Morgunblaðið - 03.08.1968, Page 5

Morgunblaðið - 03.08.1968, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1968 5 MÁLAR I JÚLÍÖNUHÚSI „Me5 Ijúfu ge5i#/ I DANMÖRKU SVEINN Björnsson, listmál- ari hélt sýningu á málverk- um sinum í Galerie M í Kom- pagnistræde í Kaupmanna- höfn dagana 8.—24. júlí. Sýndi hann þar 22 myndir og fékk góð ummæli í dönskum hlöðum. I.H. sagði t.d. í Bör- sen að hann hefði sinn eigin stíl og eigin 'hugmyndir, sem greinilega bæru merki um áhrif þau er hann hefði orðið fyrir við sjómennskustörf og hefur orð á því að málarinn hafi sérstakt dálæti á bláu. Sveinn dvelur í Danmörku með fjölskyldu sinni. Birtist viðtal við hann í Frederiks- borg Amts Avis, þar sem m.a. er sagt frá því að hann og fjölskylda hans dvelji í gömlu bæjarhusi í Horneby, utan við Hornbæk. Þar hafi lista- konan Júlíana Sveinsdóttir, móðursystir hans, búið og hafi hann og brójir h^ns erft hús- ið. Heiti það nú „Julianas Hus“. í útbyggingu við þetta fallega karrýgula hús, er vinnustofan, þar sem Sveinn vinnur og reynir að vera strangur og kritískur við sjálf an sig, segir blaðið. Mörgum léreftum er kastað, áður en hann hefur náð því að túlka þetta aiveg ákveðna, sem sækir á hann. Nú dvelst hann aðeins í einn mánuð í sumar- húsinu, í sumarleyfinu hjá rannsóknarlögreglunni, en vonast til að geta í framtíð- inni verið þar í 4 mánuði á ári. Greinin í danska blaðinu er nokkuð löng og þar fjallað um ævi Sveins og störf á ís- landi. Hann er 43ja ára gam- all. Þar sem hann var einn af stórum barnahóp og föð- uriaus, fór hann á sjóinn 14 ára gamall og var orðinn stýrimaður. En hann byrjaði ekki að mála fyrr en 29 ára. Þá fór hann til náms við lista akademíuna í Kaupmanna- höfn og ferðaðist svo til íta- líu og seinna Parísar. Hann hefur haldið margar sýning- ar á verkum sínum í Reykja- vík og einnig sýnt í Dan- mörku í Charlottenborg, og nú í annað sinn í Galerie M. f fyrrnefndu viðtali, er írá því skýrt að síðast hafi selzt 14 málverk eftir Svein á sýn- ingunni í Gallerie M. Einnig hefur hann verið með í ís- lenzkri sýningu í Þýzkalandi. NýH unglinga- bloð komið út í GÆR kom út nýtt blað fyrir unglinga, og ber það heitið Toppkorn. Er blaðið átta síður og gefið út af Þórarni Jóni Magnús- syni í Hafnarfirði. Blaðið er aðallega helgað áihugamálum unglinga, hvað snertir bítlahljómsveitir, bítla- lög og bítiltízku. Meðal annars er sagt frá heimsókn í Las Veg- as og rætt er við forráðamenn þriggja vinsælustu hljómsveita unglinga, en eins og kunnugt er, virðast all mikill krytur kominn þar upp. Blaðið er ágætlega úr garði gert, fjölritað og kostar 20 kr. Sveinn Björnsson, kona hans og 5 ára sonur við Júlíönuhus i Danmörku. Eitt af málverkum Sveins á sýningunni i Gallerie M i Kaup- mannahöfn. Neitar að lýsa yfir degi S. Þ. RONALD Reagan, ríkisstjóri Californiu, hefur neitað að lýsa hátiðlegan i ár Dag Sameinuðu þjóðanna svo sem venja er. Seg- ir talsmaður ríkisstjórans, að liann líti svo á, að lýsi hann yf- ir degi samtakanna megi túlka það sem stuðning við allar hug- myndir og starfsemi samtak- anna. Haferninum, 24. júli SAGT var frá því í Mbl um daginn að flutningaskipin gætu ekki lengur annað vatnsþörf síld arbátanna með sama hætti og verið héfur. Haförninn hefur síð astliðin ár tekið með sér í hverja ferð um 100 tonn og m.s. Síldin sennilega svipað. En nú má reikna með að síldin haldi sig, til jafnaðar mun lengra frá fs- landi, en síðastliðið ár, og skip- in fara enn sjaldnar til lands en áður, og þarf því að flytja vatnið til þeirra. Þar sem ljóst er að Haförninn er hagkvæmast ur, til að leýsa vatnsvandann, og sennilega „eina“ flutninga- skipið, sem flutt getur nauðsyn- legt magn: 600-700 tonn, án mik illar fyrirhafnar og kostnaðar, þá óskuðu 50 skipstjórar á norð urmiðum eftir því við skipstjór- ann á Haferninum, Sigurð Þor- steinsson, að hann komi því á framfæri við rétta aðila að Haf- örninn flytti 600 tonna auka- skammt af vatni til handa báta- flotanum við Svalbarða. Til þess að þetta verði mögulegt hafa 4 af síðutönkum skipsins verið þvegnir mjög vandlega nú á leiðinni í land, en annars eru þessir tankar notaðir í síldar- flutningum, til að halda