Morgunblaðið - 07.06.1968, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDGAUR 7. JÚNÍ 1938
Ingimundur Ög-
mundsson — Minning
í dag fer fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík útför Ingi-
mundar ögmundssonar frá fsa-
firði, sem andaðist í fjórðungs-
sjúkrahúsinu þar 28. maí s.L
Ingimundur Ögmundsson var
fæddur T6. apríl 1881 að Fjarð-
arhorni í Hrútafirði. Foreldrar
hans voru ögmimdur Kristjáns-
son bóndi þar og kona hans
Sigurbjörg Sigurðardóttir frá
Skinþúfu á Snæfellsnesi.
Þriggja ára að aldri fluttist
Ingimundur með foreldrum sín-
um frá Fjarðarhomi að Hálsi á
Skógarströnd og þar ólst hann
upp í foreldrahúsum og átti
heima fram á tvítugsaldur. Á
Hálsi vandist hann allri algengri
vinnu til lands og sjávar, svo
sem þá tíðkaðist, og þaðan fór
hann 17-18 ára gamall á þilju-
bát frá Stykkishólmi hófst þá
margra áratuga sjómennskufer-
ill hans.
t
Eiginmaður minn, faðir og
tengdafaðir,
Vigkon Hjörleifsson
húsasxníðameistari,
andaðist 6. júní í Landakots-
spítala.
SigTÍður Pálsdóttir,
Páll Vigkonarson,
Erna Arnar.
t
Maðurinn minn, faðir og
tengdafaðir,
Kristján Tómásson
Arnarhrauni 23, Hafnarfirði,
sem lézt að Sólvangi 2. júní
verður jarðsunginn frá Hafn-
arfjarjarkirkju laugardaginn
8. júní kl. 11 f.h.
Jóna Bjamadóttir,
börn og tengdabörn.
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
Jóhanna Margrét
Sigurðardóttir
frá Fossi í Mýrdal,
verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju á morgun, laugar-
dag kl. 10.30 árdegis. Blóm
vinsamlegast afþökkuð, en
þeim sem vilja minnast hinn-
ar látnu skal bent á að láta
Hjartavernd eða aðrar líknar
stofnanir njóta þess.
Börn og tengdaböm.
t
Útför eiginmanns míns, föður,
tengdaföður og afa,
Björns Stephensen
Skipholti 49, Reykjavík,
fer fram frá Háteigskirkju
laugardaginn 8. júní kl. 10.30.
Sigurborg Stephensen,
Steinunn Stephensen,
Sigríður Stephensen,
Sólmundur Jónsson,
Ingibjörg Stephensen,
Helgi K. Hjálmsson
og bamaböra.
Aldamótaárið fór hann til
Reykjavíkur og réðst þar á
skútu, en það var þá eftirsótt
og þótti mikill frami ungum
mönnum og framgjömum. Þessi
ferð hans til Reykjavíkur varð
til þess, að hann settist þar að
og átti þar heima eftir það til
ársins 1929, er hann fluttist til
fsafjarðar, þar sem hann bjó síð
an til æviloka. Skúturnar voru
á þeim tíma afkastamestu fram-
leiðslutækin, og þar var líka
meiri tekjuvon en í annari
vinnu fyrir góða fiskimenn, eins
og það var kallað, og það var
Ingimundur svo afbar, auk þess
sem hann var afkastamaður til
allra verka og ágætur sjómaður.
Afkoma hans varð fyrir þá sök
betri en margra annara, ersömu
vinnu stunduðu. Þegar togaraút
gerð hófst hér á landi, gerðist
Ingimundur togarasjómaður og
stundaði þá atvinnu árum sam-
an, bæði meðan hann var bú-
settur í Reykjavík og fyrst eftir
að hann fluttist til ísafjarðar,
einnig var hann á öðram fiski-
skipum. Þá var hann um skeið
útgerðarmaður sjálfur og fisk-
kaupandi. Eftir að hann hætti
sjómennsku, mátti segja, að húsa
smíði væri aðalatvinna hans með
an starfskraftar entust, byggði
hann þá mörg íbúðarhús hér í
bæ og víðar og hafa þau öll
reynzt sérlega vel smíðuð og
vönduð á allan hátt.
