Morgunblaðið - 11.06.1968, Page 30

Morgunblaðið - 11.06.1968, Page 30
30 MORCUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 196'8 Akureyringar unnu KR 3-0 og hafa náð traustu forskoti Kári Árnason skoraði öll mörkin Akureyringar komu til leiks við KR á Laugardalsvelli á sunudag og heim héldu þeir með verðskuldaðan yfirburða- sigur 3 mörk gegn 0. Kári Árna son skoraði öll mörk Akureyr- ar og var hraði hans eilíftvanda mál fyrir vörn KR— og það vopnið sem þeir aldrei réðu við. Eftir þennan sigur hafa Akur- eyringar fengið „óska-byrjun“ í mótinu, þveröfugt við það sem þeir hafa átt að venjast undan- farin ár. Kári Árnason. Málin taka að líta alvarlega nt fyrir KR. Liðið sýndi væg ast sagt mjög slakan leik móti Akureyringum og verði ekki allmikil breyting á leik KR- fatga munu þeir aftur verða í fallhættu, þrátt fyrir góða vallaraðstöðu og erlendan þjálfara frá áramótum. Byrjun leiksins var einna bezti kafli hans. Akureyringar sóttu þegar frá byrjun meS bet- ur skipulögðum leik, heilsteypt- ara liði með stuttum sendingum og einnig nýtingu kantanna. Fyrsta góða markskotið átti Eyleifur og Samúel tókst að bjarga með snarræði eftir að hafa í fyrstu hálfvarið hið fasta skot. Upp úr þessu upphlaupi ná Akureyringar snöggri sókn sem endar með því að Valsteinn vippar knettinum yfir Guðmund markvörð Pétursson, en mark- stöngin varð KR til bjargar. Mörkin. Leikurinn varð síðan þóf- kenndari, en alltaf höfðu Akur- eyringar undirtökin, spiluðu bet ur, skipulegar og að ákveðnara marki. Á 39. mín er gefin langsend- ing fram yfir vallarmiðju og Kári brunar á eftir, vinnur kapphlaup við Þórð Jónsson, leikur á Guðmund markvörð og sendir í mannlaust markið. Þetta var eina mark fyrri hálf leiks. í upphafi hins síðari fær Kári aðra slíka sendingu og hef ur sent knöttinn framhjá Guð- mundi markverði. En viljandi eða óviljandi fær Kári högg í magann frá Guðmundi. Ekkert var dæmt, en illa leit þetta út frá stúkunni séð. Á 9. mín leikur Steingrímur upp hægri kantinn, allt að enda mörkum leikur á tvo varnar menn og gefur síðan út og fyrir. Kári nær að skalla í mjög erf- iðri aðstöðu. Fallegt mark. Á 17. mín innsigla Akureyring ar sigur sinn. Upphlaupið hefst á miðju, þar sem Akureyringar vinna nokkur návígi. Síðan er sent út á v. kant til Valsteins sem leikur nær markinu og gef- ur fyrir til Kára er skorar sitt þriðja mark með öryggi ogsnar ræði. Sigur Akureyringa var ekki aðeins verðskuldaður heldur voru þeir nær því að vinna með enn meiri mun, en að KR-ingar að ná marki. Allan tímann höfðu Akureyr- ingar betur í spili, náðu oft lag- legum stuttum þríhyrningssam- leik, sem oft var þó of þröngur og rólegur. Útherjarnir áttu skemmtilegan leik og ógnandi ekki sízt þar sem hraði Kára ógnaði svo mjög. Vörnin var þétt með Jón Stef ánsson og ekki síður Pétur Sig- urðsson sem styrkar og öruggar stoðir. Samúel má sýnilega enn gæta sín á úthlaupum og stað- setningum, þó ekki reyndi mikið á hann nú. Guðni og Magnús réðu vailarmiðjunni langtímum saman. Leikur KR var allur í molum og skipulagslaus. Slitnaði oft ó- trúlega í sundur liðið, svo þung inn varð enginn í sókninni og mátturinn minni í vörninni. Ein- staka leikmaður barð'st af hörku og stundum af meira kappi en forsjá, en í heild var liðið sundurlaust og máttlaust. A.St. Þessi mynd er frá leik úrvalsins við Schwartz-Weiss á föstu- daginn. Markvörður Þjóðverja ver hér skemmtilega, en fast er að honum sótt af Reyni. Markvörðurinn átti sinn þátt í að ó- sigur Þjóðverja varð ekki stærri. Valur vann Keflvíkinga 3-0 í kulda og rigningu VALUR sigraði Keflavík með 3 mörkum gegn engu í leik sem fram fór í Keflavík gærkvöldi. Leikurinn var háður í SA-hvass- viðri og rigningu. Það þarf eng- inn að búast við góðri knatt- spyrnu við slíkar aðstæður, en eins og oft vill verða með óveð- ursleiki þar sem höfðuskepnurn- ar leggjast á eitt með að hrella bæði leikmenn og áhorfendur, þá bauð þessi leikur upp á mörg spennandi augnablik. Forysta Vals Valsmenn tryggðu sér forystu þegar á 4. mín. með viðstöðu- lausu skoti Gunnsteins Skúla- sonar frá vítateigshorni. Um það bil mín. síðar voru Keflvíkingar í sókn og fengu dæmda horn- spyrnu. Uppgötvaði dómarinn, Magnús Pétursson, þá að horn- fánana vantaði og stöðvaði lei'k- Fimm ferðir til Eyja og leik enn frestað Eyjamenn vonsviknir yfir að Fram kom ekki og að daufheyrst er við þeirra tillögum Á sunnudaginn átti að fara fram leikur í Vestmannaeyjum milli Eyjamanna og Fram. Fram- liðið fór aldrei til Eyja ogskeyti var sent til Eyja um að leiknum væri frestað. Alls fóru þrjár flugvélar til Eyja þennan dag og hefur „fjarvist" Framliðsins þar, og frestunin gert Eyjamönn um gramt í geði, svo vægt sé tekið til orða, og leituðum við því skýringar hjá báðum aðil- um. Árni Njálsson framkv.stjóri KSÍ sagði okkur söguna þann- ig: Fram átti að fara flugleiðis til Eyja kl 1.30. Frá FÍ er hringt rétt fyrir eða um kl. 1 og sagt að ófært sé og farþegar beðnir að hafa samband við afgreiðslu FÍ kl. 4 síðdegis. 