Morgunblaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 1
Sunnudagur 2 7. okt Blað II Allt líf tékkóslóvakísku þjóð arinnar undan farna hálfa öld, og raunar lengur, hefur mið- að að því að gera drauminn um sjálfstæði að veruleika, fall egri og áþreifanlegri stað- reynd. Það er því með harm í brjósti sem þessi rótgróna menningarþjóð horfir upp á at burði síðustu vikna. Enn hverfa grös og blóm undir járnhæla og skriðdrekabelti herraþjóðar. Bræðra, sem komu til að frelsa hana öðru sinni úr klóm arnarins, en mættu að- eins gustkaldri fyrirlitningu. Bræður munu berjast . . . slavi gegn slava. . . f stað sannleika formyrkvun, I stað frelsis ógn- arstjórn. Pravda vitezi (sann- leikurinn mun sigra) voru eink unnarorð lýðveldisins, sem Thomas Mazaryk var höfund- ur að, komin frá Jóhanni Huss. Enn hljóma þessi orð í vit- und Tékkóslóvaka. „Þetta vor eignuðumst við mikla möguleika. . . Vorið er nú rétt á enda og kemur aldrei aftur. f vetur munum við vita a]lt.“ Þessar línur eru teknar úr „2000 orðum“ tékkóslóvakískra skálda, rithöfunda, vísinda- manna og annarra unnenda frelsis og lýðræðis. Þau eru skrifuð af bjartsýni fyrir fjór- um mánuðum. Nú er tunga þeirra þögnuð í bili, hönd þeirra hlekkjuð. Ekkert orð, allra sízt pravda. Og vetur genginn í garð. í fyrstu gerðu Tékkóslóvak- ar sér vonir um að Dubcek og félagar hans gætu leyst þjóð- ina úr þeim fjötrum, sem aftur- haldsstjórn Novotnys og fyr- irrennara hans hafði fært hana í að rússneskri fyrirmynd. En hvað hefur gerzt? Allir vita að tékkóslóvakíska stjórnin hefur orðið að gera nauðungarsamn- inga við Sovétríkin. f þeim er staðfest að innrásarsveitir Sov étríkjanna skuli vera áfram á tékkóslóvakískri grund, þó að meirihluti hersins fari að sögn smám saman úr landi. Með þess- um samningum hefur tékkósló vakíska stjórnin auðvitað beð- ið lægri hlut fyrir þeirri rússn esku, enda ekki við öðru að bú ast meðan Vesturveldin treysta sér ekki til að hreyfa hönd né fót. Segja má að atburðarásin í Tékkóslóvakíu undan farna mánuði hafi verið í tveimur þáttum — sá fyrri einkenndist af von fólksins, hinn síðari, sem nú er nýlokið, af vonbrigðum þess. Þriðji þátturinn er að hefjast, enginn veit hvað hann ber í skauti sér. En undir niðri ólgar og sýður. Tékkóslóvakar vonuðu í lengstu lög að Rússar mundu sjá að sér. Þeir gældu jafnvel við þá tálvon, að mikil átök yrðu meðal forystumanna Sovét ríkjanna. Nú hefur Kekkonen sagt að Kosygin hafi fullvissað sig um að enginn ágreiningur hafi verið með leiðtogum Sovét- ríkjanna um innrásina í Tékkó- slóvakíu. Það fylgir sögunni, þótt lágt fari, að hann hafi ennfremur lagt áherzlu á að Rússar hefðu fengið sig full- sadda, þeir væru nú, frekar en oft áður, til viðtals um frið- samlega sambúð. Margir verða vafalaust til að hlaupa eftir þessari fullyrðingu En hvað skyldi Hitler hafa sagt eftir sín Anschluss? Nú hljómar þetta orð eins og rússneska í mínum eyrum, þó ekki rússn- eska Pasternaks. Fyrsti þátturinn í harmleik Tékkóslóvakíu nú, einkenndist af opinskáum umræðum, sann- leika og ákafri tilraun vald- hafa, til að láta þjóð sína fylgj ast með öllu, sem fram fór, ekk ert laumuspil. Þetta var arfur- inn frá í vor og Dubcek hélt fast við hann, þrátt fyrir mik- inn þrýsting austan frá. Hann var enn óbugaður, brosti á myndum, — andlit hans ekki stirðnað og dautt eins og síðar