Morgunblaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 196« 3 Brúin á Ægi er óvenju stór og rúmgóð, og útsýni er þar mjög gott. Á myndinni sést Jón Jóns- son, skipherra, ásamt nokkrum skipverjum, er þeir sigldu skipinu inn í höfnina. - Ægir Framhald af bls. 32 eða vatnsþéttum þilförum. Váfer rúm eru tvö, öldungis aðskilin með vatnsþéttu skilrúmi. Eru aðalvélarnar í því fremra en ljósavélar og fleira í aftara rúm- inu. Skipið er sérstaklega styrkt til siglinga í ís, eins og óður er um getið, — stefni þess og bóg- ur eru með tvöföldum böndum í sjólínunni og þykkri súð en á venjulegum skipum. Auk þess eru síður aðalvélarúms úr einn- ar tommu þykkum stálplötum af sömu ástæðu, samkvæmt sérstök um óskum Landhelgisgæzlunn- ar. Sérstaklega útbúið þilfar til lendingar fyrir þyrlur er aftast á bátaþilfari. Af-tan við það, milli hinna tveggja reykháfa skipsins, er 11 metra langt og 5 metra breitt skýli fyrir þyrlur, og ýmiss björgunartæki. Geymir fyrir þyrlubenzín er aftast í skutnum. Sú breyting er frá öðrum skip- um, að allir bátar skipsins eru úr gúmmí — bæði björgunarbát- ar, sem eru sex að tölu, og vinnu bátar, sem ýmist eru geymdir uppblásnir undir sérstökum hlíf- úm utan á þyrluskýlinu, eða til- búnir með utanborðsmótorum undir gálga aftan við reykháf- ana. Er þetta gert samkvæmt reynslu Landhelgisgæzlunnar á eldri varðskipunum á undanförn um árum, sem leitt hefur í ljós, Dómsmálaráðherra, Jóhann Haf- stein, flytur ræðu um borð í nýja varðskipinu. að gúmbátarnir eru notabeztir. Auk gálganna tveggja, sem fyrr er getið og lyfta 1 % tonni hvor, er fimm tonna bóma í mastri á framþilfari. Pétur gat þess sérstaklega, að brú skipsins væri innréttuð að jöfnu sem stýrishús og korta- klefi, og er áherzla lögð á sem allra bezt útsýni og aðrar góðar vinnuaðstæður. Mjög stórir glugg ar eru á brúnni allt í kring og má loka þeim að innanverðu með málmhlerum til öryggis. í brúnni eru öll helztu siglingar- tækin, s.s. tveir radarar, áttavit- ar, miðunarstöðvar o.fl. Þar er einnig aðalsambandsstöðin inn- anskips, þannig að þaðan má hafa samband við hvert herbergi, sali og vinnustaði. Þaðan er beitt skiptiskrúfum skipsins, ennfrem ur akkerisvindum og dráttarspili, og er það nýjung á íslenzku skipi. Fyrir aftan stýrishúsið er all- hár innangengur turn, og ofan á honum er loftnet aðalradarsins, þannig að komast má auðveld- lega að því inna-nfrá til lagfær- ingar, eða til að hreinsa snjó af radar í hvaða veðri sem er. Inn- an úr turninum er einnig hægt að komast að siglingar- ljósum, flautu o. fl. Undir stýrighúsinu er loft skeytastöðin og búin góðum tækjum, þar á meðal aðalsendi af svonefndri SSB-gerð, stutt- bylgjustöðvum, svo og loftskeyta tækjum til viðskipta við flugvél ar. Neyðarsendir er smíðaðurhjá Landsíma fslands. Skipið er útbúið sérstaklega sterku vökvaknúðu dráttarspili. læknisstofu, björgunardælum köí unarútbúnaði og fleiru. t>að hef ur einnig neðansjávarsjónvarp, sem daglega verður þó notað til að fylgjast með vinnu á aftur- þilfari frá brúnni. Vopn verða eins og í hinum varðskipunum, og fyrst