Morgunblaðið - 19.07.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.07.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1968 iÞAÐ var skömmu fyrir norr- æna vinabæjamótið í Kefla- vík að áhugi nokkurra manna vaknaði fyrir því, að gefa for- seta bæjarstjórnar Keflavík- ur — hver sem hann verður hverju sinni — sitt fagurbúna einkennismerki. Jóhann Ellerup apótekari hafði um það alla forustu, svo Bankastofnanir í Keflavík og nokkur önnur fyrirtæki stóðu að þessari gjöf. Á einum bæjarstjórnarfundi fyrir stuttu síðan, komu þeir Jóhann Ellerup og Guðmund- ur Guðmundsson, sparisjóðs- stjóri í heimsókn og afhentu keðjuna og lögðu hana um herðar núverandi forseta bæjarstjórnar, Alfreðs Gísla- sonar bæjarfógeta. Gripur þessi er hinn vegleg asti í alla staði og á eftir að einkenna forseta bæjarstjórn- ar Keflavíkur, hver sem hann kann að verða hverju sinni. Bankarnir, og þeir aðrir, sem að þessu stóðu, eiga mikl ar þaikkir skilið fyrir hugul- semi þeirra og háttvísi. Þegar tímar líða verður þess minnzt með þakklæti og virðingu, um hvers háls keðjan kann að verða hverju sinni. Á norræna vinabæjarmót- inu skartaði forseti bæjar- stjórnar með keðjunni og þótti öllum vel til fallið. — Það er ekki mitt að bera fram frekari þakkir til gef- enda, nema sem einn úr hópn um, en þessi veglegi gripur verður seint fullþakkaður, því hann á eftir að verða sómi Keflavíkur — og minning um árið, sem hann kom — í júlí 1968. —hsj— sem hans var von og vísa. Niðurstaðan varð sú, að nú er komin forkunnarfögur silf- urkeðja, sem verður í fram- tíðinni einkennismerki for- seta bæjarstjórnar Keflavík- ur. Keðja þessi er handunnin úr silfri og bæjarmerki Kefla- víkur er unnið í emaleringu og mjög fallegt áferðar. Alfreð Gíslason, bæjarfógeti, tekur við keðjunni úr hendi Guðmundar Guðmundssonar, sparisjóðsstjóra. Forsetakeðjan, Erlendur Jónsson skrifar um BÓKMENNTIR fSLAND f MYNDUM Samivel: GOLDEN ICE- LAND. 307 bls. Almenna bókafélagið. Reykjavík, 1968. ÍSLANDSBÓK Samivels, sem Al- menna bókafélagið hefur nú sent á markaðinn í enskri þýðing Magnúsar Magnússonar, er fall- eg bók og vegleg. Að meiri hluta er þetta myndabók, er hefst þó á hundrað blaðsíðna samfelldum texta. Það er ekki ferðasaga, eins og maður kynni að ætla, heldur sagnfræðilegar staðreyndir og hugleiðingar höfundarins um þau efni. Sagt er frá siglingum fornþjóða um Norðurhöf, þar á meðal frá sjóferð Pyþeasar frá Massilíu, sem var þá grísk ný- lenduborg á Miðjarðarhafs- strönd, en heitir nú, eins og kunnugt er, Marseilles. Sumir fræðimenn hallast að því að Py- þeas frá Massílíu hafi fyrstur manna litið augum þetta land okkar, sem löngu síðar nefndist ísland. Það hefur þá gerzt framt að hálfri fjórðu öld fyrir Krists burð. Pyþeas getur með dálitlum rétti talizt hafa verið Frakki — eins og höfundur bókarinnar. Þá segir frá víkingaferðum norrænna manna, fundi íslands og- landnámi og fyrstu byggð, uppruna íslenzks þjóðfélags, ís- lenzkri fornmenning og fleira. Höfundur hefur aflað sér mik- ils fróðleiks um efnið, sem hann síðan færir í laglegan búning með ijóðrænu ívafi frá sjálfum sér. Hann tilreiðir hin gömlu fræði aðgengilega fyrir ókunn- uga. Frá mörgu hverju segir hann prýðisvel í stuttu og gagn- orðu máli. Við mundum að vísu segja sumt á annan veg. En það er annað mál. Samivel hefur mætur á efni sínu. Viðhorf hans eru jákvæð. Hann skrifar af talsverðri inn- lifun og kunnugleika. Og velviid hans til íslands má lesa milli lín- anna. Hann freistast lítt til að magna efni sitt með ýkjum. Þó finnst mér of djúpt í árinni tekið, að íslenzki veturinn sé samfelld sex mánaða nótt. Sú staðhæfing er margendurtekin. Lí'klega ætlast höfndur ekki til, að hún sé skil- in mjög bókstaflega. Annars er það nú einhvern veginn svo, að mörgum manninum, sem á ann- að borð gerir sér grein fyrir löndum, finnst einhvern veginn eins og ísland liggi norðar en það er — ef til vill vegna gráðu- bauganna á Evrópukortinu, sem færa miðjuna niður, en endana upp, þannig að ísland getur fljótt á 'litið virzt vera á sömu norð- lægri breidd og nyrzti hluti Nor- egs. Má þá vera, að einhverjir átti sig ekki á því, að sá