Morgunblaðið - 29.08.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.08.1968, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1968 Ólafur Björnsson, prófessor: Er sósíalismi og frjáls skoðanamynd- un samrýmaniegt? Hvaða ályktanir ber að gera í því efni að draga af atburðimum i Tékkóslóvakíu? Þeir válegu atburðir, sem gerðust í Tékkóslóvakíu um miðja síðustu viku, hafa eðli- lega síðan verið aðalumræðu- og umhugsunarefni almennings, a.m.k. í hinum frjálsa heimi. Viðbrögð almennings, óháð stjómmiálagfeoðunum, hafa sem kunnugt er verið mjög á einn veg, eða þann, að lýsa undrun sinni og fordæmingu á fram- ferði þeirra rí'kja, er að inn- rásinni Tékkóalóvakíu stóðu. Eru slík viðbrögð og eðlileg, meðan heitast er í kolunum. En í kjölfar bióðnáttanna hlýt- ur að fylgja sú spuming, hvaða félagslegrar og stjómmálalegrar orsakir liggi til þessara atburða og hvaða ályktanir almenns stjórnmálalegs eðlis beri af þess um atburðum að draga. Er skýr imgin eingöngu þröngsýni og einræðis og ofbeldishneigð stjóm málaieiðtoga þeirra ríkja, er að innrásinni stóðu, eða er um aðrar dýpri orsakir að ræða, sem eigi sér fyrst og fremst rætur í efnahags- og stjórnar- kerfi þeirra sósíalísku ríkja, er innrásina gerðu? Deilur um sósáalisma og lýð- neSL Eins og þá, sem muna 20—25 ár aftur í tímann, rekur etflaust minni til, voru á fyrstu árumurn etftir síðari heimsstyrjöldina háð ar um það ailharðar deilur í flestum löndum Vestur-Evrópu, hvort hið sósíalíska þjóðskipu- lag væri samrýmanlegt lýðræði og frjálsri dfeoðanamyndun. Til etfni þess að deilur þessar hóf- ust, var bók, er kom út í Erug- landi árið 1943 eftir hinn kunna austurríáka hagfræðing Fried- rich Hayek og bar hún titil- inn: The Road to Serfdom, sem á íslenzku hefur verið þýtt: Leiðin til ánaiuðar. Kenningar þær, er þar voru settar fram, voru að vísu engan veginn nýj- ar, eine og grein er iika gerð fyrir í bókinni, en voru þar í fyrsta sinn settar fram á þann hátt, að þær vöktu atonienna at- hygli þeirra, er við stjórnmál Húseigendafélag Reykjavíknr Skrifstofa á Bergstaðastr 11 a. Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga Erlingur Bertelsson héraðsdómslögmaður. Kirkjutorgi 6, símar 1-55-45, heima 3-4262. fengust. En kjami þessarra kenn inga var sá, að það vaeri engin tilviljun, að í öllum þeirn ríkj- um, þar sem teknir hetfðu ver- ið upp sósíaliskir þjóðfélags- hættir á grundvelli aiflsberjar þjóðnýtingar væri einnig full- komið einræði og öll gagnrýni á stjómvöld og stetfnu þeirra srtranglega bönnuð. Hið sósíal- íska efnahagskierfi byggist á á- kvörðunum stjómvalda um það, hversu framfleiðsluöfl þjóðfé- lagsins skuli nýtt, hvaða þörf- um skuli fullnægt og hvaða ekki. Þar sem þessar ákvarð- anir gætu riðið mjög í bág við óskiir atonennings, etf hann ætti sjáifur val, væri það grund- vaJilarskilyrði þess, að skipu- lagið væri starfhætft, að atonenn ingur tryði á óskeikuleik stjóm valda og framfylgdi skipunum þeirra slkilyrðislaust. Ef leyfa ætti frjálsa gagnrýni, myndi það leiða til vantrúar á til- gangi þeirra áætlana, sem væru grundvöltoir hagfeerfilsins og þvi gera þá hættu yfirvofandi ,að þær yrðu éfeki framkvæman- legar. í þimgfeosni ngu m þeim er fóru fram í Englandi sumarið 1945, notaði Churchill mjög rök Hayeks til þess að vara við þjóðnýtingarsteifnu Verkamanna flokksins. Eins og kunnugt er, tókst honum ekki að rétta hlut sinn að þvi sinmi, enda tvíeggj- að að boða í kosningabaráttu nýstárlegar kenningar, sem fara í bága við þær hugmyndir, er þorri kjósenda vatfalaust hefir fram að þeim tíma haft um þessi efni. En auðvitað sfeera kosning ar ekki úr því á einn né neinn veg ,hvort slikar kennnigar eru réttar eða ekki. f öðrum löndum Vestur-Ev- rópu vöktu kenningar þessar einnig miklar deilur, og barst ómurinn af þeim einnig hing- að til lands, því að sumarið 1945 gáfu ungir Sjáltfstæðis- menn út útdrátt úr Leiðinni til ánauðar í þýðingu minni. Átti ég