Morgunblaðið - 07.06.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.06.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐEÐ, FÖSTUDGAUR 7. JÚNÍ 1966 19 Atriði úr danssyrpunni „í barnaherberginu". Listdansskóli Þjóðleikhússins: NEMENDASfNING Stjórnandi: Fay Werner LISTDANSSKÓLI Þjóðleikhúss- ins efndi til nemendasýningar undir stjórn Fay Werner á sviði Þjóðleikhússins fyrra laug- ardagseftirmiddag fyrir nálega full-um sa-1 áhorfenda, ungra og gamalla. Sýningin var ekki end- urtekin, en greinilegt var að Iþorri leikhúsgesta á laugardag- inn var með einhverjum hætti tengdur dansfólkinu. Dagskráin skiptist í tvennt, annarsvegar æfingar, hinsvegar ellefu d-ansatriði. Er skemmst af því að segja, að æfingarnar fram að hléi voru langdregnar og lei-ð. inlegar, og það sem verra var: þær sýnd-u furðulitla leikni nem- enda úr eldri flokkum sem stundað hafa nám við skólann árum saman. Ég kom ekki auga á nema eina stúlku sem sýndi umtalsvert öryggi í æfingunum, enda kom hún fram í sóló-atriði eftir hlé. Ég á fyrir mitt leyti mjög bágt með að trúa því, að allt sé með felldu í skóla þar sem nemendur ná ekki sæmilegum tökum á undirstöðuatriðum námsgreina-r- innar eftir nokkurr-a ára nám. ÍÞað kom enn betur í ljós nú en í fyrra, að Listdansskóli Þjóð- leikhússiins er í hraðri afturför miðað við það sem hann þó var orðin-n undir stjórn Bidsteds, og sé ég ekkj betur en hann sé orðinn einskonar leikskóli fyrir börn án nokkurs listræns eða skapandi hlutverks. Að vísu er sú viðleitni allrar virðingar verð að hafa ofan af fyrir reykvísk- um börn-um, kenna þeim fagran lim-aburð og þokkafullar hreyf- ingar, en er slíkt uppeldisstarf í verkahring Þjóðleikhússins? Ég hafði gaman af ýmsum foarnadönsum eftir hlé, t.d. rússn. eska dansinum og Öskupokunum, en sú sinægja stafaði ekki af list- rænu yfirbragði þeirra, heldur leikgleði barnanna. Það er ævin- lega ánægjuefni að sjá börn í fallegum leikjum, ég tala nú ekki um ef þa-u eru líka fallega búin, en hvað þetta á skylt við listdans eða leikhús, er mér hul- in ráðgáta. í sýningunni komu fram fimm befckir eða árgangar, og var mUnur árganganna einkennilega lí-till, að því er hæfni og öryggi varðaði, þegar frá eru teknar örfáar stúlkur, Sólótilbrigðin voru ekki óásjáleg, en mjög veiga lítil. Eitt þeirra dansaði kenn-ari skólans, Ingibjör-g Björnsdóttir, sem jafn-framt samdi öskupoka- dansinn, en hin tvö dönsuðu Oddrún Þonbjörnsdóttir og Krist- ín Bjarnadóttir, og virtist mér sú síðarn-efnda búa yfir mestu ör- yggi og tækni þeirra nemenda sem fram komu í æfing-um og dansi. Dansinn ,,í barnaberberg- inu“ eftir Fay Werner var með köfl-um skemmtilegur, einkan- lega lok-aatriðið „The Golli- wogs“), en nokkuð langdreginn. Líflegasta og langbezta atriði sýningarinnar var „Nútímadans11 eftir Fay Werner við tónlist eftir The Beatles, þar sem dansendur sögðu skilið við erfiða tækni hins klassíska balletts, en létu hljóm fall og hreyfingar, fettur og brettur mynda uppistöðuna í folæfall-egri svipmynd. Það verður torskildara- með hverju árinu sem líður, hvers- vegna Þjóðleikh-úsið kost-ar til Listdansskólans meðan það bý-r bæði við þröngan fjárhag og ófullnægjandi leiklistarskóla. Sé það gert í þeim tilgangi að hafa tiltæka dansara í einstakar sýn- ingar leikhús-sins, er það harla dýrt sport og mjög tvíeg-gjað a-uk þess sem eihkaskólar gætu án efa séð leikhúsinu fyrir slík- um kröftum þá sjaldan þeirra er þörf. Sigurður A. Magnússon. Tvœr myndlist- arsýningar SEM stendur eru tvær sýningar á ferðinni í Reykjavík og sú þriðja í uppsiglingu, og er þar um sjálfan meistara Kjarval að ræða í Listamannaskfálanum. En