í stað verða byssur gamla Ægis notaðar, — meðan leitað er minni en nýtízkulegri byssna, er síðar verða settar á skipið. íbúðir og vistarverur skip- verja eru allar framan við miðju skipsins, og svefnklefar eru ým- ist eins eða tveggja manna. Mat salur er einn fyrir alla áhöfn- ina og farþega, en auk þess er sérstakt farþegaherbergi og sal ur fremst í brúarhúsi. Samtals eru 42 hvílur auk sjúkrarúma í skipinu og 26 legubekkir. í söl- um geta matast 46 manns í einu við 11 borð. Áhöfn verður fró 20-25 manna. Pétur Sigurðsson, forstjóri Land- helgisgæzlunnar ávarpar gesti. Jón Jónsson var skipherra í siglingunni heim, og verður það áfram, en yfirvélstjóri er And- rés Jónsson 1. stýrimaður er Bjarni Helgason, 2. vélstjóri er Bjarni Guðbjörnsson, loft- skeytamaður Jón Steindórsson og bryti Adolf Hansen. Eru þetta allt gamalreyndir varð- skipsmenn, eins og flestir aðrir skipsmenn. Við ræddum lítillega við Jón Jónsson, skipherra, um nýjaskip ið og hann sagði: — Þeð er gíf- urlegur munur á þessu skipi og fyrri varðskipunum. Sérstaklega er mikill munur á brúnni, hún er mikil um sig og útsýni sér- staklega gott, auk þess sem al- gjörlega er hægt að stjórna vél- unum þaðan, en slíkt gerir alla stjórn skipsins auðveldari. >á er útsýnisturninn kærkominn, en hann eykur yfirsýnina mjög, auk þess sem hann gerir það kleift að komast að ratsjánni og fleiri tækjum innanfrá. Ég er mjögán ægður með skipið, og hygg að það eigi eftir að reynast okkur vel“ sagði hann að endingu. Þegar skipið hafði lagzt að bryggju í Reykjavík kom fjöldi gesta til að skoða skipið, Þar á meðal voru ráðherrarnir Jóhann Hafstein, Gylfi Þ. Gíslason, Magnús Jónsson, Emil Jónsson og Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri. Við þetta tækifæri flutti Jóhann Hafstein, dómsmálaráð- herra, ræðu, sem hér fer á eftir: Virðulegu áheyrendur. Vér heilsum af hafi hinu nýja varðskipi Landhelgisgæzlunnar, Ægi! Við bjóðum áhöfn og skipið velkomið í íslenzka höfn! Við þessi tímamót kemur mér i hug merkisdagur í lífi ungs drengs norður á Húsavík fyrir 39 árum. Það var sólfagur dag- ur og Skjálfandi spegilsléttur. Skip sigldi af hafi. Það þótti ungum drengjum í þessu litla sjávarþorpi tíðindum sæta í þá daga. Innan stundar var litlum róðrarbáti ýtt á flot. Skipiðhafði kastað akkerum úti á höfn, — e.ulgin bryggja var þá í þorp- inu. Róið var út að skipinu, sem alltaf varð stærra og stærra eft- ir því, sem nær dró. Þegar róið var fyrir stefnið á hinu mikla skipi, sem speglaðist tignarlega í sjávarfletinum, þótti þeim ungu drengjum, sem undir árum sátu á litlu róðrarkænunni sem ann- ar eins bryndreki mundi vand- fundinn. Þvílíkt skip! Þetta var fyrsti Ægir íslenzku Landhelgis gæzlunnar. Vér minnumst nú þessa gamla góða varðskips, sem lokið hefur hlutverki sínu í þágu varðgæzlu og björgunar fyrir íslenzkuþjóð ina, auk rannsókna og vísinda- starfsemi. Fyrsti skipherrann á gamla Ægi var Einar M. Einars- son, sem mér þykir vænt um að vita nú meðal vor í dag. Mér þykir hlýða við þetta tæki færi að hylla minningu þessa aldna skips, sem Landhelgisgæzl