Morgunblaðið - 08.08.1968, Page 10

Morgunblaðið - 08.08.1968, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. AGÚST 1868 ERLENT YFIRLIT ★ Somið um vopnuhlé í Bratisluvo ★ Auknor efusemdir í gurð Nixons ★ Dregið úr stríðsuðgerðum í Vietnum? Nýjar hömlur á prentfrelsiÖ? ALEXANDER DUBCEK, leið- togi tékkóslóvakíska kommúniata flokkaina, hefur fullvissafS þjóð- ina í sjónvarpsræðu, að engir leynisamningar hafi verið gerð- ir á Bratislava-fu'n'dinum, þar aem kommúnistaflokkar Sovét- ríkjanna, Póllands, Austur- Þýzkalands, Ungverjalanda og Búlgaríu viðurkenndu jafnrétti, fullveldi og þjóðlegt sjálfatæði kommúnLstaríkja. Þó hefurtékk óslóvakíakum leiðtogum gengið erfiðlega að eyða grunsemdum um, að þeir hafi orðið að slaka til á fimdinum. Skömmu áður en Dubcek flutti raeðu sína efndu nokkur hundr- uð stúdenta til mótmælaaðgerða í Prag til þess að láta í ljós ugg um, að þjóðin fengi ekki að heyra allan sannleikann um viðræðurnar í Bratislava. Það ðem Tékkóslóvakar óttast mest er, að ritfrelsi verði takmarkað á nýjan leik. Þess vegna hafa blaðamenn lýst því yfir við Cem ik fonsætisráðherra að óheilbrigt ástand mundi skapast ef málefna leg gagnrýni yrði bönnuð á nýj an leik. Tortryggni vekur, að í Bratis- lava-yfirlýsingunni er sérstak- lega tekið fram, að gagnkvæm- um ásökunum deiluaðiLa verði að ljúka. Afleiðing þeasa getur orð ið sú, að blöð í Tékkóslóvakíu muni eiga mjög erfitt um vik í framtíðinni að láta í ljós skoðan ir sínar á ástandinu í öðrum kommúnistaríkjum og gagnrýna stjómir þessara landa. Líta mætti svo á, að slík skrif brytu í bága við Bratislava-yfirlýsinguna. Óbein ritskoðun? Ljóst er, að stjórnarvöld í Tékkóslóvakíu hyggjast ekki koma á beinni ritskoðun á nýjan leik, en hins vegar bendir margt til þess að vegna Bratislava-yfir lýsingarinnar verði blöðin sjájf að viðhafa ritskoðun og gæta hófs í skrifum sínum um önnur kommúnistaríki. Athyglisvert er í þessu sambandi, að eftir fund- inn í Bratislava sagði tékkóslóv akískur ráðherra, að hann væri þess fullviss að tékkóslóvakísk- ir ritstjórar mundu sýna fyllstu ábyrgðartilfinningu í framtíðinni Þessi ummæli virðast staðfesta að tékkóslóvakískir leiðtogar hafi heitið því á fundinum í Brat islava að draga úr árásum sín- um á aðra kommúnistaflokka. Kommúnistaflokkar Varsjár- ríkjanna óttast prentfrelsið í Tékkóslóvakíu vegna þess að það 'getuT leitt til aukinnar ólgumeð al menntamanna í öðrum komm- únistaríkjum. Prentfrelsið í Tékkóslóvakíu h/efur leitt til op- inskárrar gagnrýni á Varsjár- bandalagið og Comecon (efna- hagsbandalag Austur Evrópu- ríkjanna) og jók það á ótta Rússa um, að Tékkóslóvakar mundu draga sig út úr samvinn- unni við önnur kommúnistaríki. Þess vegna var það ein aðal- krafa Varsjár-bréfsins alræmda, sem svo mikla reiði vakti í Tékkóslóvakíu þar sem með því var reynt að segja tékkóslóvak ískum leiðtogum fyrir verkum, að ritskoðun yrði aftur komið á. Minna svigrúm. Tékkóslóvakískir leiðtogar hafa nú lýst því yfir, að Varsjár- bréfið sé dautt og ómerkt, og mikilvægt er að hvergi er minnzt á það í Bratislava-yfirlýsingunni í meginatriðum virðist yfirlýs- ingin staðfesta þá staðhæfingu Dubceks, að hann hafi ekki hvik að frá stefnu sinni í hinum erf- iðu samningaviðræðum, þrátt fyrir efasemdirnar um hugsan- legai takmarkanir á ritfrelsi. Með hliðsjón af hinum víðtæku þvingunaraðferðum Rússa og sam herja þeirra hefur Dubeck unn- ið mikinn sigur. En þótt Varsjárbréfið sé úr sögunni virðast tékkóslóvakísk- ir leiðtogar hafa