Morgunblaðið - 25.09.1968, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPT. 1068.
Útgefandl
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúl
Fréttastjóri
Auglýsingast j óri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Askriftargjald kr 120.00
1 lausasölu.
Hf Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthias Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjöm Guðmundsson.
Bjöm Jóhannsson.
Arni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Aðalstræti 6. Sími 22-4-80
á mánuði innanlands.
Kr. 7.00 eintakið.
STJÓRNARAND-
STAÐAN OG FORTÍÐ
HENNAR
Ctjórnarandstæðingar, Fram
^ sóknarmenn og komm-
únistar kenna nú ríkisstjórn-
i'nni alla þá miklu erfiðleika,
sem steðja að íslenzku at-
vinnu- og efnahagslífi af völd
um stórkostlegs verðfalls og
aflabrests. Mikill meirihluti
landsmanna sér í gegnum
þennan yfirborðslega og á-
byrgðarlausa málflutning.
Fólkið veit að það er hið
mikla verðfall sjávarafurða,
ásamt aflabresti á síldveiðum
og einstökum þorskvertíðum,
sem fyrst og fremst hefur
skapað vandræði hraðfrysti-
húsanna og vélbátaútgerðar-
innar.
En það er ástæða til þess
að rifja lítillega upp hvernig
Framsóknarmenn og komm-
únistar hafa brugðizt við til-
lögum núverandi ríkisstjórn-
ar, allt frá því að hún kom
til valda.
Hver var t.d. afstaða stjórn
arandstæðinga þegar viðreisn
arstjórnin flutti sínar fyrstu
tillögur um víðtækar ráðstaf
anir í efnahagsmálum lands-
manna á Alþingi haustið 1959
og veturinn 1960?
Framsóknarmenn og komm
únistar snerust harkalega
gegn þessum ráðstöfunum og
sögðu, að með þeim væri ver
ið að eyðileggja atvinnuveg-
ina og leiða hörmungar yfir
landslýðinn.
En hvemig rættust þessar
spár stjórnarandstæðinga?
Þær rættust alls ekki, held
ur sprungu í höfuð spámanna
sinna. I kjölfar viðreisnarráð
stafana ríkisstjórnarinnar
komu einhverjir mestu upp-
gangstímar, sem yfir íslenzka
þjóð hafa komið. Framleiðsl-
an jókst að miklum mun,
sjávarútvegur og iðnaður
eignuðust ný og afkastameiri
framleiðslutæki og lífskjör
alls almennings í landinu
bötnuðu að miklum mun.
Jafnhliða voru hafnar alhliða
framkvæmdir til uppbygging
ar á svo að segja öllum svið-
um þjóðlífsins. Þessi þróun
hélt áfram allt fram á árið
1967, þegar stórfellt verðfall
varð á íslenzkum útflutnings-
afurðum. Allt fram á þann
tíma var hagur frystihúsanna
góður og vélbátaútgerðin
keypti stöðugt mikinn fjölda
stórra og nýtízku fiskiskipa.
Á það má einnig minna að
Framsóknarmenn og komm-
únistar hafa á öllu stjómar-
tímabilinu barizt eins og ljón
gegn hvers konar viðleitni
ríkisstjórnarinnar til þess að
skapa og viðhalda jafnvægi í
efnahagslífi landsmanna. Þeir
hafa reynt að kynda elda verð
bólgu og dýrtíðar eftir
fremsta megni, og því miður
orðið of mikið ágengt.
Þannig er þá ferill Fram-
sóknarmanna og kommúnista
á stjórnartímabili núverandi
ríkisstjórnar. Það er ekki að
furða þótt þessir herrar komi
nú og ásaki ríkisstjórnina um
það, að allt sem miður fer í
þjóðfélaginu sé henni að
kenna!
Nei, kjarni málsins er sá
að allt stjórnartímabil Við-
reisnarstjórnarinnar hefur
þjóðin verið í mikilli sókn til
bættra lífskjara, þegar undan
er skilið eitt og hálft sl. ár,
eftir að verðfall og aflatregða
skall yfir.
