Morgunblaðið - 27.10.1968, Side 5

Morgunblaðið - 27.10.1968, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1968 5 0 Á morgun, 28. október er þess minnzt að fimmtíu ár eru liðin frá því þjóðirnar Tékkar og Slóvakar samein- uðust í eitt sjálfstætt ríki und ir nafninu Tékkóslóvakía, Hann ætti því að vera þeim mikill gleðinnar dagur, en því miður hlýtur það að varpa á hann dökkum skugga að landsmenn geta ekki haldið hann hátíðlegan sem fullkomlega sjálfstæð og full- valda þjóð. ^ Þeir atburðir, sem þar hafa gerzt á síðustu mán uðum, eru sorglegt dæmi um siðleysi og þroskaleysi mann- kynsins. Við höfum horft á það enn einu sinni, að vonir manna um jafnrétti, bræðra- lag, andlegt frelsi og viður- kennd mannréttindi, eru fót- um troðin af stórveldi, — þjóð sem heldiur því þó hástöfum fram, að hún hafi einmitt þessar hug- myndir að leiðarljósi. Við höfum enn orðið að horf- ast í augu við, að þrátt fyrir stórkostleg afrek á svið- um vísinda og tækni, könn- un geims og annarra hnatta virðist mamnkynið oft litlu nær í andlegum og siðferði- .legum þroska en það var á dögum Krossferðanna. ^ Manni hrýs hugur við því vonleysi, sem inn- rásin í_ Tékkóslóvakíu hefur í för með sér, ekki aðeins fyr- ir íbúa þess lands heldur Austur-Evrópu alla og Sov- étþjóðirnar. Við vitiun, hvern ig íbúar þessa heimshluta hafa beðið með eftirvæntingu bjartari daga og aukins frels- is, sem þeir fyrir fáeinum ár- um voru sannfærðir um, að væri skammt undan. Innrás- in í Tékkóslóvakíu og vax- andi harðýðgi annarsstaðar, einkum í Sovétríkjunum eru sem hnefahögg í andlit þessa fólks. • Sjálfstæ&is- baráttan Það má líklegast teljast kald- hæðni örlaganna, að sú þjóð, sem á þessum tímamótum held- ur Tékkóslóvakíu í járngreip- um sínum, hefur svipt lands- menn sjálfsákvörðunarrétti og frelsi til þess að velja sína eigin lífsleið — jafnvel þótt það sé innan ramma sósialismans — er sú hin sama þjóð, 'er Slóvakar og Tékkar töldu sér hvað vin- veittasta um það leyti, sem ríki þeirra var í fæðingu. Og enda þótt mikið og oft hafi reynt á vináttusamband þessara þjóða 'hafa Tékkóslóvakar til þessa lit- ið á Rússa sem vini sína, — þeim mun óskiljanlegar og sár- ar hlýtur þeim að svíða kúgun- araðferðir stjórnar þeirra und- anfarna mánuði. Þegar heimsstyrjöldin fyrri brautzt út árið 1914 höfðu Tékk- ar og Slóvakar mikla samúð með Rússum og gerðust liðsmenn þeirra unnvörpum, oft með ærn- um fórnum, því að þeir, sem ekki voru taldir Austurríkis- mönnum tryggir, voru tíðum handteknir og skotnir. Að sjálf- sögðu voru einnig forystumenn frelsishreyfinga þeirra hand- teknir og gerðir óvirkir, meðal annars þeir Karel Kramer og Alois Rasin, sem síðar komu mjög við sögu. Kramer hafði verið hollur Austurríki áður en styrjöldin hófst en vildi vinna að banda- lagi landsins við Rússland og vonaði að keisarinn mundi sjá, að hinir slavnesku þegnar hans .hlutu fremur að eiga samleið með Rússum og þjóðum þeim skyldum en Austurríkismönnum og Þjóðverjum. Þegar á hinn bóg inn styrjöld brautzt út milli þessara aðila, tó'k Kramer að vinna að því að fá rússneskan hertoga til konungs yfir Tékk- um. Þar skildu leiðir með Kram er og öðrum baráttumanni sjálf- stæðisins, sem átti eftir að hafa öðrum meiri áhrif á rás við- burðanna, Thomasi Masaryk, há menntuðum Slóvaka, sem lengi hafði búið meðal Tékka og naut mikils álits. Masaryk hafði litla ást á rúss- nesku keisarastjórninni en hneigðist því meira að lýðræðis- rikjunum í Vestri. Þegar styrj- öidin hófst, var hann staddur í Sviss og vitandi, að sér mundi lítt stoða að hverfa heim að svo búnu, 'ákvað hann að verða um 'kyrrt erlendis og beina öllum kröftum sínum að því að kynna Bretum, Frökkum og öðrum vest rænum þjóðum málstað Tékka og Slóvaka, sem