Morgunblaðið - 19.07.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.07.1968, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, POSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1968 LAND HÖRMUNGANNA Milljónir munu deyja fyrir ágústlok berist ekki aukin hjálp eins einkennisbúningfum. Hér sést skæruliðasveit í rakamett- Eina vonin er vopnahlé og hugs anleg stjórnmálaleg lausn, sem fylgdi í kjölfar þess. En horf- ur á þessu sviði eru síður en svo bjartar. Biafrastjórn hvatti 10. júli til þess enn einu sinni, að samið yrði um vopnahlé taf arlaust, og sáttasemjari yrði fenginn til þess að stjórna samningaviðræðum milli henn ar og stjórnarinnar í Lagos. Jafnframt staðfesti Biafra- stjórn, að tafarlaust vopnahlé væri eina ráðið til þjargar h-undruðum þúsunda m-annslífa og til lausnar flóttamanna- vand-amiálinu, sem er geigvæn- legt. Sambandsstjórnin í Lagos krefst þess bins vegar, að Bi- aframenn láti af kröfum sínum um sjálfstæði, jafnvel áður en til vopnahlés kemur, en Biafra menn hafa neitað og neita enn að koma til viðræðna á þess- um grundvelh. Auðskilið er, að Biaframenn vilji ekki fórna sjálfstæði sínu, áður en'til við- ræðna kemur. en þeir geta ekki búizt við að halda því, þegar rætt er um heildarlausn vanda- málsins. Stjórnin í Lagos getur ekki á hinn bóginn búiz' við því að ná sæ' tum við fólk, sem hún hefur kúgað í grimmdar- legu borgarastríði, án pess að hún bjóði þeim jafnframl land til að lifa í, sem hún af heimsku sinni svipti það fyrir 18 mán- uðum, þegar hún ætlaði að skipta landin í í 12 ríki. Grundvallar þörf er á því að tryggja líf op limi Iboa í fram- tíðinni og finna einhverja leið til þess. Einnig verður I.agos- stjórnin að milda afstöðu sína til framtíðarlandamæra Ibo-rik- is innan sambandsríkisms Níg eríu. Eins og fram hefur kom- ið nær Biafra yfir þrju ríki, þegar Nígeríu hefur verið r-kipt í tólf sambandsríki, eins og Gowon og stjórn hans lögðu til. Sérstakar ráðstafanir eru nauðsynlegar til þess að tryggja framtíð Port Harcourt, en íbúar hafnarborgarinnar telja sig til Iboa, enda þótt borgin standi sögulega séð utan þess landsvæðis, þar sem þeir eru fjölmennastir. Utan framangreindra vanda- mála er sá meginvandi, að fá Iboana í sem ríkustum mæli til þess að laga sig aftur að da.g- legu lífi í Nígeríu. án þess að biðja þá um að stofna iífi s'nu í hættu vegna nýs kynþátta- stríðs. Aðeins á þann hátt verð- ur fundin framtíðarlausn á vandamálunum. Er til of mil ils ætlast að vænta þess, að stjórn- in í Lagos hafi öðlazt þá vizku, að veita sigraðri þjóð það. sem hún vildi ekki veita henni, á meðan hún var ósigruð? ¥ ¥ ¥ Minna hefur verið ritað um styrjöldina ’ Nígeríu og hörii - ungarnar í Biafra heidur en aðra atburði eins og til dæmis styrjöldina i Víetnam. Skvring- in á því felst líklega ? þeirri staðreynd, að stórveldin eiga þar ekki hlut að máli og styrj- öldin í Nígeríu hefur ekki snert deilumál þessara ríkja eim og stríðið í Víetnam. Sem dæmi um viðbrögð kommúnista við skrif- um um stríðið í Nígeríu eru skrifin í íslenzka kommun- istamálgagninu, sem hafa ein- Hermenn Biafra klæðast ekki uðuni frumskógi. kennzt af fullyrðingum um það, að með því að vekja athygii á stríðinu sé verið að slæva á- huga fólks á stríðinu x Vict- nam og fela „þjóðarmorð“ Bandaríkjamanna þar. Sem dæmi um áhugaleysi heimsins á