Morgunblaðið - 29.08.1968, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 196«
21
Datt þetta ekki í hug
— það bara kom svona
HÉR á ferð er Árnl Egilsson,
sonur hjónanna Ástu Norð-
mann og Egils Ámasonar,
stórkaupmanns, en Ámi er
einleikari á kontrabassa með
Sinfóníuhljómsveitinni í Hou
ston í Texas, undir stjóm Sir
John Barbirollis og Andre
Prevens.
Hann er þar búsettur ásamt
konu sinni, þýzkrar ættar.
Frúin er einnig listakona, for
stjóri í lei'klistardeild Houst-
on Háskóla, og kennari í leik-
list og látbragðsleik (ásamt
því, að veira kjaimorkueðlis-
fræðingur), en hún lærði lát-
bragðsleik hjá Marcel Mar-
oeau.
Árni er að koma úr hljóm-
leikaför á Listavikunni í
Klosters í Sviss. 'Hann leit inn
á Morgunblað, og svaraði
nokkrum spurningum.
— Hvenær komstu hingað,
Árni?
— Sunnudaginn 1«. ágúst,
— með seinkun!
— Svo?
— Já, það er algild regla,
virðist vera, ég var einum og
hálfum degi of seinn til Evr-
ópu á leiðinni í hljómleikaför
ina.
— Með hvaða hljómsveit
lékuð þið þar?
— Með Ostsohweitzer
Kammeirorohester undir
stjórn Urs Schneider, sem er
fyrrverandi nemandi Otto
Klemperers.
— Hvemig voru hljómleik-
arnir fyrir þig?
— Ég lék níu einleikskon-
serta og sjö með öðrum, alls
sextán á einni viku.
— Vel gert! En þetta eru
allt svo stórmerk nöfn í mús-
íklheimimum, sem þú hefur
þegar nefnt. Hvað er með
Anctré Preven?
— Hann er jazz- og kvik-
myndatóniistarmaður, en er
að taka við Houston Symfón-
íuhljómsveitinni, sem ég hef
ieikið hjá í s.l. 3 ár og verður
aðal stjórnandi hjá Houston
Sinfóníunni og Lundúnasin-
fóníunni.
— Hefurðu leikið mikið
með Pireven?
— Já, í maí lauk ég við fjóra
jazzkonserta með Preven á
píanó, og Jimmy Simon, á
trommur.
— í>ú skrifar iíka tónlist
frá eigin brjósti?
— Ég spi-la meira en ég
skrifa, en ef ég skrifa, þá er
það aðallega fyrir sjálfan mig
og konuna mína, og þá tón-
liist eingöngu fyrir látbragðs-
leik hennar. Hún átti að fara
til Prag á aiþjóðlegt mót lát-
hragðsleikara, en mér lízt
ekki á svoleiðis ráp núna!
— Þegar við komium heim,
eigum við að koma fram í
sjónvarpsþætti Johnny Car-
sons og eigum bæði að leggjar
eitthvað af mörkum til
skemmtunar áhorfenda.
Það er gaman að geta unn
ið saman.
— En hvað hyggstu svo fyr
ir í fánlistinni?
— Fyrst fer ég að spila jazz
og síðan klassík, það er dálít-
ið skemmtilegt.
— Er þetta ekki dálítið
sjaldgæf íþrótt, sem þú iðk-
ar?
— Jú, það eru aðeins tveir
aðrir í Bandaríkjunum, sem
leika einleik á kontrabassa,
þeir Gary Carr og Turetsky.
En enginn gerir það í Evr-
ópu.
— Hverslags hugmyndaflug
var þetta þá eiginlega hjá
þér?
Árni Egilsson, einn af þremu
einleikurum heimsins á kontra
bassa!
— Nú, mér datt þetta ekk-
ert í hug, það bara kom
svona .... — Ég fier iíka að
spila 7 mínútna langam kon-
sert fyrir kontrabassa og elek
trónískt segulband, þegar ég
kem heim, eftir Whitenberg.
Annars finnst mér miklu fall
egra að kalla þetta tónband,
eins og Þjóðverjinn.
— Samþykkt! Fyrir hvem
ertu að leika þetta?
— Fyrir nútímamúsík-
klúbb í útvarpið. Þeir sjá um
kynningar á nútímamúsík.
— Og ætlarðu nú að halda
áfram á þessari breiðu braut?