forystumenn þess- ara ríkja höfðu til þess tíma lát- ið sig litlu skipta. Helztu sam- starfsmenn Masaryks í útlegð- inni urðu þeir Edvard Benes, •Josef DúriCh og Milan Stefanik. í janúar 1916 stofnuðu þeir það, sem þeir kölluðu „Þjóðarráð Tékkóslóvakíu" og það vann sinn fyrsta opinbera sigur ári Tyn-kirkjan og minnismerki Jóhanns Húss í Frag. 50 ár frá stofnun T ékkosló vakíu síðar, þegar Bandalagsríkin lýstu því yfir í greinargerð til Wil- sons, Bandaríkjaforseta, að eitt af markmiðum þeirra í styrjöld- inni væri að frelsa Tékka og Slóvaka. Framan af gátu Masaryk og félagar hans ekki haft samband við landa sína nema eftir mestu króka- og leynileiðum, en með fráfalli Frans Jósefs, Austurríkis keisara, breyttist mjög til batn- aðar í þeim efnum. Karl keisari sem við tók, batt enda á ógnar- stjórn hersins á landsvæðum Tékka og Slóvaka. Eftir það urðu opinberari og ljósari kröf- ur og óskir þorra landsmanna og auðveldara að vinna að fram- gangi þeirra. Meðal stríðsfanga í Rússlandi var fjöldi Tékka og Slóvaka, sem ólmir vildu berjast gegn Mið- veldunum fyrir máistað Slava, en þeir fengu e'kki tækifæri til þess fyrr en sumarið 1917 í Ukrainu. Rússar stóðu þá mjög höllum fæti í bardögunum og Masarýk óttaðist að hersveitir Tékka og Slóvaka tvístruðust gersamlega með þeirri Skipan sem þá var á málum þeirra. Hann fór því til Rússlands til þess að fá þær sameinaðar í einn her. í desember samdist svo um, að hermennirnir jrrðu fluttir til Frakklands, en áður en af því yrði, fjrrirskipaði Trotsky, sem með nóvemberbyltingunni hafði tekið við yfirstjórn rússneska hersins, að hersveitirnar skyldu afvopnaðar og leyst- ar upp. Leiddi þetta til alvarlegra átaka milli þeirra og Rússa. Smám saman tókst Masa- ryk þó að koma skipulagi á þess- ar hersveitir og sumarið 1918 taldist honum svo til að í þjón- ustu Bandamanna væru nálega l'JO.OOO tékkneskir og slóvakískir hermenn undir vopnum, þar af rúm 90.000 í Rússlandi, hinir í Frakklandi og ítalíu. Frá Rússlandi fór Masaryk til Bandaríkjanna í marz 1918. Þar hélt hann áfram að tala máli Tékkóslóvaka. Hann hafði tölu- verð áhrif og góð sambönd í Bandaríkjunum, var kvæntur bandarískri konu og Tékkar og Slóvakar þar í landi flykktust undir merki hans. Á meðan störf uðu vinir hans af kappi í Genf, Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu — og heima í Prag, þar sem í janúar 1918 var kallað saman þing fulltrúa Slóvakíu, Bæheims, Moraviu og Silesiu og samþykkt, að berjast til þrautar fjrrir sjálf- stæði þessara landsvæða. Austurríki og Ungverjaland gáfust endanlega upp aðfaranótt 28. október. Samdægurs var lýst yfir sjálfstæði ríkisins Tékkó-Slóvakíu og þjóðarráðið í Prag tók í sínar hendur stjórn landsins. Tveim dögum síðar lýsti þjóðarráð Slóvakíu sig sam þykkt aðild að ríkinu. Sett var bráðabirgðastjórnarskrá og skip: uð stjórn. Þjóðarráðið í Prag kaus Masaryk einróma forseta, Kramer varð forsætisráðherra, Benes utanríkisráðherra, Stefan- ik hermálaráðherra — en hann fórst í flugslysi vorið 1949 — og Rasin varð fjármálaráðherra. Ríkið Tékkóslóvakía var fætt. • Fyrsta lýðveldið 1918 - 1938 Þeim fimmtíu árum, sem lið- in eru frá því, að Tékkóslóvakía varð sjálfstætt ríki, skipta lands menn gjarna í þrennt — og hafa raunar bætt fjórða þættinum við, því sem af er árinu 1968. Hin þrjú tímabilin eru: Fyrsta lýð- veldið, sem telst frá 1918 til 1938, er nazistar fengu Súdetahér- uðin, Annað lýðveldið og yfir- ráð Þjóðverja og Þriðja lýðveld- ið, sem hefst upp úr styrjaldar- lokum. Þessi þrjú skeið eru glöggt af- mörkuð og mjög frábrugðin hvert öðru. Verður hér á eftir reynt að re'kja í stuttu máli það helzta sem þá gerðist. Landfræðileg lega ríkisins Tékkóslóvakíu s'kapaði frá upp- hafi ótal vandamál. í Bæheimi og Moraviu, sem áður höfðu lot- ið yfirráðum Austurríkis, voru átök milli Tékka, er töldu 6.5 milljónir og Þjóðverja, er voru rúmar þrjáir milljónir, og neit- uðu frá upphafi að viðurkenna stofnun ríkisins. 