Morgunblaðið - 10.09.1968, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1968
Á Tinganesi.
Skortur á kvenfólki í Færeyjum
Fœreyjabréf frá N.J. Arge, frétta-
ritara Morgunblaðsins í Þórshöfn
SÁ, sem hlustar á daglegar veð-
urfréttir úr Færeyjum, kemst
*brátt á þá skoðun, að hann rigni
"þar á hverjum degi árið um
'kring. Það er þó ekki rétt. Ég
’ get borið um það. Að visu er
það rétt, að frá sjónarmiði veð-
urfræðinnar er alltaf von á
óþurrkatíð í Færeyjum, því að
landið okkar er bara svo lítill
eyjahópur útf í Atlantshafi. En
það rignir ekki daglega, langt
frá því. Við höfum samt fengið
þann vitnisburð, sem reynist
örðugt að hrekja, að við búum
við stöðuga óþurrka. Við reyn-
um jafnan að bera í bætifáka
og segjum frá því, að í sumar
hefur verið hér svo þurrt og gott
veður, að núlifandi menn muna
ekki annað eins.
í stufctu máli sagt, kom ekki
dropi úr lofti í fjóra mánuði, allt
frá Krossmessu og fram til
ágústloka. Og sólin hefur skinið
naerri því samfleytt, allt að því
dag og nótt vikum saman. ís-
lendimgar þekkja slíkt ekki síð-
iur, svo að ekki þarf að skýra
það frekar. Ekki hefur hitinn
orðið otf mikiU, því að mikið
hefur verið um norðanátt. Eins
»og kunnugt er fylgja henei svöl
veður. Þess vegna hefur verið
lítið um vatn í Faereyjum í sum-
ar. Menn haifa neyðzt til þess
að Skammta drykkjarvatn í
flestum bæjum og byggðum.
Fiskiðnaðurinn hefur sumstaðar
verið lamaður af sömu ástæðu
og eitt mjólkurbú varð að láta
af starfi einn mánuð. Sem betur
fer hefur orkuframleiðsla ekki
orðið fyrir skakkaföllum vegna
vatnsþurrðarinnar, vegna þess að
til eru nógar vararafstöðvar, sem
eru settar í gang þegar nauðsyn
krefur.
Þórshöfn hefur. áratugum sam-
an verið þekkt fyrir vatnsleysi
sitt, en í sumar kom þar ekki
til vandræða, vegna þess að
fyrir tveimur árum var smíðuð
mikil stífla í dalverpi í grennd-
inni og er nærri því hálf milljón
tonna af vatni í uppistöðunni.
Þess vegna hafa Færeyingar not-
ið sólskins og góðrar veðráttu
með rólegri samvizfeu.
Og í þessari góðu sumarveðr-
áttu komu nokkur þúsund Fær-
eyingar, sem búa í Danmörku,
heim í kynnisför. Það virðist
kannski skrýtið að tala um nokk
ur þúsund í litlu samfélagi, þar
sem aðeins búa 37.000 sálir. En
það er rétt, því miður er það
rétt. f Kaupmannahöfn einni eru
um tíu þúsund Færeyingar bú-
settir. Þeir eru blátt áfram út-
flytjendur og snúa aldrei heim
aftur, en flestir þeirra eru í
tengslum við skyldmenni sín í
Færeyjum og koma við og við í
heimsókn. Af sömu ástæðu ferð-
ast langflestir Færeyingar efeki
lengra en til Kaupmannahafnar,
þegar þeir vilja fara til útlanda.
Orsök hins mifela fólksflótta
úr Færeyjum er einföld. Hjá
ofekur er sama námstilhögun og
í Danmörku. Þegar menntaskóla-
námi er lokið er leiðin greið inn
í danska háskóla og til þeirra
fríðinda, sem þar bíða. Það er
augljóst, að Færeyjar geta efeki
tekið við öllum þeim sem ljúka
námi. Þeir verða því að sækja
um stöður í Danmörku. Þetta á
að sjálfsögðu efeki eingöngu við
háskólamenn, heldur einnig aðra
námsmenn í ýmsum greinum.
