Morgunblaðið - 25.09.1968, Page 1

Morgunblaðið - 25.09.1968, Page 1
209. tbl. 55. árg. MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1968_________________________________PrentsmiSja MorgunblaSsins. Enn er Moskvuför Dubceks frestað Rússar taka sér trest til gagnasöfnunar — Óvíst að Tékkar losni við þá á þessu ári Prag og Moskva 24. sept NTB Góðar heimildir í Prag hermdu í kvöld að Rússar óski þess að enn verði frestað frekari viðræð nm Tékka og Sovétmanna til þess að tækifæri gefizt til þess í Moskvu að kanna fjölmörg gögn, sem send hafa verið frá Prag til Moskvu sem viðræðu- grundvöllur. Er nú sagt, að Du beck, flokksleiðtogi og menn hans muni ekki fara til Moskvu fyrr en á föstudag, en ýmsir telja þó, að viðræðurnar hefj- ist ekki fyrr en í næstu viku. Þeim hefur þegar verið frestað f jórum sinnum. útbúnað og dvöl hernámsliðsins. Síðastl. laugardag sagði Oldrich Cernik, forsætisráðherra, að Var sjárbandalagsríkin myndu eftir nokkra daga hefja fyrstu brott- flutninga liðsins, en þeir ættu að gerast í nokkrum áföngum. Sovézka sendiráðið í Prag heldur áfram þeim hætti að senda biaðaúrklippur úr tékkneskum blöðum til tékkneska útanríkis- ráðuneytisins. Hefur ritskoðari sendiráðsins farið höndum um úrklippurnar, og merkt xæki- lega við með rauðum blýanti, þau ummæli, sem Rússar telja fjandsamleg Sovétríkjunum. Trollbátur í aðgerð. — Ljósm. Sigurgeir. Sagt er, að Sovétmenn hafi lát ið að því liggja, að þeir vildu helzt hafa kommúnista af gamla skóianum í sendisveit Dubceks, en í Prag er sagt, að þetta geti orðið erfitt, því leitun sé á slík- um mönnum í landinu! Taugastríðið milli Moskvu og Prag heldur enn áfram. f dag var tekið til við enn eina hug- myndafræðilotuna, og máttu Tékkar enn verjast atlögum frá sovézkum blöðum. Upplýst var í Prag í dag, að nú sé svo komið, að ekki sé reiknað með að her- námsliðið verði á brott úr land- inu á þessu ári. Sagt er, að Martin Dzur, varn armálaráðherra Tékkóslóvakíu, hafi síðustu daga átt viðræður við Gretchko, varnarmálaráð herra Sovétríkjanna, um vetrar- Oeiröirnar í Mexikó taka á sig alvarlegri mynd — Skotvopnum beitt á báða bóga — Óttazt að stúdentar grípi til hreinna hryðjuverka til að stöðva Olympíuleikana Mexíkóborg, 24. sept. — NTB-AP — ÞRÍR menn, lögreglumaður, Mótmælum friðar- sinna fálega tekið Brezk stúlka og ungur Bandaríkjamaður handtekin í Moskvu — 4 Danir í Varsjá Moskva, 24. sept. — AP MOSKVULÖGRELAN hand- tók í dag unga, brezka stúlku og ungan Bandarikjamann fyrir að hafa dreift bækling- um með mótmælum gegn inn rás Sovétríkjanna í Tékkó- slóvakíu. Vicky Rovere frá New York og Andrew Pap- worth frá Bretlandi voru handtekin aðeins nokkrum sekúndum eftir að þau hófu að dreifa bæklingunum Bækl ingamir, sem voru á rúss- nesku, prentaðir í Englandi, hvöttu sovézka borgara til að beita „öllum þeim friðsam- legu mótmælum, sem tök eru á“. Svonefnd „Samtök strfðs- andstæðinga" í New York sögðu í dag, að ungfrú Rov- ere hefði farið til Moskvu til dreifingar bæklinganna með fullum stuðningi samtakanna. Sömuleiðis sögðu samtök þessi, að Papworth væri með- limur svipaðrar hreyfingar í Bretlandi. Bæklingarnir, sem dreift var á Pushkintorginu í Moskvu, báru yfirskriftina „Hjálp“. Auk þeirra ummæla, sem áður eru tilgreind, sagði í þeim m.a.: „Baráttan fyrir friði hefur beðfð alvarlegan hnekki vegna aðgerða þeirra, sem ríkisstjórn yðar hefur viðhaft gegn Tékkóslóvakíu. Líklegt er, að hægrisinnaður maður verði næsti forseti Bandaríkjanna. Vígbúnaður Bandaríkjanna mun verða aukinn og herir NATO-ríkj- anna efldir. Það er algjör- lega nauðsynlegt, að herir Varsjárbandalagsins verði kvaddir heim frá Tékkósló- vakíu ef styrkja á frfð og sósíalisma í Tékkóslóvakíu og heiminum öllum.