næstu mánuði, eða alflt fram undir bæjarstjómarkosningarn- ar í janúar 1946 í ritdeilum við Þjóðviljann út af þessu, og haía sennilega báðir talið sig ganga með sigur atf hótoni í þeirri við- ureign! Dreifing valðs í sósíalista- ríkjunum og bók Svetlönu Stal- in. Mikið vatn hetfur vissulega runnið til sjávar á þeim aldar- fjórðungi ,sem liðinn er siðan áðuimetfnd bók Hayeks kom út og ýmiss ný sjónarmið komið fram í þessu etfni. Elfekert hefir þó, svo mér sé kunnugt, kom- ið fram síðan, sem haggar gildi þessarar kenningar, etf byggt er á þeim forsendum um fram- kvæmd sósíalismans, sem Hayk gerði, þ.e.a.s. að allar áfcvarðan- ir í efnalhagsmálum, er þýðingu hafa, séu teknar af einu alls- herjarráði eða nefnd, og frjáls marfeaður algerlega afnuminn. Spurningin eir hinisvegar sú, hvort hægt sé á grundvelli þjóð nýtingar að framkvæma þá dreif ingu valdanna, sem er grund- vallarsfeilyrði þess að lýðræðis- leg mannréttindi veirði meira en natfnið tórnt. Eftir valdatöku Krúsjeffs í Sovétríkjunum voru nofefeur spor stigin í þá átt þar í landi að dreitfa hagvaldinu meira en ver ið hafði og hið sama átti sér stað í Póllandi undir forystu Gomulka. Þótt efcki væri jafn- framt slakað á einræði og rit- Sfcoðun, gerðu margir sér von- ir um það, að í kjötflar nokk- urrar stefnubreytirngar í efna- hagsmálum myndi fylgja meira frjálrsæði en áður, einnig á öðrum sviðum. Mjög athyglisverð sjónarmið í s&mbandi við þessa deilu feomu fram í bók Svetlönu Stal- in, sem svo mikið var rædd fyrir 1—2 ár.um. En kjarni boð- Skapar hennar var sá, að hið óhugnanlega einræði og ótfreilsi á Staflintfcnunum, hatfi ekki ver ið fútonennska föður hennar að kenna fyrst og fremst, heldur sé það „kerfið", þ. e. íram- fevæmd sósíalismans, sem þar beri söfcina, því að „kerfið“ fcrefjist þess, að hinu harðsivír- aðasta einræði sé beitt. Húe var ar við bjartsýni um það, að frjálslegri stjómarhátta sé að vænta í kommúnistarífcjunum í náinni farmtíð. Á grundvelli reynslu sinnar hefir þessi merka Bovétfeona þannig komizt að sömu niðurstöðu og Hayek um sambandið milli sósíalisma og einræðis. Leiðtogar kommúnistarikj- anna opinbera sína skoðun á málinu. Atburðirnir í Tékfeóslóvakiu síðustu daga hljóta óhjákvæmi- lega að leiða til þess að deilan um það, hvort sósíaliákir þjóð- félagshættir samrýmist hinum lýðræðislegu mannréttindum, og þá fyrst og fremst frelsi til þess að tjá skoðanir sínar, hlýt BRflUÐ OG SNITTUR LAUGALÆK 6 Snittur Smurt brauð SÍMI 34060 Brauðtertur Heitar pylsur Opið frá kl. 9 - 23,30. — Næg bílastæði Sendum heim Ólafur Björnsson. ur að koma fram í sviðsljósið á ný. Það nýja — og vafalaust að mjög margra dómi óvænta — sem þessir atburðir hafa leitt í ljós, er það, að nú þarf efcki lengur að fara í grafgötur með það ,hver sé afstaða leið- toga kommúnistaríkjanna 5, er að innrásinni í Tékkóslóvakíu stóðu, til deilumálsinis. Þá af- stöðu eir óþarfi að kynna eða skýra fyrir nokkrum, sem fylgzt hetfir með blöðum og útvarpi síðustu daga. Það má telja kafld hæðni örlaganna að þessir kom únistaleiðtogar skuli á svo tví- mælalausan hlátt hafa gerzt á- bekingar á þeim víxli, sem þeir Hayek og Ohurchill gáfu út fyrir um það bil aldarfjórðungi síðan. Það er annars ekki til- gan.gur þessarrar greinar að, koma fram með ný sjónarmið í því deilumáli, sem hún fjallar uim, heldur hitt að vekja at- hygli á því, að atburðirnir í Tékfeóslóivafeíu hljóta óhjákvæ lega að vekja að nýju þá spurn ingu, sem er fyrirsagn þessarar greinar: Er sósíalismi og frjáls Sfeoðanamyndun samrýmanleg? Snertir þetta dægurmál okk- ur íslendinga? Höft og flokks- ræði. Margir munu telja, að enda þótt deilan um það, hvort sós- íaliskir þjóðfélagshættir og lýð ræðisleg mannréttindi samrým- ist kunni að vera mikilvæg frá sjónarmiði þjóðfélagsfræð- iniga, þá snierti hún lítið þau vandamál ,sem fslendingar eiga við að etja í dag og I nánustu framtíð, því að allSherjar þjóð- nýting og hugsanlegar