Morgunblaðið - 08.08.1968, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.08.1968, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1968 17 Kom með um 60 nýjar jurtateg. frá Genf Gróðursetur þœr í Grasagarðinum á Akureyri JÓN Rögnvaldsson, forstjóri Grasagarðsins á Akureyri, er nýkominn frá Genf þar sem voru n-ægir til að flytja fyrir- lestrana því áð þarna voru staddir forstjórar frá grasgörð um um allan heim. Hátíðin hófst mánudaginn 29. júlí og þeir voru margir sérfræðing- arnir sem tóku til máls. Raunar talaði næstum hver einasti á sínu eigin tungu- máli, og þar sem túlkar voru ekki við hendina er hætt við að einhver hluti fyrirlestr- anna hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá sumum. En þegar hugsa þarf um víðáttu- mikinn grasagarð þarf tölu- verðan fjölda garðj'rkju- manna. Þá er og annað að garðarnir eru flestir í ná- grenni borga og það líður ekki á löngu þar til einhver gráðugur kaupsýslumaður fer að gefa fegurðinni auga og hugsa um hverskonar dýrðar steinbákn mætti nú byggja þarna. Vegna vaxtar í borg- um og mikilla byggingafram kvæmda er því landsvæ'ði það ur fjallshlíðar eins og kinda- hópur. Þetta var í Alpafjöll- unum, og landslagið mjög fag urt. Við byrjuðum auðvitað strax að safna jurtum og ég náði í einar 50—60. í raun- inni hefði ég þurft að hafa prívat bíl við þessa söfnun, það var dálítið erfitt um vik að vera í rútubíl þar sem allir voru safnandi og hvergi mátti tylla niður fæti án þess að eiga á hættu að einhver tæki upp skaðræðisöskur vegna þess að maður var að merja einhverja jurtina hans. — Ég ætla að gróðurseta þessar plöntur um leið og ég kem til Akureyrir. Fyrst set ég þær í sólreit til að sjá hverjar þeirra lifa af vetur- inn, svo kem ég mér upp Alpareit. — Hvað er garðurinn á Ak- ureyri stór, og hvað ertu með af jurtum þar? — Hann er um 3 hektarar. Eins og þú veizt, eða ættir að vita, er talið að hér vaxi um 440 tegundir. Á Akureyri er- um við með um 2400 tegund- ir í garðinum, þar af eru um 2000 erlendis frá. Við höfum t.d. ræktað Grænlandsreit, Noregsreit og lækningajurta- reit svo að eitthvað sé nefnt. — Fyrst við erum að tala um tegundir þykir mér rétt að geta þess að ég sá mikið af jurtum þarna úti, sem vaxa hér og þrífast engu verr. Ég tók líka sérstaklega. eftir því — mér til mikillar ánægju — að margir garðar hér í Reykja vík og á Akureyri, gefa ekkert eftir þeim sem ég sá úti í Genf. Þar tel ég auðvitað ekki skrautgarðana með, skraut- garðarnir í Genf voru margir hverjir ólýsanlega fallegir. Er. húsagar'ðarnir hér eru sumir boðlegir hvar sem er í heiminum. Jón Rögrívaldsson. hann var viðstaddur hátíða höld vegna 150 ára afmælis grasagarðsins þar. Jón kom ekki alveg tóm- hentur til baka, þótt tíminn væri naumur tókst honum að krækja sér í einar 50-60 jurtategundir sem ekki vaxa hér á landi. Morgunblaðið átti stutt samfal við Jón nú í vikunni. — Þessi hátíðahöld tóku alls sex daga. Þrír dagiar fóru í viðræður og fyrirlestra, það Biómaklukka í Genf. flestir þeirra voru með lit- skuggamyndir og menn drtógu svo sínar ályktanir af þeim. — Það kom fram að grasa- garðar um allan heim eiga nú í miklum erfiðleikum, eink- um vegna skorts á vinnuafli og landrými. Vinnuaflið er nú or'ðið mun dýrara en það var fyrir bara nokkrum árum, en