Morgunblaðið - 08.08.1968, Síða 13

Morgunblaðið - 08.08.1968, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1968 13 Njalsbrenna og Uppsala - Edda — Spjallað við þáttfakendur í Norrœna sumo-háskólanum Norræni sumarháskólinn starfar í fyrsta skipti á ís- landi nú í sumar og síóast Iiðinn laugardag var hann settur. Á morgnana eru um- ræðuhópar starfandi en eftir hádegi er ýmist hlustað á fyr iriestra eða þátttakendur skoða landið. Og á kvöldin er ýmislegt gert þátttakend" um til skemmtunar. Guðmundur Jónsson óperu söngvari var að syngja fyrir þá íslenzk lög, þegar við brugðum okkur til þeirra. Þetta var í Þjóðminjasafn- inu, og þegar Guðmundur hafði lokið söng sínum, sem vár ákaflega vel tekið, skoð- uðu menn safnið. Við tókum nokkra af þátt- takendum tali og fyrst hitt- um við Johan Fjord Jensen mag. art., en hann stjórnar þeim umræðuhóp, sem ræðir útskúfunina í nútíma þjóðfé- lagi. Við spurðum hann fyrst, hvort hann hefði oft tekið þátt í mótum sem þessum. — Já, ég hef verið Með í fimm skipti, en miklu oftar hef ég tekið þátt í undirbún- ingnum að skóLanum. Ákveð- in efni eru tekin fyrir í hvert sinn, en áður er fjallað um þau mjög ýtarlega í hverjum skóla, og ég gæti trúað að um tvö þúsund manms fca'ki þátt í því. Hins vegar eru hér í kringum 250 í skólanum sjálfum. Undirbúningurinn er því á vissan hátt mikilvæg- ari. — Er skólinn nú eitthvað frábrugðinn því sem áður var? — Nei. í aðalatriðum er hann eins, en aðeins er þó meiri kynning á landinu, þar sem skólinn hefur ekki starf- að hér áður. Við spurðum hann um út- skúfunina, en Jensen hefur skrifað bók um það efni. Hann sagði, að hún væri fylgja nútíma iðnaðarþjóðfé- lags, hlutur, sem hann áliti, að ekki væri hægt að losna við. — Mér hefur verið sagt, að útskúfun sé drauigur, sem fylgi auðvaldsþjóðfélagi, er það rétt? — Nei. Útskúfunin er ekki bunidin við ákveðið hagkerfi, heldur byggist á því, að menn hætta að vera sjálfstæðir ein staklingar í framleiðslunni, en verða hjól í stórri vél. Karl Marx bendir á þetta, að vísu, en fyrirbrigðið er þekkt bæði austan tjaldis og vestan. Og ég höld að það sé fylgja nútímaþjóðfélagis. Þó vilja sumir halda því fram, að hægt sé að ráða bót á þessu fyrirbrigði. Talið berst aftur að sumar- háskólanum og Jens:n sagði það mætti tengja þá að nokkru ,við kröfur stúdenta í ýmsum löndum um breytta háskólahætti. — Stúdentaóeirðirnar eru að vissu leyti uppreisn gegn rétttrúnaði háskólanna í kennsluaðferðum og hinu steindauða formi. Stúdentar krefjast þess að vera virkari þátttakendur í starfinu, en vera ekki þiggjendur ein- göngu. Sumarháskólinn er í eðli sínu slík stofnun, því að þar er enginn sérstakur fyr- irlesari, en allir, jafnt stú- denfcar sem prófessorar taka virkan þátt í umræðum um þau málefni, sem rædd eru. Hugmyndin er austurrísk en ég veit ekki, hvort sá skóli starfar enn. Michel Olsen, Karen Brask og Peter Brask. Þá hittum við sænska stúlku Maj-Britt Imnander fil. mag. Hún hafði verið hér að læra íslenzku fyrir nokkr um árum og talar hana dá- vel. Við spurðum hana, hvort hún hefði áður verið í skól- anum. — Já, ég tók þátt í hon- um 1965. Það er bæði gagn og skemmtun af því að taka þátt í starfi hans. Gagnið er aðallega fólgið í því, að hér er ekki fjallað um efnin á sama hátt og gert mundi í há- skóla, heldur er því meira blandað saman. Ég er í þeim hópi, sem ræðir vandamál þjóðemisminnihluta, og við ræðum þetta frá öllúm mögu- legum hliðum,. t.d. frá efna- hagslegu og þjóðernislegu isjónarmiði. — Og af hverju hefur þú áhuga á þessu vandamáli? — Það er m.a. út af því, að ég hef verið kennari heima í Svíþjóð, og þar eru m.a. börn af erlendu foreldri, börn erlendra verkamanna, og það er