Morgunblaðið - 25.09.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.09.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPT. 1^68. * » BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDUM SÍMI 82347 BILALEIGAN - VAKUR - Sundlaugravegl 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Simi 22-0-22 Rauðarárstig 31 1-44-44 ý&ó&s&eigcz, Hverfiseötu 103. Simi eftir lokun 31160. MAGNÚSAR skiphoiti21 s«mar21190 oftirlolgm t'-~S 40381 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hajrstaett leieugjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748. Sigurður Jónsson. I>ar sem salan er mest eru blómin bezt. Gróðrarstöðin við Miklatorg. Símar 22822 og 19775. FÉLAGSLÍF Víkingur .knattspymudeild. Innanhúsæfingar hjá elztu aldnrsflokkum verða á fimmtudögum. Meistara- og 1. flokkur kl. 7,50, 2 flokkur kl. 8,40. Nýir félagar velkomnir. Þjálfari. Ráðskona óskast Barnlaus kona óskast til að feugsa um heimili í Rvík. öll þægindi. Sérherb. Svar merkt: „Ráðskona 0000“ til afgr. Mbl. fyrir laugardag. Aukavinna Ungur maður, vanur út- keyrslu, enskum bréfaskrift um og öðrum störfum við heildv., óskar eftir vinnu f. hád. Tilb. til Mbl. f. 1. okt. merkt: „2005“. Au pair stúlka óskast á heimili í London. Góð reynsla ís- lenzkra stúlkna. Uppl. í sima 84447 eftir fcl. 7 á kvöldin. § Réttur maður á réttum stað Reykvíkingur skrifar og kem- ur víða við: „Velvakandi góður! Um síðustu áramót, var útval- inn nýr ræðismaður íslands, í Se- attle á vesturströnd Bandaríkj- anna, ungur og glæsilegur lög- fræðingur Jón Marvin Jónsson. Hann er einn hinna fjölmörgu íslendinga vestra, sem vilja beita sér fyrir nánari samskift- um menningarlegum milli þjóð- arbrotanna í austri og vestri. Hefur Jón ennfremur sjálfur brennandi áhuga fyrir öllu því sem islenzkt er, og hefur komið hingað tvívegis, til þess að geta af eigin raun kynnzt landi og þjóð. Hefur hann þvf um leið bund- izt sterkari og sterkari böndum við skyldfólk sitt hér, en for- eldrar hans bæði voru fædd hér á landi. Og með fágaðri fram- komu sinni hefur hann áunnið sér, hug og hjarta allra, sem hon um kynnast. £ Merk kona Hinn 17. okt. næstkomandi, á íslenzk skáldkona í Seattle frú Jakobína Johnson 85 ára afmæli. Vonandi verður þessarar merku listakonu minnzt á verð- ugan hátt þann dag bæði í út- varpi og blöðum, því svo mikið verk hefur hún unnið sem nokk- urs konar menningarfulltrúi lands síns í Vesturálfu. Hún hefur flutt ógrynni fyrir- lestra um land og þjóð á mismun andi mannfundum. • Lögberg og Heimskringla Fátt myndi gleðja landa okkar í Vesturheimi meir en ef íslend- ingar stuðluðu að meiri út- breiðslu á blaði þeirra, Lögberg og Heimskringlu, hér á landi. Blaðið flytur okkur hérna að austanverðu fréttir af löndum okkar vestra, sem reglulega gam- an er að fylgjast með, auk þess sem stuðlað yrði að því, að blaða útgáfa þeirra leggist ekki niður. Ég veit hins vegar að það er aðeins framtaksleysi hjá mörg- um að gerast ekki áskrifendur, ekki áhugaleysi. Gerum það sem í okkar valdi stendur itl þess að bönd vináttu haldist milli þjóðarbrotanna, ger- umst strax í dag áskrifendur hjá umboðsmanninum, Sindra Sigur- jónssyni, póstafgreiðslumanni á Pósthúsinu í Reykjavík. Ritstjóri Lögbergs og Heims- kringlu er frú Ingibjörg Jónsson, mágkona séra Sigurjóns Jónsson- ar, fyrrum prests á Kirkjubæ. 