Morgunblaðið - 25.09.1968, Síða 12

Morgunblaðið - 25.09.1968, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPT. 1968. Húsbyggjendur alhugið Getum bætt við okkur smíði á eldhús og svefn- herbergisskápiun, sólbekkjum o. fL Upplýsingar í síma 34959. TRÉSMIÐJAV K. 14. KEFLAVÍK - KEFLAVÍK Opinbert uppboð á óskilamunum í vörzlum lögregl- unnar í Keflavík, verður haldið laugardaginn 28. september 1968 og hefst kl. 14 við geymsluhúsnæði lögreglunnar við Hafnargötu gegnt Ungmennafélags- húsinu. Bæjarfógetinn í Keflavík. ^Qallettlúíf in Ballett-skór Ballett-búningar Leikfimi-búningar Dansbelti Buxnabelti Netsokkar Netsokkabuxur Sokkabuxur Margir litir ~fr Allar staerðir Ballett-töskur v R Z L U H I M UGtllÚniGtUt 3 rh- SlMI 1-30-76 Bræðraborgarstíg 22 21 árs stúlka vön skrifstofustörfum og afgreiðslu óskar eftir vinnu. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „Vinna — 6976“. Miðskólinn Seyðisfirði tilkynnir Enn er rúm fyrir nemendur í 3. bekk. Umsækjendur snúi sér til skólastjóra fyrir 1. okt. Fræðsluráð Seyðisfjarðar. Herbert Cuðmundsson: Lýðræði og líf í stjúrnmálum íslenzka þjóðin, fámenn á stórri fjallaeyju norður við heimskautsbaug, hefur verið önnum kafin við það und- anfarna áratugi, að komast frá barn- ingi til búsældar. Fyrir aðeins fáum áratugum hafði hún á engu að byggja öðru en ótrúlega þrautseigri menningu og eðli veiðimannsins. Nú stendur hún jafnfætis þeim langþróuðu þjóðfélögum, sem búa við beztu lífskjör, andleg og veraldleg. Þetta er ekki aðeins Grettistak, held- ur nánast kraftaverk . En eins og að líkum lætur, stendur þjóðin ekki óbogin eftir. Og enda þótt það hljómi ótrúlega, þegar höfð er í huga löng og hörð barátta fyrir endur- heimt sjálfstæðis til að grundvalla bætt lífskjör, þá er það samt staðreynd, að stjórnarfarið sjálft hefur setið á hakan- um. Allt frá stofnun lýðveldisins fyrir tæpum aldarfjórðungi hefur þjóðin stað ið í byltingarkenndri framfarabaráttu og náð einstæðum árangri á ýmsum svið um menningar og efnahags. En allan þennan tíma hefur stjórnarfarið verið óbreytt í grundvallaratriðum. Liggur þó ljóst fyrir, að forsendur stjórnarhátta eru allt aðrar nú en þær voru í upp- hafi. Og nú er stjórnarfarið orðið svo úr- elt, að til vandræða horfir, nema gagn- ger endurskoðun fari fram og róttækar breytingar verði gerðar. Það er eðlilegt að menn velti því fyr- ir sér, hvernig það hefur atvikazt, að jafn mikilsvert atriði og sjálft stjórnar- farið í okkar unga lýðveldi hefur setið á hakanum. Á því eru ýmsar skýring- ar, en tvær tel ég veigamestar. Annars vegar að stjórnarfarsmálin höfðu tekið hug og orku þjóðarinnar um áratuga- skeið fram að lýðveldisstofnuninni og hins vegar að síðan tók við ofurkapp í lífskjarabaráttunni. Ráðandi stjórnmálamenn síðasta ald- arfjórðung ýmist tóku þátt í sjálfstæðis baráttunni eða uxu úr grasi í hennar tíð. Þá var það höfuðmarkmið að fá sjálfsforráð til að hrífa þjóðina úr viðj um erlends og skilningsvana valds og sárri fátækt. Markmiðið var langþráð, þegar það náðist. Það má segja, að sig- urvíman og lífskjarabaráttan, sem átti að fylgja og fylgdi í kjölfarið, hafi dregið athygli stjórnmálamannanna frá nauðsyn sífelldra umbóta í stjórnarhátt um. Um þetta er í rauninni ekki við neinn að sakast. En þjóðin er reynzlunni rík- ari og nauðsynlegt að hún færi sér hana í nyt á þeim tímamótum í stjórnar- háttum okkar, sem óhjákvæmilega eru á næstu grösum. En hverjir eru þá annmarkarnir í stjórnarháttum okkar? Þeir eru margir og eins og oft vill verða, leiða þeir hver