Morgunblaðið - 25.09.1968, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKU'DAGUR 25. SEPT. 1968.
13
Stórframkvœmdir á Akranesi:
Hafnargarður stækkaður - stífla
gerð fyrir vatnsveitu
Akranesi 18. sept. 1968.
f sumar hefur verið unnið að
tveim framkvæmdum á vegum
Akranesbæjar, upp við Akrafjall
og út við Krossvík, sem hvor
á sínu sviðf munu bæta og líf
manna og veita þeim öryggi.
Því verki er ætlað að þjóna
tvenn'um tilgangi, vera til vatns-
miðl'unar og grófhreinsunar. Öfl-
ug stífla hefir verið steypt þvert
yfir igilið ásamt miðlunarkeri og
úr því gengur þil, sem skiptir
gilinu í tvennt. Ætlast er til að
um malar- og sandhreinsara. Á-
ætlað er að verk þetta kosti um
fjórar milljónir króna. — Tutt-
ugu menn hafa unnið við það,
en því lýkur í næsta mánuði.
Þessar framkvæmdir eru einn
ig áfangi í víðtækara kerfi. Á-
framhald á þeim verður fullkom-
in hreinsistöð niðri í bænum, og
mun þá að öllum líkindum verða
blandað klóri í vatnið og ef til
vill „fluor“. Verkstjóri við þess
ar framkvæmdir er Leifur Ás-
Unnið við hafnarbætur á Akranesi.
Akraneshöfn áður en framkvæmdir hófust. Ljósm. HJÞ.
Efri hluti hafnargarðsins, sem
er aðal brimvörnin og afgreiðslu
svæðið fyrir skipin, hefir verið
breikkaður um fimm metra á tvo
mikið vatnsmagn safnist þarna
fyrir og þau grófustu óhrein-
indi, sem í því eru, botnfalli.
Eftir það rennur vaitnið í gegn-
grímsson, en í upphafi verksins
varð hann að sjá um vegalagn
ingu upp að fjallinu. Sá veg-
ur hefur verið mikið farinn af
heimamönnum og ferðafólki, því
þarna er dásamlega fagurt út-
sýni og fjallið er heillandi.
Með fullri nýtingu er talið að
Berjadálsá geti fullnægt fimmtán
þúsund manna bæ með vatn.
Berjadalsá rennur ofan jarðar á
Akrafjalli þrjá til fjóra kíló-
metra áður en hún fer í rörin,
sem liggja til bæjarins. Á þeirri
leið er bæði fugl og fénaður.
Veiðibjalla verpir þar í þús-
unda tali, og hefir vatnið því
verið mettað af gerlum. Frysti-
húsin hafa t.d. orðið að blanda
klóri í fiskþvottavatnið, svo vel
færi, þegar 'kaupendur skoða
framleiðsluna í smásjá. — Það
er því ekki óeðlilegt að íbúar
Akraness horfa nú með vaxandi
bjartsýni til Berjadalsins með
bergvatnslindinni
Bæði eru þessi verk unnin með
nýjustu tækni-aðferðum, og líta
þau mjög traustlega út, og lofa
meistarana. Teikningar gerði
Verkfræði- og tei'knistofan að
Skagabraut 35 hér á Akranesi,
Njörður Tryggvason og Björgvin
Sæmundsson verkfræðingar.
H.J.Þ.
Á Akrafjalli er unnið við vatnsveituframkvæmdir.
hundrað lengdar metrum, og hátt
og öflugt þil verið steypt og stað
sett ti'l varnar úthafsöldunni.
Garðurinn hefir einnig verið
hækkaður með nýju slitlagi. —
í útsynningi og stór-brimum hef
ir sjórinn gengið óbrotinn yfir
garðinn á þessu svæði og oft
valdið erfiðleikum og stöðvun-
um í sambandi við afgreiðslu
skipa. — og einu sinni tveim
dauðaslysum.
Þegar þessum kafla verksins
er lokið, sem verður um næstu
mánaðamót, mun athafnasvæðið
aukast verulega og garðurinn
verða alhliða öryggari. Verk
þetta mun kosta um sex millj-
ónir króna. Fimmtán til tuttugu
menn hafa unnið við það í sum-
ar. Annars eru þessar fram-
kvæmdir áfangi í áætlun, sem
mun kosta tuttugu ti'l þrjátíu
milljónir króna, og verður unn-
ið við þær næstu þrjú til fjög-
ur sumur. Verkstjóri við hafn-
arframkvæmdirnar er Pétur
Baldursson frá Þingeyri.
Vatnsveitan sem á uppsprettu
sína í Berjadal í Akrafjalli hef-
ir einnig verið endurbætt með
nokkurskonar ,,Aswan-stíflu“ á
okkar mælikvarða og er hún í
Berjadalsárgili
Jnnritun 25. september til 1. október.
Innritun fer fram í Miðbæjarskólanum kl. 5—7 og
8—9 síðdegis, í stofu nr. 2. Gengið inn um dymar
á norðurhlið.
Nýjar námsgreinar: Heimilishagfræði, þjóðfélags-
fræði, sænska,. mengjareikningur. Aðrar námsgreinar:
íslenzka, danska, enska, franska, spánska, þýzka.
Öll tungumá'in eru kennd í flokkum bæði fyrir byrj-
endur og þá, sem lengra eru komnir.
Leikhúskynning, bókmenntir, foreldrafræðsla, sálar-
fræði, vélritun, bókfærsla, reikningur, algebra, kjóla-
saumur, barnafátasaumur, sniðteikning, föndur.
fslenzka fyrir útlendinga (kennt verður á ensku og
þýzku).
Frekari upplýsingar gefnar á innritunarstað.
Ekki verður innritað í síma.
Innritunargjald er kr. 250 fyrir hverja bóklega grein
og kr. 400 fyrir hverja verklega grein.
Vinsamlega geymið auglýsinguna.
I þeim fjölda
kúlupenna, sem
eru á markaðinum,
er einn sérstakur —
BALLOGRAP,
sem sker sig úr
vegna þess,
hversu þægilegur
hann er í hendi.
Hið sígilda form
pennans gerir
skriftina auðveldari,
svo að skrifþreyta
gerir ekki vart við sig.
•
BALLOGRAF-
EPOCA
blekhylki endast til að
skrifa 10.000 metra
(sem jafngildir
eins árs eðlilegri
notkun).
Skriftin er
ætíð hrein og mjúk,
vegna þess að
blekoddurinn er úr
ryðfríu stáli,
sem ekki slitnar.
Þessir pennar eru
seldir um allan heim
í milljóna tali.
Alls staðar njóta þeir
mikilla vinsælda.
ffAUOGftA
epoca
HINN HEIMSFRÆGI SÆNSKI KÚLUPENNI