afleið- inigar hennar sé ekki dægux- mál hér á landi. Þó að hið síð- asta sé rétt, þá er þessi skoð- un að mínu áliti hættulge og rönig. Þjóðnýting og opinber í- hlutun uim efnahagsmál þurfa elkfei að vera svo alger sem i sósíalistarfkjunum til þess að ógna frelsi og manfnréttindum. Nærtælct dæmi um það, ef bet- ur er að gáð, er hatftabúskap- urinn, sem undanfarna áratugi og enn í dag hefir verið svo otfarelga á baugi í stjórnmóla- umræðum hér á landi. Það hefuir verið mjög í tízku síðustu árin að deila á þá menn sem gegna mikilvægum pódi- tízkum trúnaðarstöðum, telja þá gamlaða, þreytta og staðnaða hugsjónalega. Skal það etfni ekiki tefeið til meðferðar hér, enda verð ég að teljast þar á bekk hinna ákærðu, en ekki í dóm- arasæti. En aðeins eitt vil ég segja okkur til varnar, af því að það snertir mjög það má,l sem hér hefir verið rætt. Það er vafalaust rétt, að vali manna í opinberar trúnaðarstöður sé ábótavant, þannig að engan veg inn er tryggt, að þar sitji á- vallt hæfustu mennirnir, ef nokk um tímann er þá hægt að finna fyrirfeomulag er sMJct geti tryggt að fullu. Hitt er að mínum dóimi álita- máL, hvort stjórnmálaleiðtogar í dag séu eldri, þryettari og staðnaðri hugsjónalega en þeir voru t.d. fyTÍr 10—15 árum, þegar gagnrýni af þessu tagi var að mestu óþefekt, þó að verfe stjórnimálamarma sættu auðvitað þá sem endranær gagnrýni. En það er annað, sem hefir breytzt á þeissum tíma ag í þvl ligguir e.t.v. að einhverju leyti sfeýringin á þessu tízkufyrir- brigði. Ég eir elkki viss um að þjóðin hafi á hiniu lan.gvarandi tímah. hatftabúskapar fyxir 1960 verið ánægðari með stjómmála- menn sína en hún er niú. En vald þeirra var þá, einmitt í iskjóli haftabúskaparins, mikfliu meira en það er nú, þannig að færri þorðu þá að standa upp í hiári þeirra. Það veitti ekki lítið aðhald um það að sýna flokki síuum og forystu hans hollustu rnieð fjárfraimJiögum og vinnu og öðru, að þá gat hinn óbreytti borgari varla ferugið nokkurri ósk sinni framgengt nema með afbeina þeirra fuLl- trúa flofcksims í hinurn mörgu netfndum og ráðum, sem sækja þurfti um leyfi til nær hvers sem var. Nú eru menn þessu að mestu óháðir. Það er að mírau áliti alvag sérstök hætta á ferð um, vegna þess hve neikvæð sú gagnrýni og óniáægja er, sem svo nú er svo mjög í tízfcu, þar sem alflir eru svo marg- orðir um það, hverju þeir séu á móti, enfáir segja neitt um hitt, hvað þeir vilji og séu með, að árangur gagnrýninnar verði alveg ötfugur við það, sem er vilji þeirra, er að henni standia, nefnilega stóraukið fLofcksræði og vald pólitísfcra leiðtoga i dkjóil endurreists haftabúsfeap- ar. Deilan um það, að hve miklu leyti opiniber stjórn efnahags- mála samrýmist frelsi einstaM ingsins til tjáningar skoðanna sinna og annars í því nýjaljósi, sem atburðimiir í Tékfcóslóva- 'kíu varpa yfir hana, sniertir því einmitt mjög þau dægur- vandamál, sem við íslendingar eigum við að etja, og þau úr- ræði, sem til greina koma þeim til Lausnar. Vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður í júlí Vöruskipatjötfnuðurinn var ðhag stæður um 257.700 millj. króna júlí s.l. Þar var innflutningur vegna Búrfellsvirkjunar og Á1 verksmiðjunnar 82.058 milljónir króna. Vöruskiptajöfnuðurinn er því óhagstæður um 1.930,525 milljónir króna fyrstu sjö mán- uði þessa árs. Af því voru flutt inn skip og flugvélar auk inn- flutnings vegna Búrfells og Ál- verksmiðjunnar fyrir 706,693 milljónir króna. Út voru fluttar í júlí vörur ffrir 404.489 millj. kr. en inm fyrir 762.189 mlilij. króna. Fyrstu sjö mánuðina var útflutmingur- inn 2.508.750 miiflj. króna en inn- flutningur 4.439.275 millj. króna fyrstu sjö mánuði ársins 1967 óhagstæður um 1.764.636 millj. króna, þar af 1 júlí um 258.928 millj. króna. Tölur inn- og út- flutnings 1967 eru reiknaðar á því gengi, er gilti fram að geng isbreytingu, en tölur ársins í ár á núverandi gengL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.