Morgunblaðið - 05.05.1968, Page 28

Morgunblaðið - 05.05.1968, Page 28
28 MOHGUNBLAÐIÐ SUNNUIIAGUR, 5. MAI, 190v inn og maður færi á skíði í fjöll- nunum og yrði smáskotinn í hlýj- um og vistlegum stofum í veit- ingakránum. Og svo einusinni á ári í fríinu sínu til, Vínarborgar, Parísar eða Sviss. Nei, það yrði svei mér ekki sem verst tilvera. Sólin var horfin aftur og of- urlítið tekið að rigna. Á flestum húsum blöktu rifnir fánar, en innan um þau svartir fánar, til að minna á hina dauðu. Alexa leit upp til himins og lét rigna framan í sig um stund. í dag gat ekkert spillt velsælu- kennd hennar. í annað sinn höfðu þau Zoltan Halmy sofið saman í þreiða hjónarúminu. Alla stund síðan hún hafði feng- ið að klifra upp í rúmið til for- eldra sinna, hafði hún ekki fund ið aðra eins vellíðan og örygg- iskennd. Það var rétt eins og í millitíðinni, væri alls ekki til'j lengur, eða að mnnsta kosti tilheyrðu þau þó fortíðinni. Alla ævi sína hafði hún veríð , svo heppin að geta ýtt öllum leiðinlegum minningum til hliðar. Hún var rétt eins og svanur, sem getur synt í óhreinni tjörn, en stigið svo upp á bakkann og hrist af sér leðjuna, af því að hún átti sér vatnsfælna húð. rétt eins og svanurinn. Jafn- skjótt sem Alexa sagði skiiið við einhvern karlmann, varð hann henni algjörlega framandi, eða þá að minnsta kosti aðeins’ tilfallandi atvik, sem hún virti ekki svo mkils að hata það. Aðeins varðveitti hún frá elsk- hugum sínum smávenjur, sem hún var annaðhvort orðin of vön, eða þá oflöt til þess að varpa fyrir borð. Til dæmis þótti henni gott sterkt kaffi — sem hún hafði alls ekki efni á — og hún bruggaði það alltaf eins og Bela Borbas hafði kennt 49 henni. Ennfremur tók hún tryggð við sérstaka tegund tann sápu, sem einhver annar hafði vanið hana á. Einn afburða blaðamaður frá einu stóra íþróttablaðinu hafði kenni henni á sjóskíði og nú fór hún á sjó- skíði með öllum eftirmönnum hans. Jafnvel Albert Filler hafði ... kannski ekki gefið henni smekk fyrir en þó vanið hana á . .. sérstaka tegund af höfuð- verkjartöflum, sem hún hafði tekið í fyrsta sinn á ferð þeirra upp í Matrafjöllin. Þegar hún gaf sig á vald Halmy í fyrsta sinn, var hún rétt eins og hrein mey, sem hef- ur aldrei sofið hjá karlmanni. Hann varð bæði hissa og gramur við þetta, afþví að hann gekk blátt áfram út frá því, að þessi hlédrægni hennar væri ekki ann að en uppgerð og af ásettu ráði. Því miður gat hann aldrei gleymt karlmönnunum, sem hún var fyr ir löngu búin að varpa fyrir borð. Enda þótt hann hefði aldrei á þá minnzt, voru þeir þarna alltaf — stóðu eins og ó- kleifur múrveggur eða hátt grindverk, þar sem hver stólpi var með málaðri mannsmynd á öll rúm, sem hún hafði kynnzt Ceymsluliíisnæði óskast Óskum eftir að taka á leigu í Reykjavík um 100 ferm. lagerhúsnæði með góðri aðkeyrslu. Tilboð sendist í pósthólf 985 sem fyrst. 2 duglejrir bókbandssveinar ' geta fengið fasta atvinnu nú þegar. Bókbandsstofa Leifturs Höfðatúni 12. Pilkington‘s tiles postulínsveggflísar Stærðir 11x11, 7V2X15 og 15x15 cm. Mikið úrval — Gott verð. ARJÉTTUR VIKUNNARC Ostbakaðar pylsur M M V 100 g makkarónur 8-10 st. vínarpylsur 4 sneiðar reykt flesk 3-4 msk. tömatsósa 3 dl rifirm ostur (Gouda, Sveitser eða sterkur Gauda)) 1 tsk. þurrkuð papríka. Sjóðið makkarónur í saltvatni í 5-10 mínutur. Saxið fleskið nokkuð smátt og steikið á pönnu. Skerið pylsurnar t bita og brúnið l feitinni af fleskinu. Leggið makkarónurnar, pylsurnar ogfleskið í smurt ofnfast mót, hellið tómatsósu yfir og stráið rifnum ostiþar ofan á. Stráið dálítillipapríku yfir ostinn. Bakið i ofni 225-250°C i 8-10 mínútur, eða þar til osturinn er brúnaður og orðinn aðeins gulbrúnn. Berið hrœrðar kartöflur fram með. y M M á V öSIlkv/ er veizlukostur M A/n/6Maám fy — Hvar í fjáranum eru skærin min? og hindraði