Morgunblaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 23
MORGUNRLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 196« 23 Leitar bréfa frá Vestur- förum fyrir tæpri öld Á Washington eyju í Michigan vatni í Bandaríkjunum búa marg ir afkomendur íslenzkra útflytj- enda, sem snemma á tímum land- nemanna settust að þar á eyj- unni, þeir fyrstu fjórir árið 1870. Eftir eitt ár munu eyja- skeggjar halda hátíðlegt 100 ára afmæli byggðar á eyjunum. í til- efni af því hefur Bandaríkja- maðurinn Conan Bryan Eaton í hyggju að rita sögu eyjanna og verður í henni hluti um ís- lendingana, sem settust þar að. Eaton var hér á ferðinni nýlega í leit að efniviði, og þá einkum bréfum, sem þetta fólk hefur skrifað heim til íslands á sínum tíma. Naut hann fyrirgreiðslu Steingríms Jónssonar, fyrrv. raf- magnsstjóra og Finnboga Guð- mundssonar, landsbókavarðar Einnig ræddi hann við Morgun- blaðið, etf það mætti verða til þess að hefðist upp á bréfum frá útflytjendum héðan til Waáhing toneyjar eða til Milwaukee borg ar og raunar Wisconsin fylkis alls. Eaton sagði, að fjórir íslend- ingar hefðu komið vestur 1870 og vísaði um það í frásögn Þor- steins Þ. Þorsteinssonar í Sögu íslendinga í Vesturheimi. Þar seg ir, að hinar almennu vesturfar- ir íslendinga hafi hafizt árið 1870 með för fjögra Sunnlend- inga til Norður Ameríku. Hafi þá líklega engir siglt til Utah síðan fyrir 1860, né til Brasilíu frá því 1863. En eftir það hafi verið óslUinn útflutningur. Um landnám íslendinganna á Wash- ington eyju vitnar hann í grein eftir Áorna Guðmundsen. Tildrögin voru þau, að dansk ur maður, William Wickman, sem hafði verið í Reykjavík, Hafnar- firði og á Eyrarbakka, flutti til Milwaukee borgar og skrifaðist á við fyrrum húsbónda sinn, Guðmund Thorgrímsen, kaup- mann á Eyrarbakka. Hrós- aði hann mjög landkostum vestra, og áleit m.a. að fiskur- inn í Miehigan vatninu væri stór og óþrjótandi, regluleg gullkista sem íslendingar ættu að seilast ofan í og fá sinn hluta af. Varð það til þess að mennirnir fjórir lögðu af stað frá Eyrarbakka 12. maí 1870 áleiðis þangað. Nöfn þessara manna voru: Jón sonur Gísla Einars prests í Kálfholti í Holtasveit ísleifsson ar háyfirdómara og etazráðs að Brekku í Álftanesi, Einarsson- ar og konu hans Sigríðar Guð- mundsdóttur frá Hvammi, Lofts sonar að Giljum í Mýrdal Ólafs sonar, fæddur 12. desember 1839. Um Jón Gíslason er sagt að honum hafi verið útþrá í blóð borin og hann langað til að fara utan strax í bacrnæsku. Munhús bóndi hans við verzlunina á Eyr arbakka hafa hvatt hann mjög Kuala Lumpur, 11. júní NTB Á fimmveldafundinum í Ku- ala Lumpur, sem staðið hefur síðustu tvo dagana hafa menn orðið á eitt sáttir um, að æski- legt sé að koma á sameiginleg- um loftvörnum fyrir Malaysiu og Singapore og hefur verið skipuð sérstök nefnd til að kanna, hvemig því verði bezt við komið. Fundurinn, sem ráðherrarfrá Ástraliu, Bretlandi, Malaysíu, Nýja Sjálandi og Singapore hafa setið, var haldinn til þess að ræða hin ýmsu vandamál varð- andi landvarnir ríkjanna, er við blasa, þegar Bretar flytja her- lið sitt burt frá þessum slóðum, árið 1971. Singapore mun koma á lagg- ur en Bretarnir fara og verður til þess. Hann var foringi farar- innar. Guðmundur sonur Guðmundar Þorgilssonar að Litla-Hrauni á Eyrarbakka og konu hans Málm fríðar Kolbeinsdóttur, syst- ur Þorleifs ríka á Stóru-Háeyri við Eyrarbakka, fæddur 8. júlí 1840. Guðmundur var formaður á Bakkanum frá því hann var 19 ára og þar til hann fór vestur og þótti hinn heppnasti fiski- maður. Árni Guðmundsson fæddur að Gamla-Hliði á Álftanesi, 