15-20 mín. síðar er afturhringt og sagt að nú sé fært og farið verði kl 2. Ég lét strax í ljós efasemdir um að takast mætti að ná til allra og spyr hvað sé hægt að gera og fæ það svar að hægt muni að bíða í 15-20 mín. Allt var sett í gang að ná í liðsmenn og dómaratríó. K1 2.15 eru allir mættir nema 3-4 leik- menn Fram og annar línuvarð- anna. Afgreiðslumanninum er tilkynnt að þýðingarlaust sé að nokkur fari ef leikmenn vanti og bað ég um enn frekari frest og er enn beðið nokkrar mínút- ur unz kallað er út í flugvél- ina. Þegar hér var komið vaint- aði tvo leikmenn, en upplýsing- ar voru fengnar um að þeir væru á leiðinni út á völl. En vélin fór kl. 2.25 og 10 mín síðar eru allir mættir. Þá er spurzt fyrir um aðrar ferðir og fengnar upplýsingar um að næsta áætlunarflug sé kl 18.45. Með þeirri vél voru laus 10-12 sæti en um var að ræða 22 sæti (19 Framara og 3 dóm- ara) Hefði e.t.v. verið hægt að komast af með 18 sæti, (15 og 3) en ekki minna. Þegar málið lá þannig fyrir, og ekki náðist í neinn Mótanefndanmanna, til- kynnti ég Fram að leiknum væri frestað og sendi hraðskeyti til Eyja um hið sama. Var það und- irritað „Mótanefnd KSÍ“ og tel ég rnig sem framkvæmdastjóra KSÍ, og þá um leið starfsmann Framhald á bls. 19 inn og þurftu leikmenn að híma nokkra stund aðgerðarlausir í óveðrinu þar til úr var bætt. Keflvíkingar sóttu mikið í fyrri hálfleik, en skotin vantaði til að mörkin fengjust. Á 30. mín. voru nokkur spenn- andi tækifæri, þegar boltinn hrökk af Kjartani og Hermann náði knettinum og átti skot í stöng. Á 33. mín tók Magnús Törfa- son aukaspyrnu. Knötturinn lé i netinu en dómarinn dæmdi ógilt vegna rangstöðu. Um miðjan síðari hálfleik meiddist Kjartan markvörður Keflavíkur og kom Skúli Sig- urðsson inná. Stuttu síðar skor- aði Hermann annað mark Vals og rétt fyrir leikslok Skoraði Framhald á bls. 19 Evrópukeppni landsliða, úrslit: Ítalía - Júgóslavía, 1 -1 eftir framlengdan leik heimsmeistararnir góðan leik. Bobby Charlton skoraði eftir 40 mínútna leik og Geoff Hurst bætti öðru við eftir 70 mínútur. Enska liðið sýndi nú prýðis góð an leik, sem fyrr segir, og mun- urinn hefði getað orðið meiri. Dómari var Istvan Zolt frá Ung- verjalandi. Italir sigruðu í GÆRKVÖLDI léku ítalir og Júgóslavar aftur tll úrslita um Evrópubikar landsliða. Ítalía vann 2-0. Léku ftalir hratt og áttu frainan af góð færi m.a. varði markvörður Júgóslava meistaralega. Mörk ítala komu á 13. og 31. mín fyrri hálfleiks. Júgóslavar sóttu mjög í lok fyrri hálfleiks og allan þann síð- ari en vöm ítalanna var þétt fyr ir. Munaði þó mjóu einkum í eitt skiptið, að Júgóslavar næðu að skora. ftalir og Júgóslavar léku til úrslita í Evrópukeppni Iandsliða í Rómaborg s.l. laugardag. Jafn- tefli varð bæði liðin skoruðu eitt mark. Júgóslavarnir voru mun hættulegri í sínum sóknarlotum og áttu jafnframt betri leik. ftal ir, sem voru án Rivera, misstu fljótt tökin á miðju vallarins og sköpuðu „sorglega fá tækifæri fyrir sína framherja" eins og ít- ölsku blöðin orðuðu það. Dzajic skoraði gott mark fyrir Júgósl- ava á 40. mín. Það kom í hlut Domenghini (Inter) að jafna fyrir ítali á 81. mín. Eftir fullan leiktíma (90 mín.) var framlengt í hálftíma, en hvorugu liðinu tókst að skora sem fyrr segir. Gottfried Di- enst (Sviss) dæmdi leikinn og þótti takast heldur illa upp, og leikurinn heldur grófur. Dienst dæmdi úrslitaleik heimsmeistara keppninnar í Englandi 1966, milli Þjóðverja og Englendinga. Á- horfendur voru 90 þús. Englendingar sigruðu Sovét- ríkin í keppninni um þriðja sæt- ið í Evrópu bikarlandsliða á ítal íu s.l. laugardag með tveimur mörkum gegn eingu. Leikurinn var prúðmannlega og vel leikinn, sérstaklega áttu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.