fæst undir grasagarða mjög takmarkað. — Þú komst svo með tölu- vert af jurtum til landsins? — Já, ég gat safnað nokkru, þótt aðstaðan væri ekki góð. Þegar fyrirlestrunum lauk var farið með okkur í ferða- lag og næstu þrjá daga vor- um við rennandi upp og nið- t þessum hlíðum safnaði Jón jurtunum sem hann kom með — Róðurinn þungur Framhald af bls. 8 var kominn til borgarinnar væri ekki hægt að láta hjá líða að sjá þennan leik. — Ég sé flesta leikina, sem fram fara í Vestmannaeyjum, sagði Jónas, — enda hæg heima tökin hjá mér, þar sem ég á heima í gagnfræðaskólanum sem er rétt við knattspyrnuvöllinn. — Það er mikill áhugi á knatt spyrnu í Eyjum og hann hefur stóraukist við það að strákam- ir náðu sæti í I. deild. — Ég held að Vestmannaeying- ar verði ekki neðstir í deildinni, þeir hafa nú fjögur stig á móti tveimur stigum Keflvíkinga. Annars hafa strákarnir ekki staðið sig eins og vonir stóðu til eftir fyrsta leik þeirra, en þá sigruðu þeir Íslandsmei'star- ana. Er hér var komið sögu var leikurinn að byrja og við spurð- um Jónas að lokum að því hvort hann héldi að þjóðhátíðin sæti nokkuð í fótunum á Vestmanna eyingunum: — Ja, hún hefur náttúrulega ekki haft góð áhrif á þá alla, sagði Jónas, — en þetta eru nú ungir og hraustir menn sem senni lega eru búnir að jafna sig. Það verður sennilega ein sýning- in til Haraldur Einarsson sagðist allt af fara á völlinn þegar KR væri að keppa, og hann hefði séð alla KR leikina í sumar. Og hann var ekki í vafa hvaða lið mundi sigra í fslandsmótinu: Ef við höf um Þórólf er ekki vafi á því að KR sigrar í mótinu sagði hann. — Hvað heldur þú um leik Vals og Benfica í haust? — Æ, ég veit ekki. Ætli það verði ekki ein sýningin í viðbót. Ég ætla að horfa á Benfica í sjóinvarpi'nu í kvöld, fyrst þeir voru svona almennilegir að láta láta þennan leik byrja svona snemma. Úrslitaleikurinn á Akureyri Jón Einansson kvaðst vera KR-ingur og hafa það að fastri reglu að mæta á vellinum þegar þeir spiluðu. Hann sagðist telja að KR-ingar væru sigurstrang- legir, ef þeir yrðu ekki fyrir meiri skakkaföllum vegna meiðsla leikmanna. Um leik Vals og Benfica sagði hann: Ég hef hugsað mér að fara á völlinn. Ég hugsa að þeir leggi ekki mikla áherzlu á að sigra stórt hér í Reykjavík, sennilega svona 5-6 mörk. Þeir spila senni lega á fullu fyrsta korterið og slappa síðan af. Það verður erfiður róður Að lokum ræddum við svo við Þorstein Karlsson og Ddnald Rader. Báðir sögðust þeir fara oft á völlinn, en Þorsteinn sagð- ist • þó fara sjaldnar en áður. Þeir voru sammála um að KR- ingar mundu sigra í mótinu, „þó að ég sé síður en svo KR-ing- ur,“ sagði Þorsteinn. — Hvernig lýst ykkur á heim- sókn Benfica? Donald: Það fara allir á völl- inn þegar þeir koma. — Hvað haldið þið um úrslit- in? Donald: Ætli þeir vinni ekki með svona 3-4 marka mun hér í Reykjavík. Þorsteinn: Þeir mega tæplega vinna stærra hér, ef þeir ætla að fá einhverja aðsókn úti. Donald: En í Portúgal verður erfiður róður fyrir Val og ekki ósennilegt að Benfica sigri með 10-15 marka mun. Þorsteinn: Já, ef þeir nota sína beztu menn. Lengur gátum við ekki spjallað við þá félaga, því nú var leikur- inn byrjaður af fullum krafti og áhorfendur voru farnir að láta til sín heyra. Og auðvitað vildu þeir af engu missa. — stjl^ - NÍGERÍA Framhald af hls. 1 viku, að Frakkar styddu Biafra. Ekkert hefur enn heyrzt um við- brögð Biaframanna við tillög- unni, en Ojukow dvelst nú á Fílabeinsströndinni. Brottför hans frá Addis Abeba dró mjög úr bjartsýni manna um að ár- angur kynni að nást. Miklar deilur urðu í gær, er fulltrúi Nígeríu lýsti því yfir að engir útlendingar skyldu sitja fundinn, en fulltrúar frá Gabon sitja með sendinefnd Biafra. Þess ir fulltrúar fóru með Ojufeow til Fílabeinsstrandarinnar. Ifiegwu, upplýsingamálaráðherra Biafra sagði í morgun að þessi krafa Nígeríumanna, væri óbein skip- un til Biaframanna að hafa sig heim. Hann sagði áð krafan hefði verið sett fram í þeim tilgangi að tefja fundarhaldið, svo að Nígeríuher gæti unnið hernaöar legan sigur áður en hægt væri að ljúka friðarviðræðum. Hann sagði að fulltrúamir frá Gabon hefðu aðeins veri’ð áheyrnarfull- trúar og ráðgjafar og að það hefði verið Enahoro sjálfur, sem lagt hefði til að báðir aðilar fengju að hafa með sér ráð- gjafa. Eke sagði einnig að ástand i'ð í Biafra færi nú dagversnandi og hét á alla að flýta hjálpar- starfinu í Biafra, til þess að koma í veg fyrir að milljónir létuzt úr hungri. Næsti fundur verður haldinn á morgun, föstudag og munu fulltrúarnir því hafa einn dag til að ræða tillögu Nígeríu og annað sem fram kom á fundin- um í dag. • ------------♦ ♦ ♦------- - ÍÞRÖTTIR Framh. af hls. 22 Ásgeir Ragnarsson, ÍR 5,90 Hannes Guðmundsson, Á 5,85 STÚLKUR. 100 m. hlaup: Kristín Jónsdóttir, UBK 12,9 Þuríður Jónsdóttir, HSK 13,4 Sigríður Þorsteinsdóttir, HSK 13,5 Unnur Stefánsdóttir, HSK 13,6 80 m. grindahlaup: Þuríður Jónsdóttir, HSK 13,1 Bergþóra Jónsdóttir, ÍR 13,6 Unnur Stefánsdóttir, HSK 13,6 Sigurlaug Sumarliðad., HSK 15,2 Kringlukast: Ingibjörg Guðmundsd. HSH 31.41 Guðbjörg Sigurðard., UMSB 28,30 Sigurlína Hreiðarsd., UMSE 27,95 Kristjana Guðmundsd., ÍR 28,52 Hástökk: Ingunn Vilihjálmsdóttir, ÍR 1,50 Hafdís Helgadóttir. UMSE 1,50 ína Þorsteinsdóttir, UMSK 1,44 Stangarstökk: Guðjón Magnússon, ÍR 3,10 200 m. hlaup: Kristín Jónsdóttir, UBK 27,2 Þuríður Jónsdöttir, HSK 28,0 Sigríður Þorsteinsd., HSK 28,2 Pnnur Stefánsdóttir, HSK 28,2 Unnur Stefánsdóttir, HSK 28,8 Kúluvarp: Sigurlína Hreiðarsd., UMSE 9,85 Hildur Hermannsd., HSK 9,33 Kristjana Guðmundsdóttir, ÍR 8,92 Kristín Davíðsdóttir, UMSK 8,36 Spjótkast: Alda Helgadóttir, UMSK 31,26 Eygló Hauksdóttir, Á 30,25 Sólveig Þráinsdóttir, HSÞ 28,56 Hrefna Sigurjónsdóttir, ÍR 27,21 Langstökk: Kristín Jónsdóttir, UMSK 5,02 Þuríður Jónsdóttir, HSK 4,93 Unnur Stetfánsdóttir, HSK 4,67 Hafdís Helgadóttir, UMSE 4,64 Meðvindsárangur: Guðrún Jónsdóttir, KR 4,88 RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI 10*100 CARÐUR - KEFLAVÍK Til sölu er glæsilegt einbýlishús í Garði. Skipti á húsi í Keflavík eða Njarðvík koma til greina. Fasteigisaaala ViKhjánus og Guðfinius, sími 237-6, Keflavík. Ung þýzk hjón með eins árs barn, óska eftir lítilli íbúð í Hafnarfirði, Kópavogi eða Reykjavík. Æskilegt eldhús, svefnherb. og stofa með húsgögnuni. Tilboð sendist í box 243 í Hafnarfirði. Spánn — ísland Ms. Arnarfell lestar í Vallencia kringum 21. ágúst og einnig er áform- uð viðkoma í Atmeria. Flutningur óskast skráður sem fyrst. Skipadeild S.Í.S.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.