Morgunblaðið - 03.08.1968, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1968
23
— Norræna húsið
Framhald af bls. 24
skólarektor, sem. er formaður
stjórnar hússins, og síðan full-
trúi norrænu féíaganna á NorS-
urlöndum, en á eftir honum tal
ar form. Norræna félagsins ís-
lenzka, Sigurður Bjarnason, rit-
stjóri.
Athöfninni um morguninm lýk
ur með því, að Per Bortem, for-
sætisráðherra Noregs flytur
ávarp fyrir hönd ríkisstjórna
hinna Norðurlandanna, en að
lokum er gert ráð fyrir að dr.
Bjarni Benediktsson, forsætis-
ráðherra flytji ávarp.
Að loknum hádegisverði mun
Ivar Eskeland, forstöðumaður
Norræna hússins flytja ræðu um
húsið og tilgang þess. Að því
loknu mún hann taka við gjöf-
um til hússins, en þegar er vit-
að um stórar gjafir frá ýmsum
aðilum á Norðurlöndunum..
Nefndi Eskeland til dæmis á
blaðamannafundinum, að helztu
flugfélögin, Braathen, Flugfélag
íslands, Loftleiðir og SAS myndu
gefa stórar gjafir, en vænta
mætti gjafa frá ýmsum aðilum
öðrum.
Að þessu loknu verður opn-
uð í Norræna húsinu sýning á
handiðnaði frá öllum Norður-
löndumum 6, en þá sýningu
myndi Roar Höyland setja upp.
í sambandi við þessa sýningu
ræddi Eskeland nokkuð um það
hlutverk, sem Norræna húsið
myndi gegna. Sagði hann, að
húsið yrði opnað almenningi
strax eftir opnunina og gæfist
•þá hverjum, sem vildi, kostur á
því að koma þar inn og nota
sér þá fyrirgreiðslu og aðstöðu,
sem hægt væri þar að láta í té.
Handiðnaðarsýningin yrði þar
opin að öllum líkindum til októ-
berloka ogværi öllum frjálst að
koma og skoða hana. Þá yrðu
afnot af bókasafni hússins heim
il öllum, sem vildu koma þangað
til að lesa norrænar bækur, tíma
rit eða dagblöð, eða hlusta á
hljómplötur frá Norðurlöndun-
um. Gat Eskeland þess, að nú
þegar hefðu komið sjómenn af
mokkrum skipum og beðið um
að fá að sjá dagblöð frá lönd-
um sínum, og sagðist vænta
þess, að slík þjónusta gæti ver-
ið rekin í ríkari mæli í framtíð-
inni, því Norræna húsið myndi
fá öll dagblöð Norðurlandanna
send í flugpósti og myndu þau
liggja frammi fyrir þá, sem þau
vildu lesa.
f Norræna húsinu er stórt bóka
safn og verður þar komið fyrir
bókum frá Norðurlöndunum. 1.
nóveniber verður opnuð í húsinu
sýning á bókum, fyrsta sinnar
tegundar. Verða þar sýndar all-
ar bækur, sem gefnar eru út á
þessu ári á Norðurlöndum og
eru ritaðar af innlendum höf-
undum. Einnig verða sýndar þar
bækur, sem þýddar eru af einu
Norðurlandamáli á annað.
Bókasafnið verður opið almenn
ingi, eins og áður er sagt. Þar
verða fyrst 12—15 þúsund bæk-
ur á hillum til útláns eða lestr-
ar á staðnum. Bækur þessar
gefa Norðmenn, en síðan er ætl-
unin að bæta allverulega við safn
ið með sameiginlegri gjöf frá
Norðurlöndunum.
Fjölmörgum gestum hefur ver
ið boðið að vera viðstaddir opn-
un Norræna hússins, en ekki
er vitað með vissu, hve margir
munu koma frá hinum Norð-ur-
löndunum, Þó mun láta nærri,
að við opnunina verði allt að
því 300 gestir. Meðal þeirra er-
lendu gesta, sem vitað eT að
verðiv iðstaddir eru: Frá Noregi
Per Borten, forsætisráðherra,
Kjell Bondevik, menntamálaráð
herra, þrír stórþingmenn, þau
Bertie Rognerud, Olav Hordvik
og Guri Johannessen og háskóla
rektorarnir í Osló og Björgvin.
Frá Danmörku: K. Helveg Pet
ersen. menntamálaráðherra.
Karl Skytte, þingforseti, Erik
Eriksen, fyrrv. forsætisráðherra.
K. B. Andersen, þingmaður,
Bent A. Koch, ritstjóri og há-
skólarektorarnir Sören Sönen-
sen og Mogens Bröndsted.
Frá Færeyjum: Peter Mohr
Damm, lögmaður, Jóannes Pat-
ursson, konungsbóndi, N. J.
Arge útvarpsstjóri og rithöfund-
urinn og skáldið William Hein-
esen.
