Morgunblaðið - 25.09.1968, Page 5
MORGUNBLAÐEÐ, MIÐVIKU'DAGUR 25. SEPT. 196S.
5
Hún losar til okkar daglega
Haferninum, 20. september.
M.B. GUÐBJÖRG ísafirði er
það skipsnafn, sem oftast er
talað um og skrifað hér um
borð í Haferninum, og þó
fyrst og fremst vegna þess, að
ekki líður sá dagur, að m.b.
Guðbjörg fái ekki einhverja
síld, stundum lítið, stundum
mikið, en alltaf eitthvað.
Og Guðbjörg hefur komið
daglega til okkar í þessari
fimmtu ferð okkar, þann
tíma sem við höfum verið á
miðunum, m.a.s. sama daginn
og hún losaði síld í m.s. Síld-
ina, kom hún með um 100
tunnur til okkar, siím við skip
verjar keyptum og söltuðum.
Guðbjörg er nú bráðum bú-
in að vera á miðunum í þrjá
mánuði, án þess að koma til
íslands. Aðeins einu sinni á
þessu tímabili hafa skipverjar
stigið á land, en það var í
Faereyjum. Þangað fóru þeir
snemma í sumar með síld. All
an þennan tíma hefur Ásgeir
skipstjóri haft konu sína með
sér um borð, og >akki er hægt
að segja, að hún sé nein fiski-
fæla, því að Guðbjörg er með
þeim aflahæstu og nálgast óð-
um toppinn.
Eiginkona Ásgeirs, eða
Geira, eins og hann er oftast
kallaður, heitir Sigríður Svein
björnsdóttir, og ástæðan fyrir
veru hennar um borð er sú,
að hún axlabrotnaði fyrir
nokkru og var á Norð-
firði í læknisaðgerð, er hún
féllst á að fara með bónda
sínum til sjós sér til upplyft-
ingar og bsilsubótar, en hún
er óvinnufær.
Hún sagði, að það hefði ver
ið 15. júní, sem þau lögðu af
stað á miðin. Henni finnst
þetta skemmtileg tilbreyting,
þótt tíminn sé orðinn heldur
lengri, heldur en hún gerði
ráð fyrir. Annars þurfti hún
engu að kvíða. Þau eiga fjög-
ur nær fullvaxin börn. Það
yngsta, 15 ára, ier ráðskona
heima, en sá elzti, 19 ára, er
með þeim á sjónum. Hann
heitir Bjartur.
Sigríður Sveinbjörnsdóttir,
eiginkona skipstjórans á
Guðbjörgu ÍS., Ásgeirs Guð-
bjartssonar.
hún, þótt handlama sé, hjálp-
ar skipverjum. Er það sérstak
lega þegar þeir eru þreyttir og
sofa meðan látið er reka. Þá
st:ndur hún vakt i brúnni.
— Steingrímur.
Asgeir Guðbjartsson, skipstjóri á ms. Guðbjörgu ísafirði
Bátsmaðurinn á Haferninum, Sigurður Jónsson sést Iíka á
m.vndinni til hægri.
Guðbjörg ÍS. Hún var búin að veiða 2400 tonn 20. september
sl. (Ljósm. Steingrimur).
Rekn dagheimili
fyrir börn
stúdento
FÉLAGSSTOFNUN stúdenta Há-
skóla íslands hefur fengið leyfi
til að starfrækja dagheimili a3
Norðurmýrabletti 35 og er gert
ráð fyrir að fjöldi barna á dag-
heimilinu verði einhvers staðar
milli 20 og 30.
Hér er um að ræða gamalt hús,
sem menntamálaráðuneytið festi
kaup á af borginni. Þegar hefur
verið ráðin forstöðuköna, og hef-
ur hún frjálsar hendur um ráðn-
ingu starfsfólks. Áformað er að
hefja rekstur þessa dagheimilis í
október og er nú verið að vinna
að endurbótum á húsnáeðinu. Hér
er þó um algjört bráðabirgðahús-
næði að ræða, og hafa heilbrigðis
yfirvöld veitt leyfi til starfrækslu
á þessu dagheimili í eitt ár.
Ferðaritvélar
• í skólann
• Á heimilið
• Á vinnustað
HAGSTÆTT VERÐ
Ólafur Gíslason & Co. hf,
Ingólfsstræti 1 A - Sími 18370
Stúlka
óskast nú þegar til símavörzlu og vélritunar.
Eiginhandarumsóknir, er tilgreini aldur, menntun og
fyrri störf, sendist afgr. Mbl. merktar: „Símavarzla —
8999“.
Fiskbúð til sölu
Tilboð óskast í fiskbúð á góðum stað.
SKIP & FASTEIGNIR
Austurstræti 18 III. hæð
Sími 21735.
Eftir lokun 36329.
M. P. miðstöðvarofnar
Sænsku Panel-ofnarnir
frá A/B Felingsbro Verk-
stáder, eru ekki aðeins
tæknilegt afrek, heldur
einnig sönn heimilisprýði.
Verð hvergi lœgra.
LEITID TILBOÐA
Einkaumboð:
HANNES ÞORSTEINSSON
heidlverzlun, Hallveigarstíg 10, sinit: 2-44-55.
DANSSKÓLI
Innritun
nýrra nemenda
ÁSTVALDSSONAR
Reykjavík:
Símar 2 03 45 og 1 01 18 kl. 10—12 og
1—7 daglega.
Árbæjarhverfi:
Kennum börnum 4ra—6 ára og 7—9 ára
og 10—12 ára i gamla barnaskóltanum.
Innritun í sima 3-8126 kl. 10—12 og
1—-7 daglega.
Kennsla hefst mánudaginn 7. október.
Kópavogur:
Sími 3-81-26 kl. 10—12 og 1—7 daglega.
Hafnarfjörður:
Sími 1-01-18, kl. 10—12 og 1—7 daglega.
Keflavík: Upplýsingarit liggur
Sími 2097, kl. 1—3 daglega. frammi í bókabúðum.