Morgunblaðið - 10.08.1968, Síða 2
2
MORGUNiBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1968
10% verðlækkun á saltfiski
Frá aðalfundi 8.Í.F.
Eins og skýrt var frá í frétt-
nm í gær, var aðalfundur Sölu-
sambands íslenzkra fiskframleið
enda haldinn í fyrradag. Vegna
þess hve fundurinn stóð lengi
var ekki unnt að greina frá nið-
urstöðum hans, en í dag barst
blaðinu fréttatilkynning frá SÍF
um fundinn. Segir þar m.a., að
framleiðsla á blautsöltuðum fiski
hafi aukizt um 13 þúsund lest-
ir það sem af er þessu ári ef
miðað er við sama tíma I fyrra.
Er verulegur hluti þessarar
framleiðslu af lægri gæðaflokk-
um. Er það fiskur, sem áður var
unnin í skreið, en er nú salt-
aður vegna sölustöðvunar til Ní
geríu.
Þá kom fram, að verð á blaut-
söltuðum fiski hefur lækkað um
10 af hundraði miðað við verð-
ið, sem náðist við fyrstu sölur
á þessu ári, en það verð var
nokkru lægra en árið áður.
Fréttatilkynningin fer hér á
eftir:
Aðalfundur Söhisambands ísl.
fiskframleiðenda var haldinn í
Sigtúni fimmtudaginn 8. þ.m.
Fundinn sátu á annað hundrað
félagsmenn.
Á fundinum voru rædd ítar-
lega helztu vandamál saltfisk-
framleiðenda og þá sérstaklega
sölumálin og vöruvöndun.
f ræðu formanns hr. Tómas-
ar Þorvaldssonar útgerðarmanns,
Grindavík, kom fram, að miklu
meira hefir verið framleitt af
saltfiski í ár en undanfarin ár
og talið að um mánaðamót júní-
júlí hafi framleiðslan numið ca.
31.000 tonnum, miðað við blaut
saltaðan fisk, en var á sama
tíma árið 1967 aðeins 18.000
tonn. Stafaði aukningin aðallega
af sölutregðu á skreið, vegna
lokunar_ skreiðarmarkaðsins í Ní
geríu. Önnur lönd hefðu einnig
aukið saltfiskframleiðsluna svo
eem Noregur og Þýzkaland,
sem einnig stafaði af sölutregðu
á skreið og erfiðleikum á frysta
fisks mörkuðum, vegna mikils
framboðs og lækkaðs verðs.
Þá kom það og fram, að t.d.
á Spáni og í Portúgal hefði út-
gerð aukist mikið og þá sérstak-
lega framleiðsla á heilfrystum
fiski um borð í verksmiðjuskip-
um á miðum við suðvestur Af-
ríku. Sem dæmi má nefna, að eitt
spánskt fyrirtæki, sem aðeins
gerði út eitt skip fyrix 7 árum,
gerir nú út 100 skip og fram-
leiðslan áætluð árið 1968 um 159
þús. lestir af heilfrystum fiski.
Tekizt hefir að selja líkt magn
og selt hafði verið á sama tíma
í fyrra og helstu markaðslönd-
in, svo sem Spánn og ftalía hafa
nú þegar keypt svipað magn og
allt síðastliðið ár, en aftur á
móti hefir Portúgal, sem keypti
árið 1967 um 10 þús. lestir, enn
ekki keypt í ár nema ca. 6700
lestir.
f Portúgal var gerð grund-
vallarbreyting á innflutningi á
saltfiski s.l. sumar. Um langt
ekeið, að árinu 1964 undanskildu,
hafði allur innflutningur á salt-
fiski til Portúgal farið um hend
ux eins og sama ríkisfyrirtækis-
ins þ.e. Reguladora.
Eins og gerist um slíkt inn-
flutningsfyrirkomulag, gætti
nokkurrar óánægju ýmissa aðila
1 Portúgal með þetta fyrirkomu-
lag og hafði um margra ára
skeið alltaf af og til verið uppi
orðrómur um að innflutningur
saltfisks yrði gefinn frjáls, en
ekki varð þó af því fyrr en s.l
sumar og seldum við um 1000
tonn til einkafyrirtækis á s.l.
hausti.
Þess varð þegar vart, að mikl
ar breytingar höfðu átt sér stað
á Portúgalska markaðnum, er
þangað var komið til samninga
i vetur. Allt var mun lausara í
reipunum.
