Morgunblaðið - 11.06.1968, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.06.1968, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1968 r—:-------------------— F Eennaraskóla Islands var í gaer ISlitið við hátíðlega athöfn í Há- Bkólabíói. Skólastjórinn dr. Broddi Jóhannesson ávarpaði nemendur og afhenti þeim próf- Skírteini. M.a., sem ávörpuðu nemendur voru Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra. | Með skólaslitunum í gær lauk 'tBO. starfsári skólans og um leið nrðu tímamót í sögu skólans, er hann í fyrsta sinn útskrifar gtúdenta. | Á síðastli'ðnu hausti hófst Tkennsla í kennaradeild stúdenta I septemberbyrjun. Þá hófust námskeið í stærðfræði og eðlis- tfræði fyrir gagnfræðinga, sem hugöust setjast í I. bekk skólans. 22. september hófst svo í fyrsta sinn kennsla í hinni nýju mennta deild skólans, en nemendurnir, Hluti nýútskrifaðra kennara úr Kenaraskóla tslands. (Ljósm. Mbl. A. Johnsen). Fyrstu Ken naraskólastú dentar nir á 60. skólaári Kennaraskóla íslands - 65 kennarar úr kennaradeild - 26 stúdentar úr menntadeild - Rætt við tvo nýbakaða stúdenta sem allir hafa áður lokið al- mennu kennaraprófi þreyta stúd entspróf að loknu eins vetrar námi í deild þessari. Um mánaðarmótin september — október hófst síðan kennsla í öðrum deildum skólans. Nám hóf alls 671 nemandi og skiptusit þeir í 27 bekkjardeildir. Auk þessara föstu bekkjardeilda skiptust nemendur við nám sitt og starf í smærri og stærri starfs hópa eftir því, sem hentast þótti, má þar til dæmis nefna 16 fyrir- lestrahópa (2—4 bekkjardeildir í hverjum), 32 gengi (fámennir vinnuhópar, sem vinna undir leiðsögn kennara sinna áð fræði- legum athugunum, einkum í sam bandi við kenaraprófsritgerðir í kennslufræ'ði). 17 flokka í bók- legum og verklegum kjörgrein- nm. Einnig var, sem undanfarin tíir, á vegum skólans fámenn deild, sem bjó sig undir nám i framhaldsdeild Bændaskólans á Hvanneyri. Við skólann störfuðu á árinu 26 fastir kennara auk skólastjóra. Stundakennarar voru 54. Lausir æfingakennarar voru 81. ! Jólapróf var þreytt í öllum bóklegum deildum skólans dag- ana 12.—18. desember. Kennslu lauk 24. apríl í menntadeild, en 27. apríl í öðr- um deildum skólans. Vorpróf hófst 2. maí. II. bekkur lauk prófum sínum 17. maí, en tók eftir það þátt í viku vettvangs- kennslu í náttúrufræði, sem kenn arar skólans og aðrir kunnáttu- menn í þeim greinum önnuðust. Lokaprófum við skólann lauk 6. júná. Próf þreyttu samtals 668 nemendur, þar af 5 utanskóla. Prófi luku og stóðust 617. 19 eiga ólokið prófum sökum veikinda eða af öðrum gildum ástæðum, 32 hafa gengið frá prófi eða fall- ið, langflestir í I. bekk. 1 kennaradeild stúdenta mættu til kennaraprófs 67 nemendur, 65 luku og stó'ðust próf, 2 eiga ólok- ið prófum. Hæstar einkunnir hlutu: Júlíana Lárusdóttir Std. B. 8.91 Helga Möller Std. A. 8.60 Anna Trygvadótir Std. A. 8.48 I mentadeild luku 26 nemend- ur stúdentsprófi. Hæstar einkunni hlutu: Guðfinnur P. Sigurfinnsson 8.96 Oddný Eyjólfsdóttir 8.51 Ólafur H. Jóhannesson 8.22 Þórður Helgason 8.22 Meðaleinkunn hjá stúdentum var 7.52. Að vonum var létt yfir náms- fólkinu, þegar það kom út úr Há- skólabíói þa rsem skólaslitin fóru fram. Nýstúdentar voru með hvíta kolla og nýútskrifaðir kenn arar með