an nú kveður með þökk og virð- ingu. Ægir sá, er vér nú heilsum, er meira skip, þótt það sé eigi svo í augum vorum nú en hitt var á sinni tíð. Alþingi og ríkisstjórn þóttj nauðsyn til bera að endurnýja og efla skipastól Landhelgisgæzl unnar. Voru því undirritað- ir, samningar um smíði þessa nýja skips hér 1 Reykjavík þann 12. ágúst 1966. Hafði smíði skips ins verið boðin út og tekið hag- stæðasta tilboði frá Aalborg Værft A S. Er þetta fyrsta skip Landhelgisgæzlunnar, sem samið er um á föstu verði samkvæmt tilboði. Samningsverðið er D. kr. 13 millj. 850 þúsund. Ekki hefur enn verið veitt neitt fé á fjár- lögum úr ríkissjóði til kaupa þessa skips, en Landhelgissjóður verið fær um að standa undir þeim greiðslum, sem gjaldfallið hafa fram til þess, sem nemur 20% af kaupverði, en 80% er lánssamningur um til 8 ára. Smíði þessa skips var vand- lega undirbúin. Forgöngu þess hafði forstjóri Langhelgisgæzl- unnar, Pétur Sigurðsson, í sam- ráði við kunnáttumenn Landhelg isgæzlunnar og tilkvadda sér- fræðinga. Hefir verið lagt kapp á að njóta góðs af fenginni reynzlu um gerð skipsins og all- an útbúnað. Samskipti við Aalborg Værft um smíði skipsins hafa í alla staði verið hinir ánægjulegustu. Við alla samninga fyllilega stað- ið og ástundað að ljúka verkinu á tilsettum tíma með traustu hand bragði og kunnáttu. Skipinu var gefið nafnið „Ægir“ þéuin 9. apríl s.l. og það afhent íslenzka ríkinu þann 30. maí 1968. Ég leyfi mér að tjá skipasmíðastöð- inni þakkir og viðurkenningu, en hún hafði áður byggt varð skipin Óðin og Þór. Nánari lýsing þessa skips verð ur tjáð á öðrum vettvangi. En Ægir er nú stærsta skip Land- helgisgæzlunnar, öllu meira en Óðinn, um 5 metrum lengra með meira vélarafl og heldur meiri ganghraða. Eins og menn hafa sennilega veitt athygli, er þetta skip nokkuð nýtízkulegra en hin eldri. Þyrluskýli er á þessu skipi, sem ekki var áður, þótt lendingarskilyrði séu fyrirþyrlu á Óðni og Þór. Er þetta til veru legra bóta og skapar nýja mögu leika. Ástundað hefir verið- að hafa sjálfvirkni skipsins sem mesta til þess m.a. að draga úr reksturskostnaði. Gert er ráð fyr ir 21 manns áhöfn, en 26-27 manna áhöfn er á Óðni og Þór. í skipinu er skurðstofa til lækn isaðgerða og aðbúnaður til lækn isstarfa og hjúkrunar betri en áður, en eldri skipunum er einn- ig breytt í sama skyni, — að veita megi aukna læknisþjón- ustu á f jarlægum miðum og á af- skekktum stöðum. Skipið er með sérstökum hætti styrkt, þar sem viðkvæmni er mest og mest á reynir við siglingu í hafís. Það er ein þýðingarmesta stjórnsýsla ríkisins að gæta ís- lenzku landhelginnar, enda er landhelgisgæzlan á ytra borði tákn fullveldis þess og sjálfstæð is. Eftir að við fslendingar hlut- um fullveldisviðurkenningu 1918 var svo um samið, að Danir skyldu fyrst í stað annast gæzlu landhelginnar, en þess var skammt að bíða að íslendingar tækju gæzluna í eigin hendur. Árið 1926 keypti ríkið björg- unarskipið Þór af Björgunarfé- lagi Vestmannaeyja. Sama ár var Óðinn fyrsti fullsmíðaður og um mánaðamótin júní júlí það ár héldu bæði þessi skip úr höfn