Frá því innflutningurinn var
gefinn frjáls, höfðu mörg fyrir-
tæki og fyrirtækjasamsteypur
fceppst við að flytja inn. Mörg
þessara fyrirtækja höfðu lítið
fengist við innflutning áður og
afleiðingin varð sú, að talsvert
var flutt inn af dýrum fiski, sem
illa gekk að selja og einnig
nokkuð af lélegri vöru.
Portúgalskir útgerðarmenn,
sem jafnframt eiga nær allar
þurkunarstöðvar í landinu, ótt-
uðust að þessi aukni innflutn-
ingur myndi valda erfiðleikum
með sölu á eigin framleiðslu.
Lögðu þeir því fyrir félaga sína,
að taka ekki saltfisk til verk-
unar nema að takmörkuðu leyti.
Jafnframt vann félag útgerðar-
manna að því, að fá innflutning-
inn til ráðstöfunar. Þetta leiddi
til þess, að ýmsir innflytjendur
gátu ekki flutt inn það magn,
sem þeir óskuðu eftir að kaupa,
vegna þess að þeir gátu ekki
fengið það verkað. Við það stend
ur ennþá, en við verðum að vona
að eitthvað rætist úr með haust-
inu.
Treglega hefur gengið með
sölu á viðbótarframleiðslunni,
auk þess sem verulegur hlufi
framleiðslunnar er af lægri
gæðaflokkum, sem verður að
að verka, en það er sá fiskur,
sem áður fór í Skreið. Er því
nokkurt magn óselt af venjuleg-
um gæðaflokkum, auk þess sem
komið er í verkun og verður að
taka til verkunar 6-700 tonn af
blautsöltuðum fiski.
í byrjun ársins fékkst líkt verð
en þó nokkru lægra en náðst
hafði á sama tíma í fyrra og var
þá selt talsvert magn. Vegna auk
ins framboðs þegar líða tók á
veturinn og í vor, lækkaði verð
á blautsöltuðum fiski um ca 10
prs., miðað við það verð, sem
náðist við fyrstu sölur í ár og
hafa síðustu sölur verið gerðar á
þvi verði.
Vonir standa til um sölu á
nokkru magni til viðbótar, en al-
varlegir erfiðleikar eru fram-
undan í sölu og verðþróunin ó-
hagstæð.
Þá ræddi formaður ýms mál í
sambandi við framleiðslu ogsölu
á saltfiski. Meðal annars gat
hann þess, að talsverð aukning
hefði orðið á neyzlu þorskflaka
á ftalíu seinni árin. Einnig hefði
rteyzla saltfisks í neyzlupakkn-
ingum aukist í vissum hlutum
Spánar, en við hefðum ekki ver
ið samkeppnisfærir með verð á
þorskflökum og neyzlupakkning
um eins og framvindu mála væri
háttað hér á landi.
Urðu miklar umræður á fund-
inum um skýrslu formanns og
þau vandkvæði, sem steðja að
íslenzkum sjávarútvegi, sem nú
fyrst gætir, svo ekki verður um
villzt, í saltfiskframleiðslunni.
Þá urðu miklar umræður um
vöruvöndun og voru fundar-
armenn sammála um nauðsyn
þess, að vanda framleiðsluna sem
mest, en góð vara væri grund-
vallaratriði í samkeppni á mörk-
uðunum þegar mikið framboð
væri.
f því sambandi samþykkti fund
urinn eftirfarandi ályktanir:
„Vegna hinna almennu erfið-
leika í sölu fiskafurða, sem ríkt
hafa undanfarna mánuði, vill að
alfundur S.Í.F., haldinn 8.8.’68
benda á, að einn höfuðþáttur til
þess að tryggja betri samkeppn
isaðstöðu íslenzkra sjávarafurða
á erlendum neyzlumarkaði, er
vöruvöndun, sem tryggir gæði
vörunnar og traust kaupandans.
Til þess að mæta vaxandi kröf
um neytenda og auknu framboði
af fiskafurðum verksmiðjuskipa,
skorar fundurinn á alla aðila,
er starfa að öflun og vinnslu á
fiski, að leggja sig fram um
verulegt átak til vöruvöndunar,
svo að áður viðurkennd gæði is-
lenzka fisksins haldi velli“.
„Aðalfundur Sölusambands
íal. fiskframleiðenda 1968, sam-
þykkir að skora á Sjávarútvegs-
málaráðherra, Fiskmat ríkisins
og Verðlagsráð sjávarútvegsins,
að stuðla að frekari vöruvönd-
un með því, að sem mest af fiski
verði landað ísað í kössum“.