24. Conan Bryan Eaton oktober 1845. Faðir hans var Er- lendsson, ættaður úr Grímsnesi, en móðir hans var Sigríður Þor- leifsdóttir frá Oddgeirshólum í Flóa. Trésmíði hafði hann lært í Reykjavík hjá Jóhannesi Jóns- syni og verið vinnu- og búðar- maður hjá Thorgrimsen. Jón Einarsson, ættaður úr Reykjavík, rúmlega tvítugur að aldri. Hann var meðreiðarmaður Hjaltalíns landlæknis um nokk- ur ár- Þegar þeir félagar komu til Washingtoneyjar 1870 voru eitt- hvað sjö bændur seztir þar að og farnir að ryðja skóginn og timbra saman skýlum úr trjábol um. Næstu ár sigldi stór hópur í kjölfar þessara fjögra manna, einkum frá Eyrarbakka. Marg- ir komu fyrst til eyjarinnar og hurfu þaðan brott eftir skamma dvöl, aðrir settust að. Meðal þeirra var Árni Guðmundsson frá Litla Hrauni á Eyrarbakka, sonur Þórðar sýslumanns þar Guðmundssonar og Jóhönnu Knudsen systur Kristínar móður Árna Bjarna Sveinbjörnssonar, sem einnig var með í förinni og segir Eaton að Árni hafi verið síðar, ef samningar takast, hluti af sameiginlegum flugher ríkj* anna. Þá segir í frétt af fund- inum, að Ástralía muni leggja til eina flugsveit, er verði í Butt erworth í norðurhluta Malaýsiu. Hinsvegar gerði fulltrúi Ástralíu ljóst á fundinum, að hlutverk ríkisins í vörnum Suð-Austur- Asíu eftir 1971 væri háð ýmsum stjórnarákvörðunum, sem ekki hefðu ennþá verið teknar. Brezka stjórnin hefur fyrir sitt leyti lofað að sjá fyrir ýms- um loftvarnartækjum á jörðu, svo sem flugvöllum, ratsjám, og samgöngutækjum ýmiss konar, auk þess sem Bretar munu veita ýmsa þjálfunar- og tækniaðstoð og lána sérfræðinga á ýmsum sviðum. menntaðri en flestir hinna og gegnt dómarastörfum og fleiru á eyjunni. Eaton kveðst hafa séð nokkur bréf frá landnemum á Washing- toneyju, sem komið hafa á prenti, í Norðanfara og Alman- akinu. En hann hefur mikinn hug á að finna ný bréf, sem ekki hafa verið prentuð fyrr. Ef einhverjir ættingjar þessara landnema frá þessum tíma ættu bréf eða myndir, væri hann þakklátur ef þeir settu sig í sam band við Finnboga Guðmunds- son, landsbókavörð. Varla reikn ar hann með að þeir hafi haft mikinn tíma til bréfaskrifta fyrsta árið, en bréf frá tímabil- inu sem á eftir fór væru dýr- mæt. Enn búa á Washingtoneyju og eyjunum í kring margir af ís- lenzkum ættum. Samkvæmt manntalinu frá 1960 eru íslend ingar nr. 2 að fjölda, koma á eftir Norðmönnum og Dönum, Þar sem Eaton hefur búið þarna í 18 ár og komið þangað í 40 ár, kvaðst hann þekkja marga þeirra, enda íbúar ekki fleiri en það, að allir þekkja alla, eins og hann orðaði það. Ferjan til eyjanna er t.d. eign afkomenda Árna Guðmundssonar, einnig er formaður bæjarstjórnar, John- son að nafni íslendingur, ogný látinn er frægur maður af ís- lenzkum ættum Hjörtur Þórðar- son, uppfinningamaður í raf- magnsfræði. Eftir sýninguna miklu í San Francisco 1915 var hann mjög frægur maður og hef ur Steingrímur Jónsson skrifað um hann merkilega grein í 17, og 18. tölublað Lesbókar Morg- unblaðsins frá síðastliðnu ári. Sagði Eaton að grein um Hjört yrði hluti af ársriti, sem útkem- ur í ár þar vestra, og hefur hann ritað hana. Hjörtur átti eyj u í Michiganvatni sem nefnd var Klettaeyja, þar sem nú er opinber verndaður skemmtigarð ur. Fólki hefur fækkað mjög á Washingtoneyju, Fyrir um 50 árum voru þar um 1200 manrus, nú aðeins 500. Bæði búskap og fiskiveiðum hefur farið aft- ur, en nú hefur ferðamanna- straumur aukizt mjög þangað og orðinn einn atvinnuvegur eyja- skeggja. Eyjarnar eru fjórar, sem tilheyra sýslunni. Sú stærsta, Washingtoneyja, er um 60 ferkílómetrar að stærð og liggur um 10 km. frá