Morgunblaðið - 03.08.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.08.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1968 17 FROTTÉ-JAKKi ÞENNAN fallega jakka er hægt f yfir sumarkjólinn. Hann er æt1.- að nota á marga vegu, sem aður á 8 ára stúlku. baðkápu, skyrtublússu við galla- Efni: 1.75 m af 90 cm. breiðu buxurnar eða sem jakka utan- efni, eða 1.00 m af 140 cm. breiðu efni, 4 skelplötutölur. Sniðið er 5 hlutar: 1. hálft framstykkið 2. hálft bakstykkið 3. ermar 4. vasar 5. kragi. Skiptið stórum pappír í fern- inga, 4x4 cm. að stærð. Sniðið er síðan teiknað á pappírinn eft- ir myndinni. Allir hlutar sniðs- ins eru sniðnir tvöfaldir. Á snið inu er ekki reiknað með saum- um, svo að við verðum að bæta við fyrir saumum, þannig: fram- og bakstykkið, meðfram fram- stykkinu, í handveg og háls- mál er reiknað me'ð 1 cm, í sauma. í hliðunum er reiknað með 2 cm. í sauma. Að neðan er reiknað með 6 cm. í fald. Ermar: I hliðarsaumana og að framan fara 2 cm. í sauma. Vas- ar og kragi eru sniðnir með 1 cm. fyrir sauma. í miðjunni að framan er þrætt eftir punkta- iínunni á framstykkinu. Kant- arnir framan eru saumaðir eftir línum. Hliðar- og axla- saumar saumaðir. Ermarnar saumaðar. Kragi saumaður og snúið við. Brettið 1 cm innaf vösunum á þrjá vegu, breiðara að ofan (eftir punktalínu). Krag inn þræddur í hálsmálið og saum aður í höndunum. Ermarnar saumaðar í. Vasarnir saumaðir á framstykkm eftir merkjunum á framstykkinu. Faldurinn saum aður. Síðan eru settir fjórir hnappar og hnappagöt. Aldrei á að nota yfirdekkta hnappa á frotté. Gangið frá hliðar- axla og ermasaumum ýmist með því að sauma skábönd á þá, eða með því að sauma Zig-sag á sauma- vél. Þar sem frotté-efni vill rakna upp, er nauðsynlegt að ganga vel frá öllum saumum, þá trosna þeir ekki upp í þvottum. % Nunnu-tízka veldur deilum WALTER Holmes, tízkuteiknari í Chicago, hefur vakið mikla at- hygii, já, og reyndar hneyksli, með því að teikna og framleiða fatnað, sem er eftirlíkting af munka- og nunnuklæðum. Mörg um finnst þetta hámark smekk- leysis og spyrja, hvort ekkert sé heilagt í augum þeirra, sem eru í tízkufata-kapphlaupinu. En unglingar í Bandaríkjunum hafa lítt látið sig skipta hneykslun þeirra eldri, þeir keppast við að kaupa þessar flíkur. Haft er eftir háttsettum manni innan kaþólsku kirkjunnar um þetta fyrirbrigði „Ef nútímakon- an hefur nú ákveðið að klæðast fatnaði reglusystra, væri ósk- andi, að hún temdi sér lífemi þeirra, líka, sérstaklega þæ- versku, hreinleika og sj álfsaf- neitun“. Frá iHoImes þessum berast þær fréttir, að nú sé hann með í undirbúningi framleiðslu á mini-kardinála búningi (sjá mynd t.h.), útbúnum með silki borða í mitti, og mun flatbarða prestahattur fylgja með. ♦ ♦ ♦ n Þvottur á nylonflíkum Nylon hefur marga góða eigin- leika, einsog fcunnugt er, en sá galli er á hvítu nyloni, að það gulnar og verður ljótt með tím- anum. Það síðasta, sem við heyrð um um þvott á hvítu nyloni er, að það eigi aldrei að þvo og skola það með öðrum flíkum, heldur eitt sér. Skópoki undir leikföngin ÞAÐ reynist oft og tíðum erfitt að hafa leikföng barnarma í röð og reglu eins og allir vita. Leik- fangakassar og skúffur koma að góðu gagni í barnaherbergjun- um, og einnig mætti reyna að hengja skópoka innan á skáp- hurðina og setja þar í þau leik- föngin, sem vinsælust eru þá stundina. Skóþrælar FYRIR skömmu birtum við mynd og minntumst á, að ekki væri útilokað, að skóþrælar yrðu fluttir inn. Okkur hefur nú bor- izt eftirfarandi bréf frá „Gauju“. Kvennadálkarnir þakka fyrir bréfið og þarfa ábendingu. „Einhver hugkvæmur maður hefur fyrir langa, langa löngu búið til skóþræla — og málað þá í ýmsum litum. Við skulum vona, að skóþræl- ar verði ekki fluttir til íslands, heldur taki sig til einhver hagur maður og setji þá á markað fyr- ir stígvéluðu kettina. — Gauja“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.