Morgunblaðið - 19.07.1968, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 19.07.1968, Qupperneq 27
MORGUN’BLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1968 27 Menntamálaráðherra- fundur Norðurlanda — hefst i Reykjavík í dag - TÉKKÓSLÓVAKÍA Framhald af bls. 1 í kvöld eftir að orðsending forsætisnefndarinnar var birt og sagði, að flokkur hans væri staðráðinn í að halda fast við núverandi stefnu sína. Hann sagði, að flokkur- inn óskaði að skapa sósial- isma, sem ekki hefði glatað mannlegum eiginleikum, og hann væri ákveðinn í að hvika ekki frá þeirri stefnu, sem mótuð hefði verið í janú ar á þessu ári og nyti stuðn- ings tékknesku þjóðarinnar. Þjóðin vildi halda áfram breytingum í lýðræðisátt og væri frábitin því að taka aftur upp fyrri stjórnarháttu. Dubcek skoraði á tékknesku þjóðina að sýna flokksforyst unni fullan samstarfsvilja til að takast mætti að koma á þeim breytingum, sem æskilegar væru og nauðsynlegar. Dubcek sagði, að það hefði orðið Tékkóslóv- akiu dýrt að taka ákvarðanir án þess að leita álits og vilja þjóð arinnar. Almenningur hefði ver- ið óánægður með fyrri foringja, og eftir langar og erfiðar raun- ir gæti nú hver tékkneskur borg ari sagt skoðun sína á hrein- skilinn og sæmandi hátt, enda væri flokkurinn að öðlast traust fólksins á ný. Það er fásinna, sagði Dubcek, að halda að við getum sigrast á öllum vandræð- um án þess að gera skyssur, en við finnum það öll að breyting- ar til hins betra eru hafnar. Eng Inn getur betur dæmt um þarfir tékknesku þjóðarinnar en komm únistaflokkurinn, og við mununi ekki víkja hársbreidd frá yfir- lýstri stefnu okkar. Dubcek sagði að Tékkar væru þakklátir stuðningi frá öllum bræðraflokkum og þeir hefðu engan áhuga á að þröngva skoð unum upp á þá. Ef það væri reynt hefðu Tékkar svikið eigin kenningar um að hver einstakur flokkur eigi að móta sína stefnu og afstöðu. „Við óskum þess að sósíalisminn nái að skjóta djúp- um rótum í landi okkar, sá sósialismi sem skírskotar til sam vizku þjóðarinnar. Það sem við þörfnumst nú er stuðningur og traust almennings í landinu," sagði Dubcek að lokum. Bréfið sem kommúnistaflokkar nir fimm, þ.e. flokkar Sovétríkj- anna, A-Þýzkalands, Póllands, Ungverjalands og Búlgaríu aendu, var birt opinberlega í dag. Þar segir m.a. að fulltrúar nir hafi áhyggjur af þeirri þró- un mála, sem hafi orðið í Tékkó slóvakíu, en þeir hafi ekki lagt til að gripið verði til þess ráðs að hlutast til um þau mál, þar sem réttur hvers einstaks komm únistalands um að ráða málum sínum sé virtur. Á hinn bóginn geti flokkarnir ekki leyft, að utanaðkomandi öfl beini bræðraþjóðum af brautum kommúnismans og stundi hreina andbyltingu og veki upp þá hættu, að Tékkóslóvakía fjar- lægist bræðrabönd kommúnism- ans. Þetta sé ekki einkamál Tékka, heldur snerti hvern ein- stakan kommúnistaflokk og hvert ríki, sem tengd séu vin- áttu og hugsjónaböndum. Minnt er á þýðingu Varsjárbandalags- ins fyrir sjálfstæði, öryggi og frið í Evrópu, og ennfremur seg- ir að aldrei verði leyft, að ónýtt ur verði sá árangur sem komm- únisminn hafi