“ Til ámóta mótmæla var reynt að efna í Varsjá, Búda- pest og Sofia í dag, og munu sömu aðilar hafa staðið að baki þeirra og mótmælatil- raunanna í Moskvu. Framh. á hls. 27 stúdent og áhorfandi, voru skotnir til bana og 28 særð- ust er mexikanska lögregl- an og hermenn tóku nokkra verkfræðiskóla hér í dag og eru nú óeirðirnar orðnar hin- ar mestu, sem orðið hafa frá því Mexíkó varð sjálfstætt ríki fyrir 40 árum. Lögregl- an réðist til atlögu við skól- ana eftir að hundruð stúd- enta höfðu velt strætisvögn- um, kastað benzínsprengjum og skotið að lögreglumönn- um. Aðeins eru nú þrjár vik- ur þar til Olympíuleikarnir eiga að hefjast í Mexíkóborg. í kvöld höfðu lögregla og her menn náð öl'lum verkfræðiskól- um höfuðborgarinnar á sitt vald. Jafnfnamt hefur ótti manna auk- izt varðandi að hinir herskáu stúdentar borgarinnar muni grípa til nýrri og enn ofsafengri aðgerða, svo sem hryðjuverka. Talið er, að verði framhald á óeirðum stúdenta, geti það orð- ið til þess, að svo fari að aflýsa verði Olympíuleikjunum. Þó telja góðar heimildir að svo fremi að ástandið verði ekki verra, sé leikjunum ekki hætta búin. Mikill fjöldi ungmenna er nú til meðferðar í sjúkrahúsum Mexi kóborgar vegna brunasára og annara meiðsla, sem þau hafa Framh. á hls. 27 iHandrítomól' inu enn frestnð Kaupmanahöfn. Hinu svonefnda staðfesting armáli, sem ríkisstjórnin hef- ur höfðað til þess að fá rétt- arlega staðfestimgu á því, aðy | ekki þurfti að greiða skaða- . bætur vegna afhendingar ís- lenzku handritanna í Árna- I safni, hefur enn verið frestað. I Kemur málið fyrir Eystri I landsrétt 15. nóvember nk. Frestunin mun stafa af því, ' að enn þurfti að afla ákveð | inna upplýsinga. NTB — 23. september. Að minnsta kosti 10 sovézk skip hafa fylgzt ofansjávar með flotaæfingum Atlantshafsbanda- lagsins á Norður-Atlantshafi og við þau bætast kafbátar, sem ekki er Vitað, hve margir eru. Auk þess fylgjast sovézkar flugvélar daglega með ferðum flotans. Smærri lönd verða að taka höndum saman - — ef koma á í veg fyrir hörmungar um heim allan, segir Tító — Belgrad, 24. sept. — NTB TÍTÓ, Júgóslavíuforseti, hefur hvatt öll smærri lönd til þess að mynda heild til andstöðu við þá þróun, sem forsetinn telur gæta í alþjóðastjómmálum, og nú ógni heiminum með nýrri stórstyrjöld. Jafnframt greindi Mika Spiljak, forætisráðherra, frá því í júgóslavneska þinginu, að hafizt hefði verið handa um að auka baráttuhæfni hers lands ins, og reyndar þjóðarinnar allrar. Spiljak lagði höfuðáherzlu á mnrás Varsjárbandalagsland- anna í Tékkóslóvakíu í ræðu sinni, og sagði að innrásin hefði gert öryggisvandamál hinna smærri þjóða meir aðkallandi en nokkni sinni fyrr. Hefði þetta komið bezt í ljós í Tékkósló- vakíu þar sem gripið hetfði ver- íð til vopnaðrar valdbeitingar í því skyni a'ð hindra sjálfstæða og frjálsa þróun mála í fullvalda ríki. Spiljak sagði, að Júgóslavía hefði ávallt verið andsnúin vald- beitingu í öllum hlutum heims, af þeirri ástæðu, að me'ð slikri stefnu tryggði landið bezt eigið sjálfstæði. Spiljak bætti því við, að júgóslavneska þjóðin hefði vilja og þrótt til þess að verja eigið sjálfstæði og leiðir í sósíal- istiskum efnum og í sambandi við þetta ræddi hann um hvem skilning Júgóslavar leg*ðu í þjóð- legt varnarstríð. Þá sagði júgóslavneski for- sætisráðherrann, að rót hins illa í alþjóðastjórnmálum, væru stór veldablokkirnar. Þær væru helzti þröskuldur á vegi þess, að mál Evrópu gætu þróast á eðli- legan hátt. Benti hann síðan á hinar hatrömmu árásir, sem haldið hefur verið uppi í garð Júgóslava í Sovétríkjunum, Pól- landi og Búlgaríu. Hann sagði að Júgóslavar hefðu áhuga á samvinnu við Sovétríkin og önnur sósíalísk lönd á grund- velli Moskvu-Belgrad-yfirlýsing- anna frá 1955 og 1956. Ummæli Tító forseta komu fram í ræ'ðu, sem hann hélt í kvöldverðarboði til heiðurs Haile Selassie á Brioni-eyju á mánudagskvöld. Selassie er þar í orlotfi. Titó sagði, að þróunin í al- þjóðamálum væri sú, að smærri og meðalstórum þjóðuni stæði Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.