orðið að sætta sig við það að svigrúm þeirra í utanríkismálum verði takmark- að. Dubeck og samstarfsmenn hans hafa að vísu margoft lýst yfir því, að vinátta við Rússa og aðildin að Varsjár-bandalag- inu verði enn sem hingað til Jhornsteinar utanríkisstefnu Tékkóslóvakíu. Hins vegar hafa þeir haft áhuga á viðakiptum við vestræn ríki, en ekki er víst hvort þeir hafi nógu mikið svig rúm til þess eftir Bratislava- fundinn. Það sem Dubeck hefur tryggt þjóð sinni fyrst og fremst, er að samþykkt hefur verið að umbót- unum í innanlandsmálunum verði haldið áfram Dubeck hefur tek- izt að sannfæra Rússa um, að frjálsræðisstefnan sem hann hef ur fylgt nýtur nær einróma stuðnings þjóðarinnar. ALmenn- ingur í Tékkóslóvakíu hefur stað ið svo fast á kröfum sínum um, að Dubcek framkvæmi gefin lof orð um úrbætur að hann hefði ekki haldizt við völd ef hann hefði ekki hlýtt vilja þjóðarinn- ar. Þetta hafa Rússar gert sér grein fyrir. Kommúnismi á tímamótum. Rússar hafa einnig gert sér grein fyrir því að þeir gátu held ur ekki staðið gegn frjálsræðis- stefnu Tékkóslóvaka vegna hins öfluga stuðnings sem þeir hafa hlotið í kommúnistahreyfingunni Tékkóslóv'a'kar hafa ekki aðeing notið stuðnings Rúmena og Jú- góslava, sem ekki þurfti að koma á óvart vegna þjóðernisstefnu þeirra, heldur einnig kommún- istaflokka Frakklandis og Italíu og annarra vestrænna kommún- istaflokka. Mikilvægi Bratislava yfirlýsingarinnar er ekki hvað sízt fólgið í því að hún sýnir að sovézkir leiðtogar sjá sig til- neydda að taka tillit til skoðana annarra kommúnistaflokka. Ógnað bœði trá hœgri og vinstri ÞÓTT Richard Nixon fyrrum varaforseti hafi alltaf verið langsigurstranglegastur * þeirra sem keppt hafa um að verða til- nefndir forsetaframbjóðandi re- búblikana við forsetakosningar nar í haust hefur hann mætt nokkrum mótbyr síðustu dagana fyrir flokksþingið. sem nú stend ur yfir í Miami Beach. Þrátt fyr- ir það er talið að hann eigi vís- an stuðning meirihluta fulltrú- anna á landsfundinum í fyrstu atkvæðagreiðslunni, sem fram fór í nótt, eða í annarri atkvæða- greiðslu. Ástæðurnar til þess að nokk- urra efasemda hefur gætt í garð Nixons eiga einkum rót sína að rekja til þesis að vafi þykirleika á að hann sé sigurstranglegur frambjóðandi. Hann beið ósigur í forsetakasningunum 1960 og sigurlíkur hans eru síður en svo betri að þessu sinni. Rockefeller: vinsælastur Nýleg skoðanakönnun sýnir, að ef Nixom hlýtur útnefninguna er líklegt að hann tapi í forseta- kosningunum, hvort sem mót- frambjóðandi hans verður Hu- bert Humphrey varaforseti eða Eugen McCarthy öldungadeild- arþingmaður. Rockefeller vinsælastur. Hins vegar sýndi þessi sama skoðanakönnun að NeLson Rocke feller, ríkisstjóri í New York, er langvinsælastur þeirra sem sækj ast eftir tilnefningunni í Mi ami, og getur hamn auðveldlega sigrað hvern þann stjórnmálaleið mm Nixon segir við Humphrey: —þegar við höfum verið útnefnd- ir skulum við hefja umræður um nýjar og kraftmiklar úr- bætur á vandamálum þjóðféla gsins. toga, aem demókratar velja I forsetaaframboðið. Vinsældir Rockefeller hljóta að hafa veru leg áhrif á afstöðu landsþings fulltrúanna, þótt eftir eigi að ’koma í ljós hvort þær ráði út- slitum, enda eru átta ár liðin síðan repúblikani sat í forseta- stóli og repúblikanar eiga aér enga ósk heitari en að sigra að þessu sinni. Á hinn bóginn mælir margt með Nixon í augum sannra flokksmanna. Hann var varafor seti Eisenhowers og nýtur etuðn ings hams nú. Auk þess hefur það bætt aðetöðu hans, að