1 Slóvakíu og Rutheniu, sem áður höfðu lotið yfirráðum Ungverja, neitaði ung verski minnihlutinn að viður- kenna ríkisstofnunina. Þegar landamærin voru endanlega dreg in lentu um 700.090 Ungverjar innan Tékkóslóvakíu. Við þetta bættist, að aðalþjóð- irnar tvær, Slóvakar, sem töldu þá um tvær milljónir, og Tékkar, voru á harla ólíku framfara- og menntunarstigi. Slóvakar voru að mestu ómenntaðir bændur, er um aldaraðir höfðu búið við frumstæð skilyrði, en Tékkar mun lengra komnir, bæði í menntun og tækni, og ýmsar smærri iðngreinar þegar orðnar hefðbundnar atvinnugreinar. Rutheniubúar um 600.000 talsins, voru af ýmsum þjóðernum, meirihlutinn úkraínskur, en þeir höfðu undir stjórn Ungverja verið gersamlega vanræktir efna hags- og menningarlega. Þá voru Slóvakar strangtrúaðir kaþól- ikkar en Tékkar litlir kirkju- menn. Hefur þessi þróunarmis- munur þjóðanna valdið margvís- legum vandamálum allt fram á síðustu ár. Brýnustu verkefni stjórnarinn ar voru að reyna að leysa þessi mál, jafnframt því að koma efnahag landsins á réttan kjöl eftir öng- þveiti heimsstyrjaldarinnar. Eitt fyrsta verk hennar varð að inn- kalla gömlu austurrísku mynt- ina, sem var orðin næsta verð- laus, og stemma stigu við verð- bólgu. Ríkisbanki var stofnaður og ýmsar ráðstafanir gerðar til að skipta ræktarlandi milli bænda eftir sósíalískum fjrrir- myndum. i Landinu var sett stranglýðræð isleg stjórnarskrá, þar sem gert var ráð fyrir þingi í tveimur deildum, er kjósa skyldi almenn um kosningum. í fulltrúadeild áttu sæti 300 þingmenn 30 ára eða eldri, kjörnir af borgurum, 21 árs eða eldri, til sex ára í mesta lagi. í öldungadeildinni | voru 150 þingmenn 45 ára og eldri, sem kjörnir skyldu af borg , urum, er náð hefðu 26 ára aldri., Stjórn landsins skyldi ábyrg gagnvart fulltrúadeildinni, sem. hafði vald til að ógilda ákvarð- anir öldungadeildarinnar. Hins- vegar höfðu tveir þriðju hlutar öldungadeildarinnar vald til að ógilda samþykktir, sem minna en þrír fimmtu hlutar þingmanna fulltrúadeildarinnar höfðu gert. Forseti var valinn af þinginu til sjö ára. ?j 'Þá voru sett ýmis ákvæði til að tryggja réttindi minnihluta þjóðflokkanna. Þó tékkneska væri aðalmál ríkisins, skyldi þjóðflokkum, sem næðu 20% ai þjóðinni allri, heimilt að nota sínar eigin tungur, m.a. við rétt- arhöld, og hafa sérskóla. Kosningar fóru fram sam- kvæmt nýju stjórnarskránni í apríl 1920 og voru þar í fram- boði fimm stjórnmálaflokkar, sem allir höfðu verið stofnðir fyrir styrjöldina. Mestan sigur unnu Bændaflokkurinn og Sós- ialiski flokkurinn, en sá síðar- nefndi klofnaði nokkru seinna og vinstri armur hans mjmdaði kommúnistaflokk. Styrkti þetta mjög stöðu Bændaflokksins og 1922 varð leiðtogi hans, Antonin Svehla, forsætisráðherra sam- steypustj órnar. Masaryk, sem taldist til sósíal- ista var forseti landsins til 1935, er hann sagði af sér 85 ára að aldri. Þá tók Benes við embætt- inu. Fram að þeim tíma hafði hann óslitið gegnt embætti ut- anríkisráðherra og var óvenju- leg staðfesta í utanríkisstefnu Tékkóslóvakíu, miðað við það, sem þá gerðist. Ríkið var hljmnt Vesturlöndum, og Benes ákafur talsmaður Þjóðabandalagsins og eflingar þess. Helztu andstæð- ingar ríkisins voru Ungverjar og sambúðin við Pólland var held- ur stirð. Hinsvegar voru góð sam skipti við Júgóslavíu og Rúmen- íu og einnig sæmileg við Weim- arlýðveldið þýzka, það var e'kki fyrr en með tilkomu nazista, sem snerist á ógæfuhliðina. Efnahagur Tékkóslóvakíu, Framhald i DJs. • i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.