Morgunblaðið - 11.06.1968, Síða 32

Morgunblaðið - 11.06.1968, Síða 32
jíuÐNINGSWWJN* SEN esjfíSSSS*" ’3 ER SÍMI ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNI 1968 RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA-SKRIFSTOFA SÍIVll 4 umferðarslys FJÖGUR umferðarslys urðu í borginni í gær, og var þar í þrem ur tilfellum um að ræða slys á h.jólandi fólki. Fyrsta slysið var'ð um kl. 11 í gærmorgun á gatnamótum Rauð arárstígs og Miklubrautar. Þar var fólksbifreið á leið austur Miklubraut en beygði til vinstri norður Rauðarárstíg í sama mund og fullorðinn maður kom á reiðhjóli vestur Miklubraut. Lenti hann á hægri hlið fólks- bifreiðarinnar, og féll í götuna. Hlaut hann áverka á andliti og Framhald á bls. 24 Góð aðsókn að Kjarvalssýningunni Mynd nr. 16 á sýningunni. — Haustlitir. HÁTT á fjórða þúsund manns Wseíðism hafa séð Kjarvallssýninguna „All ir íslendingar boðnir", sem nú er Bandarískt stórf yrirtæki hef ur áhuga á vinnslu perlusteins í Loðmundarfirði haldin í Listamannaskálanum. Hefur aðsókn verið mjög góð, að því er Alfreð Guðmundsson, for stöðumaður sýningarinnar tjáði Mbl. í gær, en um helgina komu um 3000 manns. Sýningin, sem líklega verður hin síðasta, er haldin er í Lista- mannaskálanum, en hann verður rifinn á næstunni, verður opin dag hvern frá því kl. 10 til 22. Jarðfrœðingur þess tór austur og kynnti sér aðstœður STÓRFYRIRTÆKIÐ Johns- Manville Ltd. í Bandaríkjunum, það sama sem selur kísilgúrinn við Mývatn, hefur nú sýnt á- huga á svokölluðum perlusteini í Loðmundarfirði með tilliti til vinnslu hans og útflutnings. Fyr ir helgina kom einn af jarðfræð- ingum fyrirtækisins, Eldon Lom nes, til landsins og fór með Þor- leifi Einarssyni, jarðfræðingi, austur í Loðmundarfjörð til að skoða perlusteininn í fjallinu og aðstæður allar og taka af perlu steininum sýnishorn, sem verða á næstu vikum efnagreind í rannsóknarstofum fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Verði tekin ákvörðun um að halda málinu áfram, mun fyrirtækið láta bora á staðnum í ágúst í sumar og hefur verið leigður kjarnabor til þess. En með borunum einum er hægt að kanna magn efnisins þarna og stærð berggangsins, sem perlusteininn myndar. Lomnea jarðfræðingur tjáði fréttamanni Mbl., sem var með í ferðinni austur í Loðimindar- fjörð (og segir frá ferðinni á bls. 12 í blaðinu), að áhugi fyrir tækis hans á að athuga hvort hagkvæmt væri að vinna perlu- stein í Loðmundarfirði stæði m. a. í sambandi við það að hægt sé að flytja hann sem kjöilfestu í sömu skipum sem hinn létta kísilgúr. Perlusteinninn er miklu þyngri og ekki eins verð- mætur og því dýrt að flytja hann einan sér. Einnig kaupir fyrirtækið nú hráefni úr perlu- steinsnámum í Grikklandi og flytur til London, en þær nám- ur gætu verið ótryggar. Aftur á móti kæmi þar til greina, þó sjálft hráefnið reynist nægilega gott og mikið, að hvorki er höfn né vegársamband við Loðmund- arfjörð og dýrt vegarstæði með hlíð fjarðarins til Seyðisfjarðar, sem sennilega yrði útflutnings- höfn. Sá háttur er á hafður um perlustein, að hann er malaður og síaður áður en hann fer í skip, en upphitun og endanleg vinnsla fer fram á ákvörðunar- stað. Tilbúinn er hann of fyrir- ferðarmikill og dýr í flutingi. Mölun og síun færi því fram hér. En jarðfræðingurinn tók fram að þetta væru aðeins byrj unarathuganir hjá fyrirtækinu, eftir að hafa fengið og efna greint sýnishorn frá í haust. Nýtt og myndarlegt Borgarbókasafn — verður byggt í nýja miðbœnum Byrjað er á að teikna nýtt bókasafnshús fyrir Borgarbóka- safn Reykjavíkur, en þvi hefur verið valinn staður í nýja mið- bænum á mótum Miklubrautar Háskólaráö veitir 5 millj. til