Morgunblaðið - 07.06.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.06.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDGAUR 7. JÚNÍ 1968 Vinnuveitendasambandið — sterk landssamtök — spjallað við Kjartan Thors, sem látið hefur af störfum sem formaður sambandsins eftir 34 ára starf f Á fundi stjórnar Vinnuveit- endasambandsins 31. maí sl. lét Kjartan Thors af störfum sem formaður sambandsins, en því embætti hafði hann þá gegnt frá stofnun Vinnuveitendasambands ins, eða í 34 ár. Morgunblaðið þitti Kjartan að máli í gær. „Vinnuveitendasambandið komst eiginlega á laggirnar fyr- ir atbeina okkar, sem þá vorum í samningaliði Félags íslenzkra Botnvörpuskipaeigenda, sagði Kjartan. „Við höfðum raunveru- lega allt frá stofnun FÍB árið 1916 fengist við alla kjarasamn inga við verkafólk í Reykjavík, en okkur varð það alltaf ljós- ara og ljósara, að þetta var ó- eðlilegt. Margur atvinnurekstur, á öðrum sviðum reis upp og okk- ur fannst ekki nema sjálfsagt, að þeir sem þar voru í for- svari, fengju líka að hafa hönd í bagga við samninga. Við vorum lengi vel búnir að reyna að koma af stað allsherj- arsamtökum vinnuveitenda og fengum ýmsa góða menn til að vinna að málinu, en enginn ár- angur náðist. Það var ekki fyrr en við fengum Eggert Claessen, lögfræðing, til að taka að sér málið, að einhver skriður komst á það. Þessi dugnaðarmaður fór á reiðhjóli sínu út um allan bæ, og knúði dyra hjá atvinnurek- endum og predikaði þeim nauð- synina á stofnun samtakanna. Fékk hann marga menn til að skrifa nöfn sín í vasabókina sína þarna í dyrunum og þegar stofnfundurinn var haldinn 23. júlí 1934 hafði hann snúið sér til 95 manna, aðallega í Reykjavík og Hafnarfirði, 42 þeirra mættu á stofnfundinum. Þegar sambandið svo var örugglega komið á fót hófst Egg- ert handa um að búa til frum- varp að vinnulöggjöf á vegum Vinnuveitendasambandsins. — Þetta frumvarp sitt sneið hann að mestu eftir vinnulöggjöfum Norðurlandanna, en ýmislegt var það þó, sem þurfti að breyta til samræmis við okkar aðstæður. Þetta frumvarp var svo flutt á þremur Alþingum, en náði ekki fram að ganga. Þessi tilraun varð þó til þess að ríkisstjórnin skipaði nefnd til að semja frum- varp að vinnulöggjöf, en það furðulega var, að Vinnuveit- endasambandið fékk engan um- boðsmann í þeirri nefnd. Ríkis- Kjartan Thors. stjórnin bar því við, að við hefð um þegar sett fram allar okkar skoðanir í frumvarpi Eggerts og því væri með öllu þýðingarlaust að við ættum fulltrúa, eða um- bo'ðsmann, í þeirri nefnd, sem hún skipaði." Og Kjartan hristir höfuðið og hlær við. „En sannleikurinn var bara sá, að ríkisstjórnin vildi halda okk- ur utan við þetta mál. Nú, jæja. Álit þessarar nefndar var svo lagt fyrir Alþingi og samþykkt þar 1938 og við þessa vinnulög- gjöf búum við enn þann dag í dag. Okkur í Vinmneitendasamband inu fannist þeissi löggjöf gamal- dags strax í upphafi evo nærri miá geta, hvernig hún fiel'huir nú inn í umihverfið mieð öikum þeiim breytingum, seim síðan hafa orðið. Við reyndiuim hrvað eftir annað að fá fram breytingar ó þessai iöggjöf, en varð ekkert ágengt. Lengst kiomuimsit við í forsætisráðlherratíð Steingrímis Steinþórssonar, þegar hann vildi skipa milliþinganefnd mieð fuH- trúum okkar og Alþýðiusambands ins til að gera tililögur uim úr- bætur. Við tilnefnduim þegar 1 stað menn í þessa nefnd, en Al- þýðusamband neitaði og þar með var draumiurinn búinn. Þvi fer þó fjarri, að við séuim utppgefnir á því að neyna að koma á vitux- legri vinnuíiöggjöf. Nú síðast á aðaiifiundi samtaikanna í sl. mán- uði var saanþykikt áisfcorun tifl. ríkisstjórnarinnar um að iiáta end urskoða Olöggjöfina. Þetta mál hefur því verið eilíft baráttu- mál okkar, ef svo má segja.