Morgunblaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1968 21 Málverkið „Lífsgleði njóttu“ eftir Sigurð Kristjánsson. Sýning Sigurðar Kristjánssonar SIGURÐUR Kristjánsson hefur umn þessar mundir málverkasýn- ingu á verkum sínum í sýningar- - A-ÞJÓÐVERJAR Framhald af bls. 1 ings Sovétríkjanna og Austur- Þýzkalands. Segir þar m.a., að hinum „göfugu markmiðum sátt málans hafi verið náð á giftu- ríkan hátt. Ríkin tvö standi hlið við hlið í baráttunni fyrir friði og öryggi Evrópu og göfugri bar áttu gegn hefndarþyrstum hern aðaröflum Vestur-Þýzkalands.“ Það var í gær, sem austur- þýzka stjórnin tilkynnti, að fram vegis yrðu Vestur-Þjóðverjar og íbúar Vestur-Berlínar, sem vildu ferðast um austur-þýzkt land- svæði, að fá vegabréfsáritun sem aðrir útlendingar og frá júlí- byrjun yrði að greiða tolla af varningi, sem fluttur væri land- leiðina yfir austur-þýzkt land. Þar með er talið allt prentað mál, sem gefið er út af hálfu flokks sósíaldemokrata. Áður hefur nægt, að menn sýni nafn- skírteini, þegar farið er á milli, en með þessum ákvæðum um vegabréfsáritun er talið að A- Þjóðverjar vilji leggja áherzlu á, að þeir séu sjálfstætt ríki og jafnframt að afla gjaldeyris. Innanríkisráðherra A-Þýzka- lands, Friedrich Dickel, sagði að nauðsynlegt hefði reynzt að gera þessar ráðstafanir vegna nýju laganna, sem samþykkt hafa verið í Bonn er gefa stjórninni þar heimild til að taka sér all- víðtæk völd, komi til alvarlegs ástands í innanríkismálum eða utanaðkomandi árásar. Skömmu áður en tilkyinnt var um ráðstafanirnar hafði Klaus Schutz, borgarstjóri í Vestur- Berlín hvatt v-þýzk iðnfyrirtæki til þess að koma upp nýrri starf- semi í borginni, því þaðan hefur að undanförnu verið flótti vininu- aifls, vegna hins takmarkaða at- vinnulífs þar. fbúar V-Berlínar eru nú 2,2 milljónir og er rúml. 21% þeixra yfir 65 ára aldri. Á síðasta ári fluttust þaðan 17,000 iðnverkamenn í atvinnuleit, og frá því Berlínarmúrinn var reist- ur 1961 hafa um 50,000 manns farið þaðan, flestir til Vestur- Þýzkalands. Vikuritið „Der Spieg el“ lét nýlega svo um mælt, að brátt yrði ekki önnur starfsemi rekin í borginni en útfararskrif- stofur og skyldar þjónustustofn- anix og elliheimili. Willy Brandt, utanríkisráð- herra V-Þýzkalands, fór í dag til Belgrad í Júgóslavíu í tveggja daga opinberra heimsókn. Er það sal Málverkasölunnar á Týsgötu 3. Eru á sýningunni 30 myndir, allt olíumálverk á masoníti. Sig- urður er frá Miðhúsum í Garði, sjötugur að aldri. Hann hefur áður sýnt verk sín í Bogasal Þjóð minjasafnsins, á nokkrum stöð- um úti á landi og í Kaupmanna- höfn. Sýniingunni lýkur á föstu- dag. í fyrsta sinn sem v-þýzkur utan- ríkisráðherra fer þaingað slíkra erinda og er talið, að Brandt hafi mikinn hug á að skýra afstöðu Bonn-stjórnarinnar til ýmissa mála, m. a. gera grein fyrir áhuga V-Þjóðverja á því að draga úr spennu milli V-Þýzka- lands og kommúinistaríkjanna í A-Evrópu. Heimsókn Brandts átti að standa í fjóra daga en var stytt vegna ástandsins heima fyr ir. Áður en Brandt fór til Belg- rad »at hann ráðuneytisfuind í Bonn, en þangað hafði hann kom ið frá Austurríki, þar sem hann batt skyndilega enda á heimsókn sína 8 klst. fyrr en ráðgert var. - BLAIBERG Framhald af bls. 1 hinus C. Both, sem hefur með sér nýtt brezkt lyf, sem gefið hefur góða raun í baráttu við til- hneigingu líkamans til að hrinda