Morgunblaðið - 03.08.1968, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1968
13
X sló&
um
sms
Ágústa Björnsdóttir:
Á ferð um Snæfellsnes
SKAMMT fyrir vestan Hofsstaði
í Miklholtshreppi er tjörn ein,
sem Leirskál nefnist rétt við veg
inn á hægri hönd þegar haldið
er vestur. Eru þar sýslu-
mörk og sveita, en vestan mark-
anna tekur við Staðarsveit í Snæ-
fellsnessýslu.
Undirlendi er hér allvíðáttu-
mikið og fjallgarðurinn lykur
það traustlegum armi. Má heita
að hann sé óslitinn veggur, sem
ver sveitina fyrir norðanáttinni,
allt austan frá Lágafellshálsi,
s«m skagar drjúgum til suðurs
og hefur sig upp i litla hyrnu
framanvert, og allt vestur að
Axlarhyrnu. Sveitin er grasgef-
in mjög og búsældarleg yfir að
líta en bæirnir standa á víð og
dreif ofan frá fjallsrótum og
fram til sjávar. Má geta þess að
Þorvaldi Thoroddsen fannst mik
ið til um gróðursæld Staðarsveit-
ar og taldi hana með fegurstu og
búsældarlegustu sveitum lands-
ins.
Af fjöllum við austurmörk
sveitarinnar eru Elliðatindar
hvað tilkomumestir. Rísa þeir
upp af sléttlendinu firna háir
og framan í þeim er Elliðaham-
ar, tröllslegt strandbergt sem
næstum virðist slúta fram yfir
bæjarkornið, sem kúrir í brekku
rótinni, en um bæinn Elliða seg-
ir svo í Þjóðsögum Jóns Árna-
sonar: „Það er hafh eftir Jóni
krukk, að hamarinn sem skútir
yfir bæinn Elliða og stórir
hraunklettar hafa hrunið úr,
eigi alveg að falla yfir hann þeg
ar sá bóndi býr þar, sem á sjö
syni og þeir halda allir í einu
brúðkaup sitt til sjö systra".
Eftir því sem ég bezt veit, er
bær þessi nú kominn í eyði og
spádóminum þar með hnekkt að
sinni. Elliðahamar sézt langt að
og mjög greinilega frá Reykja-
vík, — einkum að vstri til þeg-
ar fjallgarðurinn er snævi þak-
inn, þá sést vel svart hamraþil-
ið því þar festir ekki snjó sem
að líkum lætur. Nokkru fyrir
vestan Elliðatinda gengur Þor-
geirsfell langt til suðurs með
snarbrattar skriðurunnar hlíðar
og myndarlega tinda á kollinum,
en lengst í vestri gnæfir Snæ-
fellsjökull í makt og miklu veldi
og Stapafellið teygir sig undan
rótum hans.
Bílvegurinn um Staðarsveit
liggur að mestu leyti eftir göml-
um sjávarkampi, sem nefndur er
Ölduhryggur og þykir auðsætt
að landið þar fyrir ofan hafi
fyrr meir legið undir sjó. Á þess
um forna brimbrjót stendur,
kunnasti bærinn í sveitinni —
Staðarstaður eða Staður á Öldu-
hrygg. Viða er hans getið í bók-
um fornum og nýjum, enda hef-
ur þar verið prestsetur og
menntasetur frá ómuna tíð og er
enn þann dag í dag. Fjöldi stór-
merkra kennimanna hefur setið
staðinn og fjórum þeirra veizt
biskupstign. Að sjálfsögðu hefur
jafnan verið búið myndarlega á
Staðarstað allt frá fyrstu tíð.
Eftirfarandi klausa varðandi
staðinn er úr Lýsingu íslands
eftir Þorvald Thoroddsen, en þó
dregið í efa að hún geti verið
sönn: „Sagt er að Einar Snorra-
son, sem prestur var á Staðar-
stað eftir aldamótin 1500 hafi jafn
an haft nýtt heimaræktað korn
til sælgætis á hátíðum eða þegar
hann hafði mikið við. Ætti því
að hafa verið akuryrkja á Stað-
arstað fram yfir 1500.“
Árið 1810 var hér á ferð brezk
ur vísindaleiðangur undir for-
yztu Sir G.S. Mackenzie, en á
leið sinni vestur á Snæfellsjök-
ul voru leiðangursmenn nætur-
sakir á Staðarstað. Einn þeirra
H. Holland lýsir staðnum á þessa
leið: „Það er dálítil húsaþyrp-
ing, prestsetur, kirkja og nokkr-
ir kofar. Allur leit húsakostur
þessi betur og virðulegar út en
við höfðum séð síðustu dagana.
Presturinn, síra Guðmundur
Jónsson, er virðulegur í fram-
göngu. Hann var í kjól úr bláu,
grófgerðu klæði og húfu úr sama
efni. Hann er prófastur í Snæ-
fellsnessýslu, hefur góð laun og
situr á ágætri og vel hýstri jörð.