Nú skiptir því mestu máli
að þjóðin taki vandkvæðun-
um af manndómi og festu og
að öll ábyrg öfl í þjóðfélag-
inu leggist á eitt um að sigr-
ast á erfiðleikunum.
FORVITNIR
FYLGIFISKAR
¥»að hefur vakið mikla at-
* hygli, að Rússar hafa
fylgzt með flotaæfingum
Norður-Atlantshafsbandalags
ins af miklum áhuga undan-
farna daga. Rússneskir kaf-
bátar, tundurspillar, hafrann
sóknarskip og „togarar" hafa
fylgzt með herskipum NATO
veldanna eins og lömb á eftir
rollum. Er auðséð að Sovét-
ríkin hafa vakandi áhuga á
að kynna sér hvers konar nýj
ungar í herbúnaði Atlants-
hafsríkjanna.
Við íslendingar þekkjum
mjög vel þessa forvitni so-
vézku flotastjórnarinnar.
Rússnesk herskip eru hér ár-
lega við landið og einstök
skip rússneska flotans hika
ekki við að fara inn í land-
helgi og sigla jafnvel alveg
upp að höfuðstöðvum NATO-
vamarliðsins hér á landi.
Það er af þessu auðsætt,
að Sovétríkin, forysturíki Var
sjárbandalagsins, sem réðist
á Tékka, hafa sízt minni
áhuga á því sem gerist við
íslandsstrendur nú en áður.
Kommúnistar hafa hins veg-
ar haldið því fram, að vegna
minnkandi hernaðarlegrar
þýðingar Islands þá sé nú
tími kominn til þess að hætt
tÍiLfSl 117 'AM |jp 1 <.* t HFIMI
\fii V U | Mli U1% 1 n c i iyi i
Friðarviðleitni af húlfu ísraels
UTANRÍKISRÁÐHERRA
ísraels, Abba Eban, reynir nú
einn einu sinni að fá stjómir
Arabaríkjanna til þess að
taka þátt i friðarviðræðum.
Er haft eftir áreiðanlegum
heimildum, að hann muni
leggja fyrir Allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna nýjar
tillögur til þess að koma
deilu israels og Arabarikj-
anna úr þeirri sjálfheldu sem
i hún nú er í, og koma fram
l með nýjar tillögur í því skyni
/ að finna endanlega lausn á
\ flóttamannavandamáli Araba.
í Mat fsraelsmanna á hinu
/ spennta ástandi í Austurlönd-
/ um nær 16 mánuðum eftir
\ sex daga stríðið byggist á
í þeirri dapurlegu staðreynd,
/ að leiðtogar Araba hafa ekk-
/ ert lært Qg engu gleymt.
\ Arabar hafa að nýju lýst yfir
trú sinni á ofbeldi, einu leið-
inni til þess að leysa vanda-
mál sín og ísraelsmanna,
enda þótt hinir síðarnefndu
hafi sigrað þá í þremur styrj-
ölduim, — 1948, 1956 og 1967.
„Þegar Arabar segja, að
styrjöld sé óhjákvæmileg, þá
meina þeir það‘, sagði yfir-
maður herráðs ísraels, Haim
Barlev hershöfðingi, rétt áður
en nýár fsraelsmanna hófst.
Hann bætti samt sem áður við
á sinn venjulega varkára
hát’t, að hann gæti ekki vitað,
hvort eða hvenær Arabar
myndu þykja&t sannfærðir
um, „að þeir séu nægilega
öflugir til þess að sigra
fsrael: Ég er aðeins sann-
fræður um eitrt, að ef þeir
reyina, þá mun þeim mistak-
ast aftur“.
Moshe Dayan vamarmála-
ráðherra gekk lengra og hét
blóði og tárum. fsraelsmenn
skyldu ekki hugsa um fyrri
sigra, sagði hann, heldur búa
\ sig undir það, að ný styrjöld
-kynni að skella á. Þetta yrði
löng og erfið leið, en ef til
stríðs kæmi, yrði að tryggja
„algjöran sigur“, en það er
orðtak ísraelsmanna á því að
knýja Araba til þess að hefja
formlegar og raunverulegar
friðarviðræður.