erfitt að kenna þeim, því að þau kunna mun minna í málinu en sænsku börnin. Þá hef ég verið bæði hér og í Færeyjum, og það hefur orðið til þess að vekja forvitni mína á þessu vanda- máli. — En Lapparnir? — Þeir eru ekki eins mikið vandamál hjá okkur og í Nor egi, þar eru þeir miklu fleiri. En það er rétt, að það hafa viss vandamál skapast vagna þeirra. Þá spurðum við hana um hennar nám. — Ég er núma að vinna að lícensíafcritgerð um Upp- sala-Eddu, og verður hún stíl- fræðilegs eðlis. Hins vegar er ég ekki búin að gera það endanlega upp við mig, um hvað ég fjalla í Eddunni. — Og af hverju um Upp- sala-Eddu. — Ég kom hingað á styrk til að læra íslenzku og mér finnst eðlilegt að halda eitt- hvað áfram, og vegna- þess að ég er stúdent frá Uppsölum þótti mér rétt að taka okkar Eddu. Hún er elzta Eddu- handritið og hefur verið mjög lítið rannisökuð, enda er hand ritið slæmt, en það getur vel verið, að þar sé eitthvað merkilegt að sækja, a.m.k. vona ég það. Svo hittum við unga s.túlku sem var á tali við tvo kunn- ingja sína. Þau sögðust vera dönisk. Hún heitir Karen Brask og kggur stund á menn ingarfélagsfræði, en þeir heita Peter Brask, mag. art. og Michel Olsen háskólakenn ari. Við spurðum Karen, hvernig henni líkaði hér. — Dásamlega. Við fórum í reiðtúr í dag, og það var 1 mjög gaman. Hestarnir ykkar eru skemmtilegir, þótt þeir séu litlir, og óhætt að ganga að þeim án þess að eiga það Johan Fjord Jensen á hættu að verða slegin eða bifcin. Þessi sem ég fékk fór á harða stökki, en ég hékk nú samt á baki, bætti hún við og hló. — Mér finnst lítoa virkilega gaman að skoða safinið hérna. Hér er margt af merkilegum munum. En er það virkilega satt, að öskuleifarnar þama séu úr Njálsbrennu? Við játtum því. — Það er stórkostlegt. Michel kvaðst hafa lesið Njálssögu og þótti mjög til um hana: — Hún ier ein af þessum sögum, sem aldrei fyrnist yf- ir, og þótt enginn viti um fs- land eða það sökkvi í sæ, þá mun þessi saga alltaf lifa og verða lesin. Þau sögðusfc aldrei fyrr hafa verið á fslandi, en kunnu prýðilega við sig. Þó fannst þeim eitt undarlegt, og Karen sagði: — Er mikið Danahatur hjá ykkur íslendmgum? Þið tak- ið mjög vel á móti okkur og mjög hjartanlega, en strax og farið er að tala eitthvað um liðna daga, höfum við orðið vör við vissan kala í garð. Dana, og okkur er sagt hér að við höfum farið illa með Maj-Britt Imnander ykkur og stolið hinu og þessu á liðnum öldum. Við reyndum að svara spurningunni eftir bezfcu getu. -— Það getur vel verið eitt- hvað til í þessu, en Dönum leið ekkert vel á þessum tíma heldur. Annars er okkur ekk- ert kennt um ísland í skólum, nema réfct um landnámið og svo eftir að þið urðuð sjálf- stæð, segir Peter. — Og Dönum er alls ekk- ert illa við ykkur, bætti Kar- en við, en 1944 var dálítill kali í garð ykkar, þegar þið lýstuð yfir sjálfstæði, en það er allt gleymfc. Mér finnist furðulegt að þið skulið hafa svona horn í síðu okkar lönigu eftir að þið eruð orðin sjálf- stæð. — Já, greip Michel fram í. Við komum handritunum að. Við erum nú eina ránsþjóð- in, sem skilar því, sem hún hefur tekið. Bretar skiluðu að vísu einni hönd á Akrapóliis, en hvað er það á móti hand- ritunum. Auk þess held ég nú, að þau hafi verið bezt geymd í Danmörku á þessum tíma. — Annars -sr það furðulégt, að þið skuluð ekki fylgja Nor- egi, þegar Svíar tóku hann frá okkur. Eiginlega hefði það verið betra. Þá ættum við handritin, en ykkur væri í nöp við Svía eða Norðmenn, en elskuðuð okkur, rétt eins og þeir.í Vestur-Indíum elska otokur, en hata Bandaríkja- menin. Þeim líkaði vel stoólinn og fyrirkomulagið, að menn rædd ust við í bróðerni. Og þegar við kvöddum þau, sagði Pét- er: „Svo er það eifct, sem við urðum mjög hrifin af, það eru myndirnar hans Ásmundar. Við fengum að sjá þær um daginn og þar eru stórkostleg listaverk og þið megið vera stolt yfir að eiga slíkan lista- mann.