Morgunblaðið - 01.11.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.11.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1968 5 - FRUMHANDRITIÐ Framhald af bls. 1 hann, „og aðrir fræðimenn hefðu legið á okkur eins og mara í því skyni að fá að- gang að safninu". Handrit Eliots verða sýnd opinberlega í bókasafninu frá og með 7. nóv. á sýningu, er þá hefst á bókum, handritum, 'ljósmyndum og öðru merki- legu, sem Quinn átti í fórum sínum. Eftir að sýningunni lýkur, mun allt það efni, sem þar er sýnt, verða heimilt til rannsóknar fræðimönnum í kringum 15. marz. í tilkynn- ingu bókasafnsins er ljóði Eliots, „The Waste Lande“, lýst sem því ljóði, er hafi haft mest áhrif nokkurra ljóða á 20. öldinni. í tilkynningunni segir ennfremur: AÐ MESTU LEYTI VÉLRITAÐ Mestur hluti handritsins var vélritað sökum þess að hann (Eliot) þjáðist af togn- un í hendi, er hann hafði hlotið eitt sinn, er hann var að róa bát. Vinur hans og leiðbeinandi, Ezra Pound, sem Eliot sagði vera sér betra ljóðskáld, réðst í það að búa það undir útgáfu. Felldi hann niður langa kafla og heflaði aðra. Handrit Eliots bárust Quinn í hendur en hann var kunnur listunnandi. Ástæðan fyrir því, að handritin bárust hon- um í hendur, var sennilega sú, að hann hafði haft mikil áhrif í því skyni, að ljóð Eli- ots voru gefin út í Bandaríkj- unum. Eliot sendi handritin í pósti til Quinn frá London 23. október 1922. Er Quinn 'lézt 1924, komust handritin í eigu systur hans, móður frú Conroy. Vitneskja frá Conroy um hið mikla álit frænda hennar á ofangreindu bókasafni, varð til þess, samkvæmt frásögn Hendersons, að hún seldi handrit Eliots dr. John D. Gordon og að hún áformaði ennfremur að láta bréfasafn Quinns bókasafninu í té. Dr. Gordon keypti handritin fyr- ir „The Berg Collection of English and American Litera- ture“, sem er hluti af bóka- safninu, og hann var umsjón- armaður með, unz hann and- aðist í marz sl. hverfafundir um borqarmálefni GEIR HALLGRÍMSSON BORGARSTJÓRI BOÐAR TIL FUNDAR UM BORGARMÁL- EFNI MEÐ ÍBÚUM ÁRBÆJAR- 0G BREIÐHOLTSHVERFIS LAUGARDAGINN 2. NÓV. KL. 3 E.H. í FÉLAGSHEIMILI RAFVEITUNNAR VIÐ ELLIÐAÁR Borgarstjóri flytur ræðu á fundinum um borgarmálefni almennt og um málefni liverfisins og svarar munnlegum og skriflegum fyrirspurnum fundargesta. Fundarstjóri verður Hörður Felixsson, skrifstofustjóri og fundarritari Ingi Torfason, húsasmiður. (Fundarhverfið er byggðin sem kennd er við Árbæ og Breiðholt auk annarrar Rvk.-byggðar utan Elliðaáa). Reykvikingar J Sækjum borgarmálafundina Bifreið til sölu Ný BMW bifreið til sölu. Upplýsingar í síma 38344. Raisuðumenn! Rafsuðumenn! Óskum eftir 2—3 góðum vönum og reglusömum rafsuðumönnum. Einnig óskum við eftir manni á punktsuðuvél í vaktavinnu. RUNTALOFNAR H.F., sími 35555. Til sölu einbýlishus ó Flötunum Húsið er 252 ferm. að meðtöldum tvöf. bílskúr. f hús- inu eru 4 svefnherb., fjölskylduherb., stofa, eldhús, 2 baðherb., gestasalerni, gufubað, þvottaherb. og geymsla. Húsið er tæpl. fullgert, en vel íbúðarhæft. Vandaður frágangur á því sem komið er. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17, 3. hæð Símar 16870 og 24645. -elna supermatic * Einstakt tækifæri Sama lága verðið Okkur heppnaðist að fá nokkrar saumavélar áður, en 20% hækkun gekk i gildi, þess vegna bjóðum við sama lága verðið meðan birgðir endast. Söluumboð Austurstræti 17 SILLI & VALDI Sími 14376. JOLA- OG NYÁRSFERÐ œ M.S. GULLFOSS ® 23/12 1968 — 8/1 1969. Viðkomuhafnir: Amster- dam, Hamborg, Kaup- mannahöfn og Thors- havn. . næstunni ferma skip voi J ■ íslands, sem hér segir 1 ANTWERPEN Skógafoss 4. nóvember * Reykjafoss 16. nóv. Skógafoss 25. nóv. Reykjafoss 5. desember. * Skógafoss 16. desember. ROTTERDAM Selfoss 2. nóv. Skógafoss 6. nóv. * Reykjafoss 18. nóv. Dettifoss 21. nóv. Skógafoss 27. nóv. Reykjafoss 7. desember * Skógafoss 18. desember. HAMBORG Skógafoss 2. nóv. * Selfoss 4. nóv. Reykjafoss 14. nóv. Skógafoss 23. nóv. Dettifoss 25. nóv. Reykjafoss 3. desember * Skógafoss 14. desember. LONDON Mánafoss 7. nóv. * Askja 15. nóv. Mánafoss 29. nóv. * HULL Mánafoss 11. nóv. * Askja 18. nóv. Mánafoss 2. desember * LEITH Askja 3. nóvember. Mánafoss 13. nóv. * Askja 20. nóv. Mánafoss 4. desember * NORFOLK Brúarfoss 6. nóvember. Lagarfoss 22. nóv. * Selfoss 6. desember. NEW YORK Brúarfoss 9. nóvember. Lagarfoss 27. nóv. * Selfoss 12. desember. GAUTABORG Tungufoss 4. nóv. Tungufoss 21. nóv. * Bakkafoss 4. desember. KAUPMANNAHÖFN Gullfoss 2. nóvember. Tungufoss 6. nóv. Gullfoss 16. nóv. Tungufoss 23. nóv. * Gullfoss 30. nóv. Bakkafoss 6. desember. Gullfoss 14. desember. KRISTIANSAND Bakkafoss 5. nóv. ** Tungufoss 25. nóv. * Gullfoss 1. des. GDYNIA Bakkafoss 2. nóv. Skip um 17. nóv. Fjallfoss um 17. desember. KOTKA Skip um 15. nóv. * Fjallfoss um 14. desember. * Skipið losar í Reykja vík, ísafirði, Akureyri og Húsavík. ** Skipið losar í Reykja- vík og á Húsavík. Skip, sem ekki eru merkt með stjörnu, losa aðeins í Rvík. EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.