Morgunblaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1988 andskotinn hafi það, þessir menn eru alltof veikir, til að hreifa þá. Sumir hættulega veik ir. Þér getið ekki dröslað þeim burt. Þeir deyja bara í höndun- um á ykkur. Maðurinn leit hann horn- auga. — Látum þá bara deyja. Þá geta Rússarnir sparað sér ó- makið að skjóta þá. Halmy reif sig lausan. — Seg- ið þér þessum fábjána — hann benti á rússneska majórinn — að hann skuli sleppa þeim, eða ég moli á honum hausinn. Seg- ið honum, að ég leyfi ekki, að sjúklingar séu fluttir burt. Mér er fjandans sama, hvað hann gerir við mig, því að ég verð fljótari að kála honum. AVO-Maðurinn leit á hann sljóum augum. — Þér hljótið að vera brjálaður. Svona get ég ekki sagt við hann. Smám saman hafði allstór á- horfendahópur safnazt kring um þá. Flest konur og starfsfólk sjúkrahússins. Þarna stóð fólk- ið eins og þéttur múrveggur kring um Rússana, og svipurinn á því lét ekki neinn vera í vafa um tilfinningar þess. — Jæja, farið þið þá að koma ykkur af stað. Standið þið ekki þarna og glápið. Þetta er engin skrautsýning. Af stað! æpti sá minni í leðurjakkanum, við varn armúr af asíumanna öxlum, en enginn hreifði sig. Dátarnir stönzuðu ekki langt frá dyrun- um og stóðu þar kyrrir. Öðru hvoru sendu þeir haturs-augna ráð til hópsins, sem umkringdi þá. Eitt óp hefði verið þeim nægileg átylla til þess að fara að skjóta á hópinn. Nemetz greip í handlegginn á Halmy. — Stillið yður, læknir. 77 Svona hafa þeir farið að dögum saman. Þeir taka fólk þar sem þeir finna það. Á götunum eða heima hjá því. Ekkert í heim- inum getur hindrað þá. Hafizt þér ekkert að. Það yrði bara verst fyrir yður sjálfan. — Mér er sama. Læknirinn sleit handlegginn lausan. Augun voru æðisgengin. — Ég get ekki staðið rólegur og horft á svona ranglæti. Ég er læknir þeirra og þeir sjúklingar mínir. Mér er sama þó svo að ... Hann þagnaði í miðri setning- unni afþví að honum brá snögglega við þungt fótatak í stiganum. Annar hópur sovét- dáta kom með þrjá unga menn og eina stúlku. Þau voru í spít- alakápum yfir náttfötunum. Öll streittust þau á móti eftir föng- um, en dátarnir voru sterkari. Nemetz fannst hann þekkja stúlkuna, og þegar hann sá, að annar handleggur hennar hékk máttlaus niður, sá hann að þetta var sjúklingur sem hafði kvart- að yfir verk í fingrunum, sem ekki voru lengur á henni. Stúlkan kom auga á Halmy og veifaði til hans með hægri hendi. — Læknir, læknir, hvert erum við að fara? Þeir mega það ekki mega það ekki, heyrið þér! Halmy stökk til majórsins. — Sleppið þeim. Þau eru ó- sjálfbjarga sjúklingar. Þau geta ekki barizt framar. Hvað viljið þér þeim? Majórnum varð svo hvert við, að hann stökk til hliðar. Hann starði á Halmy með glerkennd- um sviplausum augum. Þrír dát- ar nálguðust Halmy, sem var enn að æpa, en nú ekki lengur nein skiljanleg orð, heldur ó- skiljanleg blótsyrði. Það varð ekki lengur þaggað niður í hon- um. f stjórnlausri reiði sinni var hann bæði blindur ogheyrn arlaus um afleiðingarnar af því að móðga rússneskan foringja við skylduverk hans í sovétkúg- aðri Budapestborg. Hann kreppti hnefann og ætlaði að slá majórinn, þegar einn dátinn greip hann og kollvarpaði hon- um á gólfið. — Segið þér majórnum, að læknirinn sé veikur, sagði Nem- Stúdenta.-blöm vendir Sendum um alla borgina. Blómin meðhöndluð, sett saman af sérlaerðum fagmanni er hefur starfsreynslu í helztu blóma- löndum Evrópu. HAFNARFJÖRÐUR: FYRIR 17. JÖNÍ Nýkomnir DANSKIR TELPNAKJÓLAR TELPNABLÚSSUR og PEYSUR TELPNA- og DRENGJAHATTAR BLÚNDUSOKKABUXUR, HANZKAR Hvítir og mislitir SPORTSOKKAR DRENGJ ASKYRTUR og PEYSUR KVENBLÚSSUR hvítar SLÆÐUR og HANZKAR PEYSUR mikið úrval. SÍÐBUXUR margar tegundir NYLONSOKKABUXUR: Opal — Taucher — Sísí. UNDIRFATNAÐUR UNGBARNAFATNAÐUR í miklu úrvali. VERZL. EMBLA STRANDGÖTU 29 — SÍMI 51055. Mjólkurkaupin verða að bíða efborga á húsaleigu og skatta. etz við stærri leðurjakkann. — Hann veit ekkert, hvað hann er að gera. Og án þess að bíða þess, að AVOmaðurinn færi að