Morgunblaðið - 01.11.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.11.1968, Blaðsíða 8
8 MORGU'NBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1968 Mál drykkjusjúklinga á íslandi Síðari hluti fyrirlesturs Stein ars Guðmundssonar á geðheil- brigðisviku Tengla. HVER eru svo viðbrögð þjóð- félagsins gegn þessum voða? Þau eru ekki upp á marga fiska. Þó tel ég þjóðina í heild vera sekari en stjórnendurna. Orsök athafnaleysisins í þessu málum liggur hjá almenningi. Lands- og bæjarstjórnir hafa veTÍð tiltölulega fljótar að styðja hverja þá tilraun sem fram hefir komið til úrbóta. Má þar t.d. nefna þá tilraun sem gerð var fyrir 13 árum með Stofnun Bláa bandsins. Sá stór- kostlegi árangur sem varð af því starfi fyrstu árin hefir ekki verið færður á skýrslur, — og ástæðunnar til þess að þetta þjóðþrifastarf úrkynjaðist á fá- um árum, er hvergi getið. Rík- ið, Reykjavíkurbær og einstakl- ingar kostuðu of fjár til þessar- ar tilraunar. Tilraunin tókst að vissu marki, þótt hún síðar rynni út í sandinn. En reynsl- an sem fékkst þarna er vel þeirra peninga virði sem til hennar voru lagðir, — Og nú á að fela þetta allt. Þetta er ekki hægt. Þjóðin verður að hirsta af sér slenið í þessum málum. Okkur varðar vissulega öll um hvað er að gefast. Við verðum að reyna að temja okkur sjálf að því marki að við köllum ekki þann sem við drykkjuskap á að stríða, „ræfil“ í öðru orði og sjúkling í hinu. Betra væri held ur að kalla hann alltaf „ræfil“, því það truflaði síður þá sem eru að reyna að vekja almenn- ingsálitið til jákvæðrar afstöðu til ofdrykkjuvandamálsins. Það er almenningsálitið sem Verður að breytast — það er mikilvægasti liðurinn. Hræðsla við að nefna drykkjuskap á nafn í návist drykkjumannsins, sé hann ófullur — er hjákátleg. En til kórvillu verður það að teljast þegar menn reyna að ala þá hégómlegu fávizku upp í drykkjumanninum, að hann sé eitthvert ofurmenni þegar renn- ur af honum. Menn virðast trúa því í alvöru að túramaðurinn af- kasti jafn miklu og hinn sem aldrei hverfur frá vinnu. Menn vilja ekki skilja af hverju alko- holistinn sveiflar spöðum sínum eins og vindmylla í roki þegar hann tekur til starfa á ný eftir túr. Menn vilja ekki reyna að skilja eðli virkra drykkjumanna. Það er þetta sem þarf að breyt- ast. Og því verður ekki breytt nema með alhliða fræðslu. Það glittir í hverja glompuna af ann arri hvar sem á málefninu er tekið. Að fræðsluskortinum slepptum, mætti nefna þörfina á upplýsingamiðstöð fyrir þá sem vegvilltir leita aðstoðar vegna sín eða annarra. Slík upplýs- ingamiðstöð gæti verkað sem kvalastillandi inngjöf á hundr- uð fjölskyldna. En þó ekki nema henni takist að viðhalda virku sambandi bæði við heilbrigðis- þjónustu og félagsvarnir ýmis- konar. Það er dautt mál að tala um hjálp við fjölskyldu túra- manns á fylliríi, nema hægt sé að gera einhverjar ráðstafanir til að láta renna af honum. Þess- vegna þarf að vera til skyndi- hjúkrunarstöð sem tekur þetta verk að sér. Slík stöð þyrfti að hýsa viðkomandi í minnst 3 sól- arhringa, en mest 6. Almennt veitir ekki af þremur sólarhring um til að vel renni af honum, en sex ættu að vera yfrið nóg nema annað komi