— Já, eins og bandvitlaus.
Það tilheyrir nú! Annars lang
ar mig að kyrnna íslenzka tón
list fyrir vestan. Nútíma, það
er að segja.
Ég ætla upp í Tónskálda-
félag íslands og athuga málið
þar.
— Svo já?
— Já, ég kanmagt sjálfsagt
við þá þar. Einu simni lék ég
Sögusinfóníuna eftir Jón
Leifs.
— Já, þú ert bara svona
hress! En heyrðu annars, af
hverju valdirðu Bandaríkin
sem aðsetur?
— Ég fór út að læra til
Hamborgar, og giftist þar kon
unni minni, sem er þýzk. Nú
það var lítið að gera hér.
Þeir buðu mér aldrei stöðu
hér.
— Var það svona etutt og
laggott?
— Nei, kannske ekki, en eft
ir fimm ár í Þýzkalamdi lang
aði mig til Bamdaríkjanma.
Fyrst fór ég til Dublin og lék
þar í Sinfómíuhljómsveit írska
útvarpsins og síðam aftur til
Þýzkalands og þaðan til
Bandaríkjamma.
— Þetta var nú varla svoma
einfalt? (við vitum nefnilega
að hamn hafði þegar hlotið
fram í tónllistarheimimum,
leikið bæði með Sinfóníu-
hljómsveit Hamborgar og
Norðvesturþýzku Fílharmón-
íuhljómsveitinni, svo að nókk
uð sé mefnt!).
— Ne-ei, kannske ekki, en
sannleikurinn er sá, að ég
spilaði fyrir Sir John Barbir
olli árið 1964, og hann gaf
mér tvo kosti, að koma og
leika með Hallé Sinfóníu-
hljómsveitinni í Mamehester,
eða Houston Sinfóníúhljóm-
svei'tinni í Texas. Ég tók þann
síðari. Mér leizt betur á
Bandaríkim þá, og hef gert
æ síðan.
— Þegar ég kem vestui
byrjar leikár Sinfóníuhljóm-
sveitarinmar, og í vetur, n.k.
verð ég líka í jazztríóinu.
Annað er eiginlega óráðið.
— Þú 'hefur það þá gott?
— Já, ég lifi miklu betra
lífi fyrir vestan, em ég gerði,
meðan ég var í Evrópu. Ég
myndi segja, langt fyrir ofian
meðallag, þó ég dragi tekjur
konunnar frá!
Ég sé auðvitað, að fólk býr
afskaplega vel hérna, það
ég bezt veit.....en ég veit
bara ekki, hvernig það lifir!
Fljótsagt, á skyri, á fiski, og
hrennivíni (því síðastnefnda
til að gleyma því, að það hef-
ur lítil ráð á kjöti!) — Já, og
svo fiskast ekkert, og hvað
þá. Nei, mér lízt vel á mig
þama fyrir vestan, en ....
það væri gaman að geta kom
ið heim og spilað hér öðru
hverju!
— Vonum það. En hvenær
ferðu vestur?
— Næstkomandi miðviku-
dagskvöld. Og þá beint heim.
— Auðviað er alit óbanmað
landflæmi utan Texas, en lang
ar þig ekki í alvöru að koma
heirn?
— ísland er fallegasta land
í heimi, og ég mymdi búa hér
frekar en nokkums staðar ann
ars staðar — ef tækifæri væri
til þess, en það virðist því
miður ekki vera fyrir hemdi!
Við kveðjum þenmam
ágæta; umga (þrítuga!) full-
trúa ÍSlands í Texas, og öllu
ókönnuðu landfilæmi þar ut-
an, í von um að einhvem
tíma rætist úr vonum hams
um heimkomu, og við óskum
homun góðs gengis.
M. Thors.
- FORMAÐUR F.B.
Framhald aí bls. S
Meistarar skila þeim húsum, sem
þeir reisa, undantekningarlaust
máluðum að utan. Ekki bætir
þetta málstað J. Þ. og var þess
þó ærin þörf.
Hitt mun rétt hjá J. Þ., að
meistarar leggja ekki til tún-
þökur á lóðir, en gjama má
bera fram þá spumingu, hvort
honum finnist lánsfé til íbúða-
bygginga svo mikið, að vert sé
að veita mönnum húsnæðislán
til kaupa á túnþökum. Er það
þjóðhagslega hagkvæmt að hans
dómi, eða er fé húsnæðismála-
stjómar ætlað til slíkra kaupa?
