Morgunblaðið - 03.08.1968, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1968
Kristín Salómonsdóttir
Hraunbrún 12, Hafnarfirði — Minning
Fædd 14. september 1895.
Dáin 29. júlí 1968.
Elin Kristín Jónina eins og
hún hét fullu nafni var fædd í
Ólafsvík 14. sept. 1895. '
Foreldrar hennar voru þau
hjónin Þuríður S. Guðmunds-
dóttir og Salómon Guðmundsson.
Kristín fluttist með foreldrum
sínum til Bíldudals er hún var
á fyrsta ári, þar ólst hún upp í
foreldrahúsum ásamt fimm syst-
kinum sníum, en þau eru nú öll
látin.
Átján ára að aldri, eða árið
1913, fluttist Kristín tij ísafjarð
ar. Hún giftist Lofti Sigfússyni
8. des. 1914 og bjuggu þau á
Isafirði til ársins 1921, er þau
fluttust búferlum til Hafnarfjarð
ar, þar sem þau bjuggu síðan.
Þeim hjónum varð sjö barna
auðfð, tveggja sona og fimm
dætra. Þorsteinn sonur þeirra
andaðist á unga aldri.
Kristín missti mann sinn fyrir
Sonur minn og brððir okkar,
Njáll Gunnlaugsson,
varð bráðkvaddur 1. ágúst.
Sigríður Sigurðardóttir
og systkin.
Helga Auðunsdóttir,
andaðist að Stóra-Ási 1. ágúst.
Fyrir hönd vandamanna.
Magnús Kolbeinsson.
Elskuleg móðir okkar,
Hólmfríður Jóhannsdóttir
frá ísafirði,
smdaðist í Borgarspítalanum
fimmtudaginn 1. ágúst. Fyrir
hönd bama, tengdabarna og
bamabarna.
Kristján H. Jónasson
Hjartkær eiginmaður minn,
Anders G. Jónsson
klæðskeri, Eskihlíð 14a,
andaðist 28. júlí á Fáskrúðs-
firði. Fyrir hönd barna stjúp-
barna og systkina.
Jóhanna Unnarsdóttir.
Þakka auðsýnda samúð við
andlát og jarðarför,
Sigurjóns Ingvasonar
frá Snæfoksstöðum.
Fyrir hönd aðstandenda.
Guðmundur Jóhannesson.
níu árum eftir Ianga sjúkdóms-
legu.
Kristín var skapmikil kona,
trygglynd og blíð og hún
Eins og skýrt var frá í Mbl. í gær, kom nýtt og glæsilegt skip, Loftur Baldvinsson, til Dal-
víkur aðfaranótt mánudags. Hér sést nýja skipið við bryggju á Dalvík. Ljósm. H. Þorsteinss.
mátti ekki vam sitt vita í
nokkrum hlut. Hún varð
að vinna úti frá stórum barna-
hóp og var hún sérstaklega dug-
leg þrátt fyrir vanheilsu oft og
tíðum.
Þau hjónin ólu upp eina dótt-
urdóttur sína og reyndust henni
sem bezt gat orðið.
Ég sá Kristínu fyrst fyrir átta
árum. Þá vakti það athygli mína,
hve létt hún var í spori og bein
í baki, þrátt fyrir háan aldur og
langan vinnudag að baki, og
þannig var hún til hinztu stund-
ar.
Kristín dvaldist á heimili dótt-
ur sinnar og tengdasonar, Sigríð-
ar og Halldórs Helgasonar, í
Hafnarfirði síðustu árin og naut
þar hlýju og umhyggju. Hún
dvaldist oft á heimili okkar
hjóna og ég minnist með þakk-
læti þeirrar sérstöku umönnunar
sem hún sýndi okkur og sonum
okkar.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi. Haf þú þökk fyrir allt og
allt.
Páll R. Magnússon.
Innilega þökkum við öllum
þeim, sem heiðrað hafa minn-
ingu,
Gísla G. Axelssonar,
og sýnt okkur á margan hátt
samúð og hluttekningu við
hið sviplega fráfall hans. Þá
þökkum við af alhug öllum
þeim fjölmörgu, serm tóku
þátt í leitinni að hinni týndu
flugvél dagana 16—17 júlí sl.
Gu'ð blessi ykkur ölL
Guðrún Gísladóttir,
Axel Jónsson.
Jóhanna Axelsdóttir,
Þórhannes Axelsson.
SVAR UITT (9j,
EFTIR BILLY GRAHAM
Kjornorkurann-
sóknnrtæki seld
til Rúmeníu
London 31. júlí. AP.
BREZKA fyrirtækið Fairey Eng-
inering Itd. tilkynnti í dag, að
það hefði selt til Rúmeníu ýmis
konar tæki og búnað til kjarn-
orkurannsókna. Er þetta í fyrsta
skipti, að vestrænt ríki selur slík
an varning til kommúnistalands.
Aður en gengið var frá samn-
íngum varð rúmenska stjórnin
að undirrita samning, þar sem
hún lofar að rannsóknartækin
verði ekki notaðar í hernaðar-
legu skyni.
Ég hef heyrt predikara tala um efnið að gerast kristinn.
En hvað er það þá, sem raunverulega gerist, ef ég gef Kristi
líf mitt? Verður einhver breyting á? Verður lífið á einhvem
hátt auðveldara- Verð ég í raun og veru öðru vísi en áður?
