Morgunblaðið - 07.06.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.06.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDGAUR 7. JÚNÍ 19©8 wguitfrfftfrife Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Simi 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. ROBERT KENNEDY Danatilræði Jórdaníumanns- ** ins og Arabans Sirhan Sirhan við Robert Kennedy öldungadeildarþingmann, frá New York, tókst. Hinn ungi og glæsilegi stjórnmálamað- ur er látinn. Annar Kennedy- bróðirinn er fallinn fyrir hendi morðingja. Þetta er hörmuleg stað- reynd, sem ekki aðeins banda ríska þjóðin heldur og megin hluti heimsins stendur frammi fyrir harmi lostinn. Enn einu sinni hefur ískalt mannhatur og ofstæki sett sterkan blett á samvizku mannkynsins. Enn einu sinni hefur það sannazt hversu sorg lega skammt maðurinn er kominn áleiðis á andlegri þroskabraut sinni. ★ Það er mannlegt að hugur- inn reiki fyrst til fjölskyldu Roberts Kennedys, konu hans og 10 barna. Hyldjúp ógæfa hefur knúð dyra hjá þessari stóru fjölskyldu, sem ævin- lega hefur komið fram af ó- venjulegri og sérstæðri sam- heldni. Glæsilegur eiginmað- ur og umhyggjusamur faðir stórs barnahóps er horfinn. Harmur og missa Ethels Kennedys, barna hennar og allra ættingja og venzla- manna, er mikil og óbætan- leg. En bandaríska þjóðin hef- ur einnig orðið fyrir miklu tjóni. Hún hefur á skömmum tíma misst tvo glæsilega stjórnmálamenn fyrir morð- ingjahendi í blóma lífsins. Sárust og tilfinnanlegust er þó sú staðreynd, að slíkir skelfingaratburðir skuli geta gerzt í menningarþjóðfélagi, og það í því landi, sem fremst stendur allra í baráttunni fyrir frelsi og mannréttindum í heiminum. Ýmislegt er enn óljóst um morð Roberts Kennedys. Virð ist þó liggja Ijóst fyrir, að banamaður hans er arabísk- ur ofstækismaður, sem taldi sig vera að hefna ummæla Kennedys um deiluna fyrir botni Miðjarðarhafs. En margt bendir til þess, að hvergi logi nú eldar haturs og hefndarhugar heitar en einmitt á þeim slóðum. Um orsakir voðaverksins tjóar lítt að ræða. Það hef- ur verið unnið, ógæfan hef- ur dunið yfir. ★ Robert Kennedy var á bezta aldri er hann féll. Hann var einn af glæsileg- ustu og mikilhæfustu stjórn- málamönnum Bandaríkjanna. Hann átti að sjálfsögðu eins og allir mikilhæfir menn harða andstæðinga. En flest- ir viðurkenna, að hann hafi í dómsmálaráðherratíð sinni í stjórn John F. Kennedys bróður síns, komið fram miklum umbótum í réttinda- málum blökkumanna í Banda ríkjunum. Hann var djarfur og hiklaus stjórnmálamaður, sem átti mikla framtíð í vændum. Hann hafði þegar komizt til hins mesta frama og unnið landi sínu og þjóð margvíslegt gagn. Hann hafði unnið marga sigra í baráttu sinni fyrir framboði Demó- krataflokksins í næstu for- setakosningum. Óvíst var þó um útnefningu hans á þingi flokksins í sumar. En það skiptir ekki meginmáli. Kjarni málsins er, að hann var mikill stjórnmálamaður, sem þegar hafði unnið mikil afrek í þágu þjóðar sinnar og átti margar hugsjónir, sem hann barðist fyrir af hug- rekki og sérstæðum dugnaði. „Við getum ekki þagað yf- ir sorg okkar“, sagði Páll páfi 6, er honum bárust fregn imar af banatilræðinu við Robert Kennedy. Hann sagð- ist harma þennan atburð mjög og kvaðst mundu biðja til Guðs um að sú almenna gremja og sorg, sem slíkur