Dvínandi vinir ísraels-
manna á pólitískri lausn á
næstunni byggist á tveimur
mikilvægum atriðum: í fyrsta
lagi eru það vaxandi hernað-
araðgerðir meðfram landa-
mærunum og skemmdarverk
innan landamæra ísrael og í
öðru lagi stöðugt herskárri
ummæli arabiskra leiðtoga,
sem eru að skapa eins konar
stríðsmóðursýki á meðal
Araba.
Alvarlegir í bragði safnast
ísraelsmenn í kringum ferða-
útvörp á götuhornum, í kaffi-
húsum og annars staðar,
þegar fréttir eru lesnar. Það
kemur fyrir, að sjá má andlit
einhvers hlustandans fölna af
ísrael og Arabalöndin
umhverfis.
skelfingu og síðan gengur
hann burtu vélrænum skref-
um, er nöfn fallinna her-
manna eru lesin upp. Mögu-
leikinn á því, að einbver, sem
særzt hefur eða verið drep-
inn, sé gamail skóiafélagi,
ættingi eða kunningi, er vissu
lega raunverulegur hjá þess-
ari þjóð, sem ekki er fjöl-
mennari en 2,5 millj.
Nær 300 ísraelsmenn hafa
misst lífið í þeirfi hálfgerðu
styrjöld, sem ríkt hefur frá
lokum sex daga stríðsins í
fyrra. f hópi þeirra eru 53 sjó-
liðar, sem voru á ísraelskium
tundurspilli, sem Egyptar
sökktu með flugskeytum, er
þeir höfðu fengið frá Rúss-
landi. Ef þetta er borið sam-
an við ibúatölur Bretlands
og Bandaríkjanna myndu
sömu tölur vera 600 ungir
menn drepnir í Bretlandi á
15 mánuðum og 24.000 í
Bandaríkjunum. Það kom 110
sinnium til átaka í síðasta
mánuði einum og voru þau
oftast undirbúin í Jórdaníu,
en nokkru sinnum stóðu
Egyptar að baki þeirra og
beindu skeytum sínum að her
flokkum ísraelsmanna á aust-
urbakka Súezskurðar.
fsraelsmenn halda því
fram, að þessi brot á vopna-
hléinu, séu framkvæmd með
samþykki æðstu valdhafa í
Arabalöndunum. Nasser for-
seti Egyptalands, Husseiin
lands hafa hvað eftir annað
lýst yfir samúð sinni og stuðn
ingi við E1 Fatah og aðr-
ar hermdarverbahreyfingar
Araba. Neitun Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna á að
fordæma árásir Egypta hefur
eflt þá sannfæringu í ísrael,
að ísraelsmenn verða að reiða
sig á sjálfa sig, ef þeir ætla
að lifa, en ekki á Sameinuðu
þjóðirnar, eins og ýmsir vel-
viljaðir vinir þeirara ráð-
leggja.
Þrátt fyrir þessa ömurlegu
þróun, hafa ísraelskir stjóm-
málamenn ekki villjað taka /
upp harðari afstöðu gagnivairt J
þeim nær milljón Palestínu- 1
Aröbum, sem komust undir
stjórn fsraelsmanna eftir
júnístyrjöldina í fyrra. ísra-
elsmenn eru allharðhentir
gagnvart þeim, sem hjálpa
hermdarverkamönnum, en í
stjórnsýslu er haldið áfram
ákveðnum tilraunum í þá átt
að koma lífinu í eðlilegt horf
á vesturbakka Jórdansfljóts-
ins, sem ísraelsmenn her-
niumdu og á Gazaræmunni,
sem þeir tóku af Egyptum.
Atvinnulíf á þessum svæðum
hefur verið eflt verulega að
nýju á þessu ári. Nú vinna
nær 8000 manns frá vestur-
bakkanum a'ð austurhluta
Jerúsalem innan þess land-
svæðis, sem ísraelsmenn
réðu fyrir júnístyrjöldina.