til landhelgisgæzlu. Hefir síðan ver ið við það miðað, að þá hefji ís- lenzka ríkið reglulega landhelg- isgæzlu og var 40 ára afmælis Landhelgisgæzlunnar minnst Framhald á bls. 21 mkSTEINAR Eyðsla ferðamanna í grein, sem Gísli Guðmunds- son skrifaði hér í blaðið í gær um Ferðamálaráðstefnu, kemur eftirfarandi m.a. fram: „í undanfarin 15 ár hefi ég far- ið með íslenzka ferðahópa til út- landa á hverju ári og suma stóra. Með örfáum undantekn- ingum þá hefur þetta fólk verið með fullar hendur fjár, hjá sum- um eins og óværð á likamanum, sem það leggur ofurkapp á að Iosa sig við. Það er mikill mun- ur á því eða meðferð útlendinga á sínum f jármunum hér á landi. Hörmulegast er þó að horfa upp á virðingarleysið fyrir okkar eig- in gjaldeyri og hvernig allar reglur um útflutning á honum eru þverbrotnar. Eitt sinn fylgd- ist ég með því, er farþegar um borð í skipi voru að koma pen- r ingum sínum til geymslu um borð. Nokkuð af þeim var er- lendur gjaldeyrir en langmest íslenzkir 1000 kr. seðlar, þetta frá 10 upp í 30. Þá var leyfilegt að fara með 2500 kr. út úr lanjl- inu. Sannarlega er þetta rauna- legt virðingarleysi fyrir lands- lögum, að ég nú ekki tali um fyrir eigin fjármunum, því að undantekningarlítið verður að sætta sig við afföll af þessum peningum, stundum mikil“. Nú er íslendingum heimilt að taka með sér til útlanda 1500 ís- lenzkar krónur í 100 krónu seðl- um, samkvæmt reglum, sem um þetta voru settar á liðnum vetri.' Samkvæmt þessu er erlendum bönkum væntanlega ekki heim- ilt að taka við stærri peninga- seðlum íslenzkum til skiptingar en 100 krónu seðlum og ekki hærri upphæð en 1500 krónum i. frá hverjum einstökum. Ályktanir Kjördæmaráðs í síðasta tölublaði „íslendings" er sagt frá ályktun Kjördæma- ráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra og fara þær hér á eftir: „Aðalfundur Kjördæmaráðs Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi eystra, haldinn á Akureyri 8. júni 1968, fagnar þeim skipulegu aðgerðum, sem hafnar eru til eflingar hinum strjálli byggðum landsins, undir forystu núverandi ríkisstjórnar og meirihluta Alþingis. Fundurinn leggur áherzlu á, að haldið verði áfram að treysta undirstöður þessara aðgerða á næstu misserum, og bendir í því sambandi á eftirfarandi: • Efla þarf verulega starfs- aðstöðu og starfsemi byggðaáætl- anadeildar Efnahagsstofnunar- innar, og stofna þarf við hlið hennar sérstaka skipulagsdeild frá skipulagsstjórn ríkisins. Auka þarf enn fjármagn til upp- byggingar í hinum strjálli byggð um landsins. • Taka á opinbera afstöðu til hlutverks Akureyrar, sem næstu borgar í landinu, og taka á sérstakt tillit til þess af hálfu ríkisvaldsins í sambandi ‘ við stofnanir þess og fram- kvæmdir, svo og fyrirgreiðslu við atvinnuvegina. • Kanna ber til hlítar mögu- leika á stórvirkjun og stóriðju á Norðuríandi, annað hvort sér í lagi eða í tengslum við slíka uppbyggingu annars staðar á landinu, enda verði stefnt að því í sambandi við borgarmyndun á Akureyri, að byggja upp öfl- ugar iðngreinar“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.