frá sér aðkomuvefjum. Segir, að með því að gefa þetta lyf, sé hægt að gefa sterkari skammta af fúkalyfjum til að berjast gegn bólgum, — lifrarbólgu í þessu til felli . Þá hefur komið fram, að þessi veikindi Blaibergs hafi ekki bor ið eins brátt að og í fyrstu var talið, heldur hafi þau smám sam- an verið að ágerast frá því hann fór úr sjúkrahúsinu 24. marz sl. eftir nokkura daga dvöl þar til rannsóknar. Læknarnir hafa fylgzt með honum og töldu ráð- legt að leggja hann inn aftur 4. júní sl. Eiginkona Blaibergs og dóttir hans fengu að koma til hans í sjúkrahúsið í dag og sögðu á eftir að hann hefði virzt máttlít- ill. - MC KARTHY Framhald af bls. 1 — það væri skoðun sín, að fjöl- margir flokksfulltrúanna, er sagðir væru styðja Humphrey, væru ennþá óráðnir í því hvað gera skyldi. Með hliðsjón af því mundi hann halda áfram að reyna að sannfæra flokksfulltrú um, að hann sjálfur væri bezti frambjóðandinn, sem flokkurinn ætti völ á. - ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 30 eins 16 ára og tvímælalaust efni í góðan golfleikara. Nýir meðlimir, karlar, konur og unglingar, hafa í stórauknum mæli gengið í Golfklúbb Akur- eyrar nú í vor og hafa hafið æf- ingar af fullum krafti. Aðalkenn- ari klúbbsins er Sævar Gunn- arsson, og geta nýir og gamlir kylfingar hitt hann á golfvellin- um á hverjum degi kl. 5-7 e.h., og látið skrá sig á æfingatöflu. Nýir golffélagar fá fimm fyrstu tímana sér að kostnaðarlausu eins og áður hefur verið skýrt frá í blöðum. Næsta keppni Golfklúbbsins er keppni um Gunnarsbikarinn, og það er 72 holu keppni sem hefj- ast átti í gær. - ÆGIR Framhald af bls. 3 sumarið 1966. Á vissan hátt hef- ir Landhelgisgæzlan vaxið upp, stig af stigi, með mönnunum, sem tóku hanafyrst að sér og sem tóku hana fyrst að sér og brautryðjendanna, skipherranna Jóhanns P Jónssonar og Friðriks Ólafssonar. Ég minni á sægarp- inn Eirík Kristófersson, skip- herra, og er oss gleðiauki að vita hann meðal vor í dag Ég minnist Þórarins heitins Björns- sonar, skipherra, sem hafði hlakkað til að sigla þessu nýja skipi, en hann andaðist á liðn- um vetri eftir nokkra vanheilsu. Ég fagna nú skipherra Ægis, Jóni Jónssyni, og óska honum heilla og hamingju við stjórnvöl þessa skips. Jón skipherra og Þórarinn heitinn voru frá önd- verðu skráðir í skipsrúm hjá Landhelgisgæslunni. Fleiri eru slíkir, sem alla tíð hafa unnið hjá Landhelgisgæzlunni í blíðu og stríðu. Ég heilsa yfirvélstjóra Ægis, Andrési Jónssyni, sem er í hópi frumherjanna. Þeirra á meðal eru fleiri, sem við þetta tækifæri eru ekki taldir og marg ir eru þeir vaskir drengir Land- helgisgæzlunnar sem getið hafa sér hreystiorð og hlýjan hug hjá fólki. Mér kemur í hug afrek Óð insmanna við björgun 18 manns lífa af brezka togaranum Notts County í vetur í ofsaveðrinu mikla við Vestfirði. Vér kunnum slíkuip mönnum mikla þökk og vottum þeim virðingu. Ég leyfi mér að tjá forstjóra Langhelgisgæzlunnar, Pétri Sig- urðssyni, hugheilar þakkir fyrir alúð hans og kostgæfni við und- irbúning að smíði skipsins og eftirlits og umsjón, sem af hálfu verkkaupans er mjög veigamik- il. Met ég mikils hæfileika for- stjórans á þessu sviði sem og áhuga hans á endurskipulagn- ingu Landhelgisgæzlunnar í sam ræmi við breytta tækni og að- stöðu, en að því mun eigi vikið nánar hér. Stefnt skal að því að styrkja og efla íslenzku Landhelgisgæzl una að útbúnaði