landi. Bók Eatons kemur út í heft- um. Verður það sem fjallar um íslenzku landnemana á Waslhing toneyju fjórða í röðinni. Eru þeir sem kynnu að geta gefið honum upplýsingar og hafa í fór um sínum bréf eða myndir frá landnáminu þar beðnir um að hafa samband við dr. Finnboga Guðmundsson, landsbókavörð. Látið ekki dragast að athuga bremsurnar, séu þær ekki lagi. — Fullkomin bremsu þjónusta. Stilling Skeifan 11 - Sími 31340 LOFTUR H.F. LJÓSMYNDASTOFA Ingólfsstræti 6. Pantið tíma í síma 14772. Ræða landvarnir eftir brottför Ólafsfirðingur hlaut getraunavinninginn Sl. iþriðjudag var dregið í getraun tryggingarfélaganna, að Hótel Sögu. Voru viðstaddir forsvars- menn tryggingarfélaganna, fram kvæmdarnefnd hægri umferðar og umferðarnefnd Reykjavíkur ásamt fulltrúa borgarfógeta, fréttamönnum og fleirum. Var það ungþjónn, á Hótel Sögu, Páll Ásgeix Pálsson að nafni, er dró út vinninginn. Sá, er hnossið hreppti, var maður nokkur á Ólafsfirði, Siigurður Ringst Ingimundarson, bifreiða- stjóri, á Brekkugötu 21. Við athöfn þessa var blöðum afhent fréttatilkynning um get- raunarkeppnina og segir þar m.a. Alls bárust um fimmtán þús. lausnir, úr öllum landshlutum, og er ekki hægt að segja annað en þátttaka hafi verfð góð, enda til góðra verðlauna að vinna, sem er ný FIAT-bifreið. Sýnir þessi góða þátttaka áhuga fólks á umferðarmálum, og má hiklaust telja að getraunin hafi mjög ýtt undir að almenningur kynnti sér þá bæklinga, sem út voru gefnir í sambandi við umferðarbreyting una, en svörin við spurningunum fjórtán var að finna í bæklingun- um. Rétt svör við getrauninni voru sem hér segir: 1. Umferðarbann var í gildi frá kl. 3—7. 2. Á öllu landinu. 3. Al- gjör umferðarstöðvun var í tíu mínútur. . Frá 1. ágúst er bannað að aka með ljósum fyrir vinstri umferð. 5. Ef þér mætið bíl, sem ekur á vinstra kanti ber yður að stöðva á hægri kanti. 6. Bifreiðar stjóri ber ábyrgð á því, að örygg istæki bifreiða séu í fullkomnu lagi. 7. Hepilegast er að byrja að æfa hægri akstur á H-dag. 8. Hámarkshraði í þéttbýli fyrst um sinn eftir H-dag er 35 km. 9. Utan þéttbýlis 60 km. 10 Til þess að fá skírteini til dráttarvélaakst urs verða unglingar a'ð vera 16 ára. 11. Ökuhraða skai almennt miða við umferðaraðstæður. 12. Umferðarmerkið þýðir, að öku- maður mætti búast við börnum á götunni. 13. Áður en gengið er yfir götu skal ávallt lita til beggja handa. 14. Þar sem ekki eru gangstéttir skal ganga á móti umferðinni. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 27., 29. og 30. tölublaði Lögbirt- ingablaðsins 1968 á kjallarahúsnæði að Hlíðarvegi 56, þinglýstri eign Halldórs Backmann, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 19. júní 1968 kl. 14. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Til sölu Mercury Comet 1963. Chevy II. 1963. Fiat 1500 station 1967. Greiðsluskilmálar eftir samkomulagi. SÍMI 8-44-77 — ÁRMÚLI 18. Einnig höfum við kaupendur að 4ra—5 manna bifreiðum. SÍMI 8-44-77 ÁRMÚLI 18. Hestamannafélagið ANDVARI Gurða- og Bessostaðohreppi Tekið verður á móti hestum í Hofstaðagirðinguna fimmtudaginn 13. júní. Þeir félagar sem ekki geta komið með hesta sína þá eru beðnir að hafa sam- band við Andreas Bergmann í síma 14089 í síðasta lagi laugardaginn 15. júní 1968. Athugið að hestum verður ekki hleypt inn í girðing- una nema eigandinn hafi áður greitt beitarleigugjald kr. 500.— pr. hest, félagsgjald sitt kr. 250.— fyrir fullorðna og kr. 100.— fyrir félaga yngri en 16 ára. Tekið verður á móti greiðslum um leið og hestun- um verður sleppt. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.