Morgunblaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1968 15 Leikflokkur Þjóðleikhússins með þjóðleikhússtjóra á kransana, sem flokkurinn hlaut í leikförinni. sviði Norska Teatret með lárviðar- Leikflokkur Þjóðleikhússins hlaut góöar viðtökur Svenske Teafret kemur ef til vill í heim- sókn til íslands á nœsta leikári LEIKFLOKKUR Þjóðleikhúss- ins, sem verið hefur á sýningar- ferð með Galdra-Loft í Finn- landi, Noregi og Svíþjóð að undanförnu kom heim í fyrri- nótt, en tilefni ferðarinnar var boð frá Svenska Teatret í Hels- ingfors vegna 100 ára afmælis þess fyrir rúmu ári. Fékk Þjóð- leikhúsið síðan styrk úr Nord- isk Kulturfond til fararinnar. Mlbl. hafði í fyrradag tal af Guð laugi Rósinkrans, þjóðleikhús- stjóra, sem sagði að flokkurinn hefði sýnt við Svenska Teatret í Helsingfors, Statsteatret í Stokkhólmi og Norska Teatret í Osló. Fór flokkurinn utan á annan í hvítasunnu og var fyrsta sýning í Helsingfors þá þegar daginn eftir. Aðsókn var góð og undirtektir áheyrenda sérstaklega ánægjulegar. Næsta dag var haldið til Stokkhólms og sýnt þar að kvöldi 6. júní. Ferðaáætlun var afskaplega ströng og unnið þrot laust allt frá því kl. 8 á morgn- ana þar til sýningu lauk á kvöld in. Auk leiksviðsstjóra unnu yngstu leikararnir í hópnum að því, að setja leiktjöld á svið og ganga frá öllu og með samstilltu átaki tókst þetta allt mjög vel. Síðasta sýningin var á sunnu- dagskvöldið í Osló. Þar var að- sókn ágæt, þótt hún tæki ekki fram aðsókninni á hinum stöð- unum, en um 213 sætanna voru setin. Undirtektir leikhússgesta voru frábærar og dómar yfir- leitt góðir. Tónlistin, eftir Jón Leifs var flutt af segulbandi, en slíkur flutningur á tónlist með leikritum tíðkast nú æ meir. Þjóðleikhússstjóri kvað áheyr endur mjög hrifna af leikritinu, sem þeim fannst stórbrotið. Létu margir í ljós undrun yfir að hafa ekki heyrt eða séð verkið fyrr, sem þeir töldu klassiskt og töluðu yfirleitt mjög lofsam- lega um það og leikendurna. Hvarvetna voru íslendingar- nir ávarpaðir og Guðlaugur þakkaði jafnan móttökurnar. Guðláugur kvaðst vona að á- framhald gæti orðið á slíkum samskiptum leikhúsanna í fram- tíðinni. Stofnun Nordisk Kultur fond gerði nú leikhúsunum unnt fremur en áður, að leggja út í kostnað, sem leikferðum fylgir. Rætt var um það að Svenska Te- atret í Helsingfors kæmi í heim- sókn til fslands, en það er þó ekki ákveðið. Ef af því yrði taldi þjóðleikhússtjóri það geta orðið seint á næsta leikári. Guðlaugur kvaðst vilja þakka sendiherrum íslands fyrir góðar móttökur, svo og aðalræðis- manni fslands í Finnlandi. Enn- fremur tóku Gerda Ring og Tor björn Egner mjög vel á móti þefen félögum. Guðlaugur Rosinkranz sagði, að tilgangurinn hafi verið að kynna islenzka leiklist meðal grannþjóðanna. fslenzkir leikar ar gengu og jafnframt undir nokkurs konar alþjóðlegt próf og ég held — sagði Guðlaugur, að þeir hafi staðizt það með prýði. Það er svo sannarlega erf itt að leika fyrir fólk, sem ekki skilur íslenzku. Þá verður leik- urinn sjálfur og allt látbragð að vera sérstaklega meitlað, en ef marka má leikdómara má segj a að vel hafi til tekizt. „DAGBLADET" í Osló segir m. a. að Jóhann Sigurjónsson skipi heiðurssess í flokki nor- rænna íeikritaskálda, við hlið þeirra Björnssons, Ibsens og Strindbergs. Síðan segir umsýn inguna í Osló, að Galdra-Loftur sé eitt af skáldlegustu verkum höfundar, þrungið spennu, ritað upphaflega á dönsku, en flutn- ingur þess hafi verið mjög ís- lenzkur. Þá segir leikdómarinn Arne Hestenes, að enda þótt á- horfendur hafi ekki ævinlega skilið textann frá orði til orðs, þá hefði ekki farið á milli mála, að þarna hafi verið á ferðinni mikil leiklist, þeirrar tegundar sem ekki á sér landamæri né tungumálaerfiðleika. Er þar fyrst vakin athygli á leik