náð. Það verði aldrei leyft, að heimsvaldasinn- ar fái komið því til leiðar — hvort sem það yrði með friðsam- legu móti eða ekki — að mis- klíð kæmi upp á meðal kommún- istaflokkanna, og breyti valda- jafnvægi Evrópu sér í hag. Þá er í bréfinu gefið í skyn, að heillavænlegast væri að taka aftur upp vandlegt eftirlit með blöðum og öðrum fjölmiðlunar- tækjum. Nokkru eftir að bréf þetta hafði verið birt, sendi svo for- sætisnefndin frá sér orðsendingu eins og getið er fyrr í frétt- tomi. Þar segir m.a. að það mundi koma aif stað alvarlegum átökum í Tékkóislóvakíu,ef aftur yrðu teknir upp stjórnarhættir Stal- ínstímans. Þá mundi meirihluti þjóðarinnar rísa upp öndverður, ekki aðeins félagar í kommún- istaflokknum, heldur einnig verkamenn, bændur og mennta- menn. f orðsendingunni neitar forsætisnefndin því harðlega, að hér sé um „andbyltingarstarfs- semi“ að ræða og segist ekkisjá neinn raunhæfan grundvöll fyr ir slíkri fullyrðingu. Þá er því og visað á bug að Tékkar hafi í hyggju að breyta utanríkis- stefnu sinni. Ennfremur segir, að Tékkar séu reiðubúnir til beinna viðræðna við fulltrúa annarra kommúnistaflokka, en á hinn bóginn ætli flokksforyst an sér að sanna, að unnt sé að stjórna án skriffinnskuveldis og lögregluaga. Mest er um vert að flokkurinn eigi stuðning þjóð arinnar, segir í tilkynningunni. Niðurstöður opinberrar skoð- anakönnunar, sem voru birtar í Prag í dag, sýndi að mikill meiri hluti tékknesku þjóðarinnar stendur með flokksleiðtoganum Dubcek og 91% þeirra, sem spurðir voru vildu að hersveit- ir Sovétríkjanna héldu tafar- laust af tékknesku landi. Samkvæmt fréttum AP og NTB fréttastofanna heldur flutn ingur sovézkra hersveita áfram. f yfirlýsingu forsætisnefndar- innar var á einum stað vikið að þeim og sagt, að Tékkar mundu ávallt standa við allar skuld- oindingar gagnvart bandamönu um sínum í Varsjárbandalaginu. Enginn vafi hafi nokkru sinni verið um almenningsálitið í land- inu gagnvart heræfingunum fyrr en brottflutningi hersveitanna var hvað eftir annað frestað. Tass-fréttastofan skýrði frá því í dag, að ambassador Tékka í Moskvu, Kouchy hefði gengið á fund ritara miðstjórnar komm únistaflokksins, Katusev. Tekið j var fram, að viðræðurnar hafi verið vinsamlegar. Katusev var í sovézku sendinefndinni, sem sat fundinn í Varsjá. Stjórnmála fréttaritarar telja, að Kouchy hafi afhent svar forsætis- nefndarinnar við bréfinu marg- nefnda. Heimildir í Prag höfðu fyrir satt í kvöld, að Titó Júgóslavíu- forseti mundi koma til Tékkó- slóvakíu á mánudag, og Ceas- escu forseti Rúmeníu einhvern næstu daga, til að sýna í verki samstöðu með tékknesku flokks leiðtogunum. NTB-fréttastofan segir að bandarískir stjórnmálasérfræð- ingar telji ósennilegt, að Sovét- stjórnin muni grípa til hervalds í Tékkóslóvakíu, til að stöðva þá lýðræðisþróun sem þar eigi sér stað. Hins vegar kunni þó að bregðast til beggja vona, ef tékkneskir forystumenn geri rót tækar ráðstafanir, svo sem að lýsa yfir hlutleysi landsins eða reyni með öðrum leiðum að rjúfa tengsl Tékkóslóvakíu við önnur kommúnistaríki. Frá