Félagsstofnunar stúdenta HÁSKÓLAREKTOR, próf Ár- mann Snævarr, skýrði frá því í ræðu í gær, að Háskólaráð hefði ákveðið að leggja fram til Fé- Síldveiðisjó- menn boða verkfall 18. júní SJÓMENN á síldveiðiflotan- um hafa boðað verkfall frá og með 18. júní hafi ekki samizt við útgerðarmenn fyrir hann tíma. Lausir samningar eru við Faxa- flóa, á Snæfellsnesi, við Suður- nes og við Eyjafjörð, en ekki á Vestfjörðum, Austfjörðum og i Vestmannaeyjum. Verkfallsboð- unin mun því ná til um það bil 60 hundraðshluta síldveiðiflot- ans. lagsstofnunar stúdenta 5 milljón ir króna aí happdrættisfé til byggingar félagsheimilis stúd- enta. Við athöfn þá, sem efnt var til í gær, þegar kandídötuim frá Há- skóla íslands voru veitt bréf sín, flutti háskólarektor, Ármann Snævarr ræðu, þar sem hann s'kýrði frá starfsemi háskólans og gat hann þess, að Háskólaráð hefði ákveðið að veita Félags- stofnun stúdenta 5 milljón króna styrk af happdrættisfé til að koma á fót félagheimili stúdenta. — Þakkaði Höskuldur Þráinsson, form. Stúdentaráðs, Háskólaráði fyrir stuðning og velvilja í garð stúdenta að lokinni ræðu rekt- ors. Félagsstofnun stúdenta á ræt- ur sínar að rekja til samviinnu Stúdentaráðs, Háskólaráðs og menntamálaráðuneytis af hálfu ríkisstjórnarinnar, þessir aðilar undirbjuggu lagafrumvarp um stofnunina, sem samþykkt var á síðasta Alþimgi. Hefur reglugerð stofnunarinnar nú verið staðfest og skipað í stjórn hennar, en þar eiga sæti fimm menn: 3 frá Stúd netaráði, 1 frá Háskólaráði og 1 frá menmtamálaráðuneytinu. — Stofnunin hefur það hlutverk að annast rekstur í þágu stúdenta og stuðla að framkvæmdum á því sviði og stjórna þeim. í fjölda mörg ár hefur verið rætt um byggingu félagsheimilis stúdenta sem reist verður við vesturenda Gamla Garðs. Nokkur undanfarin ár hefur ríkissjóður veitt fé til byggingarinnar og hef ur sú upphæð miðast við milljón krónur á ári, enda þótt hún hafi stundum orðið lægri. Byggingar- framkvæmdir við félagsheimilið eru ekki hafnar, en verið er að vinna nauðsynlega undirbúnings. og Kringlumýrarbrautar. Arki- tektar eru Gunnlaugur Halldórs son og Guðmundur Kr. Kristins son. Sérstök nefnd skipuð af borg arstjóra hefur gert tillögur og áætlun um þetta nýja hús fyrir aðalsafn Borgarbókasafnsins. Leggur hún til að húsið verði reist í þremur áföngum, en end- anleg stærð hússins er um 4000 ferm. Og nefndin leggur til að fyrsti áfangi 2000 ferm., verði Framhald á bls. 24 Helga Bachmann með silfurlamp ann í gærkvöldi. — Ljósm. Kr. 4(Ben. Helga Bachmann hlaut silfurlampann HELGA Bachmann, leikkona, hlaut silfurlampann í ár — verð- laun leiklistargagnrýnenda dag- blaðanna. Helga hlaut 675 stig af 700 mögulegum fyrir hlutverk Heddu Gabler í samnefndu leik- riti Ibsens. Næstflest sig hlaut Kristbjörg Kjeld, 475 stig fyrir hlutverkið Normu í „Vér morðingjar" eftir Guðmund Kamban og Violu í „Þrettándakvöldi" eftir Shake- speare. Þorsteinn Ö. Stephensen fékk þriðju hæstu stigatöluna, 175 stig fyrir hlutvekið Davíð í „Sumarið 37“ eftir Jökul Jakobs- son. Fjórði hæsti að stigatölu var Jón Sigurbjörnsson, 100 stig. Hlaut hann þau fyrir leik sinn sem assessor Brack í „Heddu Gabler“. 50 stig hlutu: Robert Arnfinns son fyrir leik sinn sem Jón Hregg viðsson í fslandsklukkunni, Valdimar Helgason fyrir leik sinn sem Jón varðmaður í ís- landsklukkunni og Guðmundur Pálsson fyrir leik sinn sem Mad- sen í Leynimel 13. Þetta er í annað sinn, sem ís- lenzk leikkona hlýtur silfurlamp ann. Áður hlaut Guðbjörg Þor- bjarnardóttir lampann — árið 1061. Það var fyrir hlutverkið Elísu Gans í „Engill horfðu heim“ eftir Thomas Wolfe.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.