af öðrum. Stærsti annmarkinn er tvímælalaust fólginn í uppbyggingu og starfsemi stjórnmálaflokkanna. Uppbygging þeirra er ólýðræðisleg, þar sem valdið jafnt í kjördæmunum og í heild er í höndum fámennra hópa, sem eru í reynd óháðir almennum flokksmönnum og kjósendum. Almenn flokk-sstarfsemi hefur því lít- inn tilgang, enda er hún rekin af al- geru áhugaleysi allra aðila. Og fjöldi flokksbundinna kjósenda minnkar frem- ur en hitt, þótt kjósendum fjölgi um þúsundir árlega. Það segir sína sögu. Val alþingismanna, þ.e. forystuliðs þjóðarinnar, mótast af þessu. Fámennir hópar í kjördæmunum ákveða framboð. Við þá ákvörðun gilda oft í og með og allt eins annarleg sjónarmið, eins og rótgróin vináttutengsl, kaup kaups eða viðkvæmni, svo nokkuð sé nefnt af mörgu. Kjósendur eru ekki spurðir fyrr en við kjörborðið, og þá þegar er raun- ar búið að ráðstafa mörgum þingsætum, þar sem þau mega teljast örugg við nú- verandi kjördæmaskipun. Og hið tak- markaða val sitt miða kjósendur svo iðu lega engu síður við persónulega fyrir- greiðslu en hæfni frambjóðenda til for- ystustarfa, enda er ekki auðvelt að koma auga á erindi flestra alþingismanna inn á Alþingi í þeim tilgangi, þar sem þeir Jtoma fram eins og meðlimir í aðeins misjafnlega raddsterkum kórum. f kjölfar þessa fyrirkomulags hefur leitt margs konar spillingu bæði innan flokkanna og í opinberum störfum þeirra. Allt þetta og fleira þessu líkt hefur orðið til þess, að stjórnmálamenn eru að verða fámennur, fábreytilegur og einangraður hópur. Þeirri vá verður að bægja frá. En annmarkarnir í stjórnarháttunum eru á fleiri sviðum. Skipting landsins í umdæmi er t.d. löngu orðin úrelt með öllu og stendur uppbyggingu strjálbýl- isins stórlega fyrir þrifum. Það er höfuðnauðsyn, að stjórnmála- flokkarnir geri sér grein fyrir því, að þeir eru baráttutæki kjósenda. Það er jafn brýn nauðsyn, að þeir geri sér ljóst, að forsendur og eðli stjórnmálastarfs- Framhald á bls. 16 ! % % Matreiðslukona Hótel á Norðurlandi vantar góða matreiðslukonu frá 1. okt. n.k. Upplýsingar gefnar á skrifstofu okkar. Samband veitinga- og gistihúsaeigenda Tryggvagötu 8, sími 2-2801. Framkvœmd arstjóri Vel menntaður, reglusamur og ábyggilegur maður óskast til að v'eita innflutningsfyrirtæki forstöðu frá 1. október næstkomandi. Um mikla framtíðarmögu- leika og há laun er að ræða. Tilboð ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf svo og meðmælum sendist afgr. Mbl. fyrir hinn 27. þessa mán. merkt: „Framkvæmdastjóri — 2002“. Með öll tilboð verður" farið sem trúnaðarmál. Bridgelólk í Hafnuriirði og nugrenni Vetrarstarfsemi Bridgefélags Hafnarfjarðar hefst í kvöld með tvímenningskeppni. Spilað verður í Al- þýðuhúsinu og hefst keppnin kl. 20. Mætið vel og stundvíslega. STJÓRNIN. LAUST STARF Barnaverndarnefnd Reykjavíkur óskar eftir að ráða fulltrúa til þess að fara með málefni afbrotabama. Laun skv. launareglum starfsmanna Reykjavíkurborg- ar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist til skrifstofu barnaverndamefndar, Traðarkotssundi 6, eigi. síðar en miðvikudaginn 2. október n.k. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Berja- og ávaxtapressan BRflun MuItÍDress pressar á augnabliki hreina saft og hreinan safa úr berjum og ávöxtum. Útsölustaðir í Rvík og nágr.: Fönix s.f. Suðurg. 10. Lukt- in, Snorrabr., Kron, Lauga- vegi 18 a, Dráttarvélar h.f. Hafnarstr. 23, Lampinn, Laugavegi 87, Kaupfélag Hafnfirðinga. BRAUN-UMBOÐIÐ: Raftækjaverzl. ísiands h.f.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.