til. En 6 duga ekki er maðurinn „spítalamatur" og ætti að fara annað. En ákveð ið hámark legudaga verður að vera á „Skyndihjúkrunarstöð", því annars teppist hún strax. Svo er ósköp hæpið að hleypa manni af Hjúkrunarstöð eða Spít ala óstuddum beint út í þjóðlíf- ið. í flestum tilfellum einangr- ast hann fljótt í margmenninu, misskilur sjálfan sig, og er kom- inn á fyllirí fyrr en varir. Þess- vegna verður að skipuleggja fé- lagsvarnir sem fylgjast með hverjum manni eins lengi og nokkur kostur er. Til að reyna að fylla upp í þessar þrjár megin gloppur hef- ir svolítill hópur manna ákveðið að beita sér fyrir stofnun Áfeng ismálafélags fslands — en stefnuskrá þess er þessi: „Áfengismálafélag fslands vill a. hlutast til um að alkohol- istar eigi greiðan aðgang að sjúkrahjálp, og að skyndihjálp standi öllum drykkjumönnum til boða. b. hvetja og hlúa að öllu fé- lagslegu áfengismálastarfi með- al allra sétta, starfshópa og ald ursflokka, er áhuga hafa á þess- um málum, án tillits til sér-sjón- armiða er ríkja kunna á hverj- um stað. c. safna sem allra fjölbreytt- astri fræðslu um áfengismál, og koma henni stöðugt til almenn- ings með öllum tiltækum ráðum, svo sem: í útvarpi, blöðum, sjón varpi, rituðu og töluðu máli, auk hins almenna fræðslukerf- is þjóðarinnar. Félagið tekur ekki afstöðu til neinna annarra mála en þeirra er hér hafa verið talin — og þá heldur ekki til áfengis sem drykkjar." Varnaglinn um hlutleysi gagn vart áfengi, sem hér er svo greinilega sleginn, verður að teljast nauðsynlegur til að fyrir byggja að starfið í þágu of- drykkjuvandræðanna lamist ef þrasi og þrætum um orsök þeirra. Að lokum þetta: Kleppur fær örsjaldan áfeng issjúkling til meðferðar fyrr en veikindin hafa keyrt um þver- bak. Aðeins lokastigið — Deler- íum Tremens — eða „Dellan“ eins og við köllum það, réttlæta tafarlausa aðstoð. Mér finnst þetta sambærilegt því, að sagt væri við konuna sem kemur á lækningastöð með „ber í brjósti": komdu seinna vina, — kannski að þetta verði krabba- mein. Sú deild Kleppsspítalans sem er í þeim húsakynnum sem Bláa bandið var forðum rekið í, á Flókagötunni, hefir undanfarin ár ekki verið rekin sem of- drykkjuvarnarstöð. En í haust hafa farið þar fram breytingar á starfsháttum, og er almennt lit ið svo á, að þar muni Klepps- spítalinn beita sér að málefnum alkoholista. Verði svo, má búast við að styttra verði í land en ella með stofnun „Skyndihjúkr unarstöðvar", þótt hún verði hinsvegar varla rekin í sam- krulli við sjálfa lækningastöð- ina. Hælin: Víðines — Arnarholt Gunnarsholt, eru þáttur út af fyrir sig, og verða öll að teljast „geymslur“ frekar en lækninga- hæli. En ég skal fúslega viður- kenna að læknar og hjúkrunar- fólk er að reyna að bjarga því sem bjargað verður við þær ófullkomnu aðstæður sem fyrir hendi eru — en ef ekki er hægt að skipuleggja eitthvert sam- hengi í varnirnar við núverandi aðstæður, verður að knýja þær aðstæður fram. En það er að mínum dómi ekki á valdi neins annars aðila en almannafélags sem tekur hlutverk sitt alvar- lega, svo alvarlega að mark verði á tekið — líkt og Slysa- varnafélagið, Krabbameins- Hjartaverndar- og Berklavarna félögin. Þetta félag gæti orðið: Áfengismálafélag íslands. Ég ætla að ljúka máli mínu með upphrópun, sem ég tek að láni frá AA-samtökunum. Ég FASTEIGNASALAN GARÐASTRÆTI ,17 Símar 24647 - 15221 Til sölu 2ja herb. rúmgóð og vönduð kjallaraíbúð í Vesturbæn- um, sérhiti. 