0 Encyclopædia Britannica Alfræðiritið „Encyclopædia Brit annica" átti 200 ára afmæli á þessu ári, var stofnsett í Edin- borg í Skotlandi. Það er einkennilegt að afmæli þessarar merku stofnunar, sem gefur út elzta og fullkomnasta alfræðiritið í heimi, skuli ekki hafa verið minnzt í íslenzkum blöðum, ennfremur vegna þess að það mun líka 1 dag vera út- breiddasta alfræðiritið á íslandi. Verkið er dýrmæt eign, auk þess að vera traustur vörður, á heim- ilinu eða í skólanum, fyrir þá sem vilja fá vitneskju um eitt og annað, sem ókunnugt er. Enginn vinur er tryggari en ein mitt góð bók. 0 Sálarrannsóknarfélögin Það er ánægjulegt að áhugi manna fyrir dulrænum efnum mun fara vaxandi, enda sýnir gróskan í Sálarrannsóknarfélag- inu í Hafnarfirði og félögum á Selfossi og Akureyri þess merki ennfremur. En leitt er til þess að vita, að elzta félag sálar- rannsóknarmanna „félagið" hér I Reykjavík, skuli ekki starfa nema endrum og eins. Hvað veldur því? Margir ungir menn og konur myndu fúslega vilja leggja eitt- hvað af mörkum til starfs í fé- laginu, ef það væri opnara. Hið eina, sem sýnir líf meðal félagsins hér í borg er þegar hinn merki miðill er fenginn til þess að halda skyggnilýsingar, en þar á ég auðvitað við Hafstein Björnsson. Tímarit Sálarrannsóknarfélags ins, „Morgunn", kemur út tvis- var á ári, og er ritstjóri þess hinn kunni snillingur séra Sveinn Víkingur. Flytur tímarit- ið margar góðar greinar um dul- ræn mál, mest þó erlent efni og þá þýtt, en vissulega mætti vera meira efni eftir íslenzka menn. Sálarrannsóknarfélögin í land- inu gætu orðið öflugustu félög- in í landinu ef vel er á málun- um haldið. Ég legg hér til eftir- farandi: T.d. að „Sálarrannsóknarfélag íslands" hefði erindreka, sem ferðaðist um landið og flytti er- indi og aðstoðaði við félagsstofn anir á ýmsum stöðum á landinu, bendi ég m.a. á afburðáhæfileika menn, sem myndu ef til vill vilja taka slíkt að sér, séra Benjamín Kristjánsson fræðimann frá Lauga landi í Eyjafirði, eða séra Pál Þorleifsson fyrrum prófast á Skinnastað. Gerði sér far um að fá fólk með dulræna hæfileika, með til- liti til að þrozka hæfileika þess undir stjórn strangra manna. Opið hús, þar sem fólk geti komið saman. Bókasafn félagsins verði stór- lega eflt. Að minningu frumherjanna, sem stofnuðu „félagið" verði veglega minnzt á hátíðarsamkomu í sam- bandi við 50 ára __ afmæli Sálar- rannsóknarfélags íslands, í des- ember. Reykvíkingur" ÚTBORGUN Á MÁNUÐI ÞANNIG EIGNIZT ÞÉR HEILT GLÆSILEGT BORÐST OFUSETT SELST EINNIG STAKT MEÐ BEZTU FÁANLEGUM GREIÐSLUSKILMÁLUM KOMIÐ OG SKOÐIÐ OKKAR GLÆSILEGA ÚRVAL AF BORÐSTOFUHÚSGÖGNUM ÚR EIK OG TEKKI ff UIU I 1 n i i 11 Simi-22900 Laugaveg 26 •X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.