atburður vekti yrði til þess að bægja ofbeldishneigð úr hjörtum allra manna. Undir þessi ummæli páf- ans mun áreiðanlega verða tekið um víða veröld. ★ Það er ekki nóg að for- dæma þá rótlausu illmensku, sem liggur til grundvallar morðum og öðrum ódæðum. Hitt er miklu þýðingarmeira, að sú sorg, sem þau skapa, verði til þess að útrýma of- beldishneigð og hatri úr hjörtum manna. Mannkynið verður að gera sér ljóst, að í hinni miklu framfarasókn þess, tækniþróun og lífskjara bótum, hefur sálin dregizt aftur úr, ef svo mætti að orði komast. Siðgæði og andlegur þroski er ennþá á alltof lágu stigi. Boðskapur kærleika og gagnkvæmrar virðingar fyrir rétti og tilfinningum sam- borgaranna, á ekki nægilega ríkan hljómgrunn í hjörtum mannkynsins. Stærsta verk- efni framtíðarinnar er því tvímælalaust það, að efla andlegan þroska og mann- kærleika meðal þjóða heims- ins. Fall Kennedy-bræðra og Martins Luthers Kings verð- ur með því einu bætt, að upp af leiðum þeirra vaxi ný trú á lífið og mátt þess kærleika, sem einn getur unnið bug á ofbeldi og hatri. UTAN ÚR HEIMI Samband Austurríkis og Tékkóslóvakíu AÐ undanförnu hefur verið á kreiki orðrómur um þriggja ríkja bandalag milli Tékkó- slóvakíu, Júgóslavíu og Rúm eníu — Litla bandalagið, sem var við lýði milli heimsstyrj- aldanna og sem um tíma veitti Austurríki vemd gegn aðgerðum Mussolinis og Hitl ers. Bandalag „endurbótasinn- aðra“ kommúnistaríkja á Dónársvæðinu myndi vissu- lega hafa í för með sér mik- ilvæga breytingu fyrir stjórn málalega aðstöðu Austurrík- is. I stað þess að vera í út- jaðri myndi Austurríki öðlast talsvert af fyrri stöðu sinni að vera miðsvæðis í Evrópu. Eru hins vegar nokkrar lík ur á því, að eitthvað þessu líkt verði að veruleika? Á- hyggjur manna vegna hugsan legra hernaðarafskipta Sov- étríkjanna í Tékkóslóvakíu hafa minnkað vegna hinna gagnkvæmu heimsókna sov- ézku og tékkóslóvaskra leið- toga að undanförnu. í Vín eru atburðirnir í Ungverjalandi 1956 fólki enn í fersku minni. Stjórnmálasérfræðingar í Austurríki, sem fylgjast ná- ið með atburðum í Tékkósló- vakíu, telja að hindranirnar séu ekki hernaðarlegs eðlis, eins og sakir standa, heldur efnahagslegs, því að stjórnar- völdin í Moskvu hafa gert erf itt fyrir um vik varðandi lán þau, sem Tékkóslóvakar hafa farið fram á. Stjórnarvöld í Tékkóslóvak íu hafa hinsvegar einnig leit að til fjármálamanna í Vest- ur-Þýzkalandi um lán, en þeir hafa gert þá skyssu að gera það að skilyrði fyrir lánveit ingum, að Tékkóslóvakía gangi úr Varsjárbandalaginu. Fjármálamenn í Frakk- landi hafa að því er virðist verið sanngjarnari. Þeir standa í nánu sambandi við fjármálamenn úr hópi Gyð- inga og hafa aðeins farið fram á, að Tékkóslóvakía hætti að láta Aröbum í té vopn gegn ísraelsmönnum. Almenningsálitið í Austur- ríki er hlynnt hinni nýju rík isstjórn Tékkóslóvakíu. Aust urrískir sósíaldemókratar byggja viðhorf sitt samt tals vert á því, hvort raunveru- legum sósíaldemókrataflokki verði aftur komið á fót í Tékkóslóvakíu. Sósíaldemó- kratar í Austurríki eru al- þjóðlega sinnaðir. — Þannig er forseti alþjóðasambands sósíaldemókrata, dr. Bruno Pittermann, Austurríkismað- „Lýðræðissköpunin“ tekur sinn tíma En er hér verið að ætlast til of mikils að leiðtogunum í Prag? Einstaka stjórnmála flokkar, sem ekki eru