3ja herb. risíbúð við Hátröð. 4ra herb. íbúð á 2. hæð í Hlíðunum. HÖFUM KAUPANDA AÐ nýlenduvöruverzlun, söluturni, einbýlishúsi sem næst Mið- bænum sem hentaði vel fyrir íbúð og heildverzlun. Árni Guðjónsson, hrl. Þorsteinn Geirsson, hdl. Helgi Ólafsson, sölustj. Kvöldsími 41230. ÍMAR 21150 21370 íbúðir óskast Höfum góða kaupendur að 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. íbúð- um. Sérstaklega óskast góð sérhæð, helzt á Teigunum eða í Vesturborginni. Til sölu Geðheilbrigðismál: 400 geösjúkir og 200 van- gefnir fá ekki inni á geðdeildum ÍSLENDINGAR eru menn með mannlega kvilla og hafa því enga sérstöðu gagnvart geðsjúk- dómum. Þess vegna þurfum við á eins mikilli geðheilbrigðis- þjónustu að halda og fólk í ná- grannalöndunum. En við höfum leitt þessi mál sem mest hjá okkur og sífellt skellt skolla- eyrum við því, að þörf er á rarunhæfum og stórtækum að- gerðum til úrbóta á þessum van- ræktasta þætti íslenzkra heil- brigðismála. Prófessor Tómas Helgason ger- ir ráð fyrir því, að þriðji hver unglingur, sem náð hefur fjórtán ára aldri, fái einhvern geðsjúk- dóm fyrir sextugt, að 6% þeirra, sem ná 14 ára aldri, fái meiri háttar geðsjúkdóma fyrir sex- tugt, að u. þ. b. 1—2% þjóðar- innar séu óvinnufær á hverjum tíma vegna geðsjúkdóma. ítarlegar rannsóknir á tíðni og útbreiðslu geðsjúkdóma hafa leitt í ljós, að þörf er fyrir 3,9 sjúkrarúm fyrir geðsjúka fyrir hverja þúsund íbúa. Samkvæmt því þyrftu að vera 780 sjúkra- rúm fyrir geðsjúka hér á landi. Þegar aðeins eru um 350 rúm, eins og nú, hlýtur hverjum manni að verða ljós þörfin á stórtækum úrbótum í þessum málum. Aftur á móti hafa aðeins bætzt við um 30 ný geðsjúkra- rúm síðastliðin 18 ár. Mál vangefinna eru mun bet- ur á vegi stödd. Tekjur af tappa- gjaldi hafa gert það mögulegt, að reistar hafa verið úrvals- stofnanir svo sem Skálatún og Lyngás. Samt sem áður eru um 200 vangefnir, sem ekki fá inni á stofnunum þeim, sem til eru, og fara þannig á mis við þá aðhlynningu og þjálfun, sem þjóðfélaginu ber að veita. Til þess að viðunandi ástand náist í málum geðsjúkra, vantar geðdei'ldir við öll almenn sjúkra- hús og heilsuverndarstöðvar, jafnt fyrir börn og unglinga sem fullorðna, sérstakar geðlækn- ingamiðstöðvar, sem allir geta leitað beint til, — geðheilbrigðis- þjónustu á hverja lækningamið- stöð, sem upp kann að rísa, jafnt í dreifbýli sem þéttbýli. Fátt af þessu er fyrir hendi, og ekki eru einu sinni neinar sér- stofnanir fyrir hugsjúka (tauga- veiklaða), né geðveila, drykkju- sjúklinga eða eiturlyfjaneytend- ur. Enda er ekki til nein stofnun fyrir geðsjúk, taugaveikluð eða geðveik börn. Ástandið í fang- elsismálum er engan veginn við- unandi, og enn vantar mikið á í aðhlynningu aldraðra, sérstak- lega í dreifbýlinu. Fyrsta skilyrði fyrir jákvæðri þróun þessara mála er, að úr hús næðisskorti rætist veruiega, að geðdeildir verði byggðar. Þó gerði það lítið gagn án nægs sérmenntaðs mannafla. Það mál verður tekið fyrir í þessum þætti á morgun. Ákærður um njósnir 2ja herb. ný og glæsileg íbúð við Hraunbæ, eignaskipti möguleg. 