hann í að gefa sig henni af taumlausri óstríðu. Á þessum fimm mánuðum, sem þau höfðu þekkzt hafði hann aldrei sagt: „Ég elska þig“ — sem er þó líklega einfaldasta setning. Hún kom í Rakoczi—breið- götuna, móts við Hotel Astoria, þar sem hörðustu bardagarn- ir höfðu staðið í næstliðinni viku. Aftur bar fyrir augað þessar mölvuðu rúður og vörur sem lágu undir haugum af sandi og múrbrotum. í einum gluggan- um var miði, sem á var letrað „Við erum lika í verkfalli", en undirskriftin var „Félag Inn- brots- og vasaþjófa". Næsti gluggi var tómur, en hann var að gimsteinabúð. Pappaspjald var fest á eina hill- una, og ó því stóð með klunna- legri krakkarithönd: „Kæri herra. Ég hef tekið allar vör- urnar þínar og fengið þær í hendur dyraverðinum, ásamt skrá yfir þær. Þér getið sótt þær til hans. Með föðurlands- vinarkveðju. Sandor Gelb, frels- ishetja". Alexa hélt áfram göngu sinni. Skammt frá sjúkrahúsinu fóru þrír menn framhjá henni. Henni fannst hún þekkja þann í miðj- unni — han var lítill, ljóshærð- ur og rjóður í kinum. Hann var í grófum vaðmálsfötum, sem voru svo snyrtileg og vel press- uð, að það hefði mátt halda, að þau væru að koma frá klæð- skeranum. Þetta spjátrungslega útlit hans gerði hina tvo næstum ræfilslega til fara. Hann einn talaði og lsit til hinna tveggja sitt á hvað, eins og til þess að vekja eftrtekt þeirra. Alexu Til sölu notaður ísskápur, tvö náttborð, snyrtiborð, þvotta- pottur og strauvél. Til sýnis og sölu mánudaginn þann 5/6. á Lauga- teigi 1 hæð, sími 36218. 5. maí. Ilrúturinn 21. marz — 19. apríl. Þú hefur vanrækt að sækja kirkju undanfarna sunnudaga og er það miður. Gerðu bragarbót í dag. Sýndu fjölskyldunni hlý- legt viðmót. Nautið 20. apríl — 20. maí. Leyfðu fjölskyldunni að taka þátt i gleði þinni yfir góðum árangri og njóttu dagsins i skauti hennar. Kvöldið skaltu nota til kyrrlátra og gáfulegra hugleiðiniga. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Eftir kirkjuferðina skaltu bregða þér í ferðalag út fyrir bæinn. Það hressir þig eftir annasama daga undanfarið. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Gleymdu ekki að þú stendur í þakkarskuld við vint, sem oft- sinnis hafa hlaupið undir bagga méð þér, þegar illa hefur staðið á hjá þér. Sýndu þeim að þú metir það. Ljónið 23. júh — 22. ágúst. Þú skalt ljúka þeim störfum af sem vænzt er af þér, en að öðru leyti vera sem mest á mannamótum fram eftir degi og gjarnan taka til máls, ef eitthvað liggur þér á hjarta. Jómfrúin 23. ágúst — 22. september. Dagurinn færir þér óvænta ánægju í sambandi við einkalífið. Ekki ósennilegt að stófnað verði til vináttu, sem þér verður mikils virði. Vogin 23. september — 22. október. Þú skalt sinna bréfaskriftum, sem þú hefur lengi vanrækt. Kvöldið skaltu nota til að heimsækja fjölskylduna, einkum eldri meðlimi hinnar. Drekinn 23. október — 21. nóvember. Þú skalt reyna að halda virðingu þinni hvað sem á dynur. Þú getur veitt aðstoð við ákveðið verk og skalt ekki hika við það. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember. Láttu aðra um að stnada i eldinum í dag og reyndu að finna þér rólegan stað, þar sem þú getur verið einn með sjálfum þér. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. Þú skalt fara 1 kirkju 1 dag Síðari hluta dagsins ákaltu nota til að lesa góða bók, eða hluta á uppbyggjandi tónlist. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar. Hikaðu ekki við að segja kunnningum þínum sannleikann, ef þér býður svo við að horfa. Langlundargeð þeft er vonandi ekki takmarkalaust. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz. Þú skalt fara i kirkju með vinum þínum eða fjölskyldu og að athöfninni lokinni ættirðu að heimsækja félaga þlna og kunn- ingja, sem lengi hafa búizt við þér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.