í Staðarstaðarprestakalli eru um
500 manns og skiptast í 80 fjöl-
skyldur. Árslaun prestsins eru
100 dalir en auk þess leigulaus
Þjóðsögur greina frá öðru
mannvirki á þessum stað, sem
einnig var gert um þjóðbraut
þvera, en í öðrum tilgangi. Sag-
an er á þá leið, að endur fyrir
löngu hafi á Staðarstað búið
bóndi einn ágjarn og auðugur.
Sá hét Grani. Alfaravegur lá um
landareign hans og var mjög
fjölfarinn því þá voru tíðar
skreiðarferðir í plássin undir
Jökli. Grani taldi sig geta náð
miklu fé af vegfarendum með
því að leggja toll í veginn og
byggði í því skyni torfgarð mik-
inn þvert yfir hann, hafði eitt
hlið á og tók síðan að innheimta
tollinn, en ekki er vitað hversu
hár hann var. Tiltæki þetta mælt
ist svo illa fyrir, að skömmu síð-
ar gerðu vegfarendur, norðlenzk
ir að sögn, sér lítið fyrir og
styttu Grana aldur og lauk þann
Burkni í Búðarhrauni.
Tungupláss. En uppi undir fjall
garðinum við ræturnar á snar-
bröttum hlíðum Lýsuhyrnu er
Snæfellsjökull
ábúð á prestsetrinu, sem ber 12 ! ig
kýr og mikinn fjölda fjár. — Að j
venju bjuggum við um okkur í
kirkjunni. Hún er stór timbur- !
kirkja msð lofti, sem er óvana- |
legt á íslandi." Að lokum fara '
ferðalangarnir aðdáunarorðum
um það hve fagur þeim þótti
Snæfellsjökull í kvöldsólarskin-
inu og er það sízt að undra því
að það er mál manna að hvergi
njóti fegurð hans sín betur en
einmitt frá þassum slóðum.
Til er fjöldi sagna, sem tengd-
ar eru þessu forna setri en ekki
unnt að geta þeirra að neinu í
svo stuttu greinarkorni. Þó vildi
ég benda þeim, sem gaman hafa
af kynngimögnuðum sögnum á
söguna „Beinagrindin á Staðar-
stað“ í Grímu hinni nýju IV —
bls. 171-173.
Ýmsar sagnir eru oig bundnar
við Ölduhrygg, Langaholt eins
og hann mun hafa heitið á land-
námsöld. Landnáma getur um
Langaholts-Þórru, sem sögð er
hafa verið einna gestrisnust ís-
lenzkra kvenna. Bjó hún að
Þórutóftum á Langaholti, og
gerði þar skála um þjóðbraut
þvera og lét þar jafnan standa
borð, en hún sat á stóli útifyrir
og laðaði að gesti þá, er mat
vildu eta. Enginn veit lengur
hvar Þórutóftir voru, en helzt
er gizkað á, að það hafi verið
Staðarstaður.
innheimtu á fyrsta vegatolli,
sem um getur á landi hér.
Þegar kemur vestur fyrir Stað
arstað eru nokkrir bæir niður
við sjóinn og þar er einnig sam-
komuhús sveitarinnar. Heitir þar
Lýsubóll og er ómaksins v:rt að
taka á sig krók til þess að skoða
stórframkvæmdir þær, sem þar
eru á döfinni. Lýsuhólsland er að
al jarðMtasvæði sveitarinnar og
nú ríkiseign. Á staðnum er heit
laug með heilnæmu ölkelduvatni
og hefur löngum verið kunn, en
álitið er að þar hafi fyrr á öld-
um verið stórkostlegt jarðhita-
svæði. Árið 1946 var farið að
bora eftir heitu vatni í Lýsuhóls-
landi og fékkst þá 38 st. heitt
vatn úr 40 metra djúpri holu.
Er það vatn nú notað í myndar
lega, timburklædda sundlaug,
sem byggð hefur verið og tekin
til afnota á staðnum. Ekki er
þetta þó fyrsta mannvirkið, sem
gert hefur verið í landáreign-
inni, því að á fyrri hluta síðustu
aldar stóðu Búðakaupmenn fyrir
byggingu skýlis yfir laugina,
létu gera þar baðker úr tré óg
bekki meðfram veggjum og að
sögn er eitthvað af þeim viðum
ófúið enn. Sundlaug sú, sem nú
hefur verið byggð er 12x8 m. á
stærð, með rúmgóðum k'efum við
annan laugarendann og nýtur
hún mikiila vinsælda, . einkum
hjá yngri kynslóðinni í sveitinni.
Veturinn 1963 var enn borað _ft-
ir vatni í Lýsuhólslandi og þá
með fullkomnari tækjum enda
varð árangurinn eftir því og
þótti þá sýnt að grundvöllur
væri fenginn fyrir frekari fram-
kvæmdum. Mjmd^rlegt félags
heimili er nú að rísa þarna af
grunni og vonir standa til að
síðar meir verði reistur þar
barna- og ungling"skó'i. íbúar
Staðarsveitar eru nú um 200 og
býlin ná'ægt 40 talsins.
Tiisýndar virðist Snæfellsnes-
fj. rgarðurinn vera einn sam-
Framhald á bls. 16
Staðarsveitin séð frá Búðum. — Ljósm.: Páll Jónsson.