Brude, heiðinn konungur, spurði Brendan, kristinn
mann: „Hvað mun gerast, ef ég geng Kristi á hönd?“
Brendan svaraði: „Ó, konungur, þér munuð rekast á
hverja dásemdina á fætur annarri, og allar þessar dá-
semdir munu vera raunverulegar". Að gefast Kristi veitir
lífinu algerlega nýtt innihald. Það líkist því, sem sálfræð-
ingar kalla „hugsanabætur", með nýjum verðmætum,
nýju markmiði og nýjum viðhorfum, eða eing og Biblían
segir: „Hið gamla varð að engu, sjá, það er orðið nýtt“.
Verður lífið á einhvern hátt auðveldara? Nei! I raun
og veru getur það orðið miklu erfiðara. Kristur hét ekki
lærisveinum sínum þægilegu lífi. Það leggur okkur nýjar
byrðar á herðar að ganga Kristi á hönd, gerir nýtt til-
kall til lífs okkar, gefur okkur nýtt takmark. Þér verðið
aldrei ánægður með að lifa í meðalmennskunni. Yður
mun líða illa í heimi, sem leitar hvíldar og þæginda í
eigingirni. Þér verðið gagntekinn af „guðlegu eirðar-
leysi“. En þar sem þér hafið fundið hinn sanna tilganga
lífsins, munuð þér eignast innri gleði, nýjan kærleika til
lífsins, nýja þrá vegna meðbræðranna, nýja ábyrgðartil-
finningu vegna vanmetinna og fyrirlitinna bara þessa
heims. í stuttu máli sagt, þér verðið hluttakandi með
Kristi í því að umbreyta öðrum — og heiminum. Ég get
ekki hugsað mér neitt, sem gagntekur hugann meir. Þeir,
sem reynt hafa, eru mér sammála um þetta.
Suðurlandssíld
Akranesi, 30. júlí.
HÖFRUNGUR III koxn í dag til
Akraness með 200 tunnur af
síld, sem verður fryst til beitu,
en hann hefur undanþágu til
síldveiða hér suðvestanlands.
Áður 'hafði hann aflað samtals
500 tunnur.
M.s. Langá kom með sements-
gjall til Sementsverksmiðju rík-
isins frá Danmörku og losar hér.
V.s. Sólfari kom í dag af tog-
veiðum og var afli tregur.
— HJÞ.
Benono, S-Afríku 31. júlí. AP.
KATHRINE O’-Hare, annar sam
vaxinna tvíbura, sem skildir
voru að með skurðaðgerð fyrr
á þessu ári, lézt í dag. Tvíbur-
arnir fæddust í október í fyrra
og voru samvaxnir á höfði. Faðir
telpunnar segist ekki vita dauða
orsök. Líðan hins tvíburans er
sæmileg.
Hvur eru
þeir tveir?
RANN SÓKN ARLÖGREGLAN
æskir að ná sambandi við tvo
unga menn, sem voru á dansleik
í Tjarnarbúð að kvöldi laugar-
dagsins 13. júlí sl.
Á þessum dansleik var einn
ungur maður, sem brá sér fram
á salernið, og hitti þar fyrir
þessa tvo í hrókasamræðum.
Eitthvað reyndi þessi þriðji að
leggja orð í belg, en annar
hinna sneri sér þá snöggt við
og hrinti honum aftur á bak svo
hann féll við.
f fallinu bar hann hendurnar
fyrir sig og lenti önnur þeirra
á glerbroti og skarst illa. Mað-
urinn hraðaði sér til læknis, en
í fátinu gleymdi hann að spyrja
„kunningjana" að nafni, og
því eru þeir vinsamlegast beðn-
ir að gefa sig fram við rann-
sóknarlögregluna.
Sextugsafmœli:
Sigfús Þ. Kröyer
Það er skemmtileg tilviljun,
að þessi maður, sem s.a.s. allt
sitt líf hefur helgað sig verzlun-
armálum skuli eiga afmæli svona
nærri frídegi verzlunarmanna.
Fyrir innan borð hjá Á. Einars-
son og Funk, stóð hann svo ára-
tugum skipti og innti af höndum
margvíslega þjónustu við fjölda
viðskiptamanna með sömu lip-
urð, dag eftir dag, ár eftir ár.
Til þess þarf anda hinnar sönnu
trúmennsku, til þess þarf grand
varleik og góðvilja, sem eru ein-
kenni hins prúða hjarta. Sigfús
Kröyer er allra manna kunnug-
astur flestum byggingarvörum
vegna reynslu sinnar og þekking
ar í faginu. En hús gæfunnar
er ekki af þeim efnum gjört,
heldur traustri lífsskoðun, skyn-
samlegu mati á lífsgæðunum,hóf
semi og hollum lífsvenjum. —Og
síðast en ekki sízt, farsælli sam-
búð við samferðafólk á lífsveg-
inum. Að eiga þetta allt og hafa
lag á að nota það, það er að
vera sinnar gæfu smiður. — Við
þá smíði er enginn einn, þar hef-
ur Sigfús Kröyer átt ómetan-
legan samverkamann þar sem er
hans góða kona, Díana Karlsdótt
ir. Allir vinir þeirra og kunn-
ingjar þekkja hið hlýja, vistlega
heimili í Stigahlíð 14. Þangað er
gott að koma, þar er gestum vel
fagnað og þessvegna sendum við
þeim og börnum þeirra innilegar
heillaóskir á þessum merkisdegi
í lífi húsbóndans, þökkum honum
allt gamallt og gott á liðnum ár-
um og óskum heilla og farsæld-
ar á framtíðarbraut.
GBR.