Grels Teir er fulltrúi finnsku
ríkisstjórnarinnar við opnunina,
en auk hans koma m.a. Georg
Backlund, þingmaður, prófessor
Matti Koskennienni og prófess
or Alvar Aalto, sem teiknaði hús
ið.
Frá Svíþjóð kemur Ragnar
iEdenmann sem fulltrúi ríkis-
stjómarinnar, en meðal arunarra
sænskra gesta verða Edv. Reuter
swárd, ráðuneytisstjóri og menn
frá háskólum. blöðum og út-
varpL
í sambandi við opnunina verð
ur hátíðardagskrá í Þjóðleikhús-
inu, þar sem listamenn frá Norð
urlöndunum koma fram.
Nýi palurinn í Arbæ, þar sem dansað verður um helgina, í smíðum. — Ljósm. Mbl. Kr. Ben.
Stór sýningurpallur í Árbæ
— Dansað þar á sunnudagskvöld
NÝR sýningarpallur verður
vígður í Árbæ um verzlunar-
mannahelgina. Er þetta geysi-
mikill pallur, 140 ferm. að stærð,
og hefUr að undanförnu verið
unnið að því að koma honum
upp.
Þennan pall á að nota um
verzlunarmannahelgina. Verður
dansað þar á sunnudagskvöld, en
þá hefst dansleikur kl. 8. Hljóm-
sveit Guðjóns Matthíassonar leik
ur fyrir dansi, söngvari Sverrir
Guðjónsson.
Síðdegis á mánudag verður
efnt til þjóðlegra skemmtana á
palli þessum kl. 3-6 síðdegis ef
veður leyfir. Þar mun Lárus
Salomonsson sýna tök á steinum
o. fl. Árbæjarsafn er opið dag-
lega kl. 10-12 og 1-6. Og á sunnu
dagskvöld verður dansleikur,
sem fyrr er sagt, og jafnframt
veitingar í Dillonshúsi.
- BIAFRA
Framhald af bls. 1
annarra er láta sig ástandið í
Nígeríu máli skipta. Óttast marg
ir, að ummælin kunni að eyði-
leggjá grundvöllinn fyrir friðar
viðræðunum í Addis Abeba og
hvetja aðrar fyrrverandi ný-
lendur Frakka í Afríku til að
fylgja fordæmi stjórnarinnar
viðurkenni hún Biafra. Brezku
blöðin ræða í dag hvort hugsan-
Indverski f lug-
herinn á Islandi
legt væri að Frakkar myndu í
því tilfelli veita Biafrabúum
hernaðarlegan stuðniing, en
brezkir ráðherrar vísuðu þessu
algerlega á bug og sögðu slíkt
óhugsandi.
Sambandsstjómin í Nígeríu
kvartaði í dag yfir ummælum
frönsku stjómarinnar og sagði,
að hún hefði blandað sér í inn-
anríkismál Nígeríu. Segir í yf-
irlýsingu stjómarinnar viður-
kenning á sjálfstæði Biafra og
geti orðið til þess aðuppreisn-
armenn hverfi frá samningum
VARI.A eru þessir komnir til
að hertaka ísland, hugsuðura
við, þegar við sáum tvær
flugvélar með merkjum ind-
verska flughersins lenda á
Reykjavíkurflugvelli um há-
degisbilið í gær. En til þess
að hafa vaðið fyrir neðan
okkur, fórum við út á völl.
Ekki gátum við séð þess
nein merki, að þarna væri um
vopnaðar flugvélar að ræða,
en ekki vorum við fullkom-
lega í rónni samt fyrr en við
hittum einn indverskan flug-
mann, sem var vopnaður
brosinu einu saman.
Hann sagði okkur, að þess-
ar vélar væri indverski flug-
herinn nýbúinn að kaupa frá
De Havilland-verksmiðjunum
í Kanada og væru þær nú á
leið heim. Vélarnar eru af
gerðinni Caribou og á ind-
verski flugherinn 18 slíkar
fyrir, en þær eru notaðar til
alls kyns flutninga þar í
landi. Aðalkosturinn við vél-
arnar er, hversu stuttar flug-
brautir þær þurfa, en full-
hlaðin Caribou-vél þarf ekki
nema 450 metra langa braut
til flugtaks og lendingar.
í hvorri flugvél eru fimm
menn og flugu þeir frá Tor-
onto til Goose Bay á sex
tímum, en þaðan til íslands
tók flugið átta klukkustund-
ir. Flugþol þessara véia er
átta klukkustundir, en í þess-
ari ferð eru þær útbúnar
aukaeldsneytisgeymum, sem
auka fiugþolið upp í fimmtán
klukkustundir.
Flugmaður þessi áætlaði að
heimferðin tæki um viku-
tíma.
um friðsamlega lausn deilunnar.
Utanríkisráðherra Sambands-
sjtórnarinnar, Okoi Arikpo sagði
í dag, að færu friðarviðræðum-
ar í Addis Abeba út um þúfur,
myndi stjórnarherinn hefja stór
felldar hemaðaraðgerðir gegn
uppreisnarmönnum í Biafra.