Ingimundur var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Auðbjörg
Árnadóttir ættuð úr Árnessýslu
t
Eiginmaður minn,
Sigmundur Þorgilsson
fyrrv. skólastjóri,
er lézt 2. þ.m. ver'ður jarð-
settur að Ásólfsskála undir
Eyjafjöllum laugardaginn 8.
júní kl. 4 e.h.
Fyrir mína hönd og annarra
aðstandenda.
Björg Jónsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auð-
sýnda samúð og vinarhug við
fráfall og útför systranna frá
Helludaþ
Margrétar Tómasdóttur
og Óskar Tómasdóttur.
Sérstakar þakkir færam við
lækni og hjúkrunarliði á
Sjúkrahúsi Selfoss, fjrrir um-
hyggju og gó'ða hjúkrun á
meðan Margrét dvaldi þar, og
einnig Jósep Ólafssyni lækni
í Hafnarfirði sem stundaði
Ósk á meðan hún dvaldi hjá
dóttur sinni í Hafnarfirði.
Vandamenn.
t
Okkar innilegustu þakkir fær
um við öllum vinum og vanda
mönnum fyrir auðsýnda sam-
ú'ð og vinarhug, við andlát og
jarðarför eiginkonu minnar,
tengdamóður og ömmu,
Sigríðar Fanneyjar
Sigurðardóttur
Ásgarði 43, Reykjavík,
Guð blessi ykkur öll.
Guðmundur Pálsson,
Sigurður Guðmundsson,
Páli Guðmundsson,
Margrét Guðmundsdóttir,
Eygló Guðmundsdóttir,
Asta Jónsdóttir,
Dröfn Pálsdóttir,
Nelly Pálsdóttir.
Þau voru gefin saman i Reykja-
vík 1911. Með henni eignaðist
hann 9 börn og eru 6 þeirra á
lífi. Auðbjörg andaðist 1926.
Seinni kona hans, Jóhanna Jóns
dóttir frá Arnardal, lifir mann
sinn. Þau giftust á ísafirði 1930
og áttu saman 3 dætur, sem all-
ar eru á lífi. Eftir að Ingimund-
ur hætti að vinna, varð Jóhanna
kona hans fyrirvinna þeirra, því
að skammt hrukku lítilfjörleg
ellilaun, og alla þeirra búskap-
artíð vann hún meira og minna
utan heimilis og drýgði þarmeð
tekjur þess, en hún er, eins og
allir vita, sem þekkja hana, mik-
il dugnaðarkona og myndarleg
húsmóðir. í banalegu manns síns
stundaði hún hann af mikilli um
hyggju.
Ingimundur var góður fulltrúi
aldamótakynslóðarinúar, sem svo
oft er dáð. Þess fólks, sem var
fullt áhuga að vinna landi sínu
gagn og gera það sjálfstætt,
eins og hann sjálfur komst að
orði. Hann fylgdist allt tíð af
áhuga með almennum málum og
var þar virkur þátttakandi. Með
an sjón entist, las hann mikið af
góðum og fræðandi bókum og
hreifast af öllu því, sem fagurt
var og vel gert. Minni hans var
frábært, skilningur hans og sem
greind skýr og vakandi. Hann
var því öðrum mönnum færari
um að meta þau máþ sem efst
voru á baugi hverju sinni, og
taka afstöðu til þeirra. Oft
minnist hann á þjóðarvakning-
una, sem hér varð 1908, þegar
kosið var um „Uppkastið“ svo-
nefnda og sagðist hafa verið af
lífi og sál virkur þátttakandi í
þeirri baráttu. Komst hann þá
t
Hjartans þakkir fyrir auð-
sýnda samúð og vinarhug við
andlát og jar'ðarför eigin-
manns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
Þorsteins Valdimarssonar
simstöðvarstj. og hreppstjóra,
Hrísey.