í Þórshöfn er tiil dæmis mjög
fullkominn s'kó'li -í sjómennsku
og siglingafræðum, en því miður
eigum við engan verzlunarflota.
Afleiðingin er sú, að hinir ungu
stýrimenn og vélstjórar ráða sig
á danska verzlunarflotann, og
Færeyingar eru þar nú tuttugu
af hundraði allra yfirmanna.
Margir þeirra eiga heimild í
Færeyjum, en hjá því verður
ekkj komizt, að ýmsir þeirra
rekist á danska stúlku, kvænist
henni og setjist að í Dammörfcu.
En það er þó hálfu verra, að
margar af ungu stúlkunum okk-
ar fara af landi brott, til dæmis
að ganga í húsmæðraskóla, sem
við höfurn því miður efeki, og
það endar allt of oft með því,
að þær hitta þann eina rétt og
korna aldrei aftur. En þó er allra
verst, að dönsfeu hermennirnir
sem sitja herstöðvar í Færeyjum
geta ómögulega staðizt færeysk-
ar stúlfeur, og jafnframt falla
stúlkurnar hver um aðra þvera
fyrir dönsfeum sjóliðum og setu-
liðum. Fjórða hvert brúðkaup
sem haldið er í Fæeyjum er
þannig, að dansfeur hermaður
leiðir færeysfea brúði sína upp
að altarinu. Aðeins eitt prósent
þeirra leitar sér staðfestu á eyj-
unum.
Og afleiðimgarnar láta efeki á
sér standa. Fyrir fáeinum árum
var kvenfólk talsvert fleira en
karlmenn í Færeyjum, en nú er
orðinn tilfinuanlegur skortur á
kornum, og piparsveinum fjölgar
óðfluga. Þ*nnig dregur auðvitað
úr fólksfjölgun. Þetta er mikil
áfeoma lítilli þjóð, sem vonaðist
til að stækka. Að minnsta kosti
var álitið hæfilegt að 60.000
manns byggðu Færeyjar, því að
það er erfitt fyrir 31.000 manns
að halda öllu gangandi og tafea
þó framförum, ekki sízt á menn-
ingarsviðinu.
En er ástæða til þess að vera
svona svartsýnn? Svarið hlýtur
að verða neitandi. Stjórnarvöld-
in hafa staðið á varðbergi. Verið
er að bæta menntunarskilyrði í
mörgum greinum og menningar-
’lífið er í fullu fjöri. Þetta á að
stuðla að því, að umga fólkið
verði sífellt rótgrónari Færey-
ingar og finni sig knúið til að
snúa heim til Færeyja að í#>kn,u
námi í Danmörku.
Tfenarnir hafa verið okkur mis-
jafnir, en til þessa höfum við
feomizt hjá örlögum granna okk-
iar í suðri — Hjaltlendinga. Þeim
hefur fæfefeað um helmimg á síð-
ustu fimmtíu árum, vegna þess
að enginn hefur áhuga á fram-
igangi Hjaltlands. Þar er nefni-
lega efekert sjálfræði. Ögn af
sjálfsákvörðunarrétti ásamt með
eigin tungu og mennimgu og vilj-
arnum til þess að vera þjóð, er
'það sem mestan þátt á í því að
sigrast á öllum erfiðleikum. Og
við Færeyimgar erum fullir af
líifslöngun og lífsgleði, Við erum
óforbetranlegir bjartsýnismenn.
N. J. Arge.
Kvívík á Straumey.
Sambandsþing ungra
Sjálfstæðismanna
AtKAÞIIMG
Stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna hefur ákveðið að kalla saman aukaþing og verður það
haldið í Reykjvík dagana 27. — 29. sept. næstkomandi.
Aðildarfélögin eru hvött til að tilkynna nöfn fulltrúa sinna skrifstofu S.U.S. í Valhöll sem allra fyrst.
Dagskrá þingsins verður nánar auglýst síðar.
Stjórn S.U.S.