hefur orðið. Handtakan og mis- þyrmingarnar virðast ekki hafa haft nein áhrif á hann móts við þá hugarkvöl sem lygin, launráðin og laumuspilið hafa nú rist í svip hans. Hann veit að Rússum er efst í huga að drepa þá mynd, sem þjóðin varðveitir af honum í hjarta sínu, og þá ekki sízt með því að láta hann, nauðugan viljug- an, bera ábyrgð á þvingunar- samningum. Smám saman verð- ur hann meðsekur, borin von — og þá verður þeim í lófa lag- ið að losna við hann. En ef hann hefði farið úr embætti, hefði eina glætan horfið með honum, auk þess sem þá hefðu leiðtogar Sovétríkjanna fengið æðstu ósk sína ucnfyllta fyrir- hafnarlaust. Svo ill eru örlög þessa manns, svo miskunnar- lausar þær kröfur sem til hans eru gerðar. Svo lengi héldu Tékkóslóv- akar í vonina, að brezkur blaðamaður, David Holden seg- ir nýlega að hann hafi, þegar hann kom til Tékkóslóvakíu í september s.l. orðið áþreifan- iega var við mikla bjartsýni, byggða á einingu þjóðarinnar: „Grátt gaman mætti mér strax“, segir hann. „Hefurðu heyrt fréttirnar?“ „Nei, hvað?“ „Rússarnir eru að fara“. „Er það satt?“ „Já — einn á hverjum degi næstu 200 ár.“ En gamanið h efur kárnað. Dæmi: Maður, nýkominn hing- að frá Tékkóslóvakíu, segir að „Dalibor“ eftir Smetana hafi verið leikið við opnun óp- erunnar í Prag fyrir skömmu. Rússar kærðu. Hvað mundu ís- lendingar segja, ef þeim væri bannað að leika og syngja „Öxar við ána“? Annað dæmi: Maður, einnig nýkominn hingað frá Tékkó- slóvakíu, segir að margir hafi borið í barmi sér tékknesku fánalitina með sorgarrönd, þ.á.m ung stúdína. Hún átti leið í há- skólann með ritgerð sína. Rúss neskur hermaður stöðvaði hana og ætlaði að hrifsa af henni merkið. Hún streittist á móti. Þá tók hann upp skammbyssu og skaut hana. í öðrum þætti harmleiksins var tékkóslóvakísku þjóðinni ekki sagður nema hálfur sann- leiki, og varla það. Gagnrýnis- raddir þögnuðu hægt og sig- andi eftir innrásina: blöð, út- varp og sjónvarp b reyttust, samt hefur verið haldið ótrú- lega vel í horfinu. Ég hef t.d. séð nýleg blöð af Rude Pravo, þar sem ræður Svoboda og Dubceks sitja í fyrirrúmi, sagt frá umræðum á þingi, jafnvel minnzt á Appolo geimferðina á forsíðu, en ekkert talað um þær fáu hræður, sem flytja mál Rússa og leppríkja þeirra í Tékkóslóvakíu. Sýnir þetta vel áð enn eiga blöðin langt í land með að komast á það stig, sem þau voru á, áður en Dub- cek komst til valda. f tíð Nov- otnys hefði verið sagt frá App- oló i þremur línum inni í blaði. Auðvitað er mikið vitnað í Pravda og Isvestía, það þykir Rússum gott, en Tékkó- slóvakar hlæja að öllu því, sem þessi blöð segja um ástand- ið í landi þeirra. Þeir vita bet- ur. Þeir vita að það er allt lygi. Það verkar á almenning eins og öfugmælavísur. Þann- ig komast blöðin með ýmsu móti framhjá ritskoðun herra- þjóðarinnar. En tíminn líður. Tékkar og Slóvakar vita að þeim er ekki sagður nema hálf- ur sannleikur, þó að forystu- menn þeirra hafi reynt eftir megni að segja eins mikið og unnt er og láta þjóðina fylgj- ast með því sem fram fer. Ein helzta krafa rússnesku leiðtog- anna hefur verið að farið sé með ýmis ákvæði nauðungar- samninganna sem launungamál sem tékkóslóvakísku þjóðinni komi ekkert við. Þetta hefur sáð í þjóðina tortryggni, jafn- vel í garð leiðtoga hennar, enda tilætlunin. Tilgangur þeirra og höfuðmarkmið er að gera Dubcek og