Morgunblaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1968 Keflvíkingar Tilboð óskast í undirbyggingu á bárujárnsgirðingu um opið geymslusvæði norðan við svonefnt Loftshús. Verklýsing á Hafnarskrifstofimni. Tilboðum sé skilað til hafnarstjóra fyrir 20. þ.m. Landshöfn Keflavíkurkaupstaðar og Njarðvíkurhrepps. RAFDRIFNIR áleggsskurðarhnífar fyrir verzlanir, hótel og mötuneyti, — nýkomnir. H. J SVEINSSON H.F., Gullteig 6 — Sími 83350. Til sölu Hy-Mas 4 traktorsgrafa. Emnig 15 tonna Batam bílkrani og Ingersoll-Rand Giriflow loftpressa 250 cub. fet. Upplýsingar í síma 21131 og 21359, Akureyri. Héraðslæknisembætti auglýst laust til umsóknar Héraðslæknisembættið í Bíldudal er laust til um- sóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins og önnur kjör samkvæmt 6. gr. læknaskip- unarlaga nr. 43/1965. Umsóknarfrestur er til 10. júlí nk. Embættið veitist frá 1. ágúst nk. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 10. júní 1968. Útgerðarmenn Itzehoer Netzfabrik AG hefur nú lækkað verðið á þorskanetum stórlega. Getum við nú boðið þessi viðurkenndu þýzku net á fyllilega samkeppnisfæru verði. Sölustjóri verksmiðjunnar, herra Schmalfeldt er nú staddur hér á landi og verður hér til 22. júní. Þeim sem vildu ná tali af honum eða afla sér frekari upp- lýsinga er vinsamlega bent á að hafa samband við skrifstofu okkar. Hverfisgötu 6, sími 20000. Utankjörstaðaskrifstofa stuðningsmanna GUNNARS THOBODDSENS er í Aðalstræti 7, II. hæð (gengið inn að austan- verðu). Skrifstofan er opin frá kl. 9 f.h. til kl. 10 e.h. Símar: 84532- Upplýsingar um kjörskrá. 84536: Almennar upplýsingar. 84539: Upplýsingasími sjómanna. Stuðningsmenn GUNNARS THORODDSENS eru hvattir til þess að láta utankjörstaðaskrifstofuna vita um kjósendur, sem verða fjarri heimilum sín- um á kjördegi, bæði innan lands og utan. Nýkomnar fallegar sumarpeysur og blússur í kven-, unglinga- og barnastærðum. Hvítar og mislitar sokkabuxur, barnahattar, drengjaföt, buxur, vesti, nylonúlpur, stretch- gainmosíur. Hvítar pífubuxur telpna, sokkabuxur. Sængurgjafir í úrvali. Allur ungbarnafatnaður. Mikið vöruval í búðinni. — Póstsendum. Barónsstíg. PLASTRÖR Plaströr f. skolp fyrirliggj- andi ásamt beygjum og greinum. J. Þorláksson & Norðmann h/f. 3ja-1ra herbergja íhúð óskast til leigu. Fyrirframgreiðsla eða peningalán gæti komið til greina. Heldverzlun Ásbjarnar Ólafssonar Borgartúni 33. Til sölu AUSTIN GIPSY, dísiljeppi árg. ’67 sem nýr. Til sýnis í dag og á morgun. VÖKULL II.F., Hringbraut 121 — Sími 10600. Bændur í hinum forna Holtahreppi (Djúpár-Ása og Holta- hreppi), sækið vinsamlega um styrk úr minningar- sjóði hjónanna ólafs Þórðarsonar og Guðlaugar Þórðardóttur, Sumarliðabæ, skriflega til formanns sjóðsins, séra Sveins Ögmundssonar, Kirkjuhvoli, Djúpárhreppi, Rangárvallasýslu. Ekhi til að ögra Rússum Praig, 11. júní NTB. DAGBLAÐIÐ „Lidova Demo- kracie‘‘ vísar í dag á bug þeim staðhæfingum sovézkra aðila, að blaðið hafi endurprentað grein ur bandariska stórblaðinu „New York Times“ í því skyni, að ögra Sovétmönnum og varpa skugga á samskiptin milli Sovét- ríkjanna og Tékkóslóvakíu. „Sovétstjórnin hafði mótmælt greininni, sem blaðið enduirpren.t aði, en hún fjallaði um mál Jans Sejna, tékkneska hershöfðingj- ar.3, sem flúði til Bandarikjanna. Var þar staðhæft, að sovézkur hershöfðingi hefði hjálpað Senja við flóttann. Annað dagblað í Prag „Sob- odno Sovo“ segir, að tékknesku blöðin hafi einnig birt andmæli tékkneska utanríkisráðuneytisins við staðhæfingu bandaríska blaðsins og telur blaðið vafa- samt að mótmælaorðsending Sovétmanna hafi verið nauðsyn- leg. Enn eitt blað „Prace“, málgagn verkalýðsfélaganna tékknesku, segir, að Antönin Novotny, fyrr- verandi forstjóri Tékkóslóvakíu beri siðferðilega ábyrgð á flótta Senja. Annað kommúniskt verkalýðs- málgagn, ungverska blaðið „Nepzava“ skrifar í dag, að ung- verska þjóðin fylgist af miklum áhuga og samúð með því sem gerist í Tékkóslóvakíu, en bætiir svo við, að ungverska þjóðin viti fullvel, að stjórn Tékkóslóv- akiu hafi ekki eingöngu orðið á mistök síðustu tvo áratugina. — Benda megi á margvíslegan árangur á sviði stjórnmála, efna- hagsmála og menningarmála, enda komi það jafnvel fram f allri þeirri gagnrýni, sem siðustu vikurnar hafi verið birt í Tékkó- slóvakíu. „Þrjár systur64 bannaðarí IMoskvu Moskvu, 10. júní. NTB. NÚTÍMA uppfærsla í ádeilu- stíl á leikriti Anton Tsjekovs, „Þrjár systur“, hefur verið bönnuð í Moskvu, eftir há- værar deilur, sem staðið hafa um leikinn í þrjá mánuði. Eng in ástæða hefur verið gefin fyrir banninu. Leikstjórinn, Anatol V. Efros, hefur aðallega verið gagnrýndur fyrir það, að til- svör um vinnu í leikritinu eru sett fram í hæðnistón. Efros hefur þó ekki verið sviptur starfi sínu hjá leikhúsinu, en í fyrra var hann rekinn úr stjórn annars leikhúss, Lenín Komsomol-leikhússins, gefið að sök að hafa sett á svið leik- rit, sem hafi verið full vand- lætingar og siðalærdóms. Verkföll í tiruguay Montevideo, 11. júní AP. • Um 20.000 manns hófn verk- fall í Uruguay í dag til árétting- ar kröfum um hærri laun. Verka lýðsfélögin njóta stuðnings stúd- enta og hafa í samvinnu við þá boðað hópfundi og fjöldagöngur í Montevideo og viðar. Ástandið í efnahags- og þjóð- félagsmálum Uruguay er sagt fara versnandi með hverjum mán uði, m.a. hefur verðlag á lífsnauð synjum hækkað um 160% á síð- ustu fimmtán mánu'ðum. I dag voru fjórir stærstu bankar lands- ins lokaðir. Er algengt, að laun- þegar geri skyndiverkföll 1 skamma tíma til þess að fá kröf- um sínum framgengt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.