sem t.d. siglir frá Vestmannaeyjum til Þrándheims í Noregi, stefnir beint í austur, þó strikið á venju legu korti vísi niður á við, og, að Bodö í Norður-Noregi er norðar en Kolbeinsey, sem í vitund okk- ar þrumir þó norðar en allt, sem norðlægt er. Sífellt brennur fyrir brjóstinu á okkur, hversu er’lendar þjóðir gera sér jafnan rýrari hugmynd um ísland en efni standa til, enda þó okkur þyki lítt frá smæð inni dragandi. En staðreynd er það, engu síður, að margir út- lendingar álíta, að hér sé aðeins örfátæk veiðistöð á lítilli Nifl- heimsey, þar sem fáeinir fiski- menn dragi fram þægindasnautt og frumstætt líf og fylgist tak- markað með því, sem gerist í veröldinni, eða, eins og segir í kápuauglýsingu Golden Iceland: „Hvaða hugmynd vekur nafnið ,ísland‘ með allt of mörgum Evr- ópubúum? Að það sé lítil eyja, hrjóstrug og liflaus, djúpt grafin einhvers staðar í isþoku heim- skautsins ..." Ef til vill á það við fleiri lönd, að heimurinn geri sér ranga og óljósa hugmynd um þau. Land- fræðilega séð er ísland útkjálki. Margfaldaðar samgöngur hafa litlu .breytt í þeim efnum, enn sem komið er. Við spyrjum því í hvert sinn, er fréttist, að á leiðinni sé bók eins og þessi íslandsbók Sami- vels: hefur hún kynningargildi fyrir o’kkur? Skrifi útíendingur um ísland af litlum skilningi, háði og spotti (eins og einn landi Samivels skrifaði fyrir nokkrum árum), fyllumst við réttlátri reiði. En skrifi hann vel um okk- ur, lofi okkur og prísi, verðum við harla ánægð. Engin bók er alveg á'hrifalaus, þó ein bók hafi lítil áhrif í ver- öldinni. Allar bækur, sem skrif- aðar eru um ísland fela því í sér einhverja land'kynning, hvort sem þær teljast góðar eða vond- ar. í bók Samivels er íslandi nú- tímans lýst í myndum og stutt- um skýringartextum, sem prent- aðir eru í einu lagi á eftir mynd- unum. Ég leiði hjá mér að ræða um myndirnar frá faglegu sjón- armiði. En óhikað má telja, að þær veiti allglögga hugmynd um landið og þjóðina, að svo miklu leyti sem hægt er að lýsa landi og þjóð með myndum. Samivel kynnir landið líkt því, sem það kemur okkur heima- mönnum fyrir sjónir, hvorki fegrar það né lýtir. Ljósmyndar- ar hans fara ekki að dæmi sumra íslenzkra póstkortaljósmyndara, sem troða sér inn í kjarrið í Tjarnargarðinum til að Ijós- mynda 'Háskólann gegnum lauf- þykknið, svo því virðulega húsi sýnist hafa snjóað niður í frum- skógi. Samivel dregur ekki fjöður yfir íslands miklu auðn, sem okkur þykir svo sem nógu hrika- leg — hvað mun þá útlendingum finnast, sem hafa kannski aldrei fyrr komið til staðar, þar sem ekki sér hús og menn og tré, hvert sem litið er. Myndir Sami- vels sýna fyrst og fremst landið, en lí'ka breidd þjóðlífsins, líf og starf þjóðarinnar í dagsins önn, víða með landið að baksviði. Golden Iceland er bók, sem hægt er að mæla með. Að vísu mun hún ekki leiðrétta rangar hugmyndir heimsins um Island; litlu breyta í þeim efnum. Hún er ekki nema dropi í þann 'haf- sjó upþlýsinga og auglýsingar, sem steypa þyrfti yfir veröldina, áður en hinn dæmigerði meðal- maður í heiminum fengi loks þá hugmynd um ísland, sem við teldum sæmilega rétta. Ef til villl gerist það aldrei. En rit Samivels er auðvitað jafn góðra gjalda vert, þó ekki sé tal- að um það gagn, sem við kunn- um að hafa af slíku riti. Bókin Golden Iceland er prent- uð í Frakklandi eins og frum- útgáfan, en hún hlaut þar sér- staka viðunkenning fyrir fagurt útlit. Um þýðing Magnúsar Magnússonar treystist ég lítt til að dæma að öðru leyti en því, að mér þykir hið enska heiti bók- arinnar óheppilegt. Fáeinar prent villur hnaut ég um. Erlendur Jónsson. lípjO^ Allar gerdir Myndamóta Fyrir auglýsingar Bcekur og timarit Litprentun Minnkum og Stcekkum OPÍÐ frá kl. 8-22 MYJVÐAMÓT hf. simi 17152 MORGUNBLADSHUSINU Til leigu 5 herb. íbúð við Bergstaðastræti. íbúðin er laus strax. Leigist til haustsins. 6 herb. íbúð í fjölsbýlishúsi við Fellsmúla. íbúðin verður laus 1. ágúst. Málflufnings og fasfeignasfofa t Agnar Gústafsson, hrl. j Björn Pétursson fasteignaviðskip ti Austurstræti 14. i Simar 22870 — 21750. j Utan skrifstofutíma: 35455 —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.