2ja herb. góðar íbúðir við Álfheima, Hvassal., Brekku- stíg, Lyngbrekku. Þessar íbúðir eru mjög góðar kjallaraíbúðir, lítið eitt nið- urgrafnar. 3ja herb. nýleg og góð íbúð við Álftamýri, verð kr. 900 þúsund. 3ja herb. góð hæð í Austur- bænum í Kópavogi sunnan megin með sérinngangi., verð kr. 850 þús., útb. 300—350 þúsund. 3ja herb. góð ibúð 90 ferm. við Hringbraut, útborgun kr. 450 þúsund. 4ra herb. glæsilegar íbúðir í Heimunum. 5 herb. glæsilegar íbúðir í Laugarneshverfi. 6 herb. glæsileg hæð 150 ferm. við Sundlaugaveg, eitt herb. hefur sérforstofuinng. og sérsnyrtingu, sérhitav. Bonn, 30. október — AP — OTAKAR Svercina, fréttaritari tékkóslóvakísku fréttastofunnar CTK, en hann starfar í Bonn, var handtekinn af lögreglunni þar á þriðjudagskvöld, grunað- ur um njósnir. Skýrði Karel Cis- ar, sem einnig er fréttamaður CTK, frá þessu í Bonn í dag. Cisar sagði, að Svercina, sem er 43 ára gamall, hafi verið hand tekinn í úthverfi Bonn og verið yfirheyrður í margar klukku- stundir af 10 manns, en síðan látinn laus aftur eftir miðnætti. Einbýlishús 120 ferm. nýtt og glæsilegt ekkj fullgert, á vinsælun stað í Garðahreppi, eigna skipti möguleg. Komið og skoðiðl AIMENNÁ FASTEIGNASAlAK LINDARGATA 9 SIMAR 21150-2157C laga hana þó svolítið til, og gæti hún þessvegna alveg eins orðið mottó Áfengismálafélags- ins. Hún er þessi: Fálmi einhver einhversstaðar eftir handfestu, ber ég ábyrgð á því að hann grípi ekki í tómt. Eigum við ekki að reyna að taka þessa ábyrgð á okkar herð ar, þegar drykkjumaðurinn, maki hans eða ástvinur eiga í hlut? Steinar Guðmundsson í smíðum 4ra herb. íbúð á 3. hæð við Efstaland, að verða tilb. undir tréverk. Sameign að mestu fullgerð. IVIálflutnmgs & ^fasteignastofaj Agnar Cústafsson, hrl.j Austurstræti 14 i Símar 22870 — 21750. i t Utan skrifstofutíma: 35455 — 41028. FASTEIGNAVAL Skólavörðustíg 3 A. 2. hæð. Símar 22911 og 19255. Til sölu m.a. 2ja herb. góð íbúð í gamla bænum, um 65 ferm. 3ja herb. íbúð í háhýsi við Sólheima. 3ja herb. íbúðarhæð um 94 ferm. í Vesturbænum, bíl- skúr fylgir. 3ja herb. íbúðarhæð um 86 ferm. við Laugarnesveg. 4ra herb. risíbúð 85 ferm. við Efstasund. 4ra herb. íbúð á 1. hæð við Kleppsveg. 4ra herb. íbúð á 1. hæð við Eskihlíð. 5 herb. íbúð við Háaleitis- braut. 6 herb. íbúðarhæð við Goð- heima, allt sér, skipti á minni íbúð koma til greina. Jón Arason hdl. Sölumaður fasteigna Torfi Ásgeirsson. 16870 2ja herb. sem ný enda- íbúð á 1. hæð við Rofa- bæ. Sam.vélaþvottahús. 270 þús. Húsn.lán áhv. Verð 650 þús. 3ja herb. 97 ferm. íbúð á 1. hæð í syðsta fjöl- býlishúsinu við Stóra- gerði. Lítið herb. í kjall ara fylgir. Suðursvalir. 4ra—5 herb. 117 ferm. suðurendaíbúð á 2. hæð við Háaleitisbraut. — Ágæt innrétting, véla- þvottahús. Fokhelt endaraðhús í Fossvogi, óvenju góð kjör, útb. 420 þúsund. FASTEIGNA- PJÓNUSTAN Austurstræti 17 (Silli & Valdi) fíagnar Támasson hdl. slmi 24S45 sölumaður fasteigna: Stefin J. fíichter sfmi 16870 kvöldstmi 30587

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.