Morgunblaðið - 10.08.1968, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 10.08.1968, Qupperneq 15
MORGUNlBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1968 15 - LANDB'ÖNAÐUR Framhald aí bls. 1 ( hefði verið haldin árið 1947. Hefði hún heppnazt xneð miklum ágætum og gefið gott yfirlit um stöðu landbúnaðarina þá. Nú væri hin nýja sýningarhöll 1 Laugardal riain og með því breyttist öll aðstaða til batnað- ar. Reykjavíkurborg væri aðal- eigandi hennar en Rúnaðarfélag- ’ið ásamt öðrum félagasamtöbum atvinnuveganna væri eiinnig með- al eigenda. Þeas væri nú að vænta, að aýningar sem þessi yrðu haldnar með ákveðnu ára- bili. Þær raddir hefðu að vísu heyrzt, sem teldu að vart væri viðeigandi að efna til slíkrar sýn imgar eftir hart árferði, er skildi eftir dauða í jörð og haf- ísinn kringjandi strendur lands ins fram á sumar. Þessu væri því til að svara, að óhugsandi hefði verið að fresta sýniragunni nema ef ein- hver hetfði séð veðurlagið fyrir. Undirbúningur hefði verið haf- iran á haustmánuðum 1967 o>g frestun því útilokuð. En eins og mönnum væri oft tamt í éljagangi að líta til lið- inna sólarstunda, þá væri gott-að staldra við og líta yfir liðin góð- æristímabil. Þá gætu menn átt- að sig betur á hvað gert hefði verið og hvaða ráðum skyldi beitt í framtíðinni. Bændur voru oft taldir í hópi íhaldsömustu þegna þjóðfélags- iras. Sá dómur gæti stafað af því, að starf bænda væri fólgið í skiptum við náttúruna sjálfa, gjöfula eða harða etftir atvikum. Starfið krefðist því aðgætni og þekkiragar. Þorsteinn sagðist þó vilja und anskilja íslenzka bændur undan þessum dómi. Djarfir, framsækn ir og ákveðnir hefðu þeir vélvætt landbúnaðinn atf meiri hraða en þekktist í öðrum löndum. Síðan rakti Þorsteinn með nokkrum orðum ártferði, erfið- leika og skort á hinum ýmsu tímum og benti síðan á framtak bænda aí kalsvæðunum við hey öflun í sumar. Að sækja hey lándsh'lutanna á milli kynni ein- hverjum hagfræðingnum að þykja fremur léleg hagfræði. Hann vildi þó nefna flutningana menningariega hagfræði. Það að elska, byggja og treysta á land- ið þrátt- fyrir erfiðleika sem að Ingólfur Jónsson steðjuðu. Þá gat Þorsteiran þess, að lendur Viðeyjar og Eng eyjar biðu enn eftir að vera flett ar sínum grænu feldum. — Að lokum sagði Þorsteinn, að gróður jarðar væri þegar allt kæmi til alls lífæð mannsins. Þegar hann þryti væri vá fyrir dyrum. Því skyldu menn hafa hugfast einkunarorð sýningarinn ar: „Gróður er gulli betri“. Að loknu ávarpi Þorsteins Sigurðssonar, söng Karlakórinn eitt lag, en því næst tók Ing- ólfur Jónsson, landbúnaðarráð- herra til máls, og komst m.a. svo að orði: „Landbúnaður hefur alla tíð verið aðalatvinnuvegur íslend- iraga. Fyrr á tímum var alltaf sagt að þjóðin lifði á landbún- aði og sjávarútvegi. Það gerir hún að miklu leyti ennþá, þótt raú sé komin talsverð fjöl- breytni í atvinnulífið og margir fái lífsframfæri frá atvinnu- greinum sem áður voru ekki fyr- ir hendi. Landbúnaðurinn sem áður not aði eingöngu handverkfæri hef- ur tekið tæknina f þjóraustu sína með lofsverðum hætti. Ræktun og vélvæðing í landbúnaðinum hefur orðið örari en nokkur inni fjölbreytni í atvinnulífinu hafði þorað að vona. Með auk- inni fjölbreytni í atvinnulífinu hetfur vinnuaflið dreifist á hinar ýmsu atvinraugreinar. Iðnaður- inn hefur sérstaklega dregið til sín fjölda