Gunnars Eyjólfssonar sem lék hinn fram- gjarna unga Loft, undarlega per sónu, sem hafi spennt yfir ljóð- ræna hrifningu og magnþrungna, nærri djöfullega innlifun, þar sem lá við að froðan yllu úr munnvikunum. Þar hafi verið á ferðinni óvenjulega athyglis- verður leikari. Þá er borið mikið lof á Kristbjörgu Kjeld í hlut- verki Steinunnar, konunnar sem hann brást. Yfir leik hennar hafi verið reisn í ætt við íslendinga- sögur, ekki sízt í því atriði þar sem hún segir að hún muni ala barnið sem þau eigi í vænd- um upp í hatri. Leikur Valgerð- ar Dan sem biskupsdótturinnar er ekki talinn jafn traustur, en Erlingur Gíslason hafi sagt setn ingar sínar með myndugleik líkt og hann væri að segja fram rún- ir. Loks segir að sviðsetning Benedikts Árnasonar hafi verið mótuð af myndugleik og aðhljóm list Jóns Leifs magnþrungin og örvandi. Yfir öllu verkinu hafi verið örlagaþrunginn óhugnaður, eins og vera bar um þetta magn- aða leikhúsverk. „AFTENPOSTEN“ segir meðal annars þetta um sýninguna Hugvitsamleg sviðssetning Bene dikts Árnasonar og hinn inn- hverfi leikur Gunnars Eyjólfs- sonar í aðalhlutverkinu leitast við að varpa ljósi á örlög manns sem hrífst inn á hið bannvæna aflsvið illra afla. Loftur í túlk- un Gunnars Eyjólfssonar er sem haldinn illum öndum og skáldið lætur hann rökstyðja verknað sinn með þeirri tortímingar heim speki sem ekki er bundin nein- um sérstökum tíma. Hún dýpkar og skýrir hina gömlu íslenzku þjóðsögu frá því um 1700, sem Jóhann Sigurjónsson byggir leik ritið á, þó hefur Benedikt Árna- son ekki gert hið hádramatíska efni óhlutlægt. í sýningunni hef ur verið haldið raunsærri lýs- ingu á umhverfi þess tíma sem hún gerist á, þar er að finna rómantíska Ijóðrænu og magn- þrungna list í persónusköpun. Kristbjörg Kjeld í hlutverki Steinunnar og Valgerður Dan í hlutverki Dísu lifa hlutverk sín á raunverulega hátt og með trag ískum þrótti. Sama er að segja um Erling Gíslason í hlutverki Ólafs, sem er einskonar sam- mannleg áminning í ómannlegri baráttu leikritsins. „MORGENPOSTEN“ hefur meðal annars þetta um Galdra- Loft að segja. Gestaleikur Þjóð- leikhúss íslands í „Det Norske Teatret" var mjög áhirfamikilL Sviðssetning Benedikts Árnson- ar virtist traust og örugg og unn in af vandvirkni. Leikur Gunn- ars Eyjólfssonar í hlutverki hins unga Lofts var sumpart mjög til finningasamur og sumpart ofsa- legur og ástríðuþrunginn, einkum í síðustu atriðunum. Kristbjörg Kjeld túlkaði á átakanlegan hátt kröm og nauð hinnar útskúfuðu ungu stúlku, og í hlutverki bisk upsdótturinnar var Valgerður Dan, ljós og nýtízkuleg, tágrönn og bar með sér geðþekka fegurð. Þá verður einnig að nefna sér- staklega Erling Gíslason í hlut- verki hins trygglynda æskuvin- ar. í sýningarlok voru leikendur hylltir hjartanlega og Guðlaugi Rósinkranz þjóðleikhússtjóra færður lárviðarsveigur í þakkar skyni fyrir hinn ánægjulega og sérlega velkomna gestaleik. Þá segir „Morgenbladet" með al annars á þessa leið. Benedikt Árnasyni leikstjóra, sem sjálfur er leikari við Þjóðleikhús íslands hefur tekizt sviðssetningin mjög vel, enda þótt málið hafi að sjálfsögðu ekki getað orðið á- horfendanum að liði til þess að skyggnast djúpt í þetta drama- tíska verk. Það fór ekki milli mála að sýningin hafði djúpstæð áhrif á leikhúsgesti, vafalaust voru fyrstu leikmyndirnar at- hyglisverðastar. Lokaatriðið líkt- ist um of Beygs-atriðinu í Pétri Gaut. Gunnar Eyjólfsson leikari sem hefur leikið Pétur Gaut á íslandi — og það getum við mjög vel skilið — lék hér hlut verk hins unga Lofts. Persónu- sköpun hans virtist vel unnin og hann lék af ástríðu og mikilli innlifun sem hélt mönnum hug- fögnum nær allt til loka leik- ritsins. Menn munu geta skilið að undirritaður (leikdómandinn) hafi ekki með öllu getað sætt sig við