og tækjum, bæði á sjó og í lofti. Vér gleym- um ekki björgunarhlutverki Landhelgisgæzlunnar og erum minnugir og þakklátir fyrir langt og árangursríkt samstarf við Slysavarnafélag Islands. Land- helgisgæzlan hefir ætíð reynt að veita afskekktum stöðum eða byggðarlögum hjálp eða aðstoð þegar eðlilegar samgöngur bregð ast af ófyrirsjáanlegum orsök- um, svo sem vegna hafíss, snjóa- laga, ofviðra eða annarra nátt- úruhamfara. Henni ber að að- stoða við framkvæmd almanna- varna, almennrar löggæzlu, lækna- toll- og vitaþjónustu eft ir því sem aðstæður leyfa eða ákveðið kann að verða sérstak- lega. Til þvílíks hlutverks er nú Ægir — hið nýja varðskip — kallaður. Þvílík eru skyldustörf áhafnar Ægis. Megi Guð farsæla og blessa áhöfn á hafi og heima. Vertu velkominn Ægir! Vertu landvættum hollur til varnar og gæzlu! Vertu sjófarendum bjarg vættur! „Stjarna er fyrir stafni Stýrið í Drottins nafni.“ - LEIKFÖR Framhald af bls. 15 hugarlund, að illar hugsanii gætu átt banvænan kraft, en það er hugdetta, sem varpað er fram eins og meðal annarra orða i „Galdra-Lofti“ gerist ekkert þannig í framhjáhlaupi. Þarvind ur öllu fram með tignum einfald leik í eina átt, þá verstu sem völ er á. Maður var að vonast eftir að geta skilið a.m.k. eina og eina setningu, þegar Þjóðleikhúsið ís lenzka sýndi „Galdar-Loft“ sem gestaleik í Borgarleikhúsi Stokk hólms á fimmtudagskvöldið. Það varð ekkert úr þvi. Af því máli sem talað var á leiksviðinu og var okkar eigin tunga fyrir þús und árum, skildum við nú bók- staflega varla stakt orð. Það er engu auðveldara að skilja ís- lenzku en tékknesku — svo að ég nefni það erlent tungumál, sem ég heyrði síðast í Borgar- leikhúsinu. Auðvitað hefði mátt hafa túlkun jafnóðum, en sú til- högun dreifir athyglinni, og nú var í staðinn hægt að einbeita sér að því að virða fyrir sér leik inn í rólegri vitund þess, að efnisþráðurinn var rakinn í leik skránni.“ Síðan gerir leikdómarinn stutta grein fyrir atburðarás leikritsins, en heldur því næst áfram: „Leikstjórinn, Benedikt Árna- son, hafði mótað sýningu, sem í fyrstu virtist fjarlæg og hefð- bundin, en smátt og smátt færð- ist nær áhorfendum. Næst komst Gunnar Eyjólfsson í hugaræst- um og áherzluþrungnum leik sín um í hlutverki Galdra-Lofts sjálfs. Stúlkurnar tvær, Valgerð- ur Dan í hlutverki Dísu og Krist björg Kjeld í hlutverki Stein- unnar, sýndu hlédrægari og hljóð látari leik, sem hneigðist ögn til standmyndagerðar." Eftir nokkrar athugasemdir um tæknileg atriði, einkum varð andi lýsingu, lýkur greininni þannig: „Um íslenzku leiksýninguna koma í hugann orð eins og glæsi leiki, reisn háttgöfgi. Meira að segja þegar fyrir kom, að heit- ar tilfinningar og skapsmunir brutust fram, var fullrar hátt- prýði gætt. Hjá okkur mundi sennilega hafa verið gerð ósmekkvísari en jafnframt áreitnari sviðsetniog með óviðurkvæmilegum vísbend ingum um alls kyns vankanta á þjóðfélagi samtímans. Hvað sem því liður hlaut ís- lenzka sýningin, sérstaklega eft- ir hina áhrifamiklu lokastígandi, áhugasamlegar og hlýjar undir- tektir. Þakklæti leikhúsgesta beindist sérstaklega til Gunnars Eyjólfssonar." Hufudstadsbladet, Helsingfors í LEIKDÓMUM, sem undirritað- ur er H.G.G., er fyrst rakin þjóð- sagan að baki leikritinu um Galdra-Loft og greint frá höf- undinum. Síðan segir: „Ofdirfskufull viðleitni Lofts hins unga 'til að öðlast ofurmann