
SMÁVÖRUDEILD:
Angli-skyrtur, hvítar og mislitar, nylon,
bómull, stærðir 36 til 47.
T.V.-sportskyrtur á aðeins kr: 195.—
Amaro-nærföt karlmanna, ódýr netnærföt.
Mjög ódýrir flauelsbútar í buxur.
auk margs annars.
- tJR VERINU
Framhald af bls. 3.
tunnur, og hver veit, nema það
veiddist miklu meira í nælon-
net, svo að þetta gæti orðið
ábatasamur veiðiskapur. Fyrir
reknetasíld fengist áreiðanlega
hæsta verð, það þarf ekki að efa,
kannske 2 krónur fyrir kg. eða
40,000 krónur fyrir 200 tunna
róður, sem jafngildir 8-10 lestum
af þorski.
Vél, sem hristir úr netunum.
Færeyskur skipstjóri hefur
fundið upp vél, sem hristir síld
úr reknetum, án þess að manns-
höndin komi þar nálægt. Vélin
hefur verið reynd á miðunum
hér í Norður-Atlantshafinu og
reynzt vel. Vélin kostar um
150.000 krónur og er sýnd á sjáv-
arútvegssýningunni i Esbjerg.
Baader kemur með nýjar vélar.
Margir kannast við þýzku
fiskvinnsluvélarnar, sem meira
og minna er af í hverju frysti-
húsi. Nú er Baader farinn að
framleiða síldarflökunarvélar,
sem flaka 100-300 síldar á mín-
útunni. Þessar vélar skera síld-
ina ef vill niður í smábita af
þeirri stærð og þyngd, sem ósk-
að er, og er það hentugt við nið-
urlagningu. Baader er einnig
farinn að framleiða vél, sem
slægir fisk, 20-30 á mínútu.
Þessar vélar eru allar á sýn-
ingunni í Esbjerg.
Meira verðmæti úr loðnunni.
Japanir keyptu af íslending-
um, sem kunnugt er, nokkurt
magn af frosinni loðnu. Japan-
arnir sækjast m.a. eftir hrogn-
unum í loðnunni. Kvenloðnan
kemur fyrst á miðin, og vella þá
úr henni hrognin um allar
bryggjur. Vel gæti komið til
mála, ef vinnslukostnaður væri
ekki of mikiil, að ná hrognunum
úr loðnunni, áður en hún er
brædd, og senda þau fryst eða
sem fullunninn kavíar til Jap-
ans. Þeir sækjast líka eftir síldar
hrognum. Dýrt myndi einhver
segja. En hvað ætli kg. af rúss-
neska kavíarnum kosti? Þetta
er kannske ekki sæmilegt, en
hver veit það.
Margur hefur velt því fyrir
sér, hvort ekki væri unnt að
selja loðnu til manneldis í einni
eða annarri mynd til vanþróuðu
þjóðanna, sem alltaf vantar
eggjahvítuefni. Þeim, sem hafa
borðað loðnu hér, þykir hún
herramannsmatur.
Stöðugra verð á síldarafurðum.
Erfitt er að átta sig á raun-
verulegu verði á síldarmjöli og
síldarlýsi í dag af þeirri ein-
földu ástæðu, að lítið sem ekk-
ert er til af því í landinu, og
Norðmenn framleiddu sama og
ekkert sl. vetur. Þessi litla síld,
sem veiddist í Noregi, fór öll 1
aðra vinnslu en bræðslu.
Aðalkeppinautur islenzka síld-
armjölsins og lýsisins er Perú.
Birgðirnar þar af mjöli í árslok
1967 voru 600.000 lestir, en alls
hafði Perú framleitt frá ára-
mótum 1967 til miðs desember
1.793.294 lestir af mjöli. Það er
sagt, að Perú ætli að stöðva
framleiðsluna um miðjan þenn-
an mánuð í 3 mánuði.
Nú hefur mjölnotkun í heimin-
um stóraukizt við hið lága verð,
sem verið hefur á mjöli undan-
farið. Eftir er að vita, hvort ekki
fer að ganga það mikið á birgð-
irnar í Perú, að verðið fari að
lyftast.
Það er ekki ósennilegt, ef
síldarmjöl væri til nú, að unnt
væri að selja það á 17/6 til
18/— eininguna og lýsið á 42-43
sterlingspund lestina. Einhverjir
færu sjálfsagt af stað að selja
fyrirfram, ef lýsið kæmist upp í
50 sterlingspund og mjölið í
18/—. í fyrra komst verðið
lægst niður í 14/9 mjölið og 39
sterlingspund lýsið.
BEZT að auglýsa
í Morgunblaðinu