lokaatriðið. Af öðrum leikendum var mjög ánægjulegt að sjá Kristbjörgu Kjeld sem Steinunni sem rataði í ógæfu og Valgerði Dan hina ungu biskups dóttur svo og Val Gíslason í hlutverki hins stórbrotna staðar ráðsmanns og föður Lofts. Leik- endur voru að lokum hylltir með langvinnu lófataki, og það áttu þeir skilið. DAGENS NYHETER, Stokk hólmi. „Stórbrotið íslenzkt leikrit“er fyrirsögn leikdómsins sem er eft ir Göran O. Eriksson, Hann get- ur í upphafi góðra undirtekta leikhúsgesta og rekur því næst efni leikritsins. Síðan segir: „Ég verð að viðurkenna það, þótt skammarlegt sé, að þetta merkilega leikrit var mér áður allsendis ókunnugt. Leikritið er stórfenglegt. Svo stórfen glegt, að það virðist í sviðsetningu Benedikts Árnasonar leikurum sínum fremra. Það þyrfti ekki nema ofurlítinn snúning sjónar- hornsins, svolítið að skafa af mælskukenndum hlutverkun- um, svolítið persónulegt hug- myndaflug, til þess að þaðkæmi greinilega i ljós, hversu texti og atburðarás leikritsins eru þrung in margslungnu þjóðfélagslegu inntaki. Þeir sem lögðu stund á lærdóm voru samkvæmt trú al- þýðu handgengnir yfirnáttúrleg um máttarvöldum. Þetta, samofið þeirri metorðagirnd, sem ræður ástum Lofts — hann stendur gagnvart breytingu á þjóðfélags legum högum og talar um ást — er merkilega frjótt yrkisefni og gæti að mínu viti vel orðið grund völlur nútímalegrar sviðsetning- ar. Benedikt Árnason hefur ef svo mætti segja ráðizt að viðfangs- efninu neðan frá. Hann heldur frá grófsniðnu sögulegu raun- sæi — þar sem klisjukennt lát- bragð niðursetninganna er látið ráða hreimi og málblæ — til hreinræktaðs expressjónisma í lokaatriðinu. Afleiðingin er sú, að lokaþáttur sýningarinnar fjall ar um manninn gagnvart eilífð- inni, en ekki um það áhugaverða fólk, sem leikritið lýsir. Af þess- um sökum neyðist Gunnar Eyj- ólfsson í aðalhlutverkinu til að leika knappt allan fyrsta þátt til þess að geta byggt upp stígandi í lokaþættinum og freistað þess að ná fram kostum leikritsins, þrátt fyrir skilning leikstjórans Þessi viðleitni einangrar hann á hinn bóginn frá konunum tveim- ur á sviðinu, Valgerði Dan íhlut verki biskupsdóttur og Krist- björgu Kjeld í hlutverki unn- ustunnar: Við sjáum tvær ágæt- ar leikkonur leggja sig allar fram til að ná leiksambandi við sameiginlegan mótleikara sinn“, SVENSKA DAGBLADET, Stokk hólmi. f leikdómi undir fyrirsögninni „Göldróttur íslendingur" segir Urban Stenström á þessa leið í upphafi: „í ruglingslegum menningar- heimi okkar þekkist bæði sú skoðun, að völd og velgengni séu verðlaun frá Guði, og hin, að völd og velgengni séu þegin að verðlaunum frá Kölska. Sum ir þeirra, sem átt hafa góðu gengi að fagna, fullyrða að vel- gengni þeirra sé eins konar auka afleiðing af trúrækni þeirra Þeir eigi góð samskipti við Guð, og það sé heillavænlegt á ýmsan hátt, segja þeir. Önnur skoðun, ekki síður al- geng, er sú, að vald ekki ein- asta spilli manninum, heldur verði hann að vera spilltur til- að öðlast vald. Hann gerir sátt- mála við hin illu öfl. Hann fórn- ar sáluhjálp sinni fyrir skamm- góðan ávinning í þessu lífi. fslendingurinn Jóhann Sigur- jónsson (1880-1919) hefur notað sér síðarnefndu skoðunina í verki sínu. Strindberg, samtíðar maður hans, tæpti á svipuðum hugmyndum, en hann tæpti nú á svo mörgum hugmyndum, og hann skrifaði ekkert leikrit, þar sem ein einstök kennisetning er flutt af jafnmiklum þunga og í „Galdralofti“ Jóhanns Sigurjóns sonar . Sé leitað til leikrits Strindbergs, „Brott och brott“, til samanburðar, er að vísu ljóst, að einnig Strindberg gerði sér í Framh. á bls. 21 Teiknimynd, sem birtist í norsku blaði með leikdómi um Galdra-Loft. - Gunnar Eyjólfsson, Krist- björg Kjeld (t. v.) og Valgerður Dan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.