Sérstakar þELkkir færum við
hreppsnefnd Hríseyjarhrepps,
sem fyrir hönd Hríseyinga,
vottaði honum þakklæti og
virðingu með því að kosta
útför hans.
Guð blessi ykkur öll.
Lára Sigurjónsdóttir,
böra, tengdaböra
og bamaböm.
t
Hugheilar kveðjur og þakkir
sendi ég öllum þe m, fjær og
nær er auðsýndu mér vinar-
hug og samúð við andlát og
jarðarför mannsins míns,
Ágústar Bjarnasonar
Njálsgötu 62.
Sérstaklega vil ég þakka lækn
um og starfsfólki Landsspítal-
ans fyrir öll þau elskulegheit
og alla þá hjálp, sem hann
varð áðnjótandi í veikindum
sínum.
Helga Guðjónsdóttir.
í kynni við margia þeirra manna,
sem lengst gengu og fremstir
stóðu í sjálfstæðisbaráttunni,
mat þá mikils og dáðist að gáf-
um þeirra og málsnilld og ein-
lægri ættjarðarást. Sjálfstæði
landsins, stjórnarfarslegt og efna-
hagslegt var í hans augum mál
málanna og hann var andvígur
öllum tilslökunum á því sviði.
Sjálfstæði þjóðarinnar var í
hans huga það fjöregg, sem gæta
þurfti öllu öðru fremur. Til
hinztu stundar fylgdist hann af
lifandi áhuga með öllu er varð-
aði atvinnuvegi þjóðarinnar, sér
staklega sjávarútveginn, og þar
eins og á öðrum sviðum, mat
hann það, sem gert var, af
reynslu og þekkingu.
Ingimundur var draumspakur
maður og sagði mér mörg dæmi
því til sönnunar. Hann sagðist
sjaldan hafa farið svo sjóferð,
að hann vissi ekki áður, að hann
kæmist heill á húfi til lands aft-
ur og oft vissi hann hvernig
ganga mundi.
Þegar Ingimundur missti fyrri
konu sína, varð hann að leysa
upp heimili sitt og koma börn-
um sínum til vandalausra. Er
hann kvæntist Jóhönnu, tók
hann þau yngstu þeirra til sín
aftur. Hann átti því láni að
fagna að eiga vel gefin og mynd
arleg böm, sem hann kom öllum
vel til manns og sýndi alla tíð
ástúð og umhyggjusemL
Ég hef þekkt Ingimund frá
því hann kom fyrst til ísafjarð-
ar, en kynni okkar urðu fyrst
náin, er ég varð sambýlismaður
hans og talaði við hann svo að
segja daglega. óx hann mjög £
mínum augum við þau kynni.
Komst ég þá að raun um, að
hann átti fáa sína líka að gáf-
um og að hann var mikill mann-
kostamaður. Oft sagði hann mér
þá sögur frá fyrri árum af margs
konar brösum og erfiðleikum,
sem hann lenti í bæði á sjó og
landi, svo og mönnum sem hann
kynntist. Ætíð var ánægjulegt
að ræða við hann og aðdáunar-
vert hve vel hann fylgdist með
öllu, sem gerðist, bæði hér á
landi og erlendis allt til hinztu
stundar, og af hve næmum skiln
ingi og dómgreind hann lagði
mat sitt á hlutina.
Að sjálfsögðu er ekki um að
sakast, þó að háaldraður maður
ljúki löngum lífsferli, þó finnst
mér að Ingimundur Ögmundsson
hafi farið of fljótt. Hann var svo
ungur í anda og fylgdist af svo
lifandi áhuga með straumum sam
tíðar sinnar. Slíks ágætismanns
er gott að minnast.
Halldór Ólafsson
Gísli Ágúst Gunnars-
son — Minning
Aðfaranótt 31. maí s.l. andað-
ist að St. Jósepsspítala í Hafn-
arfirði Gísli Ág. Gunnarsson
fyrrv. stýrimaður.