hon um er ógnað bæði a-f hægri og vinstra armi flokksims — hægri sinnanum Ronald Reagan og um bótasinnanum Rockefeller. Hörð um repúblikönum er meinilla við Rockefeller því að þeim finnst hann of vinstrisinnaður. Rsagan ®tendur mjög langt til hægri í flokknum og er illa þokkaður af framfarasinnum. Þannig stendur Nixon í miðj- unni og ef til vill er hann eimi maðurinn sem sameinað getur hin andstæðu öfl í flokknum. Demókratar næstir. Það sem gerist á landsfundi repúblikana í Miami getur haft mikil áhrif á landsfundi demó- krata og val hans á frambjóð- anda flokksins við forsetakosn- ingarnar. Ef repúblikanar út- nefna Nixon má telja vist að demókratar útnefnd Humphrey, en hins vegar hefur því verið spáð að demó- kratar tilnefni McCarthy forseta efni ef repúblikanar tilnefna Rockefeller og að þá mundi þriðji frambjóðandinn, George Wallaoe frá Alabama, fá geysi- mikið fylgi, og jafnvel ráða úr- slitum í kosningunum. Veik von um samkomulag? Almenningur í Brno undirritar fyrir viðræðumar í Ciema. áskoranir til forystu tékkósióvakíska kommúnistaflokksins ÝmisLegt hefur þótt benda til þess að undanförnox, að Norð ur Víetnamar hugleiði þann mögu lei'ka að draga úr stríðsaðgerð- um sínum til þeas að koma því til leiðar að Bandaríkjamenn hætti öllum loftárásum sínum á Nor ður-Vietnam. Þessar fréttir hafa veriS dregn ar í efa í Washington, og í þvl sambandi er minnt á yfirlýsing- ar þær er Johnson forseti og Dean Rusk utanríkisráðherra gáfu um Vietnammálið í síðustu viku. Johnson vísaði á bug til- lögum um, að loftárásum sunnan við 20. breiddarbaug yrði hætt á þeirri forsendu, að Norður- Vietnamar hefðu stóraukið liðs- flutninga sína suður á bóginn, sennilega í því augnamiði að hefja nýja stórsókn í Suður-Viet nam. Rusk mæltist til þess, að ábyrgir aðilar í Hanoi stegðu beint eða óbeint hvað gerast mundi ef öllum loftárásum á Norður-Vietnam yrði hætt. Sérsamningnr? Síðan hafa samningamenn Han oi-stjórnarinnar í Parísar- við- ræðunum svarað þessum yfirlýs ingum á þá lund, að bandarísk ir leiðtogar sér „fyrirlitlegir lyg arar“ og reyni að herða á stríð- inu um leið og þeir tali um frið. Hins vegar hafa norður-vi etnamskir fulltrúar í París gef- ið í skyn í einkasamtölum að dregið hafi vierið úr stríðsað- gerðum í Suður-Vietnam, að það beri vott um stillingu og hafi pólitíska þýðingu. Norður-Viet- namar hafa krafizt þes», að Bandaríkjamenn hætti öllum loft árásum áður en viðræður verði hafnar um önnur mál á Parísar- fundinum. Rusk hefur sagt, að Bandarí'kjamenn séu fúsir að hætta loftárásum ef vissa fáist fyrir því að Norður-Vietnamar dragi úr stríðsaðgerðum og megi gera um þetta sérstakan samn- ing. Á því er enginn vafi, að drteg ið hefur til muna úr bardögum í Suður-Vietnam á undanförn- um vikum, og hefur mannfall í liði Bandaríkjamanna minnkað. Tæpur einn og hálfur mánuður er nú liðinn síðan síðustu eld- flaugaárásirnar voru gerðar á Saigon. En Bandaríkjamenn segja að skýringin sé sú að Norður- Vietnamar endurskipuleggi nú lið sitt af kappi og segja að af- staða þeirra hafi ekki breytzt. Þeir eru sannfærðir um, að Norð ur-Vietnamar búi sig nú und ir þriðju stórárásina á Saigon og aðrar borgir í Suður Viet- nam síðar í þessum mánuði. Eft- ir á að koma í ljós, hvort þessi spá reynist rétt. í þessu sam- bandi er athyglisvert að því hef ur verið fleygt að Johnson for- seti hyggist stöðva allar loftár- ásir á N-Vietnam fyrir flokks- þing demókrata í Chicago. .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.