komm únistískir, eins og þjóðlegi sósíalistaflokkur Masaryks og Benes og kaþólski alþýðu- flokkurinn hafi haldið áfram að lifa skuggatilveru, á með an kommúnistar hafa verið við völd og eru nú farnir að sýna á sér merki sjálfstæðrar tilveru. En sósíaldemókrata- flokkurinn, sem var neyddur til þess að sameinast kommún istaflokknum, er enn bann- aður. Tveir hinna gömlu leið toga hans, hafa lýst því yfir, að það myndi ekki vera heppi legt nú að endurlífga sósíal- demókrataflokkinn sem sér- stakan flokk. Ýmsir austur- rískir sósíalistar eru þeirrar skoðunar, að „lýðræðissköpun in“ í Tékkóslóvakíu verði að fá sinn tíma til þess að þró- ast. Blöð kommúnista í Austur ríki hafa reynt að beina at- hygli fólks frá því, sem af- vega fer í ríkjum kommún- ista í Austur-Evrópu, að því, sem afvega fer á Vesturlönd um eins og stúdentaóeirðun- um. Til þessa hefur stjórnleys ishyggja á meðal stúdenta haft á sér fremur meinleysis- legan svip í Austurríki. Hinn 1. maí sl. reyndu nokkrir vinstri sinnaðir stúdentar að hleypa upp hljómleikum, sem hljómsveit sósíademó- krata hélt fyrir framan ráð- húsið í Vín, með kröfu um, að „umræður" færu fram í staðinn. Stúdentafélag sósíaldemó- krata bar síðar fram afsökun við formann flokksins, Bruno Kreisky, og um 20 þeirra, sem hlutdeild áttu í þessum atburði, voru beðnir að segja sig úr flokknum. Fyrir skömmu var með naumindum komið í veg fyr ir vandræði í sambandi við það, að Otto af Habsburg sem áður gerði kröfu til austur- rísku krúnunnar, kom í fyrsta sinn opinberlega fram í Vín- arborg, en hann er nú búsett- ur í Bajern. Átti hann að flytja fyrirlestur á fundi stú denta. Kommúnistar skoruðu þá á stuðningsmenn sína að koma til skjalanna, en lög- reglustjórinn í Vín, Joseph Holaubek, sem er sósíaldemó krati, tókst að telja um fyrir stúdentum og fá þá á síðustu stundu til þess að fresta fyr- irlestri Ottos af Habsburg, unz svokallaðri Vínarhátíð, sem stendur í nokkrar vikur, væri lokið, en hún skiptir miklu máli fyrir komu ferða manna til landsins. Það er talið einstakt af mörgum í Evrópu um þessar mundir að lögreglustjóri geti talið stúdentafélag til þess að falla frá áformum sínum. (Observer, öll réttindi á- skilin.) Úr setustofu einn fundardaginn. Húsmæðravika í Bifröst HIN árlega Húsmæðravika kaup- félaganna og Sambands íslenzkra samvinnufélaga var að þessu sinni haldin í Bifröst dagana 19. til 26. maí. Vikuna sóttu 42 konur frá 12 kaupfélögum. Margar húsmæður sem sótt höfðu vikuna gátu ekki komið vegna vorharðinda og erfiðra heimilisástæðna. Á Húsmæðravikunni voru flutt 13 erindi um margvísleg efni auk sýnikennslu í mat- reiðslu. Farið var í heimsókn til Húsmæðaskólans að Varmalandi, .skólinn skoðaður ásamt sýnis- hornum af handavinnu nemenda og notið hinna ágætustu veitinga í boði skólans. Á kvöldin voru um hönd höfð ýmis skemmtiatriði og vikunni lauk með kvöldvöku, sem gestir vikunnar, húsmæðurnar sjálfar, sáu um. Heiðursgestur Húsmæðravik- unnar að þessu sinni var frú Guð- rún Árnadóttir skáldkona frá Lundi. Dagskrárstjórn hafði á hendi Páll H. Jónsson frá Laugum, en heimilisstjórn í Bifröst frú Þóra Einarsdóttir, vegna fjarveru frú Guðlaugar Einarsdóttur, sem jafnan hefur staðið þar fyrir móttökum á fyrri Húsmæðra- vikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.