Alþjóða Rauði krossinn sendi
í dag flugleiðis um 7 lestir af
lyfjum og matvælum til Biafra
frá spærusku eyjunni Femando.
Po. Þetta er fyrsta flugferðin um
margra vikna skeið. í yfirlýsing
ingu frá Rauða krossinum segir
í dag, að opnun landleiða til mat
vælaflutninga sé eina viðun-
anlega lausn málsins og því sé
aðaláherzla lögð á samninga í þá
átt.
Önnur Caribou-vélin á Reykjavíkurflugvelli í gær,
(Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
Varð fyrir bíl
TÍU ára telja meiddist nokkuð
á fótum, þegar hún varð fyrir
bíl á Sogavegi um klukkan 13:00
í gær.
Telpan var að flýta sér til að
ná í strætisvagn og hljóp hún
yfir götuna í veg fyrir bílinn.
Ekki kenndi telpan sér neins
meins og fór hún með strætis-
vagninum. En síðar, þegar hana
fór að verkja í fæturna, fór móð
ir hennar með hana í slysavarð-
stofuna. Meiðsl hennar voru
ekki alvarlegs eðlis, en lögregl-
an vill brýna fyrir fólki að kalla
ávallt á lögreglu og sjúkralið.
þegar slíkir atburðir verða í um
ferðinni.
Stanzlaust
Hug til Eyja
ÞAÐ er að venju annasamt hjá
Flugfélagi tslands vegna Þjóð-
hátíðarinnar í Vestmannaeyjum
og er flogið þangað stanzlaust,
svo lengi sem skilyrði leyfa. A
fimmtudag var ráðgert að fljúga
tíu ferðir, en sökum veðurs var
ekki hægt að byrja fyrr en kl.
7 um kvöldið. Var þá allur til-
tækur flugfloti félagsins settur
í flutninga til Eyja og voru fam
ar sex ferðir með um 280 far-
þega.
í gær var byrjað að fljúga kl.
8.30 og var gert ráð fyrir að fara
sextán ferðir, en í dag verða
farnar fjórar. Til þess að anna
öðru innanlandsflugi var Vis-
countvél félagsins tekin í notk-
un og sömuleiðis ein Douglasvél
til viðbótar. Viscount vélin flaug
til fsafjar'ðar, Akureyrar, Sauð-
árkróks og Egilsstaða, en flug-
brautin í Eyjum er of stutt fyrir
svo stóra vél.
— Sumarhdskóli
Framhald af bls. 24
ónir króna úr Norræna menn-
ingarmálasjóðnum og hefur skól
inn gengist' fyrir rannsóknum á
fjórum sviðum norræns menn-
ingarlífs.
f stjórn íslandsdeildar Nor-
ræna sumarháskólans eru: Þór
Vilhjálmsson, prófessor, formað-
ur; Þorvaldur S. Þorvaldsson,
arkitekt, ritari; dr. Bjarni
Guðnason, prófessor og Úlfur
Sigurmundsson eru framkv.stj.
skólans hér í Reykjavík, en skól
anum lýkur sunnudaginn 11.
ágúst.
Rómo gestrisni
Djúpmanna
í GÆRDAG komu tveir kennar-
ar frá unglingaskóla í Leieester
í Englandi að máli við Morgun-
blaðið og báðu um að komið
yrði á framfæri þökkum þeirra
og sjö nemenda þeirra við alla
þá, sem greitt hafa götu þeirra á
íslandi.
Hópurinn hefur að undan-
förnu unnið að könnun á land-
búnaði á Snæfjallaströnd og víð
ar við ísafjarðardjúp. Leslie
Morgan, sem var leiðangurs-
stjóri, sagði, að sú gestrisni og
hjálpsemi, sem hópnum hefði
verið sýnd, hefði verið ólík öllu
því, sem nokkurt þeirra hefði
áður kynnzt. Til dæmis hefði
fólkið oft komið að bæjum án
þess að tilkynna ferðir sínar,
rennblautt og hrakið. Hefði alis
staðar verið tekið á móti þvi
eins og það væri velkomnir boðs
gestir. Sagði fararstjórinn, að
þessar móttökur hefðu haft djúp
og varanleg áhrif á unglingana
og fararstjórana og myndu þau
aldrei gleyma þeim móttökum,
sem þau hefðu fengið í þessu
landi. Báðu þau Morgunblaðið
fyrir hj artanlegar þakkir til
allra þeirra við ísafjarðardjúp
og annarra, sem greitt hafa götu
þeirra.
VEÐRIÐ
BÚIZT var við að regnsvæði
gengi inn yfir austurland sl.
nótt með allhvassri sunnan
ítt, en að það næði ekki að
ráði til norðausturlands. í
lag er gert ráð fyrir að hann
íangi í suðvestan og hætti að
rigna. Eftir það verða skúrir
en bjart á milli um vestan-
rert land og bjart og hlýtt á
lusturlandi. Þegar líður á
rannudag má búazt við að
þykkni upp með vaxandi
t ;unnanátt vestanlands.