Morgunblaðið - 10.09.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.09.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUD A.GUR 10. SEPTEMBER 1968 21 FRÉTTAIMYIMDIR Alvopnaðir menn úr bandaríska þjóðvarðliðinu draga burt fallna þátttakendur í mótmælaaðgerð- unum sem urðu vegna flokksþings demókrata í Chicago fyrir helgina. Yfir 300 manns slösuðust í óeirðunum og hlaut lögregla og þjóðvarðliðið mikið ámæli fyrir hrottalega framkomu. Borgarar í Prag standa við minnismerki um þá sem létu lífið í innrás Sovétmanna og aðstoðar- manna þeirra. Minnismerkið var sett á fótstall styttu heilags Wenceslásar. Bratislava: Syrgjendur standa við líkhörur fimm ára stúlku, Danka Kosanova, sem Rússar drápu. Litla stúlkan var ásamt fjórtán ára bróður sinum utan í háskólann í Bratislava, eftir að horgin var hertekin. Bróðir hennar hrópaði formælingar að rússneskum hermönnum í skriðdreka, en þeir beindu þá vélbyssum sínum að systkinun um Gg drápu þau bæði. Dr. Philip Blaiberg, langlífasti hjartaþeginn til þessa, hefur nú fengið að fara úr sérstöku sótthreinsuðu herbergi, sem hann hefur dvalizt í síðan hann fékk alvarlega lifrarveiki í síðasta mánuði. Hann mun væntaniega verða útskrifaður úr sjúkra- húsinu jafnskjótt og haim verður nógu styrkur í fótum eftir leguna. Lögreglumaður stumrar yfir líki ambassdors Bandaríkjanna í Guatemala, sem myrtur var á götu í höfuðborg Guatemala fyrir helgina. Ambassadorinn, John Gordon Mein, var fyrsti ambassador Bandaríkjanna sem myrtur er. MIGlYSINGiR SÍMI SS*4«80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.