Framh. á bls. 23.
Þessa mynd tók fréttaritari Morgunblaðsins á Siglufirði, er
söltun var hafin úr togaranum Víkingi sl. fimmtudag.
873 síldartunnur
saltaiar úr Víkingi
Siglufirði, 9. ágúst.
ALLS voru kryddsalt; ðar 873
tunnur isvarðrar síldar úr vjs.
Víkingi í gær á söltunarstöð
Haraldar Böðvarssonar & Co hér
í Siglufirði. Síld þessi var krydd
uð fyrir Sigló-verksmiðjuna og
verður þar unnin í dósir eftir
hæfilegan geymslutíma. Enn-
fremur fékk Egill Stefánsson
nokkr kassa ísvarðrar síldar, en
fyrirtæki hans, Egilssíld, reykir
síldina og selur í smekklegum
umbúðum á markað innanlands
og til Norðurlanda.
Fréttaritari Morguiniblaðsims
spurði Egil Stefánsson í dag um
gæði þess hráefnis, sem flutt er
ísvarið langleiðir í löndunarhöfn
og sagði hann, að hér væri um
úrvalsvöru að ræða og hefði
hamn ekki í annan tíma fengið
betra hráefni til framleiðslu
sinnar.
Hér eru menn á einu máli um
að hið virta fyrirtæki Haraldar
Böðvarssonar & Co hafi nú varð
að þanm veg, sem til velfamaðar
liggur í þessari atvmmugrein,
bæði fyrir þjóðairbúið í heild og
sjávarplássin, sem flest sitt eiga
undir síld og síldarvinnslu kom-
ið. — Stefán.
Sérfræðingar og áhugamenn söfnuðust strax á bryggjunni og var þar síldin úr Víkingi vand
lega athuguð og m.a. þefað af henni. (Ljósm. Steingrímur Kristinsson).
Nixon ræðir við Johnson
aflýsir Moskvu-heimsökn
Tilnefning Agnews í vara-
forsetaframboð umdeild
Miami Beach, 9. ágúst.
AP-NTB.
RICHARD M. Nixon, hinn
nýtilnefndi frambjóðandi
repúblikana í forsetakosning
unum í haust, hóf kosninga-
baráttu sína í dag með fcví að
heita fcví að grafa ekki undan
áhrifum Johnsons forseta og
samherja Bandaríkjanna á
sviði utanríkismála- Hann
kvaðst mundu hitta Johnson
forseta að máli á laugardag-
inn á búgarði hans í Texas,
þar sem Cyrus Vance, annar
helzti samningamaður Banda
ríkjastjórnar í Vietnam-við-
ræðunum í París, mundi
skýra honum frá gangi við-
ræðnanna.
Nixon sagði blaðamönnum að
Johnson hefði hringt í sig eftir
sigurinn á flokksþinginu til þess
að óska sér til hamingju. Nixon
brosti þegar hann sagði blaða-
mönnum frá heillaóskum forset-
ans og var augsýnilega ánægð-
ur. Hann sagði, að Spiro T.
Agnew, varaforsetaefni repúblik
ana, færi einnig til Texas til
þess að ræða við forsetann.
Hubert Humphrey varaforseti
hefur einnig sent Nixon heilla-
óskir og kveðst vona að þeir eigi
eftir að heyja þróttmikla og
skynsamlega kosningabaráttu, en
hann bætti því við að hann væri
sannfærður um að hann mundi
sigra í kosningunum. Humphrey
kallaði Nixon duglegan andstæð-
ing og kvaðst hlakka til kosn-
ingabaráttunnar þar sem þeir
hefðu báðir mikla þekkingu og
reynslu að baki. Nixon hefur
tjá'ð sig fúsan til kappræðna við
Humphrey í sjónvarpi, en án þátt
töku George Wallace frá Ala-
bama, sem einnig er í kjöri.
Moskvuheimsókn aflýst
Áður en Nixon hlaut tilnefning
una lýsti hann því yfir að hann
hygðist fara til Sovéfríkjanna,
ef til vill áður en flokksþing
demókrata kæmi, en í dag kvaðst
hann hafa hætt við heimsókn-
ina sökum anna. Nixon bætti
því við að ef hann hefði farið
til Sovétríkjanna hefði hann einn
ig orðið að fara til annarra
landa, því að ella hefði hætta
FramJh. á bls. 23.