lega þekkiingu, jafnframt því að hann er fófrnarlamb algerlega jarðlbundinna tilfinninga sinna, þetta hvort tveggja gerir hann að harla heillandi og rómantískri persónu, ljóðrænum, viðkvæm- um unglingi, sem skymdilega verður ofurseldur myrkum, óheillavænlegum og illum hvöt- um. Það skortir ekki andstæð- urnar í skapgerð hans, og Gunn- ar Eyjólfsson túlkaði með áhrifa miklum hætti ákafa Lofts og leit aranda. Það hefði verið nærtækt að grípa til hástemdra tóna og tilþrifamikils látbragðs, en túlk- un leikarans var hófsöm og í senn lifandi. Sá sem ekki skilur tungumálið, á erfitt um vik að dæma um blæbrigði. en túlkun- in talaði máli sínu sjálf, og hinn innri óróleiki Lofts, metnaðar- girni hans og hugarstríð komu skýrt í ljós. Það sem ekki komst til skila, þegar ekki var unnt að fylgjast með talinu, var sú trúarbarátta, sem örlar á í „Galdra-Lofti“. togstreitan milli vizku- og náðarríkrar þekkingar og hiins myrka og illa valds. Ást- in getur bjargað Lofti, en and- leg valdgirni hans villir honum sýn. „Galdra-Loftur" er klassiskt verk, og í sviðsetningu Benedikts Árnasonar varð hann hefðbund- in leiklist, hófsöm og öfgalaus, en nægilega bundin því liðna til bess að skapa þá tilfinningu, að tíminn stæði kyrr. En þessi stöðv un tímans gæddi líka leikritið og sýninguna ómeðvituðum þokka, sem framandlegur blær íslenzk- unnar gerði enn sterkari. Þokka- fullar voru einnig konurnar tvær í leiknum, Steinunn hin dökka og Dísa hin bjarta. Yfir Stein- unni, Kristbjargar Kjeld hvildi dimm rómantík þjóðvísunnar, hún er hin forsmáða unnusta, sem kýs dauðann heldur en heit- rof og smán, þóttafullt stoltið í ást hennar gæti næstum verið ættað úr Austurbotnum í Finn- landi. Kristibjörg Kjeld skapaði mjög skýra andstæðu við hina björtu, saklausu Dísu, Valgerðar Dam. Steinunn er persónugerving ur hinnar myrku, örlögvígðu ást- ar, Dísa hinnar ljóðrænu, bernsku ljúfu ástar, og Valgerður Dan gaf henni ferskan, vorlegan og tfrandi sakleysislegan blæ. Ólafur, bernskuvinur Lofts, sem ber ástarhug til Steinunnar, ein- kenndist í meðförum Erings Gíslasonar af einföldum heiðar- leik og tilgerðarlausri óþjálni, sem stuðlaði að því að gera per- sónuna trúverðuga. Rólbert Am- finnsson og Valur Gíslason gæddu Hólabiskup og staðarráðs- mann hans myndugleik. „Galdra- Loftur‘‘ íslenzka Þjóðleikhússins bar með sér blæ hins liðna og hafðj. jafn-framt á sér mjög sterkt svipmót helgisögunnar. Sá há'ttur, að nota tónlist til að leggja áherzlu á ljóðræn eða örlögþrungin atriði virðist nokk- uð gamaldags, en í þessu sam- bandi átti hann fullvel við, þar sem sýningin í heild var greini- lega og vitandi vits bundin liðnu tímaiskeiði eins og líka kom fram í fyrstu sviðsmyndimni, sem leiddi hugann að gamalli, guln- aðri málmristumynd. „Galdra- Loftur‘‘ er þjóðsaga, leikritið er gætt framandlegum töfrum þjóð- sögunnar, það er svo norrænt sem mest má vera, og sýning Þjóðleikhússins íslenzka lét þessi sérkenni njóta sín til fulls. Gestaleikurinn fór nokkuð seint fram, en það aftraði ekki leikhúsgetum frá að hylla Þjóð- leikhúsið og leikara þess. — „Galdra-Loftur“ er ekki nýtízku- legt leikrit, það kann að virðast gamaldags og framaindi á okkar öld, en það er fulltrúi ósvikinn- ar, sígildrar leiklistar, sem án efa á djúpar rætux í íslenzkri þjóð- arsál.“ LÍFSTYKKJAVÖRUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.