Stöðugur brottflutnignur
Araba tiá Jórdaníu er hættur, /
en hann hófst eftir styrjöld- 1
ina í fyrra. Nú fer þeim fjölg- \
andi, sem snúa aftur til þeirra i
svæða, er fsraeismenn her- /
tóku, þar sem þeir vonast til 1
þess að hitta fyrir fjölskyld- \
ur sínar að nýju. 1
Allt þetta veldur því að
sjálfsögðu, að athygli ísraels-
manna beinist frá vamarað-
gerðum á þremur mikilvæg-
um stöðum, þ. e. í fyrsta lagi
að gæta vopnahléslínanna að
Egyptalandi, Jórdaniu og
Sýrlandi, í öðru lagi að berj-
ast gegn hermdarverka-
mönnum innan sjálfs ísraels
og í þriðja lagi að efla vam-
arrnátt ísraelsmanna jafnvel
enn meir í því skyni að sann-
færa Arabalöndin og vald-
hafana í Moskvu — að hug-
myndin um hemaðarlega
lausn ætti endanlega að
verða lögð á hilluna.
(Observer.öll rttdnii é I
(Observer, öli réttindi
áskilin).
konungur Jórdaníu og helztu
ráðherramir í stjóm Sýr-
ísskortur ó höfnum Norð-Aust-
url. ekkert vundumúl
ÍSSKKORTUR gerir mjög vart
við sig á höfnum síldveiðiskip-
anna á Norð-Austurlandi. Hafa
menn sent bíla eftir ís i/tngan
veg og jafnvel með skipum að
sunnan. Þetta virðist mér vera
að sækja vatnfð yfir lækinn.
Vegna harðindanna sl. vetur
og vor geri ég ráð fyrir að næg-
ur snjór sé í fjöllunum í nám-
unda við þá staði, sem skipin
landa á, og er þá ekki vandinn
annar en að senda bíla og menn
með skóflur og nota snjó í stað
íss. Þetta segi ég ekki út í blá-
inn, heldur vegna þess, að ég
hef reynslu fyrir því að nota
snjó í fiskfarm vegna ísskorts,
var það árið 1941,
Fyrstu stríðsárin hafði ég
fjögur skip í förum með ísáðan
fisk til Bretlands. Svo hittust á,
að vorið 1941 höfðu togaraeig-
endur í Hafnarfirði fest kaup á
öllum ís, sem íshús Reykdals
gat þá framleitt. ís var heldur
ekki fáanlegur í Reykjavík.
Afréð ég þá að senda bíla og
menn með skóflur austur á Hel-1-
isheiði til að ná í rösk 40 tonn
af snjó, sem ég notaði til kæl-
ingar á 170 tonnum af fiski, sem
ég sendi til Fleetwood. Á sjö-
unda degi kom skipið á áfanga-
stað og seldist farmurinn fyrir
ágætt verð. Sölumaður minn,
Kelly Ltd., skrifaði mér þakkar-
bréf fyrir hvað fiskurinn hafði
verið fallegur í snjónuim.
Leifi ég mér að skora á skip-
stjóra og útvegsmenn síldveiði-
skipanna að gera tafarlaust til-
raun með snjóinn, þegar ís vant
ar, en eyða ekki fé og fyrirhöfn
í að sækja ís tugi kílómetra eins
og t.d. þegar sóttur var ís frá
Raufarhöfn til Akureyrar fyrir
nokkrum dögum.
Beinteinn Bjarnason,
fyrrv. útgerðarmaður,
Hafnarfirði
verði við allar varnir hér á
landi. Þetta er eins mikil fjar
stæða og hugsast getur, enda
munu allir lýðræðissinnaðir
og hugsandi Islendingar gera
sér ljóst, að þörfin á aðild ís-
lands að vömum vestrænna
þjóða er brýnni nú en nokkru
sinni fyrr.