skipinu réttu, þegar verið er að losa það og lesta, en þá hefur verið dælt sjó úr og í þá eftir því sem við á hverju sinni. Nóg rúm er fyrir aukaolíu handa bátunum um borð í Haf- erninum, en pláss undir hið feikna mikla magn matvæla, sem Haföminn færir flotanum er alls ekki of mikið. En af því sem brytinn um borð Sverrir Torfason, sagði mér þá óskuðu margir síldarkokkam ir eftir ákveðnu magni mat- væla, svo hann þarf stórlega að auka pöntun sína miðað við tvo fyrstu túrana í ár. Auk þess segjast síldarkokkár ekki fá nema brot af því, sem þeir þurfa, í hinum flutningaskipun- um. Eg hefi hér fyrir framan mig stóran pöntunarlista, sem bryt- inn er búinn að panta eftir fyrir næstu ferð, en hann pantaði í gegn um talstöðina. Virðist mér aðeins eitt vanta, en einmitt það sagði brytinn með að væri eitt af því fáa, sem hann treysti sér ekki til að útvega, en það er kvenfólk. Og svo sagði hann: „Stóra mamma kemur til síldar- flotans færandi hendi“. Af áður nefndum lista má nefna, svona til gamans, 5 tonn af mjólk, 1.2 tonn sýrð mjólk, 300 lítrar rjómi 150 kg skyr, 200kg ostur og 50 kassar dósamjólk eða rúmlega 6 tonn af mjólkurvörum. Reagan hefur, að sögn tals- mannsins, tilkynnt þessa ákvörð un sína bréflega til stjórnar dags S.Þ. í Bandaríkjunum, en hún aftur beðið hann að endur- skoða afstöðu sína. Segir Urban Whitaker, einn af stjórnarmönn unum, að þótt ekki sé hægt að vænta þess, að menn styðji all- ar aðgerðiæ samtakanna eða að- gerðir sem þau mæli með, séu þau þó helzti vettvangur vona manna um frið og framfarir fyr- ir þjóðir heimsins. Sverrir Torfason, bryti Af kjötvörum má nefna 50 kjötskrokka, 200 stk rúllupyls ur, 50 kg bjúgu, 50 fötur salt- kjöt. Af öðrum vörum má nefna 2 tonn sykur, 1 tonn hveiti, 1 tann kaffi, 2 tonn kartöflur, 800 kg smjör og smjörlíki, 500 hveitbrauð ofl. ofl. Má af þessu sjá að það er engin smáþjónusta og kostnaður sem S.R. leggur þarna í, en taka má fram, að engan aukakostnað eða gjald þurfa síldarskipki að gr.iða til S.R. fyrir þá þjónustu þótt slíkt hafi tíðkast annarsstað ar, bæði í landi víða og úti á sjá. Og eins og brytinn segir svo oft: „Við gerum þetta með ljúfu geði“ „Og á ég þar við alla þá aukavintnu, sem skiverjar láta af hendi án sérstakrar þóknunar né ákvæða í samningi. En af öllum ólöstuðum þá ber þar mest á brytanum. Hann er ávalt reiðu- búinn, hvort heldur er á nóttu eða degi, til að þjóna sjómönn- unum, sjómönnunum sem þjóðin vex og dafnar með, þessum „700 manna bæ“ íslenzkra sjómanna á norðurmiðum. — Steingrímur. Koppreiðor „Logo“ við Tungnofljótsbæi KAPPREIÐAR Hestamannafé- lagsins Loga í Biskupstungum verða haldnar á skeiðvelli þess við Tungufljótsbrú 11. ágúst n.k. Keppt verður í 250 m fola- hlaupi, 300 m stökki og á skeiði, og skulu hestar skeiða 150 m. Ennfremur mun þar fara fram gæðingakeppni og keppni á brokki, og hestaleikir ýmis konar verða börnum til skemmt unar. Þátttaka í kappreiðum tilkynn ist Gunnari Ingvarssyni, Efri- Reykjum eða Siguúði Erlends- syni, Vatnsleysu í síðasta lagi fimmtudaginn 8. ágúst. Bj. E. Það er ávallt ávinningur að heimsækja Kaupstefnuna í Leipzig. — Á fáeinum dög- um getið þér öðlazt yfirsýn yfir framþróun vörumarkaðauáns, sem annars tæki langan tíma. — í Leipzig, miðstöð viðskipta austurs og vesturs, gefst yður tækifæri tii að sjá stöðu tækniþróunar í dag og fram í tímann. — 65 lönd munu sýna framleiðslu sýna í Leipzig. — Hittið gamla viðskiptavini, eign- izt ný sambönd og búið yður þannig undir viðskipti yðar á komandi ári. Leipzig, hin heimskunna kaupstefnuborg í Þýzka alþýðulýðveldinu, er rétti staður- inn til þess. — Það er auðvelt og fljótlegt að komast til Leipzig. — Dagiega beinar flugferðir með Interflug frá Kaupmannahöfn. Allar upplýsingar og kaupstefnuskírteini fáið þér hjá umboðsmönnum: Kaupstefnan - Reykjavík, Pósthússtræti 1.3, símar 10509 og 24397. Haustsýningin: 1.—8. sept. 1968. — Neyzluvörur. Vorsýningin: 2.—11. marz 1969. — Neyzlu- og iðnaðarvörur. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFG R EIÐSLA • SKRIFSTOFA SÍMI 10*100 Leipziger Messe Deutsdie Demokrotisdie Republik

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.