Gísli var fæddur að Skjaldar
koti á Vatnsleysuströnd 14. ág-
úst 1892. Foreldrar hans voru
Gunnar Gíslason bóndi þar, og
kona hans Ingibjörg Friðriks-
dóttir, ættuð úr Árnessýslu, af
Bergsætt. Gunnar og Ingibjörg
eignuðust sex börn: Elztur var
Ingvar kennari í Hafnarfirði,
dáinn 1961: næst var Kristín
húsfreyja á Kálfatjörn, dáin
1957: þá komu tvíburar, og var
Gísli annar þeirra, en tvíbura-
systir hans, Guðrún Ágústa dó
16 ára: yngstar voru Margrét,
er lézt 5 ára og stúlka, er dó
óskírð.
Móður sína missti Gísli níu
ára gamall, og hafði hún þá
dvalið í sjúkrahúsi um þriggja
ára skeið. Var að því komið að
hún mætti fara heim, en svo
fór, að hún andaðist áður af af-
leiðingum uppskurðar, í júní
1901. Ingibjörg var mjög vel
gefin kona, og var hún bömum
sínum ávallt mjög hugstæð í
minningum þeirra, þótt hennar
nyti eigi lengur við.
Gísli ólst svo upp hjá föður
sínum og föðurforeldrum, Guð-
rúnu Kortsdóttur og Gísla ív-
arssyni. í Skjaldarkoti var allt-
af mannmargt heimili. Þar var
stundaður landbúnaður, svo
sem jörðin leyfði og einnig sjó-
sókn, sem var mikil frá Skjald-
arkoti. Voru Skjaldarkotsbræð
ur miklir aflamenn og farsælir
svo orð fór af. Gísli vandistþví
snemma sjónum, fyrst á opnu
áraskipunum, en þar lærðu
menn mikla sjómennsku, sem síð
t
Þökkum innilega auðsýnda
samúð við andlát og jarðarför
eiginmanns míns, fö'ður,
tengdaföður og afa,
Júlíusar J. Eiríkssonar
frá MiSkoti.
Salvör Pálsdóttir,
Jón Júlíusson,
Rósa Jónsdóttir,
Jóhanna Júlíusdóttir,
Gunnar Einarsson
og bamaböm.
ar kom að góðum notum, þótt
skip stækkuðu og sjósókn breytt
ist. Þá stundaði Gísli sjó á
gömlu kútterunum, en síðast og
lengst á togurum sem stýrimað
ur og skipstjóri. Lengsit var
hann á togaranum Baldri. Gísli
var ávallt vinsæll og vel lát-
inn af sínum undirmönnum,
enda var öll framkoma hans til
fyrirmyndar, stjórnsamur, ör-
uggur og ábyggilegur til orða
og verka. Á hans langa sjó-
mannsferli varð aldrei neitt að
skipi eða mönnum, og má ef til
vill þakka það fyrirhyggju og
aðgæzlu ásamt trausti á hand-
leiðslu æðri máttarvalda. Þó að
Gísli væri dulur og flíkaði ekki
skoðunum sínum, átti hann ör-
uggt trúartraust allt frá æsku.
Hann ólst upp við það, að guð-
rækni væri í hávegum höfð,
enda mótaðist öll framkoma
Gísla af göfuglyndi. Hjálpsemi
hans og greiðvikni var mikil en
fáum kunn, öðrum en þeim, er
nutu, því sjálfur hafði Gísli
eigi hátt þar um.
Eftir að Gísli hætti sjó-
mennsku vann hann við verzl-
unarstörf hjá Sighvati Einars-
syni og Co. Kom þar fram sem
Hugheilar þakkir til allra
þeirra, er glöddu mig með
gjöfum, heimsóknum, sím-
skeytum og símtölum á 70 ára
afmælisdaginn 1. júní sL
Elías Kr. Jónsson,
Höfðabraut 16, Akranesi.