hörmungunum í Bi- afra má nefna þá staðreynd, að Rauði krossinn sendi í apxíl hjálparbeiðni til allra san- bandsfélaganna í hinum ýmsu löndum heims, en hinn 1. júlí s.l. höfðu aðeins 19 þjóðir svar- að hjálparbeiðninni. Framlag brezka Rauða krossins nam þá 979 sterlingspundum, en banda- ríski Rauði krossinn hafði ekki 'einu sinni svarað boiðn- inni. Bretar eru flæktir inn í styrjöldina í Nígeríu. Að nokkru leyti má rekja haua til þeirrar ákvörðunar embættis- manna í nýlendustjórn brezka heimsveldisins þess efnis, að x Nígeríu skyldi stofnað eitt ríki án tillits til þeirra kynþáita, sem landið byggja. Bretar v.'rð- ast fremur hliðhollir sambands- stjórninni í Lagos og hafa að nokkru lagt henni lið, en vegna þessa hefur Ojukwu, ofursti, f.ít ar en einu sinni ráðist harka- lega að brezku verkamarna- flokksstjórninni og sakað hana um hlutdeild í þjóðarmorðina í Biafra. Þá hafa Sovétríkin ’agt Lagos-stjórninni eitthvert iið, meðal annars látið henni í té flugvélar. Jafnframt þessu styðja Egyptar sambandsstjórn- ina, þar sem leiðtogar hennar eru flestir múhameðstrúar og hafa egypzkir flugmenn flogið í árásarferðir til Biafra. Indversk ir flugmenn hafa einnig tekxð þátt í slíkum ferðum. Lýðveldið Biafra hef"r ver- ið viðurkennt af fjórum Afriku ríkjum, en þau eru Tanzania, Gabon, Fílabeinsströndin og Zambía. Höfuðstöðvar Biafra manna í Evrópu hafa vexið í Lissabon í Portúgal og þaðan fluttu þeir í upphafi vopn og vistir til hers síns. Þá er tsl- ið, að Frakkar hafi veitt Biafra mönnum stuðning, en áhugi Frakka á hinum auðugu olíu- lindum í Austurhéraðinu mun ráða nokkru um þá afstöðu. Einnig má telja fullvíst, að Bi- aframenn njóti stuðnings frá Kína, en leiðtogarnir í Peking leggja sig mjög fram xxm að efla áhrif sín í Afríku. Biaframenn reka öfluga fréttastofu í Genf, sem hof starf semi sína 15. janúar s.l. Frétta- stofan hefur sent frá sér 225 fréttatilkynningar frá brí hun hóf starfsemi sína og hún sk’pu leggur ferðir fréttam-xnna til Biafra. Fréttastofan nefnist „Markpress" og veitir banda- rískur auglýsingamaður, WiJli- am Bernhardt, henni forstöðu. Meðal frétta sem þaðan hafa verið sendar var ein 16. maí, þar sem skýrt var frá því, að Biaframenn hefðu drepið 260 brezka hermenn úr hópi 6x)0 manna, sem brezka stjórnin heí ur verið sökuð um að hafa lán- áð sambandsstjórn Nígeríu, áð- ur en ráðizt var inn í Port Har- court. Áhugi Bandaríkjamanna á styrjöldinni í Nígeríu virðist takmarkaður, eins og kemur e. t.v. bezt fram í viðbrögðum bandaríska Rauða krossins við hjálparbeiðninni til hans. Á Norðurlöndum hefur áhugi manna á hörmungunum í Biafra farið vaxandi og þar hafa saín azt vistir matvæla og annars, sem sent er áleiðis til 3iafra, enda þótt treglega gangi að koma því til skila vegna þver- móðskunnar og stoltsins, sein enn ríkir meðal leiðtoga hinna stríðandi kynþátta. BjöB. Varlega áætlað er talið, að 4 milljónir flóttamaxxna séu í Bi- afra, þeirra á meðal eru 1,8 milljón Iboar, sem flúðu úr Norð urhéraðinu 1966. Forstöðumenn hjálparstofnana telja hörm- ungamar í Nígeríu hinar mestu nokkurs staðar síðan heims- styrjöldinni lauk. Kortið sýnir Austurhéraðið, eins og sambandsstjómin í Lagos vill, að því verði skipt i þrjú smærri ríki. Skyggði hlutinn sýnir landssvæði það, sem Biaframenn ráða nú yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.