Frakklandi berast þær fregnir, að franski kommúnista- foringinn Waldeck Rochet muni koma til viðræðna til Prag á morgun. í Kaupmannahöfn til- kynnti foringi danskra kommún ista, Knud Jespersen að danski kommúnistaflokkurinn væri mjög fylgjandi tillögu franskra kommúnista um fund evrópskra kommúnistaleiðtoga til að ræða málefni Tékkóslóvakíu. Jesper- sen bætti við, að danski flokk- urinn væri hlynntur breytingum á stjórnarháttum Tékkóslóvak- íu. Talsmaður ítalskra kommún- istaflokksins tók í dag eindreg- ið undir þá hugmynd franskra skoðanabræðra að sameiginlegur fundur fulltrúa kommúnista í Evrópu yrði haldinn. Moskvublaðið Pravda birti í dag Varsjárbréfið. j grein Pravda gætir og allmikillar þykkju vegna skrifa tékkneskra blaða um sovézka herliðið í Tékk óslóvakíu og segir, að blöðin hafi notað æfingcirnar til að æsa upp tortryggni og úlfúð á sov- ézku hersveitunum. Mikil fundarhöld voru víða í Sovétríkjunum í dag, í verk- smiðjum og áýmsum öðrum vinnustöðum, þar sem fjallað var um Varsjár-bréfið. Hvarvetna virtist hugur í mönnum að koma í veg fyrir að svo fari fram, sem nú horfir í Tékkóslóvakíu og mikillar gagnrýni gætir í garð hinna tékknesku leiðtoga. Utanríkisráðherra Breta, Ste- wart hvatti í dag Sovétmenn til að blanda sér ekki í innanríkis- mál Tékka og sagði, að ástand- ið hefði stórlega versnað eftir Varsjárfundinn. Stewart lagði áherzlu á, að Bretar mættu ekki á neinn hátt hafa afskipti af þessum málum. Fundir munu einnig hafa ver- ið haldnir um málið um borð í ýmsum sovézkum skipum, sem taka þátt í flotaæfingum Var- sjárbandalagsins og hvarvetna kom fram stuðningur við stefnu og viðhorf sovézkra stjórnvalda til mála í Tékkóslóvakíu. Seint í gærkvöldi hafði NTB fréttastofan það eftir áreiðanleg um heimildum að Sovétstjórnin hefði fallizt á tillögu Tékka um fund fulltrúa þessara tveggja flokka. Talið er, að fundurinn verði haldinn á laugardag eða sunnudag, en ekki er enn ákveð ið hvar fundurinn verður hald- inn. —HEYBANDSVEGUR Langur heybandsvegur Framhald af bls. 28 slægjum þarna í ár, bæði bænd ur austan úr Holtum og eins menn úr nágrenninu, en Þistil- firðingarnir voru fyrstir til að biðja um það og svo eiga þeir sjálfsagt erfiðast. Það verður skemmtilegt að geta orðið að liði á þennan hátt, ef þetta heppnast, sagði Vigfús. Hægt væri að byrja slátt þarna, en hann ætti von á Norðanmönnum undir mán aðarmót. Spurður um leiguskil- mála af slægjunum, svaraði Vig- fús því til, að þær mundu verða leigðar eftir því sem af þeim kæmi. Eiginlega væri meira um vert að geta hjálpað en ganga frá því nú. Ekki strá handa 500 fjár. Þá hringdi Mbl. norður að Svalbarði og náði tali af Þor- láki Stefánssyni, bónda, föður Sigtryggs sem tekið hafði slægj- urnar á Ölfusárbökkum. Sima samband var mjög slæmt, en þó náðust svolitlar upplýsingar. Þorlákur sagði, að um þennan heyskap á Suðurlandi yrðu lik- lega fjórir aðilar úr Þistilfirði Mundi Sigtryggur fara suður eft ir helgina með 2-3 menn og lík- lega eitthvað af vélum. Þetta væri mikið umstang, en varla væri nokkra slægju að hafa í