þýða þessa skipun, fór hann að skýra frá því á sinni takmörk- uðu rússnesku, að Halmy lækn- ir hefði fengið snögglegt brjál- æðiskast. Nemetz var ekki viss um, hvort Rússinn fylgdist með því, sem hann var að segja, afþví að svipur hans breyttist ekkert. En á meðan stóð Halmy upp hægt og hægt. Augun leiftruðu rétt eins og í hnefaleikamanni, sem hefur brölt á fætur, eftir að hafa verið sleginn niður. Hefði ekki dátarnir haldið í hann, hefði hann áreiðanlega ráðizt á majórinn. Majórinn sagði eitthvað við hina þrjá og þeir fóru að draga lækninn í áttina að útidyrunum. Nemetz sneri sér skelfdur að AVOmanninum. — Segið þér honum að láta lækninn vera! Hann er yfir- skurðlæknir! Sjúkrahúsið getur ekki starfað án hans. Mannfjöldinn í ganginum stóð hreifingarlaus, rétt eins og þeir væru að horfa á leik á sviði. Tveir sjúklingarnir í náttfötun- um voru fallnir í yfirlið og lágu á steingólfinu. Einn maðurinn, sem fluttur hafði verið niður stigann, ásamt stúlkunni, stóð og kastaði upp í öskufötu. Stúlk- an stóð yfir honum og strauk um hnakkann á honum, en hafði ekki augun af lækninum á með- an. — Ég sagði, að hann skyldi hafa sig hægan, sagði maðurinn í leðurjakkanum önugur — Hann má þakka fyrir, að þeir skyldu ekki skjóta hann. Hvað heldur hann, að hann sé? Held- ur hann kannski, að hann geti slegið þá niður berhentur? — Maðurinn er veikur. Nem- etz ætlaði ekki að láta undan. — Algjörlega úr jafnvægi. Get ið þér ekki útskýrt það fyrir majórnum? — Ef hann er veikur, hvers- vegna er hann þá að vinna? Hvernig er hægt að trúa veik- um manni fyrir lífi annarra? Annaðhvort er maður læknir eða þá maður er sjúklingur * - ekki getur hann verið hvoi tveggja. Vitanlega getur hann ver- ið það fábjáninn þinn! tautaði Nemetz og sneri sér undan. Eitthvað varð til bragðs að taka og það tafarlaust. Læknir- inn hafði hagað sér eins og bjáni. Það var erfitt að nugsa sér, að þessi maður, sem annars virtist svo jafnvægur, skyldi geta sleppt sér svona. En vit- anlega sleppum við okkur öll, þegar komið er að vissu marki og þessu marki er missnemma náð, allt eftir einstaklingum. Og það var varla hægt að haida því fram, að læknirinn hefði ekki þraukað lengi. Það var eins og tíminn stæði kyrr þarna í forsalnum. Hvorki Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Kapp er bezt með forsjá, gættu vel að smámunum, Lestu góða bók í kvöld. Nautið 20. apríl — 20. maí Sinveran er holl hverri hugsun í dag. Tvíburarnir 21. mai — 20. júní Kallaðu inn skuldir þínar og vertu í góðu sambandi við um- heiminn Krahbinn 21. júní — 22. júlí Er litt er að halda trúnaði í dag. Vertu ekiki hissa þótt einhver áform fari forgörðum fyrir slysni. Reyndu að taka aðra stefnu. Ljónið 23 júlí — 22. ágúst Lattu ekki neitt koma þér á óvart eða raska högum þln- um. Fréttir frá fjarlægari stöðuim hafa mikil áhrif á þig, láttu ekki sjóða uppúr. Meyjan 23 ágúst — 22. sept. ÍFclk og framkoma þess eru með ýmsu móti í dag. Láttu það ekki á þig fá Farðu snemma í rúmið. Vogin 23. sept. — 22. okt. Láttu ekki þér eldri manneskjur fara um of í taugarnar á þér. Dekraðu heldur við það, það er hollt. Vertu þolinmóður, það borgar sig er fram í sækir. Sporðdrekinn 23. okt. 21. nóv. Farðu varlega, ef þú getur notazt við löngu troðnar slóðir, er það þér afar hollt. Bogciaðurinn 22. nóv. — 21. des. Margt kemur á óvart í dag. Þú átt margra kosta völ og gerðu þér mat úr því, sem til boða stendur, án tafar. Félagar og keppinautar virðast þér öfgafullir, en hafðu þolinmæði. Steingeitin 22. des. — 19. jan. Vertu gamansamur. Þú ræður ekki við allar krinigumstæður, en gerðu gott úr því, sem þér er kostur. Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr. Fáðu þér frí, ef þess er kostur, og vertu f ró. Forðastu óróa. Aðstoðaðu við frágang ýmissa aðkallandi mála með kvöldinu. Fiskarnir 19. febr. 20. marz Það er hægara að lenda 1 illindum, en að forðast þau. Reyndu að koma til móts við þá sem í kringum þig eru til að milda útkomuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.