Morgunblaðið - 08.08.1968, Síða 20

Morgunblaðið - 08.08.1968, Síða 20
20 MORGUNiBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1968 nokkurt okkar með öllum mjalla þegar tilfinningarnar verða fyr- svona áfalli? Seinna meir lítur maður um öxl til þess, sem mað ur hefur gert og spyr: — Gæti ég hafa sagt þetta? Gæti ég hafa hagað mér svona? Pam vissi að Phyllis fór alltaf niður í káetuna sína hálftima fyr ir hádegisverð, til þess að laga sig til. Hún fór nú þangað, en fann káetuna mannlausa og hurð ina í hálfa gátt, svo að hún sett- ist niður og beið. Ásakanir, skammir og meinlegar setning- ar voru i einni hringiðu í huga hennar. Hún skyldi færa Phyll- is heim sanninn um það, að hún gæti ekki auðmýkt hana opin- berlega án þess að þurfa að svara fyrir það. Hún skyldi segja henni afdráttarlaust álit sitt á henni, þó svo ætti að deyja! Hún þurfti ekki lengi að bíða. Eftir nokkrar mínútur kom Phyll is. Hún kom eftir ganginu.m með þrjár nýjar skáldsögur og kon- fektkassa í hendinni. Hún át nú aldrei sætindi, af hræðslu við af aflaga á sér vaxtarlagið, en bar samt alltaf stóran kassa með sér. Og hún las nú heldur ekki skáldsögurnar, en þær gátu gef- in henni um ræðuefni. Hún gat sagt við einn karlmann og síðan við annan: „Hafið þér lesið þessa bók? Það sú nýjasta hans N.N“ Og svo stóð alveg á sama, hvort hann hafði lesið hana eða ekki. Phyllis stanzaði í dyrunum og starði á Pam. Sem snöggvast fölnaði hún ofurlítið, kannski hefur það verið vegna svipsins á Pam. En á næsta andartaki var hún farin að brosa og sagði glaðlega: — Halló, Pam, hvað ert þú að vilja hérna? Ertu ekki að vinna? — Nei, ég hef ekkert unnið í allan morgun, frú Bevan, svar- aði Pam. Phyllis gekk inn og lagði frá sér bækiurnar. — Nú, heíurðu það ekki? — Það hlýtur að hafa verið þægi- legt fyrir þig, því að það er alltaf gaman af fá frí svona óvænt. En ég hélt bara, að þú hefðir fleiri viðskipt'avini en þú gætir sinnt. —Tvær þeirra voru sjóveikar í morgun, sagði Pam. — Ég átti þess vegna frí í klukkustund og hugsaði mér að fara út að ganga á þilfarinu. Það vildi svo til, að ég var þar stödd um ell- efuleytið, frú Bevan. Hún sagði þetta síðasta með áherzlu, og það svo, að ofur- lítill roði kom í kinnar Phyllis. Og hún tók líka eftir því, að Pam hafði tvisvar kallað hana frú Bevan en ekki Phyllis, Hana tók að gruna erindi stúlkunnar. Og enda þótt hana grunaði sem snöggvast, að Pam hefði orðið áheyrandi að því, sem hún hafði sagt, datt henni ekki í hug að láta undan. Hún stóð upp kæru leysislega og gekk að snyrtiborð inu og fór að púðra sig. Pam endurtók orð sín: — Ég sagði, að ég hefði verið stödd uppi á þilfari klukkan ellefu í morgun. Phyllis leit ofurlítið við. — Varstu það, Pam? En ég sé bara ekki hvað það getur komið mér við? —É er nú s'amt hrædd um að það komi yður talsvert við, frú Bevan, svaraði Pam — Þér skiljið . . .ég heyrði það, sem þér sögðuð um mig við einhverja kunningja yðar. Þér sögðuð, að eini áhugi Jeffs á mér væri vork unnsemi, af því að Hugh hefði svikið mig vegna systur hans. Það varð andartaksþögn. And litið á Phyllis var orðið dökk- rautt. En samt missti hún ekki þessa furðulegu sjálfsstjórn sína — Nú, jæja, sagði hún loks, með nokkrum erfiðismunum, — þetta er víst ekki nema satt. — Jú, það er satt, að ég sleppti Hugh og skömmu ssinna giftist hann systur Jeffs. svar- aði Pam. — Én hvað eigið þér við með því að segja frá því opin berlega, að Jeff sé góður við mig, aðeins vegna þess að hann vorkenni mér? Röddin hálfbilaði á síðasta orðinu. Phyllis yppti öxlum. Nú var hún komin í fullt jafnvægi aft- ur. — Ég veit ekki annað en það, sem satt var, sagði hún. Jeff sagði mér í gærkvöldi, að hann væri bara góður við þig vegna þess hwe illa Hugh og systir Jeffs hefðu farið með þig. Hann sagðist vera að reyna að bæta úr því, þó í iitlu væri. Ég skal játa, að ég hefði ekki átt að vera að endurtaka það, sem hann sagði við mig en maður seg ir nú svo oft ýmislegt í svona samtali, sem maður sér eftir seinna. 