svartar húfur. Hjá flest um nýju kennaranna liggur fyrir að fara í kennslustarf víðs vegar um landið, en margir stúdentarn ir hyggja á framhaldsnám í Há- skóla íslands og víðar. Við ræddum við tvo nústúdent ana, þau Álfheiði Einarsdóttur úr Reykjavík og Þórólf Magnús- son frá Eskifir'ði. Við spurðum þau fyrst að því hvernig vetrar- starfið hefði gengið hjá fyrsta árgangi menntadeildar. Álfheið- ur sagði að það hefði gengið ágætlega. Það hefði verið farið eftir ákveðinni námsskrá, sem lá fyrir samkvæmt þeim kröfum, sem gerðar eru um stúdentspróf úr Kenntu’askóla íslands og sag’ði hún að öll kennsla hefði gengið samkvæmt áætlun. Alls voru það 26 stúdentar, sem útskrifuðust úr Kennaraskól anum og þar af var einn utan skóla. Er við spurðum að því hvort kennaraskólastúdentspróf væri hliðstætt öðrum stúdentsprófum hérlendis svaraði Þórólfur: „Þessum vetri var ætlað að brúa það bil, sem er á milli stúdents- prófs og kennaramenntunar í mis munandi námsefni og prófið er kannski helzt hliðstætt máladeild Nýstúdentarnir: Alfheiður Einarsdóttir og Þórólfur Magnússon. arstúdentsprófi og veitir t.d. ekki réttindi til setu x verkfræ’ðideild Háskóla íslands. Strax í upphafi skólaárs máttu nemendur velja á milli latínu og eðlisfræði, en að öðru leyti höfðu allir sama náms- efni.“ Alltént eru þó húfurnar eins sögðum við. „Já, já“, svaraði Þórólfur bros- andi, það má líta á prófið og húfuna, sem aðgöngumiða að Há- skólanum. Álfhei'ður brosti dulræðu brosi þegar við inntum hana eftir þvf hvort hún ætláði í framhalds- nám oig sagði: „Já, ég ætla 1 framhaldsnám í Háskólanum væntanlega, en ég veit ekki enn- þá hvað verður fyrir valinu. Mig langar í fornleifafræði, en það er ekki hægt að læra hana hér, þess vegna er ég ekki ráðin enn.“ Við spurðum að því hvort flest ir stúdentar myndu fara í fram- haldsnám og Álfheiður svaraði því til að líklega færu flestir í framhaldsnám, en þó væru nokkr ir, sem myndu hefja kennslu strax. Þórólfur brosti til skóla- systur sinnar og sagði: „Kven- fólkið er nú fallvalt í þessu eins og við vitum, þær týnast úr lest- inni í langskólanámi. En kven- fólkfð hér á landi lifir líka 5 ár- um lengur að meðaltali, heldur en sterka kynið.“ „Að heyra í þér Þórólfur,“ svar aði Álfheiður, „ég veit nú ekki betur en að kvenfólkið dugi bezt, svona yfirleitt.“ Þórólfur sá að hann var kom- inn út á hála braut og sagði ekkert, en þegar við spurðum að þvi hvernig væri að vera í hópi fyrsta árgangs stúdenta úr Kenn araskólanum svaraði hann því til um leið og hann tók ofan hvítu húfuna áð það væri alveg sér- sök tilfinning og að sig hefði alltaf langað til þess að verða tímamótamaður og lengra komst hann ekki því að Álfheiður greip fram í fyrir honum hlæjandi og sagði honum að hætta nú áður en það yrði um seinan. Þórólfur sagðist hafa mikinn áhuga á þjóðfélagsfræði, en þvl mfður væri ekki hægt að læra þau fræði hér heima og þvf ætlaði hann að lúra á frekari ákvörðun í sumar. Álfheiður sagðist vera atvinnu laus í sumar, en Þórólfur bjóst við að vinna við sumarbúðastarf á Austurlandi, ef veður leyfði. „Prófin voru að vísu erfið," sagði Álfheiður, „en fyrirkomu- lagfð á þeim var mjög vel skipu- lagt með upplestrardögum á milli.