við skulum halla okkur að þeim tveim, sem þegar eru langt fcomnar, og munu loka um næstiu helgi. Fyrst er það Vorsýning Mynd listarfélagsins í nýbyggingu Menntaskólans. Þar eru margir sýnendur að vanda, en breidd sjálfrar sýningarinnar er þrátt fyrir það ekki svo mikiil, sem búast mætti við af fimmtán manns. Það er heldur dauft yfir þessari sýningu, og ég verð ekki fjölorður um hana %ð sinni. Ef -satt skal segja, var ég mjög lítið hrifinn og því síður ánægð- ur fyrir hönd þeirra, sem hlut eiga. Það er ekki um mikil um- brot eða nýjungar að ræða á þessari sýningu, og hún er langt frá því að hiafa verulegt listrænt gildi í heild. Ég ætla mér ekki að fara að elta ólar við einstaka sýn-endur á vorsýningunni, en ég get fullvissað þá, sem í hlut eiga, að það virðist dálítið ástæðulaust fyrir þá að halda slíku áfram ár eftár ár, nema þeir geti sýnt það svart á hvítu, að þeir hafi eitthvað verulegt til málanna að leggj-a. Jóhannes Kjarval á þarna ein-a mynd, sem bókstaflega drepu-r allt af sér, sem nú er innan veggja í nýbyggingu Mennta- skólans. Það er því ekki sýn- ingunni til stuðnings að hafa þennan meistara með. Það sýn- ir aðeins þann mikla mun, sem er á verkum Kjarvals og ann- arra sýnenda. Sem sagt ég skal ekki hafa þetta lengra að sinni, en ekki get ég sagt með sanni, að þessi sýning hafi verið mér til ánægju. Benedikt Gunnarsson er m-eð sýnin-gu í Bogasal Þjóðminja- safnsins, og eru það allt ný verk, sem þar er fyrir komið. Um fimmtíu til sextíu myndir eftir Benedikt eru þarna samansafn- aðar, en aðeins 30 hanga á veggj um, hinar eru til sýnis á borði og eru dálítið eins og í einni hrúgu. Hvað um það, við skulum gera okkur ofurlitla grein fyrir Sinfóníutónleikar Bohdan Wodíczko kveðtur verkum Benedikts. Hann er löngu kunnu-r mál-ari, sem hefur unnið af mikilli elju og verið til fyrirmyndar um margt. Hann hélt seinast, ef ég man rétt, sýn- ingu í nýju húsi sínu við Kast- alagerði í Kópavogi, o.g ég held, að sú sýning hafi verið miklu skemmtilegri um margt en þessi, sem hann hefur nú efnt til. Þetta er ekki mjög veigamikil sýning hjlá Benedifct, en hún er lagleg, og maður sér strax að hér er viðkvæmur málari á ferð. Að undanförnu hefur ein- mitt borið á meiri mýkt og samunnari litatónum hjá Bene- dikt, en nú er eins og honum takist ekki þetta mikilvæga at- riði, sem hefur sannarlega mik- ið að segja, þegar málverk er byggt á alls konar tilbrigðum úr sjálf-ri náttúrunni. Það verk aði því dálítið öfugt á mig, hve liturinn virtist miklu harðari en áður hjá Benedikt í siumum þess ara nýju verka. Samt eru þarna einstaka myndir, sem hafa ein- mitt þessa mýkt, sem ég hef ver- ið að sakna. Eins og sjá má af þessum lín- um, varð ég fyrir svolitlum von brigðum að sjiá þeissi verk eftir Benedikt, en það segir ekki, að hann sé ómögulegur listam-aður, en þetba gengur nú einu sinni dálítið upp og niður hjá flest- um, og vað verðum við allir að þola, hvort okkur lífcar betur eða ver. En sýiin-g Benedifcts er forvitnileg fyrir margra hluta sakir, og það eru fallegar mynd ir hér og þar. Það er því óhætt að segja að lokum, að það svík- ur engan að sjá þessa seinustu framleiðslu Benedikts Gunnans- sonar. Valtýr Pétursson. Rambler American árg. 66, 2ja dyra, hardtop, 8 cyL sjálfskiptur, ekinn 12 þús. km. Rambler American árg. 66, einkabíll, 6 cyl. beinskipt ru1. SÍðUSTU tónleifcar Sinfóníu hljómsveitar ísla-nds á þessu starfsári voru hald-nir í sam- komuhúsi Háskólans sl. fimmdu- dagskvöld. Stjórnandi var Boh- dan Wodiczko, sem nú er senn á förum héðan eftir þriggja ára árangursríkt starf, og einleikari enski píanóleikarinn John