manns. Einnig hafa margskonar þjónustustörf tekið til sín mikið vinrauafl. (svo sem verzlun, hótelrekstur, samgörag- ur, byggingarstarfsemi o.fl.) Þetta hefur orðið til þess að tryggja atvinnu fyrir alla, þótt þjóðinni hafi fjölgað ört eftir að hagur hennar batnaði. Arið 1910 er talið að 47.6 prs. af heildarmannafla þjóðarinnar- hafi unnið við landbúnað en ár- ið 1965 12.7 prs. eða það sem telst vera 9.500 ársmenn. Þróunin hefur orðið svipuð hér og í öðrum löndum að fólk- ið hefir far-ið frá landbúnaðin- um í aðrar atvinnugreinar. Þrátt fyrir hina miklu breytingu og fækkun manna við landbúnaðar- störf hefir framleiðslan alltaf verið að aukast. Það sýnir m.a. þjóðhagslegt gildi og hina miklu framleiðniaukniragu, og tækni, sem þessi atvinnuvegur hetfur til einkað sér að undanförnu. Árið 1947 var alhliða land- búnaðarsýning í Reytkjavík sem tókst mjag vel. Þótti ástæða til að nú eftir rúmlega 20 ár væri stofnað til landbúnaðarsýning- ar, sem staðfesti betur fen annað þróun landbúnaðarins á þessu tímabili og stöðu hans í þjóðfé- laginu. Á landbúnaðarsýningunni, sem við munum sjá hér á etftir er margt sem mun vekja athygli. Yfir 80 fyrirtæki taka þátt i þessari sýningu sem er sú stærsta og glæsilegasta land- búnaðarsýning, sem stofnað hetf- ir verið til hér á landi. Sýnt er yfirleitt allt sem landbúnaði við kemur, bæði vélar, búpeningur, allar tegundir landbúnaðarfram- leiðslu og flest það sem land- búnaðurinn notar. Fróðlegt er að bera saman stöðu landbún- aðarins 1947 samkvæmt skýrsl- um sem fyrir liggja og hvernig hann var 1967. Á þessum 20 árum hefur fólki sem við laradbúnað vinnur fækk- að mjög mikið eiras ag áður er sagt. En framleiðslan hefiur eigi að síður aukist stórlega eiras og skýrslur sýna. Árið 1947 var stærð túna 40.400 ha. en 1967 104.700 ha. Þorsteinn Sigurðsson Mjólkurframleiðslan var 1947 67 þúsund tonn en árið 1967 121.198 tonn. Kjötframleiðslan var 1947, 11.518 tonn en 18.850 tonra 1967. Fjölgun búpenings hefur orðið mjög mikil á þessu tímabili/ Meðalbústærð er áætl- uð 1947, 183 ærgildi pr. bónda en 1967, 350 ærgildi. Árið 1947 voru 634 heimilisdráttarvélar á landinu en 1967, 9.655. Tekjur landbúnaðarins hafa aukizt í samræmi við aukna ræktun og tækni. Bændum hefur fækkað tals- vert og tvær til þrjár smájarð- ir verið sameinaðar í eina góða bújörð. Ánægjulegt er að vita hversu möguleikar landbúnaðarins eru miklir í vaxandi þjóðfélagi. Þrátt fyrir hina gífurlegu rækt- un hin síðustu ár er aðeins ör- lítill hluti landsins ræktaður eða um 3-4 prs. af ræktanlegu landi. Landgræðsla ríkisiras og Skóg ræktin vinna gott starf við upp- græðslu og ræktun. Verðmæti landbúnaðarafurða 1967 er talið vera 2.326 millj. króna sé miðað við verð til bænda, en allt að 3.000 millj. króna sé miðað við söluverð. Verðmæti landbúnaðarfram- leiðslunnar á verðlagi ár3- ins 1967 var kr. 85.900.00 pr. árs mann árið 1947, en kr. 261 þú árið 1967. Sýnir þetta á gleggst an hátt hvernig þróunin hefir verið. Aukin framleiðslá vegna tækni og hagræðingar hefir þre faldað verðmætið, miðað við hvern mann sem að landbúnaði vinnur. Miðað við þann fjölda sem að framleiðslunni vinnur, eins og áð ur er að vikið, má ljóst vera að hér er um verðmætaöflun að ræða, sem hefir mikið þjóðhags- legt gildi. Segja má að mestur hluti landbúnaðarframleiðslunn- ar sé notaður í landinu. Hin