“ Að síðustu spurðum við þau að því hvemig félagsstarfið hefði verið hjá bekknum og Þórólfur svaraði því til að veturinn hefði verið sérstaklega skemmtilegur og bekkj arandinn góður, enda hefði verið mjög gott samband á milli nemenda og kennara. Vfð kvöddum nú þetta hressi- lega fólk, sem hefur lokið einum áfanga fyrir átök hversdagslífs- ins og óskum þeim og skólafélög um þeirrra allra heilla. Robert Kennedy In memoriam * Otryggt atvinnuástand menntaskólanema Sharp noise A shadow hits the screen Deep silence Our soul bitterly weeping. Once more A beloved brother Killed by Cain’s finger In hate pulling the trigger Beware of him Hiding in your own mind Lest still worse things Should happen. Nor is violence The way out Nor emtiness God In sacrifice seek Shadows we see For the sake of the light So too in grief God is nearest. Hvellur hljómur Skellur skuggi á tjaldl Djúp þögn Sál vor sáran grætur Enn á ný Ástfólginn bróðir Féll er fingur Kains Fullur heiftar gikkinn dró Varizt hann I hugarfylgsnum sjálfra ykkar Að annað en verra Eigi viiji til Ekki er ofbeldi Úrlausn nein Né tómleiki nokkur Guð t fórn má finna Lítum við skugga Ljóssins vegna Svo er og Guð I sorg næstur Úlfur Ragnarsson SÍÐARI hluta vetrar var sett á laggim'ar nefnd í M. R„ sem at- huga skyldi útlit á atvinnuhorf- um nemenda skólans í sumar. — Könnum, sem gerð var nokkru fyrir próf í vor á vegum nefndar ininaT leiddi í ljós, að ótryggt ástand var í atvinnumálum nem- enda. Eftir próf tók nefndin til starfa við atvinnuleit, sem gengið hefur mjög treglega til þessa. Nefndin hefur alls staðar mætt miklum skilningi hjá þeim aðihim, sem hún hefur leitað til, og kann hún þeim beztu þakkir fyrir, en vegna hins slæma ástands á vinnumarkaðinum yfirleitt, hef- ur ekki reynzt unnt að leysa úr atvinnumálum nemenda, nema að mjög takmörkuðu leyti. Á atvinnuleysisskrá hjá nefnd. inni eru 66 nemendur úr 3, 4. og 5. bekk, þ. e. a. s. þeim hluta nemenda, er þegar hafa lokið l>rófum, en slæmt ástand mun ríkja í 6. bekk, vegna þess hve seint stúdentsprófum lýkur. Af þessum 60 nemendum eru 18 stúlkur og 42 piltar. Engum getur dulizt hversu mikilvægt það er í þjóðfélagi okkar íslendinga að skólafólk, sem hyggur á langskólanám geti unnið sér inn nokkra fjárupphæð í sumarleyfinu. Þess vegna viljum við skora á atvinnurekendur og alla þá, sem kunna að geta veitt liðveizlu í þessum efnum að hafa nemendur Menntaskólans í Reykjavík í buga, ef þeir þurfa á góðu vinnu- afli að halda. Aðsetursstaður nefndarinnar er í nýbyggingu Menntaskólans og eru símar hennar 21070 og 16292. (Fréttatilkynning frá atvinnu- nefnd Menntaskólans í Rvík). Stefán Einars- son prófessor heiðraður NOKKRIR vinir, samstarfsmenn og nemendur prófessors Stefána Einarssonar í sex þjóðlöndum hafa gefið út afmælisrit honum tii heiðuns, en prófessor Stefán varð sjötugur á sl. ári. Nýlega hefir háskólarektor afhent pró- messor Stefáni eintak af ritinu í umboði höfunda og fordagsins. í ritið skrifa sextán kunnir fræði menn, þ.á.m. prófessorarnir Dag Strömback, Einar Haugen, Ge- orge Lane, Kemp Ma’lone, Marg areth Schlauch og Sven B. F. Jansson. í ritinu, sem er 196 tíls. að stærð, er skrá um rit og rit- gerðir eftir prófessor Stefán Ein arsson. (Frá Háskóla íslands).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.