“ 36 þús. leikhúsgestir í Iðnó á s.l. leikári LEIKFÉLAG Reykjavíkur sýndi á síðastliðnu leikári átta leikrit. Þar af voru tveir einiþáttungar, sem sýndir voru saman undir samheiti, Koppalogn Jónasar Árnasonar, en á þeim urðu flest- ar sýningar, eða 53. Sex af þess- um átta Ieikritum voru eftir is- lenzka höfunda, þar af fjögur ný. Sýningar á leikárinu urðu samtaJs 201 í Iðnó. Auk þess voru 19 sýningar á Koppalogni í leikfór og 1 í Stapa á Indíána- -leik. Lei'kárið hófst 21. september og lauk 19. júlí. Fyrst var Fjalla- Eyvindur tekinn til sýningar að nýju; var hann sýndur 34 sinn- um á leikárinu og hafði þá verið leikinn samfleytt í eitt ár, eða 88 sinnum. Hefur hann aldrei verið leikinn jafnoft hérlendis í einni lotu. Næst komu svo sýningar á Indíánaleik, en hann og Hedda Gabler voru einu erlendu leik- rit.in, sem sýnd voru á leikárimu í Iðnó; en hlutfallstala innlendra verkefna hefur aldrei verið jafn há á verkefnaskrá eins vetrar hjá L.R. 75% verkefna var ís- lenzkt og 144 kvöld af 201 leik- kvöldi var viðfangsefnið ís- lenzkt. Auk Koppalogns komu fram tvö ný íslenzk leitohúsverk: Sumarið ’37 eftir Jökul Jakobs- son og Snjókarlinn okkar, sem Oddur Björnsson samdi úr hug- myndum nokkurra barna, sem eru nemendur Myndlistarskólans í Reykjavík. Tónlist fyrir síðast- nefnda leikritið samdi Leifur Þórarinsson. Aðsókn í Iðnó var góð. Leik- húsgestir voru samtals 36 þús- und, en það er nokkru lægri tala en undanfarið ár, sem var met- ár. Sætanýting var um 78%, en hún hefur undanfarin fimm ár verið um 80% og þar yfir. 37 leikarar komu fram á svið- inu í Iðnó í vetur sem leið, auk nemenda og aukaleikara, eða samtals 56 manns. Alls hefur um 100 manns meiri eða minni at- vinnu í leikhúsinu, en fastráðnir starfsmenn eru 16, þar af 8 leik- arar. Leikstjórar voru 6 í vetur og leikmyndateiknarar 4. Auk sýninganna í Iðnó gekkst L.R. í haust fyrir skrúðgöngu og sýningum í Austurbæjarbíói, til ágóða fyrir húsbyggingarsjóð sinn. Nefndist sýningin Það var um aldamótin. Þá rak L.R. sem fyrr leiklistarskóla í Tjarnarbæ og brautskráði 8 nemendur. Ekki verður tekið við nýjum nem- endum í haust fremur en í fyrra- 'haust. Nýbrautskráðir nemendur mynduðu sín á milli Litla leik- félagið, sem stóð fyrir sýningum á Myndum í Tjarnarbæ, og sá auk þess um sjónvarpsdagskrá. Áformað er að taka upp að nýju í haust þrjú leikrit, sem mikil aðsókn var að í vor, Koppa logn Jónasar, Leynimel 13 og Heddu Gabler, en Helga Bach- mann leikkona hlaut, sem tounn- ugt er, Silfurlampann fyrir túlk- un sína á Heddu á sl. leikári. Fyrsta nýja viðfangsefnið verður Maður og kona eftir Jón Thoroddsen, í leikgerð Emils Thoroddsens og Indriða Waage. Jón Sigurbjörnsson er leikstjóri, en aðalhdutverkin, Séra Sigvalda og Þórdísi í Hlíð, leitoa Bryn- jólfur Jóhannesson og Regína Þórðardóttir. Þá er og komið í æfingu eitt þeirra nútímaleik- rita, sem mesta eftirtekt hefur vakið erlendis að undanförnu, Yvonne Búrgundarprinsessa eft- ir Witold Gombrowicz. Þýðandi er Magnús Jónsson, en leikstjóri verður Sveinn Einarsson. Steindór Hjörleifsson hefur verið formaður Leikfélags Reykjavíkur síðan 1965 og er hann jafnframt formaður leik- húsráðs; framkvæmdastjóri leik- hússins er Guðmundur Pálsson og leikhússtjóri Sveinn Einars- son. Verkefni og sýningafjöldi varð að öðru leyti eins og hér segir: 1. Fjalla-Eyvindur eftir Jó- hann Sigurjónsson. Leikstjóri Gísli Halldórsson. 34 sýningar; samtals 88 sýningar. Framliald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.