hollu matvæli, kjöt og mjólkur- afurðir eru þjóðinni ómissandi. Nokkur hluti framleiðslunnar er fluttur á erlendan markað fyrir lágt verð. Það er nauðsynlegt að vinna úr framleiðslunni í landinu og gera hana þannig verðmæt- ari áður en hún er fiutt út. Á þessu sviði hefur talsvert áunn- izt og hafa þeir, sem með þessi mál hafa að gera fullan skilning á að gera það, sem unnt er á þessu sviði. Það eru miklir mögu leikar í næstu framtíð til auk- innar gjaldeyrisöflunar með því að nýta landbúnaðarframleiðsl- una eins og æskilegast er. Land búnaður á íslandi stendur traust um fótum, þótt misjafnt árferði valdi erfiðleikum í einstökum landshlutum. Þjóðin mun í vax andi mæli gera sér grein fyrir mikilvægi landbúnaðarins og nauðsyn þess að efla hann eiras og tök eru á. Landbúnaðarsýn- ingin 1968 mun fræða þjóðina um fjölbreytni íslenzks landbún aðar, stöðu hans í þjóðfélaginu og gildi í þjóðarbúskapnum". Að lokinni ræðu landbúnaðar- ráðherra söng Karlakórinn enn þrjú lög en síðan gengu gestir til sýningarsala. Síðar um dag- inn efndi sýningarstjórnin til kaffiboðs fyrir gesti í veitingar salnum. í veglegri sýningarskrá kemur tfram, að forseti fslands herra Kristján Eldjárn er verridari sýningarinnar. í skrána rita ýms ir af helztu forystumönnum bændasamtakanna um sögu sam takanna og stöðu landbúnaðar- ins. Sýningaraðilar eru tilgreind ir og deildum lýst. Þá er fjöl- margar upplýsingar að finna um þátttökufyrirtækira. „Gróður er gulli betri": Litið inn á landbúnaðarsýninguna — Sýningin skiptiist í aðal- atriðum í þrennt auk útisvæð isins með húsdýrunum, sagffi Agnar Guðnason, fram- kvæmdastjóri landbúnaffar- sýningarinnar, þegar viff heim sóttum hann við opnunina. — Hér I kjallaranum er „hlunnindadeild", þar eru sýn ishorn ýmissa hlunninda fyrr og nú, gömul amboð og bú- verkfæri auk deildar veiði- stjórans. Þar eru margs kon- ar uppstoppuð dýr og veiði- áhöld. — I anddyrinu er þróunar- deild, með öllu sem varðar upplýsingar um stöðu land- búnaðar fyrr og nú. Þar má finna líkan af venjulegu ís- lenzku búi, framlei'ðslu þess tekjur og kostnað. í aðalsýn- ingarsalnum hafa svo hin ýmsu fyrirtæki deildir síncur og sýna, flestar framleiðslu og rekstrarvörur, sem búin þurfa til. — Hver er stærsta deildin? — Samband íslenzkra sam- vinnufélaga hefur stærsta gólf flötinn í allt, en er skipt nið- ur eftir deildum og eru þær víða um salinn. Næ^t hygg ég, að komi mjólkuriðnaðarfyr irtækin og Sláturfélagið. Eitt erlent fyrirtæki sýnir fram- leiðslu sína. Fyrirtækið er danskt og sýnir vélar fyrir mjólkuriðnað. — Vil viljum gjarnan benda fólki á þá dagskrárliði, se.m hér verða. Þannig halda náms meyjar úr Húsmæðrakennara skólanum uppi sýnikennslu á áheyrandapöllum þrisvar á degi hverjum. Maturinn sam- anstendur aúðvitað mest af landbúnaðarafurðum. Þá eru það gripasýningarn ar sem hefjast laugardaginn 10. með sýningu á mörgum kostakripum og verða verð- laun veitt. Eftir að hafa kvatt Agnar, litum við fram í and dyr. Þar leggur blómailm fyr ir vit manna, því ýmis garð- yrkjufyrirtæki og Sölufélag, Garðyrkjumanna hafa komið þar fyrir mörgum fögrum reit inum. Þar sitja líka konur við rokka og vefstól og sýna tó- vinnu og hvers kyns vefnað á vegum Heimilisiðnáðarfé- Framhald á bls. 14 Frá deild Heimilisiðnaffarfélagsins. i L

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.