í sumum tilfeHum leggja meist
arar til þvottavélar. en annars
etaðar, eins og I íbúðunum við
Eyjabakka, em sérþvottahús með
sérlögnum í hverri íbúð. Ætli
húsmæður vilji það ekki frekar
en sameiginlegt þvottahús með
sameiginlegum vélum? Raunar
hefir FB þegar viðurkennt þetta,
því að í Vísisviðtali því, sem
getið var hér að framan, er ein-
mitt sagt, að hætt sé við sam-
eiginleg þvottahús og tekin verði
upp sérþvottahús fyrir hverja
íbúð, svo að fbúar geti sjálfir
komið me’ð þvottavélar. J. Þ.
hefir því ekki átt að nefna þetta
atriði, en svo ringlaður er hann
orðinn á flóttanum, að hann er
nú sjálfur farinn að rétta and-
stæðingimum vopn á sig, Hafi
hann þökk fyrir.
f næstsíðustu málsgrein segir
J. Þ. að Byggingarsjóður ríkisins
hafi aðeins veitt 87 miUj. kr. til
framkvæmda á sl. ári og sé það
aðeins 18% af heHdarframlögum
sjóðsins. Meistarar hafa ekki
grefðan aðgang að opinberum
gögnum og verður því að láta
nægja — á þessu stigi — að
æskja svara J. Þ. við eftirfar-
andi spurningum:
1. Hve mikið fé var búið að
greiða FB 1. maí 1967, og hvem-
ig var því fé varið? Hversu
miklu námu framlög til nefnd-
arinnar 1. janúar sl. og hversu
mikið fé hafði hún fengið til um
ráða, þegar fyrstu íbúðimarvoru
afhentar?
2. Hafa Seðlabankinn og
Atvinnuleysistryggingasjó'ður lán
að FB fé til starfseminnar? Ef
svo er, hversu mikið fé hefir FB
þá fengið frá hvorum aðila, og
hvernig á að haga endurgreiðslu
á því?
Að endingu ritar J. Þ. nokkur
„hjartnæm" kveðjuorð og er
sjálfsagt að þakka þau, þótt ein-
hverjir kunni að frýja honum
einlægni, því að gegnum ÖU skrif
hans skín gremja þess, sem finn-
ur vanmátt sinn og vanþekkingu
á þeim málum, sem um er fjaU-
að. J. Þ. segir m.a., að „með já-
kvæ’ðu, einbeittu framtaki gætu
þeir (meistarar) gert islenzkum
byggingariðnaði mikið gagn . .
Á venjulegu máli þýðir þetta, að
meistara eiga að hafa sig hæga,
meðan FB stundar tilraunastörf
sfn og eyðir almannafé á margan
hátt af miklu kappi, en þeim
mun minni fyrirhyggju.
Væri það einlægur vilji J. Þ.
að stuðla að lækkun byggingar-
kostnaðar mundi hann vera bú-
inn að segja við þá, sem fólu hon
um forsjá FB, áð hann átti sig
nú á því, að hann kunni ekki
mannganginn í þessu byggingar-
málatafli og sé því bezt að fela
það mönnum með reynslu og
þekkingu. Hann ætti m. ö. o. að
viðurkenna vanmátt sinn og
biðja um lausn í náð — óska
eftir að aðrir fái að spreyta sig
með sömu aðstöðu og sjóm FB
hefir haft. Það kann vel áð vera,
að J. Þ. hafi einlægan vilja tH
að láta gott af sér leiða, en hon-
um hefir þó ekki tekizt að sanna
hið fornkveðna, að viljinn dragi
hálft hlass — þvert á móti, þvi
að honum heftr næstum tekizt
að sanna. að undir vissum kring
umstæðum geti góður vilji gert
iUt verra.
Stjórn Einhamars.
STÓRIÍTSAIAJ
Gó&templarahúsinu
| 30-60% AFSLÁTTUR
TERYLENEKÁPUR DRAGTIR PEYSUR NÝJAR VÖRUR TÁNINGAKJÓLAR KVÖLDKJÓLAR JERSEYKJÓLAR
ULLARKÁPUR TÆKIFÆRISKJÓLAR BLÚSSUR DAGLEGA SUMARKJÓLAR CRIMPLENEKJÓLAR
VEKÐLiSTIMM