Ogd- on. „Euryanthe“-forleikurinn eft- ir Weber var „upptaktur“ þess ar-a tónleika, vel og hressilega leiki-nn, og hinar miklu andstæð- ur hans rækilega uncíirstrikaðar. John Ogdon er mikill píanó- snillingur, víðfrægur m.a. fyrir meðferð sína á verkum, sem fáir eða engir aðrir píanóleikarar spila. Það urðu því dálítið von- brigði, að hann skyldi ekki hér hafa annað og sjaldheyrðara verk að flytja en píanókonsert- inn nr. 1 í b-moll eftir Tschai- kowsky. En leikur hans var á- kaflega þróttmikill og karlmann legur, blæbrigðaríkur og glæsi- legur. Hljómsveitin stóð líka vel í sinni stöðu, svo að konsertinn, þetta gamla eftirlæti margra tón leikagesta, fékk í stórum drátt- um svo ákjósanlega meðferð sem orðið gat. Síðast á efnisskránni var Sje- herasad (eins og það er staf- sett í efnisskrá), sinfónísk svíta op. 35 eftir Rimsky-Korsakov. Þetta er óneitanlega fremur létt- vægt tónverk, og lifir á tengsl- um sínum við ævintýraheim Þús- und og einnar nætur, en þó fyrst o.g fremst á litskrúði hljóm sveitarbúnin-gsins, sem höfund- urinn hefur fært það í. Að því leyti er Scheherazade meistara- verk. Þar af leiðir, að verkið gerir sérstakar kröfur til hljóm- sveitarinnar, bæði einstakra hljóðfæraleikara, sem marg- ir fara með mikilvæg einleiks- hlutverk, og til heildarinnar um samstillingu og jafnvægi. Það verður ekki annað sagt en að hljómsveitin okkar hafi staðizt allar þessar kröfur eftir því sem framast má vænta. Konsertmeist- arinn, Björn Ólafsson, fór næm- um fingrum um hið mikilvæga einleiksstef sitt, og margir aðrir fyrirliðar hljómsveitarinnar brugðust ekki síður vel við, er á þá reyndi sérstaklega. Jafn- vægi í hljómsveitinni var og gott, ef tekið er tillit til strengja fæðarinnar, sem enn stendur hljómsveitinni mjög fyrir þrif- um. Úrbætur á því sviði eru brýnasta framtíðarnauðsyn hlj ómsveitarinnar. Þessir tónleikar fengu nokk- uð sérstakan blæ vegna þess að hér var kvaddur Bdhdan Wo- diczko, sem verið hefur aðal- stjórnandi hljómsveitarinnar undanfarin þrjú ár og urmið henni af dæmafárri atorku og áhuga. Hann var áður þraut- reyndur hljómsveitaruppal-andi og stjórnandi, og hefur sú reynsla komið obkar hljómsveit að dýrmætu gagni. Framfarir hennar síðustu þrjú ár hafa ver- ið örari en nokkru sinni fyrr, nema ef til vill á fyrstu árum hennar, en raunar var hún djúpt í öldudal, þegar Wodiczko tók við henni. Leikur hennar nú ber meiri og sannari „hljómsveitar- blæ“ en nokkru sinni fyrr. Þetta er Wodiczko mest að þakka. Stjórn hljómsveitarinnar verður mikill vandi á höndum að finna mann til að fylla sæti hans. Björn Ólafsson konsertmeist- ari flutti Bohdan Wodiczko þafckir hljómsveitarmanna fyrir samstarfið og óskaði þess, að leið hans mætti sem fyrst liggja aftur hingað. Áfoeyrendur fögn uðu hljómsveitarstjóranum standandi með langvinnu lófa- taki. Jón Þórarinsson. Lögtaksúrskurður Eftir beiðni innheimtumanns ríkissjóðs, Kópavogi, úrskiurðast hér með lögtak fyrir eftirtöldum ógreidd um en gjaldföllnum gjöldum: Skoðunargjald skipa 1968 svo og lestargjald og vitagjald 1968. Ennfrem- ur söluskattur fjórða ánsfjórðungs 1967 og viðbótar söluskattur vegna 1965 og 1966. Fari lögtak fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðarfrestar, hafi ful'l skil eigi verið gerð fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn í Kópavogi. GUDMUNDAR Bergþ6ru*»tu 3. Sfraar 1M3Z, 20070 UTAVER PLA8TIIMO-KORK Mjög vandaður parketgólfdúkur. Verð mjög hagstætt. 10 ÁRA ÁBYRGÐ TVÖFALT EINANGRUNAR — 20ára re ynsla hérlendis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON *CO HF i 10 ÁRA ÁBYRGÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.