nágrenninu. Túnin væru geró- nýt. Einasta slægjan á Svalbarði er nýrækt frá í fyrra. Af henni má fá hey handa kúnum tveim- ur sem mjólka fyrir heimilið. En að auki hafa þeir feðgar 500 fjár og verða að afla heyja með einhverju móti handa þeim. Varla mun hægt að sækja lengra slægjuna og heybands- vegur verður langur. Líklega verður að vélbinda heyið og flytja sjóveg norður, en það mun ekki enn ákveðið. — Skálholtshátíð Framhald a( hls. 28 syngur Skálholtskórinn, for- söngvarar Ingvar Þórðarson og Sigurður Erlendsson, lúðraþyt úr Þorlákstíðum annast trompet- leikararnir Jón Sigurðsson og Sæbjörn Jónsson og organleik- ari er Jón Ólafur Sigurðsscn. Söngstjóri er dr. Róbert A. Ott ósson, söngmálastjóri Þjóðkirkj- unnar. Samkoman í kirkjunni hefst kl. 16.30 með því að Jón Óiafur Sigurðsson leikur á orgel. Þá flytur Matthías Jóhannessen, skáld ræðu, Gunnar Björnsson leikur einleik á knéfiðlu. Þá flytja nemendur úr Langholts- skóla helgileikinn „Boðið“ eftir Hauk Ágústsson, stud. theol. Ruth Little syngur einsöng með undirleik Roberts A. Ottosson- ar, sr. Magnús Guðjónsson flyt.- ur bæn og les úr ritningunni og að lokum verður almennur söng- ur. í DAG, 19. júlí, koma mennta- málaráðherrar Noröurlanda sam an til fundar í Reykjavík, en slíkur ráðherrafundur er hald- inn árlega til skiptis í aðildar- löndunum. Norrænn mennta- málaráðherrafundur á íslandi var síðast haldinn árið 1963. Þátttakendur í fundinum verða: Frá Danmörku: Menntamálaráðherra Helge Larsen og ráðuneytisstjórarnir Eiler Mogensen, H. H. Koch og Henning Röhde, deildar- stjóri, Björn Brynskov og Hjalte Rasmussen, fulltrúi. Frá Finnlandi: Ráðuneytisstjóri Heikki Hosia, fyrrv. menntamálaráðherra, og deildarstjóri Matti Aho og Matti Gustafson. Frá Noregi: Menntamálaráðherra Kjell Bondevik og ráðuneytisstjór- arnir Henrik Bargem, Ené- vald Skadsem og K. Engan, ráðunautur. - ÍRAK Franuhald af bls. 1 drepnir í bardögum, er byiting- in var gerð á miðvikudag. Kvcld blaðið „Etelat“, sem hefur frétt sína eftir fréttamanni í írak sjálfu, segir ennfremur, að margt fólk hafi verið lagt inn á sjúkrahús eftir byltinguna, en áður hafði verið fullyrt, að bylt- ingin hefði farið fram án blóðs- úthellingar. Blaðið segir, að til blóðugra átaka hafi komið milli lífvarða Arefs og hermanna sem styðja nýju byltingarstjómina. Hörðustu átökin urðu í grennd við Basra nálægt Persa- flóa einungis 20 km frá íröksku skýrir frá því, að stu'ðningsmenn kommúnista hefðu verið úr röð- um og hafnarverkamanna í borg inni hefðu barizt við hlið her- mannanna, sem styddu byltingar foringjann, Ahmed Hassan A1 Bakr. Samkvæmt frásögn Etel’at var ástandið í Basra enn ótryggt i dag. Stríðsvagnar umkringdu höll landsstjórans þar, fallbyss- um hafði verið komið fyrir út-i á götum og vopnað lið gekk um borgina. Blaðið skýrði frá því, að r.iik- il sundurþykkja væri milli leið- toga byltingarinnar og heldur því fram, að frekari atburða sé að vænta í írak. - SÖLTUNARSÍLD Fr.amliald af bls. 28 f yfirnefndinni áttu sæti: Bjarni Bragi Jónsson, deildar- stj. í Efnahagsstofnuninni, lem