“ — Hvað er þér nú minniisstæð ast, Kjartan, eftir öflfl þín for- mannsár? — Minnistæðalst? Ég veit ekki. Mér eru auðvitað margir atb.urð- ir minnisstæðir fró öl'lum þessum ánuim, en flestiir enu þeir tengdir langvarandi vinnudeiluim, sem ekki ieystust aflltaf á þann hátt, sem við töidum beztan, en sem þó alltaf komu meiri sanngirni inn í samningana, en áður hafði verið. Fyrst þegar ég man eftir mér í samningum við verkafólk, var áður en FÍB var stofnað svo það er orðinn æði langur tími, sem ég hef komið nálægt þessum mál um. Og ég verð að játa, þegar ég ber nú saman tímana, að kom inn er allt annar og betri andi í samningafundina — menn eru málefnalegri í sinni baráttu. Ég man eftir mörgum brosleg- um atvikum frá samningafund- unum í gamla daga og þau sner- ust ekki öll um það, sem raun- verulega var á dagskrá — en það er nú önnur saga. Nú er komin meiri þjóðlegur sklningur í alla rsamningaviðræður þó að ekki sé um samstæðan skiln- ing að ræða að öllu leyti, virðist mér þetta gefa góða von um að við séum á réttri leið. — Yinnuveitendasambandinu hefur auðvitað vaxið fiskur um hrygg á þessum árum? — Já, ég held að það sé óhætt að segja svo. Félagatala þess er nú á níunda hundrað og við höf um deildir út um allt land. Engu að síður vitum við um margt fólk utan sambandsins, sem vissulega á þar heima, og verður lagt kapp á að fá þetta fólk til að gerast félagar. En samstaðan innan Vinnu- veitendasambandsins nú er með ágætum, eins og bezt kom fram í síðasta verkfalli. Það hófst í byrjun vertíðar, á viðkvæmasta tímanum fyrir sjávarútveg okk- ar, en þó var samstaðan hjá okkur algjör. Þetta sýnir vel, hversu sterk landssambtök Vinnuveitendasambandið er orð- ið. Að endingu vildi ég mega nota þetta tækifæri, til að flytja þakk ir mínar öllu samstarfsfólki mínu fyrir vinsemd og vináttu þess í minn garð. Þá vil ég foeina þeim óskum til allra þeirra er við atvinnu- rekstur fást, að þeim megi skilj- ast að sterk samtök vinnuveit- enda em öruggasta tryggingin fyrir rekstur þeirra. Skora ég því á þá alla sem einn að taka sér verkamenn sína til fyrir- myndar og sameinast allir undir merkjum samtaka sina, sagði Kjartan Thors að lokum. FISKIBÁTUR Nýbygging úr sfáli 103 fet er m,eð 1000 ha. aðairvél frá Deutz ásamt sikrúfuútibúnaði frá J. W. Beng. Annar útbúnaður eftir fuiliikomniuim kröfúm. Bíáturinn er búinn eftir kröfuim „Svernska Fartyigsinisipeiktjlonen“ og „Det Nonske Veritas". Hagkvæmir greiðsfliuisikiilknóflar. Höfum eiidri fiskibáta úr stáli og timfori till sölliu. Svar sendiist tSt: Nya iVlarstrandsverken AB, Marstrand, _____________________Sverige, Tefl. 60600.________ Skrifstofustúlka Iðnfyrirtæki óskar eftir að ráða stúlku til almennra skrifstofustarfa. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Skrifstofustúl'ka — 8797“ fyrir 10. þ.m. Síðustu sýningar leikársins hjá Leikfélagi Reykjavikur fara nú í hönd, og eru aðeins eftir þrjár sýningar á Heddu Gabler *g þrjár á Leynimel 13. — Næsta sýning á Leynimelnum á laugar dagskvöld. Myndin er úr Heddu Gabler og sjást þar Hedda — (Helga Bachmann) og Brack (Jón Sigurbjörnsson). Þelamerkur landbiinaðarskóli Ulefoss Námsikeið hefjast haustið 1968. Senidium námlsóætliun fyrir: Skóg.ræktarniámskieið 1% ár Búnaðar-nómskeið 1. ár. Búnaðarnómiskeið 1 Vi ár. Búnaðarnómskleið 2 vetur. Stúdientadeill'd 2 beikkir. Frí fcennsla násmjstyrtoum Jarðyrkjiunómssfceið Vi ár. Landlbúnaðarvélaniámskieið. Námsfceið í alilfuigfl'arætot 2% mómuður. Námskeiið í naiuitgripa- hiirðinigiu Vi eða 1 ár. Nafn Heimi'iisfang Fró Húskóln íslonds SKRÁSETNING NÝRRA STÚDENTA í HÁSKÓLA ÍSLANDS OG UMSÓKNIR UM BREYTINGU Á SKRÁSETNINGU. Skrásetning nýrra stúdenta í Háskóla Islands hefst mánudaginn 1. júlí n.k. og lýkur mánudaginn 15. júli. Umsókn um skrásetningu skal vera skrifleg og á sérstöku eyðublaði, sem fæst í skrifstofu Háskólans og ennfremur í skrifstofum menntaskólanna, Verzl- unarskóla íslands og Kennaraskóla íslands. Henni skal fylgja ljósrit eða staðfest eftirrit af stúdents- prófskírteini ásamt skrásetningargjaldi, sem er kr. 1000.—. Skrásetning fer fram í skrifstofu Háskólans alla virka daga. Ekki er nauðsynlegt, að stúdent komi sjálfur til skrásetningar. Einnig má senda umsókn um skrásetningu í pósti ásamt skrásetningargjaldi fyrir 15. júlí. Frá 1.—15. júlí er einnig tekið við umsóknum um breytingu á skrásetningu í Háskólann (færslur milli deilda). Eyðublöð fást í skrifstofu Háskólans. HAPPDRÆTTI HASKOLA ISLANDS Á mánudag verður dregið í 6. flokki. 2.200 vinningar að fjárhæð 6.200.000 krónur. I dag er seinasti heili endurnýjunardagurinn. 6. flokkur. 2 á 500.000 kr. . 1.000.000 kr. 2 . 100.000 — . 200.000 — 74 - 10.000 — . . 740.000 — 298 - 5.000 — . . 1.490.000 — 1.820 - 1.500 — . 2.730.000 — Aukavinningar: 4 á 10.000 kr. . . 40.000 kr. Happdrætti Hásköla Íslands —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.