forystumenn þjóðarinnar tortryggilega. Þrátt fyrir þessar lævíslegu fyrir- ætlanir njóta frjálsræðisöflin í Tékkóslóvakíu stuðnings allra þeirra innlendu aðila, sem mest völd hafa, bæði í miðstjórn og framkvæmdaráði flokksins, á þingi o.s.frv. Enginn hefur enn yfirgefið Dubcek. En illgresinu er sáð, og sáð- mennirnir kunna sitt fag. Rúss ar hyggjast brjóia frjálsræðis- öflin á bak aftur með því að breyta þeirri mynd, sem þjóð- in hefur gert í huga sér af leiðtogum sínum. Sovétleiðtog- arnir vonast þá til þess, að smám saman hætti þjóðin að treysta þeim. Og til að flýta þessari þróun láta þeir þá grafa sína eigin gröf. Nú biða tveir af helztu lepp- um Sovétríkjanna eins og hungraðir úlfar eftir því að stöðurnar losni. Á leynifundi, sem þeir og fylgismenn þeirra héldu nýlega i Prag, gerðist sá hjákátlegi atburður að þess ir tveir, Alois Indra og Kolder tóku að karpa um það, hvor þeirra skyldi verða for- sætisráðherra og hvor aðalrit- ari flokksins, þegar Dubcek og menn hans féllu. Indra, sem er gallharður Rússadindill, maður vel greind- ur að sögn, allt að því slæg- vitur, var eftir innrásina sagð- ur veikur í Moskvu. Nú fyrir skemmstu hefur birzt í fréttum í tékkneskum blöðum að Indra sé kominn til Prag, og sitji í aðalstöðvum miðstjórnar tékk- neska kommúnistaflokksins, enda á hann sæti í henni. Fyrsta verk rússneska sendi- herrans, eftir að Indra kom til Prag var að heimsækja hann í skrifstofu hans. Það vakti að sjálfsögðu mikla athygli, enda klár staðfesting á stöðu manns ins um þessar mundir. Kolder aftur á móti hefur verið send- ur til Sofiu, þar sem hann ræðir efnahagsmál við búlg- örsku stjórnina. Ekki er gert ráð fyrir að hann verið þar til langframa, kannski kemur líka að því að hann þurfi að rífast við Indra um embættin. Þessir tveir menn hafa alla tíð verið í nánu sambandi við Sovétstjórnina og hernámsliðið og vinna að því leynt og ljóst að grafa undan þeirri löglegu stjórn, sem fer með völd í Tékkóslóvakíu og gera henni eins erfitt fyrir og unnt er. Þeir vita að margt breytist á skömmum tíma, fólk er fljótt að gleyma. Þeir binda vonir sínar við ósigra Dub- ceks, og þeir hafa sannarlega sterk spil á hendi: rússneskan innrásarher, storkanir, hótanir og öryggislögreglu eftir göml- um fyrirmyndum. Og þessir menn eru ekki einir, eins og margir virðast halda. Kvisling ar eru nokkrir í Tékkóslóvakíu þótt enn hafi lítið borið á þeim. Vasil Bilak hefur ekki haft við að afneita sambandi sínu við Rússa, en Tékkar vita bet- ur. Og gamlir stuðningsmenn Novotnys, eins og Anton Kapek og Karel Mestek „hafa skipulas hóp sem stendur utan við núverandi flokksforystu", segir Anatole Skub í Herald Tribune. Og í álvkiun slóvak- ískra kommúnista sem birt var í fyrradag er mótmælt funda- höldum nokkurra íhaldssamra klofningsmanna, eins og kom- izt er að orði, og bent á að þeir reyni „með vafasömum ráðum að kasta rýrð á frjáls- ræðisstefnu flokkins" — og berjist fyrir brottrekstri Dub- ceks. Kapek og Mestek eru nefndir með nafni, auk Jozefs Jodas. Þessir menn vita að tékkó- slóvakíska þjóðin hefur frá fyrstu tíð leitazt við að tryggja sjálfstæði sitt öðru fremur. Þeir bíða átekta, bíða þess að fólkið hugsi sem svo: Á tímum Novotnys höfðum við lítið að borða, litla peninga hvorki mál- Framhald á bls. 2 - eftir Matthias Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.