var oddamaður nefndarinnar, Aðalsteinn Jónsson og Jón Þ. Árnason, fulltrúar síldarkaup- enda og Kristján Ragnarsson og Tryggvi Helgason fulltrúar sfid arseljenda. Á fundi Verðlagsráðs sjávar- útvegsins í dag var ennfremur ákveðið, að lágmarksverð á síld, sem afhent er utan hafna til söltunar um borð í skipum á miðunum framangreint tímabil, skuli vera: Hvert kg. kr. 1.90 eða hver uppmæld tunna, 120 lítrar kr. 205.00. Verðið er miðað við kaup á síldinni upp til hópa komna í um hleðslutæki. (Frá verðlagsráði sjávarútvegs- insy Frá Svíþjóð: Menntamálaráðherra Sven Mo berg, ráðuneytisstjóri Lennart Sandgren, Jan Stiernstedl, prófessor Arne Engström og Ilmar Bekeris. Af Islands hálfu munu sitja fundinn: Menntamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, Birgir Thorlacius, ráðuneytisstj., Ármann Snæv- arr, háskólarektor, Helgi Elí- asson, fræðslumálastjóri, Knút ur Hallsson, deildarstjóri og Árni Gunnarsson, stjórnarráðs fulltrúi. Á fundinum verður meðal annars rætt um samræmingu skólakerfa á Norðurlöndum, nor rænt og alþjóðlegt samstarf á sviði vísinda og annarra menn- ingarmála, norræna þjóðfræða- stofnun, Menningarsjóð Norður- landa, norræna eldfjallarann- sóknarstöð á íslandi, aðsböðu ís- lendinga til náms í húsagerðar- list á Norðurlöndum og fleiri mál. (Frá menntamálaráðuneytinu) VEÐRIÐ Veðurhorfur kl. 22 í gærkvöldi: Suðvesturland A og SA kaldi, og síðan stinningskaldi, þykknar upp og dálítil rigning á morgun. Faxaflói: SA og A-kaldi og síðar stinningskaldi, þykknar smám saman upp, víðast þurrt. Breiðafjörður og Vestfirðir og ■miðin: SA- og A- gola og síðar kaldi, bjartviðri. Norðurland til Austfjarða og miðin: Hæg breyti leg átt, víðast léttskýjáð, en þoku slæðingur á miðunum. Suðaustur land og miðin: Stillt og bjart veður í fyrstu, en austan kaldi á morgun og skýjað. Norðaustur djúp, Færeyjadjúp, SV- 3 vind- stig, skýjað með köflum, en þoka á Norðausturdjúpi. Síldar miðin við Svalbarða: Hæg suð- læg átt, skýjáð og sums staðar þokuslæðingur. Horfur á Iaugardag: Hæg breytileg átt og víðast bjart veð ur á Norður- og Austurlandi. SA gola eða kaldi og sums staðar dálítil súld á Suðurlandi og smá skúrir Vestanlands. Týnd Keflnvíkur- triflo hindin í GÆRKVÖLDI var trillu frá Keflavik með tveimur mönnum á saknað. Höfðu þeir farið frá Keflavík kl. 2—3 á miðvikudag, en ekkert til þeirra spurzt í ann- an sólarhring. Hóf björgunar- sveitin Stakkur þá leit í sam- ráði við Slysavarnafélagið. Leit- arflokkar bjuggu sig undir að leita á landi og flugvél frá flug- félaginu Þór leitaði yfir flóan- um. Kl. 11.50 fundu bátarnir Jök- ull og Fróði trilluna. Var hún við Þormóðssker út af Mýrurri. Var kompásinn brotinn, menn- irnir vatnslausir orðnir, en heil- ir á húfi og báturinn óskemmd- ur. Fegrunornefnd Húsmæðrafélag Reykjavíkur hetfur tilnefnt Jónínu Guðmunds dóttur í fegrunaxnefnd. Einnig hefur Arkitektafélag fslands til nefnt Þorvald S. Þorvaldsson í sömu nefnd. En formaður henn- ar er garðyrkjustjóri borgarinn ar, Hafliði Jónason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.