Morgunblaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1968 11 BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu - SVOBODA Framhald af bls. 9 en varð síðan að fara huldu höfði ásamt dóttur sinni. Einkasonur þeirra hjóna, Mir oslav að nafni, var tekinn til fanga árið 1942 og sendur í eina af útrýmingarbúðum naz ista, þaðan sem hann átti ekki afturkvæmt lifanSi. Kjarnfóður Slml 1 11 25 Símnefni: Mjólk félag Reykjavíkur Enda þótt Ludvik Svoboda sé orðinn maður aldraður, hef ur hann tekið mjög virkan þátt í þeirri þróun til aukins frjálsræðis og endurreisnar þjóðlífsins, sem hófst í janúar sl. Hann er enn við góða heilsu og hefur sýnt, að hann hefur til að bera hörku her- mannsins, sem er reiðubúinn til þess að fórna öllu fyrir föðurland sitt. Sennilega hefði naumast nokkur annar maður verið þess megnugur að sam- eina eins Tékka og Slóvaka í endurreisnarstarfi því, sem hafið var í byrjun þessa árs jafnt sem þá örlagaríku daga er í hönd fóru eftir innrás Sov étríkjanna og fylgiríkja þeirra í Tékkóslóvakíu. Það má telja víst, að það hafi verið járnvilji þessa gamla hermanns sem kom í veg fyrir, að Rússar skipuðu leppstjórn í Tékkóslóvakíu þegar eftir hernám landsins. Hann stóðst allar þvinganir í þá átt að skipa nýja ríkis- stjórn í stað þeirrar, sem fyr- ir var, enda þótt ráðherrar- nir væru ýmist fangelsaðir í Moskvu, færu huldu höfði í Prag eða værú í útlegð. Það má einnig telja víst, að hann hafi komið í veg fyrir það með einbeitni sinni, að Alex- ander Dubcek, Josef Smrkov sky og aðrir þeir, sem Rússar höfðu flutt nauðuga til Moskvu, yrðu teknir af lífi. Hann kvaðst ekki vera til viðtals við sovézk stjórnar- völd, nema Alexander Dub- cek og hinir flokksleiðtogar- nir frá Tékkóslóvakíu yrðu látnir setjast að samningaborð inu ásamt sér og fengju að taka þátt í samningaviðræð- unum. Yrði eitt hár á höfði þeirra skert, þá hótaði hann því að fremja sjálfsmorð og allur heimurinn myndi skilja, hvers vegna hann hefði grip- ið til slíks örþrifaráðs. Þessa örlagaríku daga varð Ludvik Svoboda að hetju í augum þjóðar sinnar. !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.