22 ♦ ♦♦-f — Það kemur ekki málinu við sagði Pam. — Mér er alveg sama hvort þér sjáið eftir því eða ekki. Og mér er lika sama, hvað fólk heldur, en mér er ekki sama um, hvort Jeff hefur sagt þetta við yður eða ekki. Röddin varð loks argamdi. Eldri konan sneri sér hægt að henni og röddin var köld og ósvífin er hún sagði: — Hvers- vegna hélztu þá, að hann væri að vera almennilegur við þig? Þú ert væntanlega ekki svo vit- laus að halda það? Hún hló um leið og hún sagði þetta. Þetta var léttur hlátur en orkaði samt illa á taugarnar í Pam. Og hún fann að blóðið steig henni til höfuðs. — Jú, ég sé, að það hélztu, hélt Phyllis áfram með þessari ertandi uppgerðarsamansemi. — Veslings krakkinn, þetta er alveg stórfurðulegt! Skilurðu ekki, að við Jeff. . . Hún gerði þýðingarmikla þögn. — Eg trúi því ekki, sagði Pam með ákafa. Þér segið þetta bara til þess að stía mér frá honum. Þér eruð gift. Hvað gæti svo sem verið milli ykkar Jeff? Phyllis leit upp og á Pam brosandi, eins og hún skemmti sér. — Þú ert væntanlega ekkial- v'eg svona mikill sakleysingi? sagði hún, háðslega. Þessi hálfyrði komu eins og hneíahögg framan í Pam. Og juku enn á réiði hennar. NÝTT - NÝTT Það þarf ekki iengur að fínpússa eða mála loft og veggi ef þér notið Somvyl. Litaver Grensásvegi 22—24. Somvyl veggklæðning. Somvyl þekur ójöfnur. Somvyl er auðvelt að þvo. Som\ryl gerir herbergið hlýlegt. Somvyl er hita- og hljóð- einangrandi. Það er hagkvæmt að nota Somvyl. Á lager hjá okkur í mörgum litum. Klæðning hf. Laugavegi 164. Mtúsmœður T Óhreinindi og blettir, svo sem fitublettir, eggja- blettir og blóSblettir, hverla ð augabragði, ef notað er HENK-O-MAT f forþvottinn eða til að leggja í bleyti. Siðan er þvegið á venju- legan hátt úr DIXAN. HENK-O-MAT, ÚRVALS VARA FRÁ — Nei, ég er enginn sakleys- ingi, sagði hún. — Og ég held ég þekki Jeff. Hann mundi aldrei sýna yður ástaratlot með an þér eruð enn gift manninum yðar. En Phyllis brosti bara aftur, eins og sá, s^m valdið hefur. — Jæja, mundi hann það? Mikið telurðu hann vera full- kominn. Ekki svo að skilja, að ég telji ekki Jeff fullkominn á allan hátt, en góða mín, hann er nú samt aldrei nema maður. Auk þess bætti hún við dræmt, —þá | veit hann hvað ég er óhamingju söm í hjónabandi mínu. Nú varð aftur þögn, en þá sagði Pam: — Ef þér eruð svona óhamingjusöm í hjónabandinu, hvernig vitið þér þá, að Jeff sé ekki bara að vera góður við yðui af eintómri meðaumkun? Ég var svikin af félaga hans. Þér hafið, skilst mér, sætt illri meðferð af manninum yðar. Ég LITAVER Teppi — teppi Befgísk, þýzk og ensk gólfteppi. Verð pr. ferm. frá kr. 255,— Góð og vönduð teppi. 7 8. ÁGÚST \ Hrúturinn Zl. marz — 19. apríl. i Hugsjónir þínar ná fram að ganga í dag. Eitthvað er misvinda / samt í vonarheimi og vina. Farðu varlega í fjölmenni. * Nautið 20. apríl — 20. maí. 1, Gerðu fullar varúðarráðstafanir, þótt það kunni að valda þér smávegis óþægindum. Láttu ekki ókunnuga vera að fara með þín einkamál, og haltu þig heima í kvöld. Tvíburarnir 21. maí — 20. júni Reyndu að sýna betri hliðina á þér í dag. Vertu ekki um of í fjölmenni. Haltu þig við dagleg störf í stað þess að troða ókunnar slóðir. Krabbinn 21. júni — 22. júlí. Kröftug eðlisávísun þín nær sér á strik, þótt þú skiljir það ekki fyrr en fram í sækir. Gleymdu ekki daglegum störfum. \ Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Samvinna, eða hjúskapur, er stofnað er til í dag, á sér góða framtíð. Opinber sambeppni verður erfið vegna óviðráðanlegra hindrana. Haltu þig að háskaminni áformum, og hafðu háttvísina í hugfasta. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. Þú verður að skipuleggja öll þín áform hárnákvæmlega, þvi mikið er í húfi. Láttu ekki mikilvægi aiugnabliksins glepja þig til hroðvirkni. Vogn 23. sept. — 22. okt. Áherzla er lögð á skapandi möguleika, einkamál og ungviði. Þér verður einveran varanlegri hagnaður en samvinna við aðra. Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. í dag gefst þér sérlega gott tækifæri á að endurskipuleggja hlut ina heima fyrir. Ef einihver andspyma finnst, þá er ekki ólíklegt, að vinur taki sinnaskiptum. Bogmaðurinn 22. óv. — 21. des. Eitthvað lögu liðið minnir á sig, kannske dálítið óþyrmilega Rasaðu ekki um ráð fram. Steingeitin 22. des. — 19. jan. Þetta verður þér góður dagur. Þér ætti að græðast eitthvað fjár, þótt það kunni að kosta þig dálitla fyrirhöfn. Njóttu kvöldsins í hópi þinna kærustu vina. Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr. Athugaðu vel yfirborð og áferð hlutanna í dag. Kepptu að eigin- hagsmunum. Fiskarnir 19. febr. — 20. marz. Hafðu hugann v:ð það sem þú ert að gera. Gerðu ráð fyrir ein- hverju afar óvæntu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.